Fréttablaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 22
■ ■ SÝNINGAROPNANIR  16.00 Bergmanveisla sem Kvik- myndasafn Íslands í samvinnu við Kirkjulistahátíð í Reykjavík býður til. Myndin Ansiktet frá 1958 verður sýnd. Myndin er sýnd í Bæjarbíói, Strandgötu í Hafnarfirði.  14.00 Opnun í Gallerí Hlemmi á sýningu Ómars Smára Kristinssonar. Gestur Ómars Smára er myndlistarmað- urinn Karl Jóhann Jónsson sem sýnir tvö málverk í hliðarrými gallerísins.  14.00 Alain Garrabé opnar sýn- ingu í Gallerí Smíðar og Skart. Á sýn- ingunni eru rúmlegar 30 verk, unnin með olíu á striga. Þetta er fyrsta einka- sýning Alain í Reykjavík. Sýningin stend- ur til 14. júní.  15.00 Sýning á ljósmyndum Yann Arthus-Bertrand verður opnuð á Aust- urvelli. Sýningin ber nafnið Jörðin séð frá Himni og hefur verið sýnd víðs vegar um heiminn. Á sama tíma verður upp- lýsingamiðstöð að Kirkjustræti 12 (Skjaldbreið) þar sem sjá má kvikmynd um tilurð verkefnisins. ■ ■ FUNDIR  17.00 Erindi verður flutt í MÍR-saln- um við Vatnsstíg 10 sem nefnist Hvers vegna Bandaríkin og Bretland miða á Íran. Tony Hunt frá Communist League í Bretlandi, nýkominn frá Mið-Austurlönd- um, fjallar um stjórnmál í Íran og lönd- unum við Kaspíahaf í kjölfar stríðsins í Írak og hvernig arfleifð byltingarinnar í Íran 1979 er þrándur í götu heimsvalda- stefnunnar.  13.00 Fyrirlestrar sem eru áfangi til meistaraprófs við Háskóla Íslands verða haldnir í húsnæði Háskóla Íslands á Selfossi, Rannsóknarmiðstöð í jarð- skjálftaverkfræði, Austurvegi 2a. ■ ■ SAMKOMUR  Hátíð hafsins verður haldin við Reykjarvíkurhöfn. Hátíðin samanstend- ur af Hafnardeginum og Sjómannadeg- inum. Fjölbreytt dagskrá verður t.d. Birgitta Haukdal og Írafár.  13.00 Allir krakkar 6 ára og eldri velkomin á æfingu með landsliði karla Í Ármannsheimilinu við Sóltún. Að- gangseyrir 1000 krónur til styrktar lands- liðinu. ■ ■ TÓNLIST  13.00 Gilitrutt leikur fyrir gesti og gangandi á Kaktus Grindavík allan dag- inn. Hitum upp fyrir sjómannadag!!  16.00 Útgáfutónleikar er nefnast “Tónn í tómið“. Flytjendur eru Agnar Már Magnússon og Ástvaldur Trausta- son og leika þeir báðir á flygla. Tónleik- arnir eru í Salnum í Kópavogi.  20.00 Leikhúskórinn á Akureyri heldur tónleika í félagsheimilinum Miklagarði á Vopnafirði. Kórinn flytur perlur úr óperum, óperettum og söng- leikjum. Stjórnandi kórsins er Roar Kvam, undirleikari verður Aladár Rácz, einsöngvarar eru Hildur Tryggvadóttir, Michael J. Clarke og félagar úr kórnum.  20.00 CAPUT kemur fram á Nýja sviði Borgarleikhússins. Að þessu sinni eru Ferðalög á dagskránni, nánar tiltekið „Bergmál Finnlands“. Á efnisskránni er „Elegia“ einleiksverk fyrir selló, lagaflokk- urinn Fjórir draumsöngvar, „Metamor- fora“ fyrir selló og píanó og „From a Swan Song“ fyrir selló og píanó.  23.00 Kirkjulistahátíð í Hallgríms- kirkju þar sem frumflutt verður verkið „Virðulegu Forsetar“ eftir Jóhann Jó- hannsson. Flytjendur eru Caput-hópur- inn, Skúli Sverrisson, Matthías MD Hem- stock, Guðmundur Sigurðsson og Hörð- ur Bragason, ásamt höfundi. Stjórnandi er Guðni Franzson.  13.00-18.00 Dagur lúðrasveit- anna. Í mörgum bæjarfélögum standa lúðrasveitir fyrir ýmsum uppákomum en aðal dagskráin verður á Ingólfstorgi í Reykjavík. Einnig verða tónleikar í Ráð- húsi Reykjavíkur þar sem Skólahljóm- sveit Austurbæjar leikur sína dagskrá klukkan 15.00. ■ ■ LEIKLIST  20.00 Söngleikurinn Sól og Máni eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson sýndur á Stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu.  20.00 Leikritið Rakstur eftir Ólaf Jóhann Ólafsson sýnt á Sjallanum á Akureyri. Verkið var áður sýnt í Þjóðleik- húsinu.  20.00 Með fullri reisn sýnt í Þjóð- leikhúsinu. Söngleikurinn er eftir Ter- rence McNally og David Yazbek.  20.00 Lokasýning á Bíbí og blakan - óperuþykkni í Borgarleikhúsinu. Verkið er eftir þá Ármann Guðmunds- son, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason. Sýningin er sett upp í sam- vinnu við Hugleik.  20.00 Síðasta sýning á Píkusögum eftir Eve Ensler á þriðju hæðinni í Borg- arleikhúsinu.  20.00 Halli og Laddi sýna í Loft- kastalanum. Sýningin ber nafnið Hætt að telja.  20.00 Verkið Plómur eftir Önnu Rósu Sigurðardóttur sýnt í Tjarnarbíói. Verkið er einleikur og er leikstjórn í höndum Helenu Ólafsdóttur og tónlist er samin og flutt af Rósu Guðmunds- dóttur. ■ ■ SÝNINGAROPNANIR  14.00 Sumarstarf Árbæjarsafns 2003 hefst. Þá verða opnaðar tvær nýjar sýningar. Í Kornhúsi er sýningin Daglegt líf í Reykjavík. Í Lækjargötu 4 verður opnuð sýningin Lárus Sigurbjörnsson og minjavarslan í Reykjavík. Auk þess verð- ur boðið upp á fjölbreytta dagskrá allan daginn.  14.00 Sumarsýning í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar verður opnuð. Á sýningunni eru 13 andlitsmyndir eftir Sigurjón Ólafsson frá ólíkum tímabilum í list hans og jafnmörg afstraktverk. Í sumar er safnið opið alla daga nema mánudaga milli klukkan 14 og 17. Kaffi- stofan er opin á safntíma.  16.00 Kirkjubæjarstofa opnar sýn- ingu í sýningarsal stofunnar á Kirkju- bæjarklaustri. Yfirskrift sýningarinnar er Sagan í sandinum klaustrið á Kirkjubæ. Á sýningunni er fjallað um sögu nunnu- klaustursins að Kirkjubæ á Síðu sem þar stóð frá árinu 1186 og allt fram til siða- skipta árið 1546. Sýningin verður opin í sumar þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 14 til 18.  Opnun á afmælissýningu Hafnar- borgar um fyrri hluta afmælissýningar- innar er að ræða, sem haldin er í tilefni þess að 20 ár eru liðin frá stofnun Hafn- arborgar. Fyrri hlutinn er með völdum verkum sem safnið hefur eignast frá ár- inu 1988. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga og lýkur 4. ágúst.  Í tilefni Listahátíðar Hafnarfjarðar Bjartir Dagar ætla myndlistarmennirnir Erling T.V. Klingenberg, Elva Dögg Krist- insdóttir, Guðný Rósa Ingimarsdóttir, Gunnar Þór Víglundsson, Högni Sigur- þórsson, Ólafur Árni Ólafsson, Libia Pérez de Siles de Castro, Úlfur Grönvold og Þóra Þórisdóttir að koma saman í Sverrissal og í Apótekinu í Hafnarborg og ramba verkum sínum saman á sam- sýningu sem ber heitið „Rambelta“. ■ ■ SAMKOMUR  14.00 Samtökin Komið og dansið standa fyrir dansleikjum á Ingólfstorgi í miðbæ Reykjavíkur í samstarfi við menningarsveit Hins Hússins. Danstón- list verður flutt af geisladiskum með há- talarakerfi og val tónlistar miðað við að flestir finni eitthvað við sitt hæfi. Létt sveifla og línudansar verða þó í fyrir- rúmi.  14.00 Kaffisala og basar á Hrafn- istu í Reykjavík og Hafnarfirði. Að venju verður í boði glæsilegt kaffihlaðborð, handavinnusýning og sala verður á fjöl- breyttri handavinnu heimilisfólksins.  Dýragarðurinn í Slakka verður formlega opnaður. Opið verður alla daga í sumar fyrir almenning. Slakki er í Laugarási í Biskupstungum. ■ ■ LEIKLIST  20.00 Í tilefni þriggja ára sýning- arafmælis, 150 sýninga og nýlokinnar leikferðar til Norður-Ameríku efnir Möguleikhúsið til hátíðarsýningar á Völuspá eftir Þórarin Eldjárn. Leikstjóri er Peter Holst, Guðni Franzson stýrði tónlistinni í verkinu og leikmynd og búninga hannaði Anette Werenskiold. Á sviðinu eru Pétur Eggerz sem leikur öll hlutverkin og Stefán Örn Arnarson selló- leikari.  20.00 80. sýning á Veislunni í Þjóðleikhúsinu, Smíðaverkstæðinu. Verkið er eftir Thomas Vinterberg og Mogens Rukov.  20.00 Sýning á Öfugu megin uppí eftir Derek Benfield. Sýnt er á Stóra svið- inu í Borgarleikhúsinu.  20.00 Gesturinn sýndur á Nýja sviðinu í Borgarleikhúsinu. Verkið er eftir Eric-Emmanuel Schmitt. Um auka- sýningu er að ræða.  20.00 Tvö hús eftir Federico Garcia Lorca sýnd hjá Nemendaleikhúsinu. Um útskrifarsýningu leiklistardeildar Listaháskólans er að ræða.  20.00 Verkið Plómur eftir Önnu Rósu Sigurðardóttur sýnt í Tjarnarbíói. Verkið er einleikur og er leikstjórn í höndum Heru Ólafsdóttur og tónlist er samin og flutt af Rósu Guðmundsdóttur.  20.00 Leikritið Rakstur eftir Ólaf Jóhann Ólafsson sýnt á Sjallanum á Akureyri. Verkið var áður sýnt í Þjóðleik- húsinu. ■ ■ SÝNINGAR  Sýning á úrskriftarverkum nemenda í Ljósmyndaskóla Sissu. Sýningin er í Stúdíoi Sissu, Laugavegi 25, 3. hæð og stendur til 9. júní. Opið virka daga frá kl. 14 til 19 og 14 til 18 um helgar. 24 31. maí 2003 LAUGARDAGUR hvað?hvar?hvenær? 28 29 30 31 1 2 3 MAÍ Laugardagur Þetta er eiginlega það síðastasem manni dettur í hug, að fá annan píanóleikara til að spila með sér. Hugmyndin kom þó og gerjaðist þó nokkuð lengi því það er mjög erfitt að koma sam- an tveimur flyglum nema með mikilli fyrirhöfn og ærnum til- kostnaði. Tækifærið gafst þó fyrir tæpu ári er við hlutum styrk frá FÍH og héldum tón- leika í kjölfarið,“ segir Ástvald- ur Traustason. Í dag halda Ástvaldur og Agn- ar Már Magnússon tónleika í til- efni af útgáfu geisladisksins Tónn í tómið. Diskurinn var tek- inn upp á umræddum tónleikum þar sem Ástvaldur og Agnar léku saman á tvo flygla. „Tónlistin á disknum á rætur í jasstónlist en er mjög mikið impróvíseruð. Það eru sjö lög á disknum en það má segja að þrjú þeirra skapi heildina á disknum, það er að segja tengi þau saman.“ Að sögn Ástvalds tengjast sum lögin á disknum Zen-hug- leiðslu. Aðspurður segir hann að diskurinn sé þó alls enginn ró- legheitadiskur heldur ætti frek- ar að tala um hann sem disk á huglægum nótum. Tónleikarnir eru í Salnum, Kópa- vogi, og hefjast klukkan 16. ■ ■ TÓNLIST hvað?hvar?hvenær? 29 30 31 1 2 3 4 JÚNÍ Sunnudagur AGNAR OG ÁSTVALDUR Þeir koma saman í Salnum í dag í tilefni af útkomu disksins Tónn í tómið. Þeir spila sam- an á tvo flygla, sem verður að teljast mjög óvanalegt. Tónleikarnir hefjast klukkan 16. Tveir flyglar í tómi HEIÐAR INGI SVANSSON Það er tilvalið að kíkja á Hátíðhafsins með fjölskylduna og svo er nóg að nefna Birgittu Haukdal á nafn og þá koma börn- in með,“ segir Heiðar Ingi Svans- son markaðsráðgjafi. „Nema fóst- ursonurinn kannski, skyldu Búdrýgindi nokkuð hita upp? „Virðulegu Forsetar“ eftir Jó- hann Jóhannsson á kirkjulistahát- ið. Þetta hlýtur að vera heimsvið- burður. Ef maður rekst á Bóbó Blöndal, Reyni Reynis, Ívar Bongó og alla hina í Austfirðinga- félaginu, þá er hægt að halda fund í leiðinni. Ef ég væri ekki að fara í fertugs- afmæli hjá Bjarna Ingólfs þá myndi ég sjá Bíbi og blökuna. Reyndar var Toggi svo elskulegur að bjóða mér. Varð því miður að segja nei, en skora hér með á hann að bjóða mér líka næst. Verð hreinlega að fá aukasýningu síðar. Og svo er líka vel látið af sýning- unni hans Markúsar og svo má maður náttúrlega ekki klikka á tengdasyni þjóðarinnar í Nýló. Sá heimildarmyndina um hann á RÚV. Þetta er það djúpt að óvíst er að maður sjái nokkurn tíma til botns.“  Val Heiðars Þetta lístmér á! ✓ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T ✓ ✓ ✓ Laugardagurinn 31. maí 12.00 Barokkorgeltónleikar: Jon Laukvik, Heimsþekktur túlkandi barokktónlistar, flytur verk eftir Froberger, Buxtehude, J.S. Bach, C.P.E. Bach o.fl á barokkorgel Langholtskirkju. Miðaverð: 1.500 kr. 18.00-23.00 Listavaka unga fólksins Sköpunargleði ungra listamanna í tónlist,leik- list, dansi og spuna fyllir kirkjuna. Umsjón: Guðjón Davíð Karlsson, Guðmundur Vignir Karlsson og Margrét Rós Harðardóttir. 23.00 Virðulegu forsetar eftir Jóhann Jóhanns- son (frumflutningur) Flytjendur:Caput-hópurinn, Skúli Sverrisson, Matthías M.D. Hemstock, Guðmundur Sigurðsson, Hörður Bragason og Jóhann Jóhannsson. Stjórnandi: Guðni Franzson. Sunnudagurinn 1. júní 20.00 Ljóðtónleikar: Trúarlegir ljóðasöngvar með Andreas Schmidt. Heimssöngvarinn Andr- eas Schmidt og píanóleikarinn Helmut Deutsch flytja Gellert-ljóð eftir Beethoven, Vier ernste Gesange eftir Brahms, Biblíuljóð eftir Dvorak og Michelangelo-ljóð eftir Wolf. Staður: Salurinn í Kópavogi. Miðaverð kr. 2.500. KIRKJULISTAHÁTÍÐ 2003

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.