Fréttablaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 2
2 31. maí 2003 LAUGARDAGUR “Já, auðvitað langar mig aftur.“ Vilhelm G. Kristinsson er ekki lengur í morgunútvarpi Rásar eitt. Hans er sárt saknað af mörgum greiðendum afnotagjaldanna. Spurningdagsins Vilhelm, langar þig aftur í plássið? ■ Mið-Austurlönd RIÐA Riða er komin upp á bænum Breiðabólsstað í Ölfusi. Sigurður Sigurðarson, dýralæknir á Keld- um, segir þetta annað tilfellið sem upp kemur á árinu, en í vetur kom upp riða í Víðidal í Húnaþingi vestra. Að sögn Sigurðar hefur átak gegn útbreiðslu sjúkdómsins sem hófst 1978 borið góðan árangur. „Fyrir liðlega tuttugu árum greindist riða á meira en 100 bæj- um á ári. Núna eru það aðeins einn til tveir bæir á ári.“ Sigurður segir Íslendinga fyrsta þjóða hafa byrjað að vinna skipulega gegn útbreiðslu á riðu enda árangur betri hér á landi en víðast hvar annars staðar þar sem veikin hef- ur hlotið viðlíka útbreiðslu. Hins vegar er staðan mjög viðkvæm og auðvelt að missa tök á sjúkdómn- um að nýju. Sigurður telur líklegt að sjúk- dómurinn í Ölfusi nú hafi borist frá sýktum svæðum, en riða hefur ekki greinst í Ölfusi í 19 ár. Að sögn Sigurðar getur smit borist inn á svæðið með ýmsum hætti, til dæmis með heyi, landbúnaðar- tækjum og skepnum. ■ Ríkisábyrgð vegna DeCode: Málið í biðstöðu EFNHAGSMÁL Ákvörðun um ríkis- ábyrgð fyrir DeCode vegna upp- byggingar lyfjaþróunar liggur ekki enn fyrir, samkvæmt upplýs- ingum frá fjármálaráðuneytinu. Í mars óskaði ESA, eftirlits- stofnun EFTA, eftir gögnum um málið en samkvæmt ráðuneytinu hefur eftirlitsstofnunin ekki enn lokið því að fara yfir þau og skila niðurstöðu. ESA getur hafnað heimildinni eða sett skilyrði fyrir henni og er málið því í biðstöðu. Alþingi samþykkti lög um rík- isábyrgðina í vetur. Samþykktin veitir ríkisstjórninni heimild til ríkisábyrgðar á 20 milljón dollara láni til DeCode. Það samsvarar rúmum 14 milljörðum króna. ■ DÓMSMÁL Baldur Freyr Einarsson var í gær dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar og Gunnar Frið- rik Friðriksson til tveggja ára fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þeir réðust saman á Magnús Frey Sveinbjörnsson í Hafnarstræti fyrir einu ári, með þeim afleiðingum að Magnús lést af völdum áverkanna sem hann hlaut í árásinni. Hann höfuðkúpu- brotnaði, fékk heilablæðingu og heilabjúg við árásina. Hann lá á gjörgæsludeild í rúma viku. Ekki tókst að bjarga lífi hans. Framburður vitna og myndir úr eftirlitsmyndavél þóttu sanna að atlaga Baldurs að Magnúsi hafi verið nánast tilefn- islaus. Magnús hörfaði undan og baðst vægðar. Baldur sýndi enga miskunn og elti hann uppi til að halda árásinni áfram. Gunnari Friðriki var gefið að sök að hafa sparkað í brjóstkassa Magnúsar þegar hann stóð upp eftir barsmíðar Baldurs. Það var með þeim afleiðingum að hann féll aftur í götuna. Þetta játaði Gunnar fyrir dómi. Baldur Freyr var dæmdur í þriggja ára fangelsi og Gunnar Friðrik í tveggja ára fangelsi. Þeim var líka gert að greiða foreldrum Magnúsar Freys tæplega 2,4 milljónir í skaða- bætur. Frá fangavistinni verður dregið óslitið gæsluvarðhald frá því 26. maí í fyrra. Báðir hafa þeir áður komið við sögu lögreglu, þó ekki vegna brota í líkingu við þetta. Baldur Freyr var einnig ákærður og sakfelldur fyrir tvær líkamsárásir í byrjun apríl í fyrra. Honum var gert að greiða fórnarlömbum þeirra árása sam- anlagt tæplega 900 þúsund krón- ur og fékk þyngri dóm en Gunnar Friðrik. hrs@frettabladid.is HVATTIR TIL AÐ KOMA UPP UM NÁUNGANN Ráðamenn í Hong Kong segjast hugsanlega ætla að bjóða einstaklingum peningaverð- laun ef þeir koma upp um þá sem hrækja eða kasta rusli á göturnar. Sektum fyrir slíkt yrði varið í aukið hreinlæti í borginni til að koma í veg fyrir fleiri tilfelli bráðalungnabólgunnar, en fjögur slík greindust í gær. Hagfræðing- ar í Hong Kong hafa spáð því að efnahagur landsins eigi eftir að dragast saman um helming vegna útbreiðslu sjúkdómsins. ÞREFÖLDUN Í TORONTO Tilfelli bráðalungabólgu hafa þrefaldast í Toronto, stærstu borg Kanada. Þau eru nú orðin 33 eftir að skil- greining á sjúkdómnum var breikkuð til að koma til móts við alþjóðlegar kröfur. 29 hafa látist og 169 smitast af sjúkdómnum í Kanada á undanförnum þremur mánuðum. FÆRRI TILFELLI Í TAÍVAN Mjög hefur dregið úr útbreiðslu HABL í Taívan undanfarið. Aðeins sjö ný tilfelli sjúkdómsins voru tilkynnt í gær, sem er það minnsta á einum degi í þrjár vikur. 755 HAFA LÁTIST Að minnsta kosti 755 manns hafa látist úr bráðalungabólgu í heiminum. Til- kynnt var um tvö dauðsföll af völdum sjúkdómsins í gær, eitt í Kína og annað í Hong Kong. Rúmlega 8.300 manns hafa veikst, langflestir í Asíu. Fyrrum sveitarstjóri: Krefst biðlauna LAUNAKRAFA Reynir Þorsteinsson, sem lét af störfum sem sveitar- stjóri á Raufarhöfn á síðasta ári, hefur stefnt bænum til greiðslu biðlauna. Reynir var ráðinn sveitarstjóri til loka síðasta kjörtímabils. Ný hreppsnefnd taldi að þar með væri ráðningarsamningur Reynis upp- fylltur og réði nýjan sveitarstjóra. Reynir taldi sig eiga rétt á sex mánaða biðlaunum frá hreppnum eftir að starfstímabili hans lauk. Því hefur hreppurinn hafnað og fór málið því fyrir dómstóla. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Norðurlands eystra eftir helgi. ■ ST. PÉTURSBORG, AP Leiðtogar 24 nú- verandi og verðandi Evrópusam- bandsríkja eru á leið til St. Péturs- borgar til þess að taka þátt í hátíð- arhöldum í tilefni af þriggja alda afmæli borgarinnar. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur á móti gestunum en hann er fæddur og uppalinn í borginni. Pútín mun funda með leiðtogun- um með það að markmiði að létta á þeirri spennu sem ríkir á milli Rússlands og Evrópu. Kalda stríð- ið er liðið undir lok og Evrópu stendur ekki lengur ógn af hernað- armætti Rússa en við blasa ný vandamál á borð við ólöglega inn- flytjendur, skipulagða glæpastarf- semi og átökin í Tsjetsjeníu. Á leiðtogafundinum verður unnið að því að bæta viðskiptasam- band Rússlands og Evrópu og stuðla að aukinni samvinnu í mál- um sem varða almannaöryggi. Bú- ist er við því að Pútín muni verða við tilmælum Evrópusambands- ríkjanna um að Rússar virði mann- réttindi í átökunum við uppreisn- armenn í Tsjetsjeníu auk þess sem þrýst verði á Rússa að staðfesta Kíótó-bókunina. Ekki er talið lík- legt að áætlun Pútíns um að hægt verði að ferðast án vegabréfsárit- unar á milli Rússlands og annarra Evrópulanda árið 2007 muni ná fram að ganga. ■ RÚTUBÍLSTJÓRI SOFNAÐI UNDIR STÝRI Að minnsta kosti 22 létust og 25 slösuðust þegar rúta lenti í árekstri við tvo flutningabíla í austurhluta Írans. Tólf manns eru lífshættulega slasaðir og voru þeir fluttir á sjúkrahús í borginni Mashhad. Að sögn lögreglu sofnaði ökumaður rútunnar undir stýri. RÆÐISMANNSSKRIFSTOFA END- UROPNUÐ Bandaríkin hafa opnað að nýju ræðismannsskrifstofu sína í Beirút í Líbanon sem lokað var í kjölfar sprengjuárásar fyrir 19 árum. Bandaríski sendiherrann, Vincent Battle, sagði að ákvörðun- in um enduropnun skrifstofunnar væri til marks um eindreginn vilja Bandaríkjanna að styrkja sam- band ríkjanna tveggja. VATN TIL SÖLU Vatnslítrinn er dýrari en kók, en vinsælli hjá ferðamönnum í 10-11 í Austurstræti. Vatnslítrinn á 200 krónur: Vinsælla en kókið VERSLUN 10-11 búðin í Austurstræti selur lítra af flöskuvatni á 199 krónur og gengur salan, að sögn Arnars Þórs Óskarssonar verslun- arstjóra, feikivel. „Vatnið rennur út og hjá ferðamönnum er það vinsælla en kókið,“ segir hann. Aðspurður segir Arnar ekki hafa heyrt kvartanir um verðið á vatn- inu. Til samanburðar má geta þess að kóklítrinn fer á 179 krón- ur í verslunum 10-11. „Þeir hafa ekki minnst einu orði á verðið,“ segir Arnar. Vatnslítrinn hefur verið seldur í öllum búðum 10-11 síðasta árið og hafa selst 22 þúsund stykki. ■ Leiðtogafundur Evrópusambandsríkja og Rússlands: Létt á spennu milli austurs og vesturs AFMÆLISHÁTÍÐ Vladímír Pútín heldur á mynd sem átta ára gömul rússnesk stúlka færði honum í til- efni af 300 ára afmæli St. Pétursborgar. Riða kemur upp í Ölfusi í annað sinn á árinu: Staðan mjög viðkvæm KINDUR Riða getur borist á milli svæða með heyi, skepnum og ýmsum landbúnaðartækjum sem bera með sér óhreinindi. Tvö ár í fangelsi fyrir manndráp Ungu mennirnir sem réðust að saklausum manni í Hafnarstræti með þeim afleiðingum að hann lést af völdum áverkanna voru í gær dæmdir til tveggja og þriggja ára fangelsisvistar. ■ Baldur Freyr var dæmdur í þriggja ára fangelsi og Gunnar Friðrik tveggja ára fangelsi. HAFNARSTRÆTI Stórfelld líkamsárás varð Magnúsi Frey að bana í Hafnarstræti fyrir um ári síðan. ■ Bráðalugnabólga FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Fjöldamorðingi handtekinn: Sundurbútuð fórnarlömb PEKING, AP Lögreglan í Kína hefur handtekið 20 ára gamlan karl- mann sem sakaður er um að hafa myrt og sundurlimað tíu manns í borginni Wenzhou í suðaustur- hluta landsins. Óttinn við þennan miskunnarlausa fjöldamorðingja hafði haldið borgarbúum í heljar- greipum svo vikum skipti. Upp komst um Chen Yongfeng þegar lögreglan bankaði upp á hjá honum til að biðja hann að fjar- lægja reiðhjól sem stóð fyrir utan heimili hans. Þegar Chen opnaði dyrnar blöstu við blóðslettur úr síðasta fórnarlambi mannsins, eiganda reiðhjólsins. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.