Fréttablaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 24
31. maí 2003 LAUGARDAGUR26 VIEW FROM THE TOP 2, 4, 6, 8, 10 JOHNNY ENGLISH kl. 6, 8HOW TO LOOSE ... kl. 5.45, 8, 10.20 BULLETPROOF MONK kl. 10.10 Sýnd kl. 8 og 10.20 b.i. 16 áraSýnd kl. 4, 5, 7, 8, og 10 b.i. 12 ára kl. 4NÓI ALBINÓITHE QUIET AMERICAN Sýnd kl. 2, 4, 6, 8, og 10 b.i. 12 ára Sýnd í lúxus kl. 2, 5.30, 8 og 10.30 TÖFRABÚÐINGURINN m/ísl. 2, 4 og 6 kl. 10.05 bi 12SAMSARA kl. 4, 6JOHNNY ENGLISH kl. 8 b.i. 14 ára Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 b.i. 12 ára Sýnd kl. 2, 3.45, 5.50, 8, 10.10 TÖLVULEIKIR Los Angeles, Banda- ríkjunum; í gríðarlegu rými him- inhárrar sýningarhallar, þar sem gólfpláss er mælt í tugum fót- boltavalla, safnast árlega saman allir þeir sem fjölhliðungi geta valdið innan hins ört vaxandi tölvuleikjaiðnaðar. Atburðurinn kallast „E3“ (stendur fyrir „El- ectronic Entertainment Expo“) og er mekka leikjahöfunda og framleiðanda, sem og blaða- manna á því sviði. Auglýsingar og sýndar- mennska eru það sem fyrst blas- ir við; fyrirtæki reyna að grípa athygli með fáklæddum kynning- arstúlkum, ókeypis áfengi og mat að ógleymdri keppninni um frægasta bandið í lokahófinu (Fatboy Slim, The Offspring, Underworld og fleiri af þeirri stærðargráðu). En slíkt dugar skammt ef leik- irnir sem eru á boðstólum ná ekki athygli. Á E3 fá flestir stærri leikir sína eldskírn; fyrstu sýnishorn úr ókláruðum leikjum eru birt blaðamönnum þar, áform og nýir leikir eru kynntir; draumur hvers leikjahöfundar er að stela senunni á E3. Sýningin sendir í raun út fréttabylgju sem endist milli tannana á tölvu- leikjaáhugamönnum þar til allt endurtekur sig að ári. Nú er sýningin nýafstaðin og margt sem þar fór fram er skeggrætt fram og til baka víðs vegar um Netið og í dimmum tölvuherbergjum fölra unglings- pilta. Ber hátt tilkynningu um nýja lófatölvu frá Sony, framhald leiksins Halo (vinsælasta leiks X-Box leikjatölvunar hingað til) Halo 2, þriðja kynslóð Metal Gear Solid leikjanna sem leit vel út og margt fleira. En stærsta fréttin var eflaust opinberun á leiknum Half Life 2 fyrir PC-tölvur. Fimm ár eru nú síðan fyrri leikurinn kom út. Hann fjallaði um geimveruævin- týri vísindalærlingsins Gordon Freeman og var fyrstu persónu skotleikur. Leikurinn varð gríð- arlega vinsæll og sópaði að sér verðlaunum bókstaflega í hund- raðatali. Slíkt einróma lof hafa fáir leikir hlotið og langlífur varð hann; enn spila yfir 10 millj- ónir manns fjölspilunarútgáfur leiksins (Counter-Strike, Day of Defeat o.fl.) daglega, þar af mörg hundruð Íslendingar. Fyrirtækið Valve, höfundar leikjarins, sýndu svo að þeir væru ekki dauðir úr öllum æðum enn þótt biðin hefði verið löng; Half Life 2 sýnishorn þeirra á E3 hefur þegar unnið til fjölda við- urkenninga sem áhugaverðustu fréttir sýningarinnar og hönnun leikjarins virðist langt á veg kominn. Tilhlökkun má því stilla í hámark og bíða með óþreyju eftir útkomu leikjarins 30. sept- ember. ■ Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8, 10 b.i. 16 ára Sýnd í lúxus kl. 3.40, 5.50, 8, 10 800 leikir undir sama þaki kl. 5,45, 8 og 10.15HOW TO LOSE A... XMEN 2, 5, 8 og 10.40 bi 12  Diskórokktekið og plötusnúðurinn DJ SkuggaBaldur spilar á Glaumbæ, Ólafsfirði. Reykur, þoka, ljósagangur og tónlist síðustu 50 ára.  Hljómsveitin Ber með stórsöng- konuna Írisi Kristins í fararbroddi leik- ur á sjómannadansleik á Sportbarn- um Sauðárkróki.  Gilitrutt leikur fyrir gesti á Krist- jáni X á Hellu.  Hljómsveitin Spútnik, sem nýlega sendi frá sér lagið „Allt sem óskar þú“, ætlar að spila á Champions Café.  Trúbadorinn Danni sætabrauðs- drengur spilar á Kránni, Laugavegi 73.  Hljómsveitin Hunang spilar í Reið- höllinni í Skagafirði.  Hljómsveitin BSG spilar á Players í Kópavogi.  Hljómsveitin Á móti sól, sem þessa dagana er að leggja lokahönd á sína fjórðu breiðskífu, leikur á sjómanna- dagsdansleik í félagsheimilinu Grundarfirði.  Hljómsveitin Brain Police leikur á Grand Rokk. SKÓGARLÍF 2 kl. 2 og 4 DIDDA OG DAUÐI KÖTTURINN kl. 2 hvað?hvar?hvenær? 28 29 30 31 1 2 3 MAÍ Laugardagur hvað?hvar?hvenær? 29 30 31 1 2 3 4 JÚNÍ Sunnudagur  Djasssunnudagur með Árna Ísleifs og góðum gestum á Kránni, Laugavegi 73. 22.00 Dóri og Gummi P leika blús á kassagítara og syngja á Vídalín við Aðal- stræti. Nánast allir innan tölvuleikjaheimsins leggja metnað í velgengni á E3-tölvuleikja- sýningunni. Samkeppnin er því gríðarleg og flestir leikir sitja eftir lítt skoðaðir meðan örfáir útvaldir skína í gegn. DOOM 3 GRAN TURISMO 4HALF LIFE 2 METAL GEAR SOLID 3 JAK & DEXTER 2HALO 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.