Fréttablaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 38
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar EIRÍKS JÓNSSONAR Hitti mann í fjörunni á Stokkseyrium daginn. Var að skoða steina í stað mannlífs svona til tilbreyting- ar. Sagði mér í óspurðum fréttum að Reykjavík væri borg óttans. Horfði svo út á hafið og hélt áfram. Sjaldan hef ég heyrt lengri ræðu um jafn litla borg. Verst þótti honum Cocoa Puffs-kynslóðin. Þessi sem vildi verða rík á mettíma án þess að læra eða vinna. Bara verða rík. GAT svo sem tekið undir þarna í fjörunni. Enda næði til að jánka. Sagðist einmitt hafa kynnst manni sem át ekkert annað en Cocoa Puffs í æsku. Sá sagðist ætla að verða milljónamæringur fyrir þrítugt. Gat kætt manninn í fjörunni með því að sá hinn sami hefði orðið gjaldþrota 29 ára. En hann reyndi eins og kyn- slóðin öll. COCOA Puffs-kynslóðin heitir X- kynslóðin þegar hún sjálf segir frá. Hún var snögg á vinnumarkaðinn íklædd dýrum fötum eldra fólks. Strákarnir í jakkafötum eins og þeir hefðu starfað í 15 ár á Wall Street. Stelpurnar líkastar kvikmynda- stjörnum eftir tvo Óskara. Samt börn. Við kölluðum strákana yfirleitt fóstur í jakkafötum. Og það voru hreint ekki miklar ýkjur. ÞETTA var kynslóðin sem missti einn hlekk úr þroskaferli æskunnar. Veit ekki hvort það var Cocoa Puffs- ið eða almennar allsnægtir í sófa- settinu heima. En þessi börn héldu að það væri enginn vandi að verða ríkur. Ekki ástæða til annars en að stytta sér leið í þeirri klassísku her- för mannkyns. Þau klikkuðu bara á einu: Það er lífstíðarverk að verða ríkur. Stundum tekur það meira að segja nokkrar kynslóðir. Það styttir sér enginn leið á þeirri vegferð. Nema að ljúga að sjálfum sér og öðr- um. SAGÐI manninum í fjörunni að ég hefði kynnst mörgum nýríkum Reykvíkingum. Jafnvel Keflvíking- um. Þeir hefðu allir farið á hausinn. Eða á leiðinni þangað. Hins vegar þótti okkar sorglegt til þess að vita að fóstrin í jakkafötunum enduðu sem börn á bak við lás og slá. Einmitt þegar þau ættu að vera að hoppa á leikvelli lífsins með körfu- bolta í annarri og gosdrykk í hinni. Allt hefur sinn tíma. ■ Cocoa Puffs www.IKEA.is ECKERÖ fellistóll 8.900,- ÄPPLARÖ stóll m/örmum VISINGSÖ fellistóll ORUST stóll m/örmum 6.500,- 2.900,- 7.900,- BOLLÖ fellistóll 4.800,- Traustur ferðafélagi 290,- 190,-790,- Laugardaga ..................kl. 10:00 - 18:00 Sunnudaga....................kl. 12:00 - 18:00 Mánudaga - föstudaga...kl. 10:00 - 18:30 www.IKEA.is 1.990,- KYLA flöskukælir og kælipoki 990,- 490,- BÖLJA taska BÖLJA strandskór ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N EH F/ SI A. IS IK E 21 27 5 05 .2 00 3 © In te r IK EA S ys te m s B. V. 2 00 3 VIKING strandstóll BÖLJA motta 52x170 cm

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.