Fréttablaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 31. maí 2003 ■ HÁTÍÐARHÖLD 25  Stóra norræna fílasýningin í sýning- arsal Norræna hússins. Á sýningunni eru verk eftir dönsku listamennina Peter Hentze, Thomas Winding og Pernelle Maegaard. Victoria Winding hefur séð um gerð fræðslutexta.  Sýning Claire Xuan í Ljósmynda- safni Íslands við Tryggvagötu. Listakon- an kynnir þar myndverk sín og ljós- myndir og fimmtu ferðadagbók sína, Ís- land.  Sýning í Listasafni Íslands á úrvali verka í eigu safnsins. Um sumarsýningu safnsins er að ræða  Hrafnhildur Sigurðardóttir sýnir lág- myndir, textílverk og myndverk unnin með tölvutækni í Listasafni ASÍ við Freyjugötu. Sýningin stendur til sunnu- dagsins 1. júní. Listasafn ASÍ, Freyjugötu 41 er opið frá 13 til 17 alla daga nema mánudaga.  Ljósmyndasýningin Myndaðir máls- hættir stendur nú yfir í Caffé Kúlture í Alþjóðahúsinu við Hverfisgötu, gegnt Þjóðleikhúsinu. Þetta er sýning á loka- verkefnum útskriftarnema í ljósmyndun við Iðnskólann í Reykjavík. Sýningin stendur til 6. júní og er hún opin á af- greiðslutíma kaffihússins.  „ÓRÓ“ nefnist vorsýning sex mynd- listarnema á öðru ári í Listaháskóla Ís- lands sem haldin verður í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar þessa helgi og þá næstu. Opnunartími er frá kl. 14-17.  Einar Hákonarson er með sýningu á nýjum verkum í Húsi málaranna, Eiðis- torgi. Sýningin mun standa til 7. júní og verða opin fimmtudaga - sunnudaga kl. 14-18.  Sýning á höggmyndum eftir Örn Þorsteinsson stendur yfir á Kjarvals- stöðum. Sýningin teygir sig um ganga Kjarvalsstaða og umhverfis húsið.  Veronica Österman frá Finnlandi er með málverkasýningu í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5. Sýningin er opin virka daga 10-18 og laugardaga 11-16.  Steinunn Marteinsdóttir er með sýningu á Hulduhólum í Mosfellsbæ. Þar sýnir hún málverk og verk úr leir. Hátíð hafsins Sjómannadagurinn er 65 ára ásunnudaginn og þetta er fjórða árið sem við höldum Hátíð hafs- ins. Það var orðin svolítil barátta að fá fólk niður á höfn fyrir nokkrum árum. Við ákváðum því að sameina Hafnardaga, sem voru árlega og Sjómannadaginn þannig að til varð Hátíð hafsins, tveggja dag hátíðarhöld á Miðbakka Reykjavíkurhafnar,“ segir Ágúst Ágústsson, einn af skipuleggjend- um hátíðarinnar. Hátíð hafsins hefst í dag með margvíslegri dagskrá við Reykja- víkurhöfn. Hátíðinni er ætlað að varpa ljósi á menningu og mennt- un sem tengd er sjávarútvegi en að sögn Ágústar eru kjörorð hátíð- arhaldanna „Menntun og menning tengd höfn og hafi“. „Við sinnum menningunni og menntuninni á margvíslegan hátt. Á hafnarbakkanum verða saman komin fyrirtæki, stofnanir og skólar til að kynna starfsemi sína, matarmenning ólíkra þjóða verð- ur kynnt, enda er höfnin staður þar sem þjóðirnar mætast, marg- vísleg skemmtiatriði verða í boði, sýningar opnaðar, boðið upp á siglingu og svo mætti lengi telja.“ Sýning verður opnuð í Hafnar- húsinu undir yfirskriftinni „Þorskastríðið – lokaslagurinn“. Á sýningunni eru ljósmyndir sem teknar voru á ógnvænlegum augnablikum í íslenskri landhelgi, en þau voru fjölmörg á áttunda áratugnum þegar Íslendingar börðust fyrst fyrir 50 mílna land- helgi og síðan 200 mílna. Það er því af nægu að taka um helgina fyrir þá sem vilja spáss- era í miðbænum eða sigla um sundin blá. ■  Sýning á verkum Kristjáns Davíðs- sonar og Þórs Vigfússonar í Listasafni Árnesinga, Austurmörk 21 í Hveragerði. Sýningin stendur til 31. júlí.  Sýning á verkum Matthew Barney, sem er einn af þekktustu og athyglis- verðustu myndlistarmönnum samtím- ans, stendur yfir í Nýlistasafninu. Sýn- ingin stendur til 29. júní.  Sýning á verkum Mæju í Energia í Smáralind. Sýningin stendur yfir helgina og heitir Gleði og Orka.  Sumarsýning í bókasal Þjóðmenn- ingarhússins. Sýningin ber yfirskriftina Íslendingasögur á erlendum málum og er ætlað að gefa innsýn í bók- menntaarfinn um leið og athygli er vak- in á því að fjölmargar útgáfur Íslend- ingasagna eru til á erlendum málum.  Hollenska myndlistarkonan Dorine van Delft heldur sýningu í SÍM-húsinu að Hafnarstræti 16 í Reykjavík. Sýningin ber nafnið Will Hydrogen Effect You?  Síðasta sýningarvika Barkar Jóns- sonar í Kling & Bang Gallerí, Lauga- vegi 23. Börkur Jónsson sýnir mynd- bandsverk. Sýningunni lýkur á sunnu- dag.  Sýningin “Afbrigði af fegurð“ hefur opnað á Prikinu. Það er Femínistafélag Íslands sem stendur fyrir sýningunni. REYKJAVÍKURHÖFN Hátíð hafsins verður haldin í Reykjavík um helgina. ✓

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.