Fréttablaðið - 12.08.2003, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 12.08.2003, Blaðsíða 27
15ÞRIÐJUDAGUR 12. ágúst 2003 FÓTBOLTI Íslenska knattspyrnu- landsliðið á von á góðum stuðningi í Þórshöfn í næstu viku þegar það mætir Færeyingum í undan- keppni Evrópumeistarakeppninn- ar. Flugfélag Íslands býður upp á dagsferð í tilefni af leiknum og samkvæmt upplýsingum sölu- deildar félagsins í gær voru að- eins tvö sæti laus í 50 sæta vél. Fótboltaáhugamenn sýndu ferð- inni strax áhuga en salan tók kipp í síðustu viku eftir að þjálfararn- ir tilkynntu leikmannahópinn. Auk þessa er eitthvað um að fyrirtæki hafi tekið vélar á leigu vegna leiksins og einnig má reikna með því að einhverjir fari með hefðbundnu áætlunarflugi. ■ GULT SPJALD Fredi Bobic, lekmaður Hertha Berlin, var ekki sáttur við gula spjaldið í leiknum gegn Stuttgart á laugardag. FÓTBOLTI Ítalski sóknarmaðurinn Paolo Di Canio skrifaði í gær und- ir eins árs samning við Charlton Athletic. Di Canio, sem varð 35 ára í síðasta mánuði, hefur leikið á Bretlandseyjum frá árinu 1996, fyrst með Celtic, þá Sheffield Wednesday og síðast með West Ham. Hann hóf feril sinn með Ternano á Ítalíu árið 1985 en lék síðar með Lazio, Juventus, Napoli og AC Milan. Charlton leikur á heimavelli gegn Manchester City í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudag. ■ FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Maria Mutola frá Mósambík á ein möguleika á gullpottinum eftir sigur í 800 metra hlaupi á Gullmótinu í Berlín á sunnudag. Chandra Sturrup frá Bahamaeyjum, sem sigraði í 100 metra hlaupi á Gull- mótunum í Osló, París og Róm, varð þriðja í Berlín. Mutola átti í raun aldrei í vandræðum með sigur í 800 metra hlaupinu. Hún var þriðja eftir fyrri hringinn en heims- og Ólympíumeistarinn kom fyrst í mark á 1:59,01, Stephanie Graf frá Austurríki varð önnur á 1:59,32 og Mina Ait Hammou frá Marokkó þriðja á 1:59,37. Sturrup byrjaði 100 metra hlaupið vel en bandarísku stúlk- urnar Kelli White og Chryste Gaines fóru fram úr henni á lokasprettinum og draumur Sturrup um gullpottinn var úr sögunni. White hljóp á 10,84 sek- úndum, Gaines á 10,86 og Sturrup á 10,86. Konurnar unnu bestu afrekin á Gullmótinu í Berlín. Hestrie Cloete stökk 2,05 metra í há- stökki og bætti eigið Afríku- og Samveldismet um einn senti- metra. Keppendanúmerið 210 var hins vegar engin vísbending um frekari afrek því Cloete felldi 2,10 í þrígang. Tyrkneska stúlkan Süreyya Ayhan sigraði með yfirburðum í 1.500 metra hlaupi. Hún hljóp á besta tíma ársins, 3:59,58, og kom í mark þegar keppinautarnir voru rétt að hefja endasprettinn. ■ Evrópumeistarakeppnin 2004: Fjölmenni til Færeyja FÆREYJAR - ÍSLAND Íslendingar leika gegn Færeyingum í undankeppni Evrópumeistarakeppninnar í næstu viku. Leikurinn verður í Þórshöfn og má Íslenska landsliðið búast við góðum stuðningi í Færeyjum. STAÐAN Í 5. RIÐLI: Félag L U J T Mörk Stig Þýskaland 5 3 2 0 8:3 11 Ísland 5 3 0 2 9:5 9 Skotland 5 2 2 1 7:5 8 Litháen 6 2 1 3 4:9 7 Færeyjar 5 0 1 4 4:10 1 Enska knattspyrnan: Di Canio til Charlton PAOLO DI CANIO Paolo Di Canio hefur leikið á Bretlandseyjum frá árinu 1996. MARIA MUTOLA Maria Mutola hefur sigraði í 800 metra hlaupi á fjórum af sex gullmótum ársins og á ein möguleika á að vinna gullpottinn. Gullbikarmótin: Maria Mutola ein eftir Enska knattspyrnan: Nýr heimavöllur Man. City FÓTBOLTI Manchester City vígði nýjan heimavöll, City of Manchester Stadium, á sunnudag með 2:1 sigri á Barcelona í vin- áttuleik. Völlurinn rúmar 48 þús- und manns og kostaði 120 milljón- ir punda í byggingu. Fyrsti mótsleikur City á nýja vellinum verður gegn velska fé- laginu TNS Llansantffraid í UEFA-bikarkeppninni á fimmtu- dag en fyrsti deildarleikur félags- ins þar verður gegn Portsmouth laugardaginn 23. ágúst. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.