Fréttablaðið - 12.08.2003, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 12.08.2003, Blaðsíða 37
25ÞRIÐJUDAGUR 12. ágúst 2003 Mér finnst óskaplega gaman aðvera til og eitt það dýr- mætasta sem við eigum er tím- inn,“ segir Sigurgeir Sigurjónsson ljósmyndari, sem hefur selt 150 þúsund eintök af bókum sínum. Sigurgeir er barnfæddur Reyk- víkingur og býr og vinnur í mið- bænum. „Ég er hálfgerð 101-rotta og kann best við mig á þessu svæði,“ segir hann. Sigurgeir lærði ljósmyndun í Stokkhólmi og síðar í Kaliforníu. Hann er ekki í vafa um að það sem hann er að fást við sé það skemmti- legast sem hægt sé að gera. „Mér finnst ég aldrei vera neitt að vinna; allt er þetta tóm skemmtun og ánægja.“ Í þessu felst hálfgerð mótsögn því Sigurgeir er alltaf að. „Mér finnst bara svo gaman að vera til og það allra dýrmætasta sem ég á er tíminn og ég kann að meta hann. Mitt ríkidæmi felst í honum en ég tek undir það að ef honum er kastað á glæ er hann einskis virði.“ Sigurgeir ferðast mikið og það er hans helsta áhugamál fyrir utan vinnuna. „Mér finnst líka gott að kúra og vera til í rólegheitum en ég geri það líka oft á ferðalögum. Ég er alls ekki alltaf með vélina með mér því þá er maður að hugsa í annarri vídd og myndavélin trufl- ar stundum. Þannig næ ég að njóta umhverfisins og kem frekar aftur til að taka myndir.“ Sigurgeir er kvæntur Helgu Gísladóttur og eiga þau þrjú upp- komin börn. Hann er um þessar mundir önnum kafinn í mjög áhugaverðu verkefni með Unni Jökulsdóttur sem hann segir vera það skemmtilegasta sem hann hafi fengist við. „Ég er á þeim vígstöð- um sem mér finnast hvað mest spennandi. Umhverfisportrett sem felst í því að nálgast fólk í sínu um- hverfi,“ segir Sigurgeir og tekur myndir af ungum og gömlum þar sem fegurðin er afstæð. ■ SIGURGEIR SIGURJÓNSSON Tíminn er það dýrmætasta sem hann á og hans ríkidæmi felst í honum. Forðast að kasta tíma sínum á glæ Persónan SIGURGEIR SIGURJÓNSSON ■ er önnum kafinn við að taka myndir af fólki í sínu rétta umhverfi. Hann tekur myndir af fólki á öllum aldri og þar er fegurðin afstæð. Sagt er að Vigdís Finnbogadótt-ir hafi keypt eina af nýju lúxusíbúðunum í Suðurhlíð 38 í botni Fossvogs. Íbúðirnar í hús- inu munu vera rándýrar; kosta allt að 60 milljón- um króna stykkið, og hafa ekki gengið sérlega hratt út. Með söl- unni til Vigdísar er hins vegar vonast til að áhug- inn aukist og fasteignasalar að vonum spenntir, en íbúðirnar eru miklar lúxusvillur. Til að mynda er einangrunin það góð að hægt gæti heil hljómsveit spilað inni í svona íbúð án þess að nágrannar myndu heyra bofs fyrr en opnað- ur yrði gluggi. Fréttiraf fólki Það blasir við í huga mínumhvert áhugamálið er. Það er fótbolti,“ segir Guðjón Arngríms- son, upplýsingafulltrúi Flugleiða, um áhugamálið sitt. „Ég spilaði sjálfur fótbolta frá því ég man eftir mér þangað til ég var 25 ára. Síðan hafði ég atvinnu af því í fjölmiðlum að fjalla um fótbolta og aðrar íþróttir. Svo hef ég alltaf fylgst með þessu af miklum áhuga og geri enn.“ Uppáhaldslið Guðjóns er Þróttur. ■ Jarðarfarir 13.30 Gíslína Þóra Jónsdóttir, Afla- granda 40, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík. 13.30 Jakob Árnason, Tunguvegi 18, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju. ■ Áhugamálið mitt ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Franz Fischler. Arthúr Bogason. FH. Grapevine er tímarit semdreift er meðal erlendra túrista á Íslandi. Vissulega er það frekar í listrænni kantinum en á að þjóna ferðamönnum sem leið- sögublað yfir Reykjavík. Nú er til dæmis fjallað mikið um Menn- ingarnótt. En það sem færri vita er að nafn ritsins er einnig nafn á tímariti AA-samtakanna í Banda- ríkjunum. Það tímarit hefur starfað miklu lengur en hið reyk- víska. Ekkert hefur heyrst af óánægju AA-manna í Bandaríkj- unum en margir ferðamenn hafa furðað sig á þessu nafni. Einn af helstu vín- og matar-sérfræðingum landsins, Þorri Hringsson, hefur setið við skrift- ir norður í Aðaldal í sumar jafn- framt því sem hann hefur sinnt þar veiðiskap og myndlist. Ávöxt- ur þessarar vinnu mun vera bók sem ber þann einfalda titil „Vín“ og er ætlað að vera aðgengileg og upplýsandi handbók fyrir ört stækkandi hóp áhugasamra Ís- lendinga um vín og mat. Halldór Baldursson teiknari hefur lagt gjörva hönd á myndskreytingu bókarinnar. Bókinni verður dreift í miklu upplagi í haust, en útsölu- verði verður stillt í hóf. Hag- kaupsverslanirnar munu ætla að taka bókina í sölu og standa vonir til að bókin seljist eins og met- sölubækur bakarans Jóa Fel, sem skaut mörgum rithöfundum aftur fyrir sig á metsölulistum jólanna 2001 og 2002 með köku- og brauð- bókum sínum. Fréttiraf fólki FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.