Fréttablaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 34
45 ÁRA „Það stendur ekki til að
halda upp á afmælið í dag enda er
ég að kveðja ástkæra frænku
mína, Elísabetu Vestdal-Abéla, í
hinsta sinn í dag,“ segir Oddný
Sen rithöfundur. „Það er mér mik-
ill heiður að kveðja frænku mína á
þessum degi og ég er viss um að
hún hefði orðið ánægð með það.“
Oddný lætur þó fjörutíu og
fimm ára afmælið ekki fara alveg
framhjá sér. „Ég er á leiðinni til
Parísar eftir viku og þar verður
mér haldin heilmikil veisla. Ég
hef verið búsett meira og minna í
Frakklandi í um átján ár þannig
að vina- og frændgarðurinn er
orðinn mjög stór og það verður
því nóg af fólki.“
Oddný staldrar þó ekki lengi
við í Frakklandi að þessu sinni þar
sem ferðinni er heitið áfram til
Berlínar í Þýskalandi. „Þar ætla
ég að halda enn frekar upp á af-
mælið með því að fara og horfa á
gömlu hryllingsmyndina Nos-
feratu, eftir Murnau, við undir-
leik sinfóníuhljómsveitar. Mynd-
inni verður varpað upp á vegg í
kastalanum þar sem hún var kvik-
mynduð á sínum tíma. Þessi kast-
ali er ákaflega magnaður og það
hafa gengið miklar sögur af upp-
tökunum en leikarinn Max
Schreck, sem lék vampíruna, lifði
sig svo inn í hlutverkið að hann
hegðaði sér eins og blóðsuga.“
Oddný segist vera mikið af-
mælisbarn í sér og hún kann svo
sannarlega að gera sér dagamun
þegar hún á afmæli. „Þegar ég var
unglingur dreymdi mig um að
halda upp á fertugsafmælið mitt á
Signubökkum með Eiffel-turninn
í baksýn. Ég lét svo þann draum
rætast og bauð fimmtíu manns til
veislu. Ég er að hugsa um að sigla
svo niður Níl á fimmtíu ára af-
mælinu mínu og láta þannig ann-
an unglingsdraum rætast og sé
ekkert sem ætti að koma í veg
fyrir að hann verði að veruleika
fyrst mér tókst að láta fertugs-
afmælisdrauminn rætast.“
thorarinn@frettabladid.is
36 31. maí 2003 LAUGARDAGUR
■ Hreyfingin mín
Hver er munurinn á Elvis og AlGore?
Sumir halda því enn fram að Elvis lifi.
Pondus eftir Frode Øverli
Með súrmjólkinni
Afmæli
ODDNÝ SEN
■ rithöfundur er 45 ára í dag. Hún verð-
ur viðstödd minningarathöfn um ástkæra
frænku sína á afmælisdaginn og er svo á
förum til Parísar þar sem hún mun bjóða
vinum og kunningjum til veislu.
ODDNÝ SEN
Ætlar að kíkja á gamla hrollinn Nosferatu. Myndin
var meðal annars tekin í gömlum kastala og
verður varpað á veggi hans. Leikarinn Max
Schreck lifði sig svo inn í hlutverkið að hann
hegðaði sér eins og blóðsuga og var svo
vatnshræddur að byggja þurfti heilt skip í landi,
þar sem þetta sígilda atriði var tekið.
Afmælisveisla í
blóðsugukastala
Ég geng á sundlaugarbakkanumog lyfti hnjánum hátt. Á sumr-
in slæ ég garðinn. Svo stend ég oft
á sviði á dansleikjum í fjóra tíma í
trekk en því fylgir töluvert vökva-
tap. Ég væri örugglega 140 kíló ef
þetta þrennt kæmi ekki til,“ segir
Egill Ólafsson, leikari, söngvari
og listamaður. „Fólk á að reyna að
halda sér á hreyfingu en hlaupa
aldrei. Fátt er aumkunarverðara
en fólk á hlaupum. Það vinnur
engin slík hlaup. Nema það sé að
keppa við broddgöltinn.“ ■
Ingibjörg Gísladótir lést 28. maí.
Páll Ólafsson, prentari, lést 28. maí.
Ásta Guðmundsdóttir frá Heiðardal,
Vestmannaeyjum, lést 27. maí.
Ólafur Ingimundason, Bæjarholti 5,
Hafnarfirði, lést 27. maí.
Sigríður H. Aðalsteinsdóttir, Austur-
strönd 12, Seltjarnarnesi, lést 27. maí.
Gíslíana Bjarnadóttir, fyrrum húsmóðir
á Gautlöndum, Mývatnssveit, lést 27.
maí.
Árni Ólafsson, Þórunnarstræti 110, Ak-
ureyri, lést 26. maí. Útför hans fer fram í
kyrrþey.
Axel Ó. Lárusson, Suðurtúni 9, Bessa-
staðahreppi, lést 24. maí.
11.00 Elísabet Vestdal-Abéla, Breiða-
bólsstað, Álftanesi, verður jarð-
sungin frá Bessastaðakirkju.
14.00 Ásgeir Sigurðsson, Fjólugötu 25,
verður jarðsunginn frá Staðarfelli,
Dölum.
14.00 Böðvar Kristjánsson, Kirkjuhvoli,
Hvolsvelli, verður jarðsunginn frá
Þorlákskirkju.
16.00 Sigrún Jónsdóttir, Litla-Hofi, Ör-
æfum, verður jarðsungin frá Hofs-
kirkju.
■ Jarðarfarir
■ Andlát
Jæja, haltu þér
fast vinur! Hávað-
inn er út af því að
bleðruflísin er í
maski!
Ertu að
reyna að
fíflast
með mig?
BLEÐRU-
FLÍSIN?
Fúlasta alvara!
Bleðruflísin er
mitt á milli
splæskassans
og þjaskarót-
arinnar!
Og gegnir
hvaða hlut-
verki?
Kemur í
veg fyrir
þrýsting í
bósahólf-
inu!
Flott! Vinur minn
sem vinnur hjá
skattinum er ein-
mitt með sama
vandamál í sínum
bíl. Hann gæti kíkt
við með hann og litið
á bókhaldið hjá þér
í leiðinni!
Ehe...já, ég gæti líka
vísað honum á annað
sérhæfðara verk-
stæði og lagað þetta
hjá þér, frítt! Erum
við þá ekki sáttir?
Svona
ágætlega!