Fréttablaðið - 31.05.2003, Side 7

Fréttablaðið - 31.05.2003, Side 7
Í leiðara breska blaðsins The Daily Telegraph er lagt út af 300 ára afmæli St. Pétursborgar. Vakin er athygli á mikilvægi borgarinnar í rússneskri menn- ingarsögu og reynir leiðarahöf- undur að draga fram í dagsljósið óbeinan þátt Breta í þróun þessa merkilega samfélags. Sagan seg- ir að Pétur mikli, stofnandi borg- arinnar, hafi fundið gamlan enskan seglbát skammt frá æskuheimili sínu í Moskvu. Þar með hafi vaknað áhugi hans á sjóferðum og tækniframförum á Vesturlöndum sem síðar lagði grunninn að því samfélagi sem þróaðist í St. Pétursborg. Leiðarahöfundur leitar að samhengi milli fortíðar og nútíð- ar. Borgin var holdgervingur þess tvíklofnings sem rithöfund- urinn Leo Tolstoj taldi einkenna hina rússnesku þjóðarsál. Vla- dímír Pútín, forseti Rússlands, sem fæddur er í St. Pétursborg, er lifandi dæmi um þennan klofning. Hann hefur tileinkað sér evrópska menningu og er góður vinur Bush Bandaríkja- forseta en hefur þó ávallt verið tortrygginn í garð Vesturlanda. Leiðarahöfundur The Wash- ington Post fjallar um fyrirhug- aða heimsókn George W. Bush Bandaríkjaforseta til St. Péturs- borgar í tilefni af þriggja alda afmæli borgarinnar. Hann er sannfærður um að sú mynd sem dregin verði upp af borginni fyr- ir bandaríska leiðtogann verði ekki sú rétta. Heimilislaust fólk hafi verið fjarlægt af götunum og byggingar í niðurníðslu huld- ar á bak við auglýsingaspjöld. Fátæktin verði falin fyrir er- lenda fyrirfólkinu. Bent er á að ríkisstjórn Bush hafi lagt til að dregið verði veru- lega úr fjárhagsaðstoð við Rúss- land. Leiðarahöfundur telur að þetta eigi eftir að hafa lamandi áhrif á sókn Rússa í átt til aukins lýðræðis og mannréttinda og því reynast Bandaríkjamönnum afar dýrkeypt þegar til lengri tíma sé litið. „Glugginn mót vestri hefur ýmist verið lokaður, opinn í hálfa gátt eða galopinn,“ segir leiðarahöfundur norska blaðsins Aftenposten þegar hann fjallar um hlutverk St. Pétursborgar í sögu Rússlands. Rætt er um sér- stöðu borgarinnar í rússnesku samfélagi í gegnum aldirnar og mikilvægi hennar sem tengilið við Vesturlönd. Líkt og kollegi hans vestan- hafs er leiðarahöfundurinn sannfærður um að sú sára fá- tækt sem ríkir í borginni verði vandlega falin fyrir erlendum gestum sem heimsækja borgina í tilefni afmælisins. Þetta telur hann dæmigert fyrir Rússa, sem iðulega reyni að breiða yfir vandamál sem ekki sé unnt að leysa á einu bretti. Vladímír Pútín forseti stendur nú í sömu sporum og fyrirrennari hans, Pétur mikli. Hann þarf að umbreyta rússnesku samfélagi. Breytingin verður að koma innan- frá og öruggt er að Pútín á ærið verk fyrir höndum. ■ Úr leiðurum ■ Leiðarahöfundar beggja vegna Atlants- hafsins leggja út af 300 ára afmæli St. Pétursborgar. Þeir fjalla um mikilvægi borgarinnar í sögu Rússland og velta fyrir sér framtíð rússnesks samfélags. 8 31. maí 2003 LAUGARDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Ríkisstjórnarflokkarnir virðasttelja sig hafa sloppið með skrekkinn í kosningunum um dag- inn. Þeir hafa ákveðið að reyna nú loksins að bregðast við megnri og almennri óánægju með fyrirkomu- lag fiskveiðistjórnarinnar til að kaupa sér frið. Hvernig? Þeir búast nú til að binda sam- eignarákvæði fisk- veiðistjórnarlag- anna í stjórnarskrá, þeim finnst bersýni- lega fara betur á því að grafa dauðan bókstaf laganna þar, og þeir búast einnig til að skerða rétt út- vegsmanna til að framselja aflaheim- ildir, sem þeim hafa verið afhentar án endurgjalds. Með fyrirhug- aðri framsalsskerðingu stígur rík- isstjórnin skref aftur á bak. Hún vegur að rótum fiskveiðistjórnar- kerfisins og rýrir hagkvæmni út- gerðarinnar með því móti. Framsal á eigum annarra Rökstuðningurinn á bak við breytinguna, sem nú er boðuð í nýrri stefnuyfirlýsingu, er í raun- inni einber útúrsnúningur. Andúð almennings á ranglætinu af völdum kvótakerfisins beinist ekki gegn frjálsum viðskiptum. Það ætti að segja sig sjálft. Íslendingar eru yf- irleitt hlynntir frjálsum viðskiptum nú orðið og andvígir viðskiptahöml- um. Frjáls verzlun er reglan í okkar samfélagi, og viðskiptahöft eru undantekning, þrjózkur arfur frá annarri tíð. Andúðin á kvótakerfinu nú bein- ist því ekki gegn frjálsu framsali á aflaheimildum – framsali, sem hef- ur fært fámennum hópi manna mikinn auð og áhrif eftir því. Nei, andúðin á kvótakerfinu beinist í fyrsta lagi gegn því, að þessir menn skuli hafa komizt upp með að fram- selja eigur annarra: um það snýst málið. Fiskimiðin eru sameign þjóðarinnar skv. lögum með sama hætti og t.a.m. olían í lögsögu Nor- egs. Og þá eiga menn auðvitað ekki að komast upp með að sölsa sam- eignina undir sig, veðsetja hana, selja hana öðrum og þar fram eftir götunum. Slíkt fyrirkomulag hefði aldrei komið til álita í Noregi: þeir, sem hefðu vogað sér að halda slíku fram þar á sínum tíma, hefðu verið tjargaðir og fiðraðir. Það er því ekki skynsamlegt að áforma nú að hefta viðskipti með aflaheimildir. Boðuð skerðing framsalsréttarins dregur úr hag- kvæmni fiskveiðistjórnarinnar með því að sporna gegn því, að veiðirétturinn færist á hendur þeirra, sem bezt kunna með hann að fara – þeirra, sem kunna bezt til sjósóknar og geta því dregið aflann á land með minnstum tilkostnaði. Ríkisstjórnin virðist hafa haldið, að fólkið í landinu myndi sætta sig við framsal á eigum annarra, en nú virðast hún loksins hafa áttað sig á því, að það gengur ekki lengur. Ekki atvinnubótavinna Lausnin verður vitaskuld að beinast að undirrót vandans, sem er ókeypis afhending aflaheimilda. Ef útgerðirnar hefðu keypt aflaheim- ildirnar á frjálsum markaði, eins og veiðigjaldsmenn hafa krafizt frá öndverðu, þá væri auðvitað ekkert við það að athuga, að útvegsmenn keyptu og seldu kvóta eftir þörfum og auðguðust eftir atvikum á þeim viðskiptum. Boðuð breyting á fisk- veiðistjórninni tekur ekki á þessu grundvallaratriði. Svo lengi sem það er ekki gert, geta breytingar á fyrirkomulagi fiskveiðistjórnarinn- ar í því skyni að sætta fólkið í land- inu við hana aldrei orðið annað en klúður á klúður ofan. Eina færa leiðin út úr ógöngun- um er að hætta því að afhenda út- vegsmönnum verðmæta þjóðareign án endurgjalds og láta þá heldur greiða rétt verð fyrir veiðiréttinn, t.d. með því að leyfa þeim að keppa um réttinn á opnum uppboðsmark- aði. Og við skulum fyrir alla muni einnig leyfa útlendingum að bjóða í veiðiréttinn: ef þeir geta boðið betur en íslenzkir útvegsmenn á heilbrigðum samkeppnisgrund- velli, þá er það hagur þjóðarinnar að selja réttinn hæstbjóðendum til að hafa þá sem mestar tekjur af eign sinni. Samkeppni erlendis frá myndi þar að auki flýta fyrir hagræðingu og greiða fyrir nýlið- un í útgerð. Tilgangurinn með sjávarútvegi er að hafa sem mest- ar tekjur af fiskinum í sjónum, annar ekki. Landbúnaður er list, var einu sinni sagt, gott og vel, en útvegur á ekki að vera atvinnu- bótavinna. Friður til frambúðar Um óbreytta skipan, ókeypis afhendingu veiðiréttarins, getur aldrei skapazt friður til fram- búðar meðal fólksins í landinu. Það þarf að finna færa leið til þess að bæta skaðann, sem orð- inn er. Það verður ekki auðvelt, en undan því verður þó ekki vik- izt, úr því sem komið er. Ef einn gefur eða selur öðrum það, sem enn annar á, og fjárhæðirnar skipta milljörðum á milljarða ofan, þá getur siðað samfélag ekki látið eins og ekkert sé. ■ Um daginnog veginn ÞORVALDUR GYLFASON ■ skrifar um framsal aflaheimilda. Að bæta gráu ofan á svart ■ Bréf til blaðsins Bætiflákar Ekki til rétt tímasetning „Það er ekki til nein rétt tíma- setning fyrir fjöldauppsagnir. Það var mat okkar að þegar búið var að taka ákvörðunina bæri að upplýsa starfsfólkið eins fljótt og mögulegt væri og þess vegna reyndum við að ljúka þessu fyrir mánaðamót. Reynt verður að nýta sumar- lokanir sem best til að gera þær umbreytingar sem þarf að gera á húsinu áður en hægt verður að hefja vinnslu að nýju eftir sumarfrí,“ segir Margrét Vilhelmsdóttir, fram- kvæmdastjóri Jökuls á Rauf- arhöfn. Tímasetning ákvörðunar forráðamanna Jökuls á Raufarhöfn um að segja upp 50 starfsmönnum hefur verið gagnrýnd. Glugginn mót vestri Mahmoud Abbas, framkvæmda-stjóri frelsishreyfingar Palestínu (PLO), var í lok apríl kjörinn forsætisráðherra Palest- ínu. Hann er þar með háttsettasti maður Palestínu á eftir leiðtogan- um Yasser Arafat. Abbas, sem er oftast kallaður Abu Mazen, er fæddur árið 1935 í Safed í Palestínu, sem þá var undir stjórn Breta. Hann er einn fárra stofnenda Fatah sem eru á lífi en sú hreyfing er helsta stjórnmálahreyfingin inn- an PLO. Hann stofnaði Fatah ásamt m.a. Yasser Arafat og fór með hon- um í útlegð í Jórdaníu, Líbanon og Túnis á sínum tíma. Mazen, sem er sagður bráðgáf- aður raunsæismaður, stundaði laganám í Egyptalandi áður en hann lauk doktorsnámi í Moskvu. Hann er sagður maðurinn á bak við Oslóarfriðarsamninginn sem var undirritaður í Hvíta húsinu árið 1993. Mazen hefur barist ötullega fyr- ir friði fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann hefur hvatt Palestínumenn til að hætta árásum á Ísraela. Þannig hafi Ísraelar ekki lengur afsökun til að eyðileggja hið litla sem er eft- ir af sjálfstæði Palestínu. Þrátt fyrir að Abu Mazen hafi ekki mikla útgeislun sem leið- togi er hann afar virtur bæði á meðal Palestínumanna og ann- arra þjóða. ■ Mahmoud Abbas: Bráðgáfaður raunsæismaður ■ Af Netinu Reiðarslag „Afleiðingar stefnu ríkisstjórnar- innar eru strax að koma í ljós. Reiðarslagið kom niður á Rauf- arhöfn.“ SIGURÐUR PÉTURSSON Á VEFNUM KREML.IS Hjól atvinnulífsins „Það hlýtur hins vegar að vera eðlileg krafa nútímafólks að al- mennum frídögum á vinnumark- aði sé þannig varið að þeir nýtist sem best. Og að Þjóðkirkjan hætti að geta ráðskast með fríin manns, stöðvandi hjól atvinnu- lífsins bara af því það stendur í einhverri bók að einhver hafi stigið upp eða niður á einhverj- um degi.“ JÓN EINARSSON Á VEFNUM MADDAMAN.IS. ■ Eina færa leiðin út úr ógöngun- um er að hætta því að afhenda útvegsmönnum verðmæta þjóð- areign án end- urgjalds og láta þá heldur greiða rétt verð fyrir veiðirétt- inn, t.d. með því að leyfa þeim að keppa um réttinn á opn- um uppboðs- markaði. Enn um skaðsemi reykinga Stjórn félags lækna gegn tóbaki: Pétur Heimisson, Lilja Sigrún Jónsdóttir & Sigurð- ur Böðvarsson, skrifa: Tóbaksreykingar, sem fyrst náðualmennri útbreiðslu á tuttug- ustu öld, eru nú mesta ógn við heilsu manna sem um getur. Árlega er talið að um tvær og hálf milljón manna falli í valinn vegna reykinga og ef svo heldur fram sem horfir munu um 12 milljónir manna látast árlega vegna reykinga um 2050. Í tóbaksreyk er að finna 55 þekkt krabbameinsvaldandi efni. Auk krabbameins í lungum valda reykingar krabbameini í barka, vél- inda og munnholi. Reykingar auka og hættu á krabbameini í brisi, þvagblöðru, nýrum, maga, ristli og leghálsi. Algengasta krabbamein í körl- um er blöðruhálskirtilskrabbamein og brjóstakrabbamein í konum. Lungnakrabbamein er annað al- gengasta krabbameinið og ristil- krabbamein það þriðja algengasta í báðum kynjum. Lungnakrabba- mein er skæður sjúkdómur og fleiri látast úr því en brjósta-, blöðruháls- og ristilkrabbameinum samanlagt. Um þriðjungur þeirra sem látast vegna krabbameina deyja úr lungnakrabbameini. Um 90% þeirra eru reykingamenn. Bandaríkjamenn eyða sem svar- ar 100 milljörðum dollara í meðferð sjúkdóma sem til eru komnir vegna reykinga og vegna vinnutaps og ör- orku þeirra sjúklinga sem í hlut eiga. Ekki er ólíklegt að heimfæra megi þessar tölur að einhverju leyti upp á íslenskt þjóðfélag og lætur þá nærri að kostnaður okkar fámenna þjóðfélags vegna reykinga séu um 10 milljarðar króna á ári. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hinn fjárhagslega ávinning sem í því felst að draga úr reykingum, og er þá ótalinn sá ávinningur sem felst í auknum lífsgæðum og heilsu og ekki verður metinn til fjár. ■ ABBAS Mahmoud Abbas er bæði forsætisráðherra og innanríkisráðherra Palestínu. Maðurinn

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.