Fréttablaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 16
18 31. maí 2003 LAUGARDAGUR Áfangasigur í vorblíðunni Guðbjörg Guðmundsdóttir út-skrifaðist sem hönnuður frá Iðnskólanum í vor, en lét ekki þar við sitja heldur bætti við sig ein- ingum til stúdentsprófs. „Hönn- unarnámið tekur tvö ár,“ segir Guðbjörg, „ en ég ákvað að halda áfram og taka stúdentinn líka.“ Hún lætur vel af skólavistinni sem var „bara meiriháttar“. „Innan skólans er fjölbreytt líf, þar úir og grúir af allskonar fólki með misjöfn markmið,“ segir Guðbjörg. „Á minni braut er mikið af fólki sem kemur úr öðrum skólum, þannig að þarna er fólk á öllum aldri. Námsefnið er líka í stöðugri þróun og kennararnir mjög meðvitaðir. Þetta er mjög lifandi nám og allar ábendingar okkar nemend- anna teknar til greina.“ Guðbjörg veit ekkert hvað nú tekur við, en hún verður að minnsta kosta heima í sumar að sinna börnum sínum. „Það þýðir ekkert fyrir konu með barn á leikskólaaldri að leita sér að vinnu yfir sumartímann,“ segir hún. Veislan sem Guðbjörg hélt í tilefni útskriftarinnar var lítil og pen. „Þetta voru nánustu ætt- ingjar sem komu í kaffi og komu jafnvel með veitingar með sér. Ég ætlaði ekki að halda neina veislu og keypti ekki einu sinni stúdentshúfu. Maðurinn minn var hálf hneykslaður á því og ég sé það nú eiginlega eftir á að það hefði verið skemmtilegra. En ég geri þetta bara með stæl næst.“ ■ Lifandi og skemmtilegt nám GUÐBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR Lauk stúdentsprófi og hönnunarnámi frá Iðnskólanum í vor. FRÉTTAB LAÐ IÐ /VILH ELM Á hverju ári útskrifast rúmlega 2.000 manns sem stúdentar. Alla jafna ljúka á bilinu 400 til 500 manns stúdentsprófi um jólin þannig að ætla má að um 1.500 manns setji upp hvíta húfu á vordögum. Þá eru fjöl- margir að klára lengra eða skemmra framhalds- nám á öðrum sviðum þessa dagana og fagna áfangasigrunum í sólinni. NÝSTÚDENTAR Kvennaskólanum í Reykjavík var slit- ið við hátíðlega athöfn í 129. sinn í Hallgrímskirkju. 105 nýstúdentar voru brautskráðir að þessu sinni. Íris Pétursdóttir er nýútskrifaðurstúdent af Listabraut Fjöl- brautaskólans í Breiðholti. „Þetta er búið að vera alveg frábært,“ segir Íris og er afar ánægð með að áfanganum sé náð þó hún segi reyndar að árin í skólanum hafi verið þau bestu í lífi hennar hingað til. „Ég valdi listabrautina einfald- lega vegna áhuga á listum, teikn- ingu, hönnun og þess háttar. Námið var mjög skemmtilegt og ég mæli hiklaust með þessari braut. Síðasta árið var bara verklegt þannig að það var eiginlega skemmtilegast.“ Íris fékk húfuna á kollinn fyrir rúmri viku og að sjálfsögðu var haldin vegleg veisla þar sem henni voru færðar margar góðar gjafir. En hvað tekur nú við? „Ég veit það ekki alveg,“ segir Íris hlæjandi. „Ég ætla að sjálfsögðu að halda áfram að læra, en er ekki alveg búin að ákveða hvað. Háskólinn hér heima kemur vel til greina, svo og einhvers konar nám í útlöndum. En svo langar mig líka í Lögguskól- ann. Hann byrjar hins vegar ekki fyrr en í janúar þannig að það er aldrei að vita hvað ég geri í milli- tíðinni.“ Í sumar er Íris að teikna og mála með krökkunum á leikskólan- um Holtaborg, og víst að krakkarn- ir þar njóta góðs af námi og reynslu nýstúdentsins. ■ Listrænn stúdent á leið í lögguna? ÍRIS PÉTURSDÓTTIR Er nýútskrifaður stúdent af listabraut Fjöl- brautaskólans í Breiðholti og ekki alveg búin að ákveða hvað verður í framhaldinu. Hana langar þó í lögguskólann. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Mörkinni 6, sími 588 5518. Opið 9-18 virka daga og 10-15 laugardaga. FYRIR SJÓMANNADAGINN MÖRG GÓÐ TILBOÐ 20 - 50% AFSLÁTTUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.