Fréttablaðið - 12.08.2003, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 12.08.2003, Blaðsíða 38
Hrósið 26 12. ágúst 2003 ÞRIÐJUDAGUR Við sem vinnum hérna erumflestar búnar að lesa hana og það hefur engin orðið fyrir von- brigðum,“ segir Gunnur Guðjóns- dóttir. Hún afgreiðir bækur í verslun Pennans Eymundssonar í Austurstræti, þar á meðal nýjustu bókina um Harry Potter. Afgreiðslustúlkurnar eru allar á einu máli um að bókin sé mjög góð. Þær hafa verið mislengi að lesa Harry Potter and the Order of the Phoenix, enda er bókin heil- ar 766 blaðsíður. „Ein okkar las hana á einum sólarhring. Hún var orðin hálf sjó- veik af lestri. En flestar höfum við tekið nokkra daga í lesturinn.“ „Mér fannst skemmtilegast að hann er með unglingaveikina. Hann er pirraður og það skilur hann enginn. Hann er svona rengla með gleraugu þannig að maður getur alveg samsamað sig honum. En það sem kemur helst á óvart er hvað hún J.K. vinkona okkar virð- ist vera með ótrúlegt ímyndunar- afl. Það er alltaf eitthvað nýtt í hverjum einasta kafla.“ Íslenska þýðingin á sem kunn- ugt er að koma út 1. nóvember næstkomandi, nánar tiltekið klukkan ellefu mínútur yfir ell- efu. Snæbjörn Arngrímsson, útgef- andi bókarinnar, gerist afar leyndardómsfullur þegar hann er spurður um ástæðu þessarar ná- kvæmu tímasetningar. „Það er löng og flókin saga, og best að þú vitir ekkert um það,“ segir hann. Bókaútgáfan Bjartur hefur hins vegar nú þegar birt fyrsta kaflann úr íslensku þýðingunni á Netinu. Hann má nálgast á slóðinni www.bjartur.is og einnig á vef Ís- landsbanka. ■ Bókmentir ■ Fyrsti kafli íslensku þýðingarinnar á nýjustu Harry Potter bókinni hefur þegar verið birtur á vefnum. Afgreiðslufólkið í bókaverslun Pennans Eymundssonar í Austurstræti er flest búið að lesa Harry Potter and the Order of the Phoenix, sem kom út í júní síðastliðnum. Enginn hefur orðið fyrir vonbrigðum. ... fær Siggi Hall. Bæði Diana Krall og Elvis Costello fengu svo mikla matarást á honum að þau vildu helst hvergi annars staðar borða. Fréttiraf fólki Hálf sjóveik af lestri Stjórnvöld á Íslandi ætla sér aðdrepa hvali í vísindaskyni, aldrei þessu vant. Þegar eru ís- lenskir netverjar farnir að finna fyrir mótmælum erlendra hval- verndunarsinna. Það hreinlega rignir yfir marga þeirra tölvu- póstum með setningum eins og: „The boycott of Icelandic tourism and commerce“. Þetta eru fjöldasendingar bréfa sem hvetja fólk til að kaupa ekki ís- lenskar vörur og hvað þá að fólk eigi að ferðast til Íslands. Það er greinilegur hiti í vinum hvala þessa dagana. ■ Leiðrétting Ingibjörg Sólrún er borgarfulltrúi en ekki for- maður Samfylkingarinnar né þingkona, nema varamaður sé. ÁNÆGÐ MEÐ HARRY POTTER Gunnur Guðjónsdóttir í verslun Pennans Eymundssonar segir flesta sem vinna þar vera búna að lesa bókina. HÖFÐABAKKI 9 112 REYKJAVÍK SÍMI: 544 5330 FAX: 544 5335 Leitið tilboða í stærri verk Stærð: D: 50 cm B: 30/40 cm H: 180 cm Stál- skápar fyrir vinnustaði kr. 7.300,- Verð frá Stálskápar Stærð: D: 100 cm B: 290 cm H: 250 cm Tekur 9 bretti Brettahillur kr. 17.928,- Næsta bil kr. 13.894,- Lagerhillur Stærð: D: 60 cm B: 190 cm H: 200 cm 3 hillur kr. 17.800,- Næsta bil kr. 15.366,- Stálhillur í fyrirtæki og heimili Stálhillur Stærð: D: 40 cm B: 100 cm H: 200 cm 5 hillur kr. 8.327,- Næsta bil kr. 5.819,- en gott Við bjóðum ÓDÝRT 13 58 / T A K TÍ K - 3x 13 - N r.: 2 9 C Hallgrímur þýðir ekki LEIKRIT Allt lítur út fyrir að Hall- grímur Helgason rithöfundur muni ekki þýða sína eigin þýðingu á leikritinu Rómeó og Júlíu yfir á ensku eins og upphaflega var áætlað. Sex aukasýn- ingar verða á leik- ritinu í Borgar- leikhúsinu áður en leikhópurinn held- ur utan um miðjan september. Fyrstu sýningarnar hefj- ast dagana 14. og 15. ágúst. Eftir aukasýn- ingarnar fer hópurinn fyrst í æf- ingabúðir hjá Circus Cirkör í Stokkhólmi og svo til London þar sem sýningin verður frumsýnd þann 1. október í hinu virta Young Vic leikhúsi. Að sögn Ólafs Darra Ólafsson- ar, sem fer með hlutverk fóstru Júlíu í sýningunni, er mjög mikil tilhlökkun að fara út. „Það verða átta sýningar á kvöldi. Þetta verð- ur frekar ólíkt því að leika í ís- lenskum leikhúsum því sýningar- magnið er rosalega mikið. Þetta verður mikið ævintýri.“ ■ LÁRÉTT: 1 verkfærin, 6 dýr, 7 iðnaðarmann, 9 málmur, 10 hverfur, 11 vökvi, 12 stefna, 13 herðandi forskeyti, 15 rykkorn, 17 nákomið. LÓÐRÉTT: 1 stríðið, 2 sælgæti, 3 sagði upp, 4 leiðtogi, 5 ávöxtur, 8 vindlingur (stytting á nafni), 11 sonur Óðins, 14 ásaka, 16 slá. BIRGITTA Birgitta Haukdal er nú á kafi við upptökur í sólinni í Orlando. Dagbók á Netinu TÓNLIST Hljómsveitin Írafár er stödd við upptökur á annarri breiðskífu sinni í Orlando. Á vef Flugleiða, www.icelandair.is, er aðdáendum sveitarinnar boðið að fylgjast með hvernig gengur. Þar heldur sveitin dagbók þar sem hún greinir frá ævintýrum sínum en auk þess er hægt að skoða myndasyrpur frá sveitinni á heimasíðu hennar, www.irafar.is. Þar má m.a. sjá að sveitin hefur komið sér upp ferðahljóðfæri á gististað sínum. Þorvaldur Bjarni stjórnar upptökum plötunnar eins og síðast og má sjá nokkrar mynd- ir af honum, sólbrunnum, bæði að störfum og í leik við sveitina. ■ Það hefur aldrei gengið beturhjá okkur og það er nú ástæð- an fyrir því að Norðurljósamenn taka svona við sér,“ segir Guð- mundur Týr Þórarinsson, út- varpsstjóri Radíó Reykjavíkur. Hann gengur einnig undir nafninu Mummi í Mótorsmiðjunni. Mummi fagnar samkeppni við Skonrokk, hina nýju útvarpsstöð Norðurljósa. Hún á að vera klass- ísk rokkstöð en það er Radíó Reykjavík líka. „Þau hafa örugglega verið að finna fyrir okkur í könnunum, þetta fólk uppi á Lynghálsi, ann- ars væri það varla að fara út í þetta. Sem er svolítið fyndið þar sem mér hefur margoft verið sagt að klassísk rokkstöð gæti ekki gengið á Íslandi. En svona fyrir- tæki eins og Norðurljós fer ekki út í að stofna útvarpsstöð án þess að kanna með markaðsrannsókn- um.“ Radíó Reykjavík er sent út á 104,5 en Skonrokk þeirra Sigur- jóns Kjartanssonar, Dr. Gunna og Norðurljósa verður sent út á 90,9. Mummi segir þá félaga ekki geta gert betur en Radíó Reykjavík en hann skilji að strákarnir vilji heldur vera á stöð sem reynir að ná til alvöru karlmanna í stað þess að hanga hjá unglingunum á X- inu. „En ég vil bara ítreka að fólki ber að varast eftirlíkinguna Skon- rokk,“ segir Mummi að lokum. ■ Varist eftirlíkinguna Skonrokk Útvarp MUMMI ■ í Mótorsmiðjunni rekur útvarpsstöðina Radíó Reykjavík og segir að Skonrokk sé augsýnilega stofnað af Norðurljósum honum til höfuðs. GUÐMUNDUR TÝR ÞÓRARINSSON Fagnar samkeppni við Sigurjón Kjart- ansson og Dr. Gunna og kvíðir engu. RÓMEÓ OG JÚLÍA Leikhópur Borg- arleikhússins færir verkið upp á heimaslóðum þess í Lundúnum. 1 6 7 9 10 12 13 14 17 15 16 2 3 4 8 11 5 ■ Krossgátan LAUSN: LÓÐRÉTT: 1borana,6apar, 7rakara, 9ál,10fer, 11vatn,12átt,13all,15ar, 17náið. LÁRÉTT: 1baráttan,2opal,3rak, 4arafat,5akarn,8retta,11váli, 14lá,16rá. FR ÉT TA B LA Ð IÐ / RÓ B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.