Fréttablaðið - 12.08.2003, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 12.08.2003, Blaðsíða 4
4 12. ágúst 2003 ÞRIÐJUDAGUR Mun Manchester United halda enska titlinum í vetur? Spurning dagsins í dag: Er raunhæft fyrir Ísland að sækja um aðild að Evrópusambandinu? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 39% 33% Nei 28%Eru þeir í Urvalsdeildinni? Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is STJÓRNMÁL „Forysta flokksins ráðstafar ekki embættum, það gera flokksmenn sjálfir,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarfulltrúi um ummæli Mar- grétar Frímannsdóttur, varafor- manns Samfylkingar, í Frétta- blaðinu á sunnudag. Margrét sagðist ekki telja að Ingibjörg Sólrún hefði mikinn áhuga á embætti varaformanns, en Mar- grét hafði áður boðist til að standa upp úr varaformanns- stólnum fyrir Ingibjörgu Sól- rúnu. „Ég ákvað það strax í vor að ég ætlaði að taka mér sumarið til þess að athuga minn gang og hvað ég ætlaði mér að gera á næstu árum. Ég mun greina frá því í fyllingu tímans,“ segir Ingi- björg Sólrún. Aðspurð um ummæli Mar- grétar, að annað sé fráleitt en að Össur Skarphéðinsson verði áfram formaður Samfylkingar- innar, segist hún ekkert hafa um þau að segja. ■ SVEITARSTJÓRNIR Flosi Eiríksson, bæjarfulltrúi Samfylkingar í Kópa- vogi, telur líklegt að lögð verði fram kæra vegna viðskipta bæjar- ins með erfðafestulandið Lund. Byggingarréttur á 481 íbúð hef- ur verið fenginn erfingjum fyrr- verandi ábúanda í Lundi í skiptum fyrir erfðafesturétt á jörðinni. Kópavogsbær, sem sjálfur á landið, hefur sent Skipulags- stofnun deili- skipulag til um- sagnar. Niður- stöðu stofnunar- innar er vænst á næstu vikum. Að henni fenginni verður skipulag- ið sett í sex vikna almenna kynningu. Framkvæmdir eiga að hefjast á næsta ári. Flosi segir erfðafesturéttinn fela í sér rétt til landbúnaðar: „Erfingjarnir hafa sannarlega ekki eignarrétt á landinu. Samn- ingurinn um að þeir megi hafa þarna landbúnað felur ekki í sér að þeir eigi landið til að skipu- leggja þar byggð.“ Flosi segir að á undanförnum þremur áratugum hafi Kópavogs- bær keypt upp erfðafesturétt á fjölda jarða sem bærinn hefur átt sjálfur. Greitt hafi verið fyrir réttinn samkvæmt mati: „Fólk fékk smáaur og síðan nokkrar lóð- ir fyrir sig og sína.“ Samningurinn við Lund Kópa- vog ehf. felur að sögn Flosa í sér að Kópavogsbær skipuleggur byggðina í Lundi. „Lundarfólkið fær síðan allar lóðirnar. Með þess- ari aðferð er bærinn að afhenda fjölskyldunni að minnsta kosti 500 milljónir króna því algert lág- marksverð á hverja íbúð er ein milljón króna. Og ef þau byggja sjálf eru upphæðirnar miklu hærri,“ segir hann. Sjálfur segist Flosi ekki einn um þá skoðun að fyrirhugað sé að byggja allt of mikið í Lundi. „Verði mikil mótmæli – sem bærinn vill taka tillit til með fækk- un íbúða – er hann klárlega bóta- skyldur gagnvart Lundi Kópavogi ehf. fyrir mismuninum. Aðferðin er því arfavitlaus. Bærinn átti að semja við handhafa Lundar um fast verð fyrir erfðafesturéttinn og bjóða síðan lóðirnar út. Ég og fleiri munu láta reyna á lagatækni- lega hlið þessa samnings. Einstak- lingar og hópar geta höfðað mál og bent á að ekki sé farið að landslög- um,“ segir Flosi Eiríksson. gar@frettabladid.is Lax á Höfn: Herör gegn netaveiði LÖGREGLA Sýslumaður á Höfn í Hornafirði er sagður hafa skorið upp herör gegn netaveiðum á laxi og silungi um helgar. Samkvæmt lögum er lax og göngusilungur friðaður frá klukkan 22 á föstudagskvöldi til klukkan 10 á þriðjudagsmorgni gegn allri veiði annarri en stangaveiði. Á vefnum hornafjordur.is er haft eftir lögreglunni á Höfn að ábendingar hafi borist um að töluvert sé um að veiðimenn virði ekki bannið og hafi net sín úti yfir helgar. Eftirlit með veiðinni verði hert. ■ Jafnréttisstofa: Valgerður enn við störf JAFNRÉTTI Staða framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu verður auglýst laus til umsóknar á næstu dögum. Val- gerður Bjarnadóttir hefur látið af störfum sem framkvæmdastýra, en vinnur að því að skila af sér starfi sínu og verður því við störf á Jafn- réttisstofu fram til 1. september. Enn hefur ekki verið tilkynnt hver mun taka við stjórnartaumun- um á Jafnréttisstofu þar til ráðið hefur verið að nýju í stöðu fram- kvæmdastjóra en að sögn Sesselju Árnadóttur, skrifstofustjóra í fé- lagsmálaráðuneytinu, skýrist það væntanlega í dag. ■ Fellibylur reið yfir Japan: 11 látnir og 10 saknað TÓKÍÓ, AP Að minnsta kosti 11 lét- ust og 10 er saknað eftir að fell- bylurinn Etau reið yfir Japan um helgina. Eyjan Hokkaido varð verst úti í óveðrinu en úrhellis- rigning fylgdi fellibylnum. Úr- koman mældist 400 millimetrar og vindhraðinn fór upp í 144 kíló- metra á klukkustund. Miklar skemmdir urðu á hús- um og samgöngumannvirkjum. Alls slösuðust 79 manns í felli- bylnum og vatn flæddi inn í rúm- lega 1.000 hús. Veðurfræðingar segja enn hættu á skriðuföllum vegna rigninga sem fylgdu óveðr- inu. ■ FJÖLMIÐLAR Mikil ólga var meðal fréttamanna Stöðvar 2 um helgina vegna þess að frétt um að Geir Haarde fjármálaráðherra hefði farið í laxveiði í boði Kaupþings Búnaðarbanka var ekki send út í síðustu viku. Þór Jónsson frétta- maður var vaktstjóri og hafði ætl- að sér að birta fréttina þegar Karl Garðarsson fréttastjóri tók í taumana og frestaði birtingunni um „óákveðinn tíma“ eftir samtal við Sigurjón Sighvatsson, einn eigenda Norðurljósa. Fréttamönn- unum þótti ljóst að þarna hafi ver- ið kippt í spotta og trúverðugleika fréttastofunnar þar með ógnað. Fréttamennirnir funduðu um málið í gærmorgun og voru þar á einu máli um að una ekki því sem þeir kalla ritskoðun. Sumir hótuðu að hætta störfum. Karl staðfesti við Ríkisútvarpið að einn eigandi hefði óskað eftir því að fréttin yrði ekki send út en mótmælir því að hún hafi verið stöðvuð. Niður- staðan varð sú í gær að fréttin yrði send út. Jóhann Hlíðar Harðarson, trúnaðarmaður fréttamanna Stöðvar 2, sagði í gær að frétta- mennirnir væru á einu máli um að fréttin hefði átt að birtast. „Ég er ánægður með það að fréttamenn voru ekki beygðir. Við stóðum vörð um sjálfstæði okkar gagn- vart eigendum,“ segir Jóhann Hlíðar. Róbert Marshall, formaður Blaðamannafélags Íslands og fréttamaður á Stöð 2, sagði í gær að félagið myndi taka mál þetta fyrir. ■ STAL BÍL OG KEYRÐI NIÐUR Í FJÖRU Ökumaður stolinnar bif- reiðar slapp ómeiddur þegar bif- reiðin lenti utan vegar og niðri í fjöru á Akureyri. Hafði maðurinn farið í stutta ökuferð fram í Eyja- fjarðarsveit og var á bakaleið til Akureyrar þegar óhappið átti sér stað. Bifreiðin er talsvert skemmd og er ökumaðurinn grunaður um ölvun við akstur. UMFLOTIÐ VATNI Úrhellisrigning fylgdi fellibylnum sem reið yfir Japan um helgina. Meira en þúsund hús skemmdust af völdum flóðanna. Verst var ástandið á eyjunni Hokkaido. INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR Athugar sinn gang í sumar og skýrir frá fyrir- ætlunum sínum í fyll- ingu tímans. Ingibjörg Sólrún um ummæli Margrétar Frímannsdóttur: Forystan ráðstafar ekki embættum All taf ód‡rast á netinu Verð á mann frá 19.500 kr. ■ Lögreglufréttir Lögsókn hótað vegna Lundar Bæjarfulltrúi í Kópavogi segir málshöfðun í undirbúningi vegna samn- inga bæjarins um uppbyggingu í Lundi. Erfingjar fyrrverandi ábúanda fái að lágmarki 500 milljónir á silfurfati fyrir eign sem ekki sé þeirra. LUNDUR Flosi Eiríksson, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs, segir erfingja erfðafestu á jörðinni Lundi ekki eiga landið til að skipuleggja þar byggð. Ekki hafi átt að afhenda þeim byggingarrétt 481 íbúðar í skiptum fyrir erfðafesturéttinn. „Ég og fleiri munu láta reyna á lagatæknilega hlið þessa samnings,“ segir Flosi. NORÐURLJÓS Fréttamenn Stöðvar 2 staðhæfa að einn eig- enda Norðurljósa hafi stöðvað birtingu fréttar. „Með þess- ari aðferð er bærinn að af- henda fjöl- skyldunni að minnsta kosti 500 milljónir króna. Fréttamenn Stöðvar 2 mótmæltu afskiptum: Frétt um laxveiðar fjár- málaráðherra send út FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Líbería: Taylor farinn MONRÓVÍA, AP „Sagan mun fara mjúkum höndum um mig. Ég hef uppfyllt skyldur mínar. Það er ég sem er fórnarlambið,“ sagði Charles Taylor þegar hann lét af embætti forseta Líberíu í gær eins og Bandaríkin og leiðtogar Vestur- Afríkuríkja höfðu krafist. Taylor fól Moses Blah, vara- forseta sínum, völdin í hendur. Charles Taylor fylgdist með þeg- ar Blah sór emb- ættiseið sinn að viðstöddum nokkrum leiðtogum Afríkuríkja. Moses Blah hóf forsetatíð sína með því að minnast fórnarlamba blóðbaðsins í Líberíu með einnar mínútu þögn. „Nú hefst tími uppbyggingar. Sameinumst öll sem eitt og vinnum að friði,“ sagði Blah. Taylor hélt í gær ásamt konu sinni til Nígeríu, þar sem hann hefur fengið hæli. ■ FARINN Charles Taylor og kona hans Jewel halda í útlegð til Nígeríu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.