Fréttablaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 28
30 31. maí 2003 LAUGARDAGUR rað/auglýsingar Austur-Hérað Umhverfissvið Austur-Hérað er sveitarfélag með liðlega 2.000 íbúa. Þar af búa um 1.650 á Egilsstöðum. Mikil uppbygging á sér stað í sveitarfélaginu um þessar mundir, margar byggingar í smíð- um og ný hverfi í undirbúningi. Fram undan má vænta örrar uppbyggingar á Egilstöðum, sem er miðstöð verslunar og þjónustu á Austurlandi. Á Umhverfissviði Austur-Héraðs eru um þessar mundir fjórir starfsmenn, þar af einn í hlutastarfi. Byggingarfulltrúi Austur-Hérað auglýsir laust til umsóknar starf byggingarfulltrúa. Byggingarfulltrúi starfar á um- hverfissviði sveitarfélagins. Auk starfa byggingar- fulltrúa, eins og þau eru skilgreind í skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997 og byggingar- reglugerð nr. 441/1998, skal byggingarfulltrúi hafa umsjón með verklegum framkvæmdum sveitarfélagsins og vinna að kostnaðaráætlun- um og útboðum í sambandi við þær. Þá skal byggingarfulltrúi hafa yfirumsjón með rekstri og endurnýjun vatns- og fráveita í sveitarfélaginu. Auglýst er eftir starfsmanni með byggingarverk- fræði- eða byggingartæknifræðimenntun, auk réttinda sem löggiltur hönnuður skv. 48. gr. skipulags- og byggingarlaga. Lögð er áhersla á reynslu af hliðstæðum störfum annars staðar, frumkvæði og góðum samstarfshæfileikum, þekkingu á tölvuvinnslu gagna, þ.m.t. hönnun- arkerfum eins og MicroStation o.fl. Óskað er eft- ir að byggingarfulltrúi geti hafið störf sem fyrst. Upplýsingar um starfið veitir forstöðumaður Umhverfissviðs, Þórhallur Pálsson, í síma 470 0700 kl. 10-12 alla virka daga. Upplýsingar er einnig að finna á vefslóðinni www.job.is. Umsóknir, ásamt menntunar- og starfsferilsskrá, sendist Austur-Héraði, Umhverfissvið, Lyngási 12, 700 Egilsstöðum, eigi síðar en föstudaginn 13. júní nk. Egilstöðum, 22. maí 2003. Þórhallur Pálsson, forstöðumaður Umhverfissviðs. Lögg. fasteignasali eða hdl. óskast til samstarfs á fasteignasölu. Leitað er að áreiðanlegum reynsluríkum aðila með ofangreind réttindi. Viðkomandi þarf að vera ábyrgur, sjálfstæður í vinnubrögðum og með óflekkað mannorð. Góð aðstaða. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar sendist á atvinna@frettabladid.is fyrir 5. júní merkt: Fasteignasala. Ferðamáladeild Hólaskóla Laus er til umsóknar staða háskólakennara á sviði afþreyingar í ferðamálaþjónustu. Auglýst er til umsóknar staða háskólakennara við ferðamáladeild Hólaskóla við kennslu og rannsóknir á afþreyingu í ferðaþjónustu. Um er að ræða fullt starf. Ráðning miðast við 1. september 2003 eða samkvæmt nánara sam- komulagi. Menntun og hæfniskröfur: Háskólamenntun með meistaragráðu eða doktorsgráðu og víðtæk þekking á íslenskri ferðaþjónustu. Kennslu- og rannsóknasvið: Uppbygging, skipulag og þróun afþreyingar í íslenskri ferðaþjónustu. Umsókn þarf að fylgja greinargóð skýrsla um vísindastörf umsækjanda, rannsóknir og ritsmíðar (ritaskrá), svo og yf- irlit um námsferil og störf (curriculum vitae). Með umsókn skulu send þrjú eintök af vísindalegum ritum og ritgerð- um, birtum og óbirtum, sem umsækjandi óskar eftir að tekin verði til mats. Þegar höfundar eru fleiri en umsækj- andi skal hann gera grein fyrir hlutdeild sinni í rannsókn- um sem lýst er í ritverkunum. Laun og önnur starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna og aðlögunarsamningum Hólaskóla við viðkomandi stétt- arfélög. Umsókn skal skila fyrir 13. júní 2003 til Hóla- skóla, Hólum Hjaltadal, 551 Sauðárkróki, merkt umsókn um stöðu háskólakennara hjá Ferðamáladeild. Nánari upplýsingar veitir: Guðrún Þóra Gunnarsdóttir deildarstjóri (ggunn@holar.is) í síma 455 6300. Ferðamáladeild Hólaskóla hefur verið starfrækt frá árinu 1996. Áhersla er á ferðaþjónustu í dreifbýli sem tengist menningu og náttúru hvers svæðis. Deildin hefur mikil og góð tengsl við atvinnugreinina og hefur tekið þátt í margvíslegum þróunarverkefnum á sviði ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Víðtækt samstarf er við aðrar háskólastofn- anir innanlands og erlendis. Geislafræðingur Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði auglýsir eftir geislafræðingi til starfa á röntgendeild sjúkra- hússins frá 1. september nk. Um er að ræða 80-100 % starf auk bakvakta. Laun samkvæmt kjarasamningi Félags geisla- fræðinga og stofnanasamningi HSÍ. Nánari upplýsingar gefa: Úrsúla Siegle deildarstjóri (rontgen@fsi.is), í síma 450 4500 og Þröstur Óskarsson framkvæmdastjóri (throstur@fsi.is). Vinsamlegast sendið umsóknir til Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ, Torfnesi, 400 Ísafirði fyrir 1. ágúst nk. Öllum umsóknum verður svarað. Heilbrigðisstofnunin Ísafjarðarbæ www.fsi.is Torfnesi - 400 Ísafjörður, Sími: 450 4500 - Fax: 450 4522 Dvalar- og hjúkrunarheimilið Hornbrekka, Ólafsfirði Hjúkrunarforstjóri Dvalar- og hjúkrunarheimilið Hornbrekka, Ólafsfirði, auglýsir lausa stöðu hjúkrunarfor- stjóra. Umsóknarfrestur er til 10. júní 2003. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist til: Hornbrekku, b.t. forstöðu- manns, v/ Ólafsfjarðarveg, 625 Ólafsfjörður. Nánari upplýsingar veitir Rúnar Guðlaugsson forstöðumaður í síma 466 2480 eða runar@hgolafsfjardar.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.