Fréttablaðið - 12.08.2003, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 12.08.2003, Blaðsíða 28
■ ■ KVIKMYNDIR Sjá www.kvikmyndir.is  Sambíóin Kringlunni, s. 588 0800  Sambíóin Álfabakka, s. 587 8900  Háskólabíó, s. 530 1919  Laugarásbíó, s. 5532075  Regnboginn, s. 551 9000  Smárabíó, s. 564 0000  Borgarbíó, Akureyri, s. 462 3500 ■ ■ ATBURÐIR  20.30 Hlíf Sigurjónsdóttir fiðlu- leikari, Robert La Rue sellóleikari og Adrienne Kim píanóleikari flytja verk eftir Jónas Tómasson, Schostakovich og Paul Shoenfeld á þriðjudagstónleikum í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar.  19.30 Ásta Þorleifsdóttir jarðfræð- ingur verður með leiðsögn í Viðey. Hún rekur jarðsögu eyjunnar, þróun og mót- un hennar til okkar daga. Siglt er frá Sundahöfn.  Robin Nolan Trio og söngvarinn Randy Greer leika jazz í Kringlukránni í kvöld, nýkomnir af Djangojazzhátíðinni á Akureyri. ■ ■ SÝNINGAR  Á Café Milanó stendur nú yfir sýn- ing á 11 nýlegum málverkum Péturs Péturssonar. Sýningin nefnist „Fjöll og firnindi“ og eru myndirnar allar af lands- lagi, málaðar með akríllitum á striga. Sýningunni lýkur 7. september.  Ditta sýnir olíumálverk á Kaffi Kósí í Austurstræti út ágúst.  Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar hefur opnað myndlistarsýningu sína í Gallerí Dvergi, Grundarstíg 21 í Reykja- vík. Sýninguna kallar hún The weight of significance og er hún opin fimmtudaga til sunnudaga kl. 17-19, til 17. ágúst.  Sýningin Þrettán + þrjár var opnuð í gær í Lystigarðinum á Akureyri. Þetta er samsýning þrettán norðlenskra lista- kvenna og þriggja frá Færeyjum.  Guðbjörg Lind hefur opnað mál- verkasýningu í aðalsal Hafnarborgar, menningar- og listastofnunar Hafnar- fjarðar. Viðfangsefni Guðbjargar Lindar hafa frá upphafi verið tengd vatni, fyrst fossum og síðar óræðum og ímynduð- um eyjum á haffleti.  Anna Jóelsdóttir hefur opnað í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, sýninguna FLÖKT. Jóel Pálsson leikur á saxófón sinn við opn- unina.  Samsýning 20 akureyrskra lista- manna verður opnuð í Ketilhúsinu á Akureyri.  Sýning á nýjum verkum Rögnu Sig- rúnardóttur var opnuð í gær í Listhúsi Ófeigs að Skólavörðustíg 5, Reykjavík. Viðfangsefni Rögnu er blómaskeið lif- andi hluta og spurningin hvort hræðslan við að eldast sé það sem takmarkar feg- urðarmat okkar. Þetta er 13. einkasýning Rögnu hér á landi.  Hin árlega handverkssýning á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit stendur nú yfir. Síðasti dagurinn er í dag.  „Meistarar formsins“ nefnist stór höggmyndasýning í Listasafni Akur- eyrar, sem gerð er í samvinnu við Ríkislistasafnið í Berlín. Á sýning- unni eru verk eftir 43 listamenn, þar af 11 Íslendinga.  Íslensk og alþjóðleg samtímalistaverk eru til sýnis í Safni, Laugavegi 37.  Þrjár sýningar eru í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsinu. Þetta eru sýningarnar Humar eða frægð – Smekkleysa í 16 ár, Innsýn í alþjóð- lega samtímalist á Íslandi og Erró Stríð.  Sumarsýning í Listasafni Íslands á úrvali verka í eigu safnsins.  Í Gerðarsafni í Kópavogi stendur yfir sýning á málverkum Jóhannesar Kjar- vals úr einkasafni Þorvaldar Guðmunds- sonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur.  Sumarsýning Handverks og Hönn- unar stendur yfir í Aðalstræti 12. Til sýn- is er bæði hefðbundinn listiðnaður og nútíma hönnun úr fjölbreyttu hráefni. Meðal þess sem sýnt er, eru munir úr tréi, roði, ull, hör, leir, selskinni, hrein- dýraskinni, pappír, silfri og gleri frá 26 aðilum. Opið alla daga nema mánudaga og lýkur 31. ágúst.  Í Þjóðarbókhlöðunni standa yfir þrjár sýningar. Eins og í sögu nefnist sýning á samspili texta og myndskreyt- inga í barnabókum 1910-2002. Þar er einnig sýning til minningar um Lárus Sigurbjörnsson, safnaföður Reykvíkinga. Loks er lítil sýning í forsal Þjóðdeildar á Heimskringlu og Snorra-Eddu.  Sýning í anddyri Norræna hússins sem nefnist Vestan við sól og norðan við mána. Á sýningunni eru ljósmyndir eftir Ragnar Th. Sigurðsson með texta eftir Ara Trausta Guðmundsson. Sýning- unni lýkur 31. ágúst.  Sýningin Reykjavík í hers höndum í Íslenska stríðsárasafninu á Reyðar- firði er sett upp af Borgarskjalasafni Reykjavíkur og Þór Whitehead sagn- fræðingi í samvinnu við Íslenska stríðs- árasafnið. Á sýningunni getur nú að líta mun meira af stríðsminjum en áður sem koma frá Íslenska stríðsárasafninu.  Sumarsýningu í bókasal Þjóðmenn- ingarhússins, Íslendingasögur á er- lendum málum, er ætlað að gefa inn- sýn í bókmenntaarfinn um leið og at- hygli er vakin á því að fjölmargar útgáfur Íslendingasagna eru til á erlendum mál- um.  Sýningin Handritin stendur yfir í Þjóðmenningarhúsinu. Sýningin er á vegum Stofnunar Árna Magnússonar. Einnig er þar sýning sem nefnist Ís- landsmynd í mótun – áfangar í korta- gerð. Upplýsingar um sýningar og viðburði sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. 16 12. ágúst 2003 ÞRIÐJUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 9 10 11 12 13 14 15 ÁGÚST Þriðjudagur ■ TÓNLIST Notar aðeins þrjá putta Tríó Robins Nolans var á Akur-eyri um helgina þar sem hin árlega tónlistarhátíð Djangojazz stóð yfir. Nú eru þeir félagar komnir suður og ætla að taka lag- ið á Kringlukránni í kvöld. Framan af spila þeir gamla Djangostandarda og einnig sína eigin tónlist sem samin er í anda Djangos Reinhardts. Þegar á líður kvöldið bætist söngvarinn Randy Greer í hópinn og þá verða flutt fleiri sígild djasslög, meðal ann- ars í anda Nat King Cole. Greer þykir einmitt minna mjög á gamla goðið Nat King Cole. „Ég sá hann fyrst spila úti á götu í Amsterdam og gaf mig á tal við hann. Hann kom svo hingað fyrst árið 1997 og hefur komið reglulega síðan, en lítið spilað hér fyrir sunnan samt,“ segir Þórður Pálmason, sem fyrst fékk Nolan til að spila hér og hefur jafnan haldið sambandi við hann. Gítarleikarinn Django Rein- hardt var einungis með þrjá fing- ur á annarri hendi, og Robin Nol- an gætir þess vandlega að spila öll lögin nákvæmlega með sama hætti og Django. „Þegar hann spilar Djangolögin tekur hann tvo putta aftur fyrir. Hann situr líka alltaf einhvers staðar afsíðis í þrjá tíma fyrir tónleika að spila á gítarinn, þannig að það er allt lagt í þetta.“ ■ ROBIN NOLAN TRIO Hefur komið hingað reglulega að spila á tónlistarhátíðinni Djangojazz á Akureyri. Í kvöld gefst höfuðborgarbúum kostur á að heyra í tríóinu á Kringlukránni. SNORRI ÁSMUNDSSON MYNDLISTARMAÐUR Besta kaffið í bænum er á Gráakettinum,“ segir Snorri Ás- mundsson myndlistarmaður án minnsta hiks. „Ég fer þangað oft, þetta er minn staður.“ Oftast bið- ur hann um tvöfaldan kaffi latte. „Ég er reyndar mjög sérvitur á kaffi, geri miklar kröfur. Það er kannski af því maður drekkur ekki áfengi og fer vel með bragð- laukana.“ Besta kaffiðí bænum Jazztríó Robin Nolan og söngvarinn Randy Greer í kvöld kl. 22

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.