Fréttablaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 20
Gunnar Hjálmarsson, eða Dr.Gunni, er plötusafnari í húð og hár. Hann segist eiga hátt upp í tvö þúsund diska sem hann raðar niður í stafrófsröð. „Útlendu diskarnir eru í staf- rófsröð í Ikea-hillunum þremur sem taka tvö hundruð diska hver,“ muldrar Dr. Gunni. „Íslenska deild- in er svo í hillu annars staðar. Svo flokka ég nokkrar plötur eftir lönd- um. Þar er ég með vínylplötukerfið. Bandarískar plötur saman, breskar plötur saman og svo framvegis. Svo er ég með sér stað þar sem ég geymi þær plötur sem eru í hlustun þá stundina. Svona nýjabrumshill- an.“ Dr. Gunni er annar umsjónar- manna útvarpsþáttarins vinsæla Zombie á Xinu 97,7 og fær því mik- ið af geisladiskum gefins. Hann hef- ur þó alla tíð verið iðinn plötukaup- andi. Það er því frekar mikil vinna í því að halda safninu í réttri skipu- lagsröð. „Stundum þegar ég kaupi nýja hillu í Ikea þarf ég að færa allt til. Ég er búinn að kaupa tvær síðan ég flutti, á tæplega þremur árum. Þetta er ömurlegt líf. Svo er það versta að þetta eru svo asnalegar hillur að maður þarf að beygja sig niður í gólf til þess að ná í R, S og T. Ég hlusta því eiginlega bara á plöt- ur sem eru í A og B. Þar eru náttúr- lega Bítlarnir og Beach Boys.“ Doktorinn hefur lagt sig eftir því að safna öllum opinberum út- gáfum Bítlanna og Beach Boys. „Ég kaupi svo allt sem japanska kvennasveitin Go Bangs! hefur gefið út. Það er hljómsveit sem enginn þekkir. Það eru örugglega um 10 stórar plötur og 20 litlar. Allt í einhverjum geðveikum um- slögum eins og Japana er siður. Algjört rugl!“ Gunni viðurkennir fúslega að það sé fullt af tónlist sem hann hafi aldrei lagt eyrun almennilega að. „Það eru risastór göt í tónlist- arfræðunum hjá mér,“ segir dóm- ari Popppunkts. „Til dæmis hef ég aldrei nennt að hlusta á Bob Dylan og lítið lagt á mig að hlusta á Dav- id Bowie. Ég hef heldur aldrei verið mikill aðdáandi þungarokks. Ég hef aldrei „fílað“ Iron Maiden og það drasl. Ég er kannski of gamall til þess að finnast þetta fyndið. Ég skil samt alveg hvað fólki finnst fyndið við þetta. Ég er líka of gamall til þess að hafa húmor fyrir svona „80’s“ drasli. Af því að ég þurfti að upplifa það sjálfur. Mér finnst Wham og Dur- an Duran aldrei fyndnar sveitir.“ biggi@frettabladid.is 22 31. maí 2003 LAUGARDAGUR DAVÍÐ ÞÓR JÓNSSON Á tímabili var hann að hugsa um að breyta nafninu, bæði fannst honum það eitthvað hjólhýsalegt og óþægilegt að bera hebr- eskt nafn á tímum síonisma. Heitir eftir David Crockett Þegar mamma var ung stúlka áStóru-Fellsöxl í Borgarfirði hafði hún einsett sér að ef hún myndi einhvern tímann eignast dreng skyldi hann heita Jón Þór,“ segir Davíð Þór Jónsson, þýðandi og skemmtikraftur, um nafn sitt. Jón er algengt nafn í móðurætt Davíðs Þórs og ömmubróðir hans sem bjó á sama bæ hét Jón, alltaf kallaður Gamli-Jón. „Þegar mamma svo loksins eignaðist dreng vildi hins vegar svo til að hann var Jónsson og urðu foreldr- ar mínir sammála um að ég skyldi ekki heita Jón Jónsson.“ Mamma Davíðs Þórs stóð hins vegar við Þórsnafnið, en pabbi hans valdi fyrra nafnið. „Hann valdi nafnið Davíð eftir æsku- hetju sinni, Davy Crockett. Ég heiti því í höfuðið á honum. Þegar ég eignaðist bróður höfðu þau sama háttinn á og hann heitir Dan- íel Freyr, eftir Daniel Boone.“ Davíð hefur aldrei náð neinum sérstökum vináttutengslum við aðra Davíða, nema músíkanta. „Alnafni minn, hljómborðsleikar- inn ofan af Skaga, er toppnáungi og nafni minn Magnússon, gítar- leikari, er mikill húmoristi. Hins vegar myndi ég fyrr naga af mér hægri höndina en að kjósa nafna minn Oddsson.“ ■ ■ NAFNIÐ MITT Tvö þúsund diska safn í stafrófsröð ■ PLÖTUKASSINN MINN DR. GUNNI Doktorinn viðurkennir það fúslega að hann nálgist tónlist á Netinu. Þegar hann rekst á gullmola þar finnur hann ekki fyrir neinni löngun að fara út í búð og kaupa sér diskinn. „Mér er alveg sama þó að ég eigi ekki eitthvað umslag ef ég á lögin inni á tölvunni,“ segir hann. „Það er náttúrulega alveg hræðilegt að segja þetta. Magnús Kjartansson verður brjálaður en ég „dánlóda“ þó aldrei neinu íslensku.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.