Fréttablaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 13
KNATTSPYRNA „Ég hef ekki orðið fyr- ir neinu sjálf,“ sagði Valdís Rögn- valdsdóttir, íþróttakennari og leikmaður meistaraflokksliðs FH í Landsbankadeild kvenna, um þá fordóma sem gjarna hafa fylgt þeim stelpum sem leggja stund á knattspyrnu. „En ég hef heyrt dæmi þess að aðrar stelpur hafi orðið fyrir áreiti. Það er þá aðal- lega frá ættingjum og vinum, jafnvel ástvinum.“ Valdís vildi þó meina að for- dómar kæmu greinilega fram í garð kvenna varðandi alla um- gjörð kvennaboltans. „Það er ekki gert eins vel við stelpurnar og strákana með þjálfun og aðstöðu. Við höfum oft setið á hakanum hvað það varðar þó það hafi reynd- ar lagast talsvert undanfarið.“ Klara Bjartmarz, starfsmaður aganefndar Knattspyrnusam- bands Íslands, segir að engin mál þess eðlis hafi komið inn á borð aganefndar. „Ég held að fordómar séu enn til staðar gagnvart kvennaboltanum en þeir fara sem betur fer minnkandi.“ Rósa Júlía Steinþórsdóttir, leikmaður Vals, og Íris Björk Ey- steinsdóttir hjá Þrótti/Haukum taka í sama streng. „Það örlaði kannski aðeins á fordómum hér fyrir nokkrum árum síðan en það var hvorki mikið né alvarlegt og þessi síðari ár hef ég ekki orðið vör við neitt slíkt,“ sagði Rósa. „Það voru náttúrulega þessar gömlu lummur um hvað fótbolta- stelpur væru með stór læri og þannig hlutir en þær sögusagnir hafa þagnað líka. Innan míns fé- lags hefur orðið mikil breyting til batnaðar, við erum mikið til að fá það sama og strákarnir og það seg- ir sína sögu að vinsældir kvenna- boltans eru að aukast jafnt og þétt.“ „Ég vil gefa landsliðinu og KSÍ prik í kladdann fyrir þann árang- ur sem hefur náðst í baráttunni við fordóma,“ bætti Íris við. „Ég hef heyrt foreldra tala um áhætt- una að dóttir þeirra verði lesbía eða eitthvað slíkt við það að stunda fótbolta. Slíkt hefur minnkað mikið en því miður þá kemur fyrir að ég heyri þetta enn þann dag í dag.“ Alþjóða Knattspyrnusamband- ið, FIFA, tilkynnti nýlega að dagarnir 21. og 22. júní verði til- einkaðir baráttu gegn alls kyns fordómum innan vallar og utan. albert@frettabladid.is LAUGARDAGUR 31. maí 2003 15 Klettagörðum 12 104 Reykjavík sími 575 0000 fax 575 0010 www.sindri.is Strandgötu 75 220 Hafnarfirði sími 565 2965 fax 565 2920 www.sindri.is Draupnisgötu 2 603 Akureyri sími 462 2360 fax 462 6088 www.sindri.is H A F N A R F I R Ð I A K U R E Y R IR E Y K J AV Í K Alfa Laval hálfsoðnu plötuvarmaskiptarnir eru fyrirferðarminnstu, léttustu og afkasta- mestu kælitækin á markaðnum. Fyrirferðarlítil hönnun, hálfsoðni plötuvarmaskiptirinn þarf 20-50% minna pláss en jafn afkastamikill röravamaskiptir. Lítið neyslurúmmál. Minni viðhaldskostnaður vegna minna varmaskiptayfirborðs. Smíðaður úr einingum, þess vegna er auðvelt að breyta síðar og aðlaga nýjum þörfum. Mikið rekstraröryggi, langur keyrslutími. – Frábær tæki fyrir gufun og þéttingu í kælikerfum. Ástandið hefur lagast heilmikið í kvennaboltanum undanfarin ár: Fordómar heyra nánast sögunni til FAGNAÐ AÐ LOKNUM SIGRI Íslensku stelpurnar fögnuðu ræki- lega sigri yfir Spánverjum. KR-STÚLKUR Á ÆFINGU Breyting til batnaðar undanfarin ár. ÍSLENSKA KVENNALANDSLIÐIÐ Fordómar í garð stelpnanna okkar fara minnkandi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FRÉTTAB LAÐ IÐ /RÓ B ERT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.