Fréttablaðið - 12.08.2003, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 12.08.2003, Blaðsíða 30
18 TÓNLIST Bandaríska rokksveitin My Morning Jacket er fimm manna sveit frá Louisville í Kent- ucky. Sveitin, sem er við það að gefa út sína þriðju plötu „It Still Moves“, er byggð utan um laga- höfundinn Jim James sem býr yfir silkimjúkri röddu sem minn- ir um margt á Neil Young. Tón- listarrætur þeirra liggja svo auð- heyranlega í sama skógi og tónlist The Band sem var upp á sitt besta í lok sjöunda áratugarins. Sveit- inni hefur svo einnig verið líkt við The Flaming Lips og Galaxy 500. Sveitin leggur áherslu á ein- faldar og hefðbundnar útsetning- ar þar sem ekkert hljóðfæri skyggir á annað. Áhrif frá kántrí, indie, blús og bluegrass leyna sér ekki. Fyrsta breið- skífa My Morn- ing Jacket, „Tennesse Fire“, kom út árið 1999 við góðar undir- tektir gagn- rýnenda. Afar blíðar viðtökur í Evrópu, þá aðal- lega Benelux- löndunum, komu liðsmönnum í opna skjöldu. Eft- ir útgáfu plötunn- ar hefur sveitin ít- rekað farið í tón- leikaferðir þangað og gerðar hafa verið um hana heimildarmyndir í Hollandi. Önnur breiðskífan, „At Dawn“, kom út árið 2001 og þá varð aug- ljóst að metnaður- inn lá í lagasmíðar fremur en að taka stærðarinnar þró- unarstökk með hverri útgáfu. Svo er einnig til- fellið með þriðju plötuna, „It Still Moves“, sem kemur út síðar í þessum mánuði og er hreint af- bragð. Mikið hefur verið skrifað um sveitina í tónlistarblöðum beggja megin við Atlantshafið og sveit- inni hampað mikið sem tónleika- sveit. Þetta ætti því að vera góð- ur bónus fyrir þá sem tryggðu sér miða á tónleikana áður en miðar seldust upp. My Morning Jacket er svo auðvitað ekki laus við Íslands- tengslin. Söngvarinn og lagasmið- urinn vann nokkur lög á plötuna „From Iceland to Kentucky and Beyond“, samstarfsverkefni listamanna frá Íslandi og Kent- ucky sem Utangarðsmennirnir Mike og Danny Pollock voru drif- fjaðrirnar í. Fyrrum Sykurmolinn Bragi Ólafsson las upp ljóð á þeirri plötu. biggi@frettabladid.is Morgunjakkinn hitar upp Nú er það staðfest að hljómsveitirnar My Morning Jacket og Vínyll hita báðar upp fyrir Foo Fighters á tónleikum í Laugardalshöll þann 26. ágúst næstkomandi. Brjósta- gjafa- fatnaður Auðbrekku 2, s: 564 1451 Móðurást Fréttiraf fólki Eftir svolítið óstyrka byrjunmætir Johnny Depp á svæðið í hlutverki hins skipslausa skip- stjóra Jacks Sparrows, og eftir það er hvergi dauður punktur í þessari krassandi ævintýrasögu um fjár- sjóði, Astekagull, álög, ástir og ófrýnilega sjóræningja. Það er mikið líf í tuskunum, flottir bar- dagar, flottir búningar, flottir leik- arar, og umfram allt endalaust glens og grín. Sá sem tengir þetta allt saman er hin óborganlega per- sóna Jack Sparrow í óborganlegri túlkun Johnny Depp – sem segist reyndar hafa apað sjóræningja- taktana eftir hinum aldurhnigna tónlistarmanni Keith Richards í Rolling Stones. Það er umfram allt Johnny Depp sem heldur þessari ágætu af- þreyingarmynd á floti frá upphafi til enda og sýnir þvílíkan stjörnu- leik að ef hann hyggst einhvern tímann leggja fyrir sig sjórán í al- vörunni verður undirritaður fyrsti maður til að skrá sig í áhöfnina. Þráinn Bertelsson UmfjöllunKvikmyndir THE PIRATES OF THE CARIBBEAN (Sjóræningjar á Karíbahafi) Aðalhlutverk: Johnny Depp, Orlando Bloom, Geoffrey Rush, Keira Knightley Handrit: Ted Elliott, Terry Rossio Leikstjóri: Gore Verbinski Ævintýra- perla! MY MORNING JACKET Hljómur sveitarinnar er gamaldags og minnir um margt á The Band og Neil Young. Svo er eins og þeir hafi ekki klippt sig síðan á gullöld fyrrnefndra tónlistarmanna. FÓLK Dramatíkin á milli leikara- feðginanna Angelinu Jolie og Jons Voights er ekkert að minnka. Í við- tali sem birtist í nýjasta hefti Radio Times segir Angelina að hún sé búin að afneita honum sem föður sínum. „Ég lít ekki lengur á samband okkur sem samband á milli föður og dóttur,“ segir Jolie, sem lék á móti föður sínum í fyrri Tomb Raider myndinni. Í viðtalinu segir Angelina að við tökur á fyrri myndinni hafi þau reynt að kynnast betur og að sam- band þeirra hafi styrkst við þá samveru sem þau áttu þá. Nú segist hún ekki hafa haft samband við föður sinn í nokkra mánuði og að hún taki ekki lengur mark þá skoð- unum hans. „Mér fannst eins og við skildum hvort annað og það var fjör. En eft- ir á byrjaði hann fljótlega að taka upp gamlar venjur og varð aftur dómharður.“ Kornið sem fyllti mælinn var svo þegar Voight sagði í sjónvarps- viðtali að dóttir sín væri að glíma við alvarleg „andleg veikindi“ og hvatti hana til þess að leita sér hjálpar. Í viðtalinu sagði Jolie að faðir hennar hefði skrifað sér bréf sem hann afhenti henni eftir að hafa fylgt henni á flugvöllinn. „Þegar hann rétti mér bréfið sagði hann að þar væri hans óhagg- andi sannleikur. Ég þakkaði honum fyrir og sagðist elska hann, þar sem ég vissi ekki hvað hann hafði skrifað. Svo opnaði ég bréfið og las. Hann skrifaði að ég væri slæm manneskja. Ég varð æf og hugsaði strax upp 100 svör, en ákvað svo að ég virti ekki skoðanir hans lengur. Þannig gat ég fjarlægt mig frá bréfinu og honum.“ ■ Justin Timberlake og ChristinaAguilera neyddust til þess að hætta við fyrirhugaða tónleika í sameiginlegri tónleikaferð þeirra sem átti að halda í Atlant- ic City. Ástæðan var sú að þeg- ar rótararnir voru að setja upp sviðs- myndina óg- urlegu varð eitthvað óhapp sem olli því að milljóna dollara ljósabúnaður hentist í gólf- ið og eyðilagðist. Ekki er vitað hvenær poppparið getur haldið tónleikaferð sinni áfram. Leikstjórinn Mike Newell hefurverið ráðinn til þess að leik- stýra fjórðu mynd- inni um Harry Potter, „The Goblet of Fire“. Hann verður fyrsti Bretinn til þess að leikstýra Potter-mynd. Newell er lík- legast þekkt- astur fyrir mynd sína „Four Wedd- ings and a Funeral“ sem skartaði Hugh Grant í aðal- hlutverki. Fjórða myndin verður frum- sýnd árið 2005, en þriðja myndin kemur næsta sumar. Arnold Schwarzenegger segistvera reiðubúinn í harða kosn- ingabaráttu eins og búist er við um stól rík- isstjóra Kali- forníu. Hann segist þess full- viss að hann sé hæfasti maður- inn í starfið af öllum þeim sem hafa boðið sig fram. Arnold segist búast við því að helsti andstæðingur hans reyni að sverta mannorð sitt með því að kalla hann kvensaman og með því hversu litla reynslu hann hafi á stjórnmálum. Breski söngvarinn FinleyQuaye, sem játaði á dögunum fyrir breskum dómstólum að hafa lagt hendur á kærustu sína, undirbýr núna endurkomu sína á tónlistarmarkaðinn. Sér til halds og trausts hefur hann fengið söngkonuna Beth Orton, sem syngur með honum lagið „Dice“. Það lag verður gefið út á smá- skífu 15. september næstkom- andi. Þriðja breiðskífa kappans mun heita „Much More than Much Love“ og kemur hún út tveimur vikum síðar. Angelina Jolie: Afneitar föður sínum 12. ágúst 2003 ÞRIÐJUDAGUR ANGELINA JOLIE Pabbi gamli er ekki sáttur við lífsmynstur dóttur sinnar. Henni gæti ekki verið meira sama. BROSMILDUR DYLAN Söngvarinn goðsagnakenndi Bob Dylan brosti sínu blíðasta þegar hann tók lagið með hljómsveitinni The Dead í New York fyrir skömmu. The Dead samanstendur af eftirlifandi meðlimum hljómsveitarinnar The Grateful Dead. Verið velkomin Hef hafið störf á Nýöld hársnyrtistofu Búðagerði 10, 108 Reykjavík, s. 533 5050 Hulda Rós

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.