Fréttablaðið - 12.08.2003, Blaðsíða 10
Verðum við ekki að skoða alvar-lega hvort ekki sé nauðsynlegt
að bæta vegi á Íslandi; lagningu
vega, vegamerkingar og öryggi
vegfarenda? Og þegar við höfum
skoðað þetta alvar-
lega ættum við að
framkvæma: Bæta
vegina og breikka,
malbika Kjöl og
Sprengisand, fjölga
umferðarmerkjum
og hvaðeina sem
eykur öryggi. Við
berum ábyrgð á lífi
erlendra ferða-
manna sem koma
hingað frá löndum
þar sem umferðarmál eru í þokka-
legu lagi. Við getum því ekki boðið
þeim upp á vegakerfi sem er sniðið
að þörfum þaulkunnugra.
Sú skoðun er merkilega hávær í
íslensku samfélagi að tíð umferða-
róhöpp erlendra ferðamanna séu
fyrst og fremst þessum ferða-
mönnum sjálfum að kenna. Þeir
kunni ekki að aka í lausamöl, þeir
kynni sér ekki nægjanlega vel að-
stæður áður en þeir leggja af stað
og gæti sín ekki nógu vel. Þetta er
dálítið billeg skoðun. Auðvitað
hefði sá sem keyrir út af átt að
gæta sín betur. Það liggur í hlutar-
ins eðli. En íslenskir vegir eru
miklu verr merktir, miklu mjórri
og með miklu fleiri slysagildrum
en svo að nokkur maður geti í raun
varað sig á þeim. Allra síst fólk
sem er vant því að mjóir malar-
vegi seu vel merktir og að það sé
varað í tíma við öllum hættum.
Með auknum ferðamannastraumi
landa á milli verða Íslendingar að
laga vegakerfið sitt að því sem
tíðkast í nágrannalöndunum.
Víðast erlendis eru bílstjórar
varaðir við hættum í tíma; þeir eru
hvattir til að draga úr hraða, þeim
er tilkynnt hversu kröpp beygjan
fram undan er, hversu langt fram
undan hún er og hversu löng beygj-
an sjálf er. Ef ákveðinn kafli er
varasamur gilda aðrar hraðatak-
markanir á honum en þjóðvegum
almennt. Íslenska vegakerfið miðar
hins vegar við þá sem keyra vegina
daglega og þekkja þá eins og lófann
á sér; bæði við bestu aðstæður og
eins þær verstu. Þeir sem ekki eru
aldir upp á viðkomandi vegarspotta
geta síðan sjálfum sér um kennt að
vera að þvælast eftir þeim.
Íslenska vegakerfið ber vott
um undarleg mein í þjóðarsál Ís-
lendinga; annars vegar að við eig-
um í raun ekkert gott skilið og
hins vegar ótti við framsýni. Við
eigum ekki að laga okkur að
vondu vegakerfi heldur eigum við
að leggja vegi sem mæta þörfum
okkar – og gesta okkar – næstu
áratugina. Í hvert sinn sem vegur
er bættur eykst umferðin. Það er
því kominn tími á hraðbraut frá
Reykjavík til Akureyrar og veg
sem er líkur núverandi vegi norð-
ur ætti að leggja yfir Kjöl. ■
Meint verðsamráð olíufélag-anna á Íslandi er eins og
barnaleikur í samanburði við hið
formlega samráð um heimsmark-
aðsverð á olíu sem fram fer innan
OPEC. En aðalmunurinn er sá að á
Íslandi er verðsamráð bannað
með lögum meðan á heimsmark-
aðnum gilda aðeins lögmál hins
sterka: Þar er leyfilegt að gera
það sem menn komast upp með að
gera, eins og dæmin sanna.
Áhugi á Mið-Austurlöndum
Margir telja að heimsmarkaðs-
verð á olíu mundi lækka úr 32
dollurum á tunnu niður í milli 10
og 12 dollara ef venjuleg mark-
aðslögmál giltu á þessum markaði
í staðinn fyrir verðsamráðið í
OPEC (Samtökum olíuútflutnings-
ríkja).
Það er ekki að ástæðulausu
sem Bandaríki Norður-Ameríku
láta sig málefni Mið-Austurlanda
miklu varða. Í þeim heimshluta
eru tveir þriðju hlutar af þeim
olíulindum jarðarinnar sem um er
vitað og um það bil 40% af öllu
jarðgasi í heiminum.
„Óskynsamlegt að loka
augunum...“
Þrátt fyrir þetta heldur Morti-
mer B. Zuckerman, aðalritstjóri
U.S. News, því blákalt fram í leið-
ara að olíuhagsmunir hafi ekki
ráðið ferðinni þegar Bandaríkja-
menn gerðu innrás í Írak – ekki
frekar en gróðasjónarmið hafi
ráðið ferðinni þegar ráðist var
inn í hið fátæka og olíulausa
Afganistan. Zuckerman viður-
kennir þó að varðandi Írak væri
óskynsamlegt af Bandaríkja-
mönnum „að loka augunum fyrir
hagsmunum okkar“.
Bandaríkjamenn flytja inn
55% af þeirri olíu sem þeir þurfa
á að halda. Zuckerman bendir á að
varlegt sé að treysta á hina spilltu
harðstjóra sem í augnablikinu
ráða ríkjum í Sádí-Arabíu, þar
sem 10 þúsund prinsar og
prinsessur sólunda þjóðarauðn-
um. Enda telja Bandaríkjamenn
að margt bendi til þess að stjórnin
þar sé ekki eins saklaus af því að
bera einhverja ábyrgð á hryðju-
verkunum 11. september og hún
vill vera láta.
Framtíðarauður
Írak á framtíðina fyrir sér sem
olíuframleiðsluland. Í svipinn
gæti landsframleiðslan þar verið
um 3 milljónir tunna á dag. Með
því að fjárfesta um það bil 40
milljarða dollara í framleiðslunni
gæti magnið verið komið upp í um
6 milljónir tunna á dag innan 5
ára, og eftir 10 ár gæti Írak verið
orðið helsta olíuframleiðsluríki
heimsins og gefið af sér 10 til 12
milljón tunnur á dag. Enginn veit
hversu mikla olíu gæti verið að
finna í Írak. Enn er eftir að rann-
saka um 90% landsins. Engar
nýjar olíustöðvar hafa verið reist-
ar síðustu 20 árin. En margt bend-
ir til þess að ófundnar olíulindir
þar geti gefið af sér um 200 millj-
arða tunna af hágæða olíu með
lágmarkstilkostnaði.
Blóð og peningar
Það er því ekki að furða að
Zuckerman skuli komast að þeirri
niðurstöðu í leiðara sínum að
óvarlegt sé fyrir Bandaríkjamenn
að blanda erlendum olíufélögum í
málið. „Við höfum eytt of miklu
blóði og peningum þarna... ...við
ættum að halda fast við að stýra
hinni mikilvægu efnahags- og
stjórnmálaþróun varðandi Írak,“
segir Zuckerman – en vill þó engu
að síður meina að olíuhagsmunir
hafi ekki ráðið því að Bandaríkja-
menn lögðu landið undir sig. ■
Úti í heimi
■ U.S. News telur innrásina í Írak gerða
af mannúðarástæðum.
Mín skoðun
GUNNAR SMÁRI EGILSSON
■ skrifar um íslenska þjóðvegi.
10 12. ágúst 2003 ÞRIÐJUDAGUR
Útgáfufélag: Frétt ehf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason
og Steinunn Stefánsdóttir
Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Suðurgötu 10, 101 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Rafpóstur auglýsingadeildar:
auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf.
Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð-
borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er
hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands-
byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu
sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
Ég er heppinn ungur maður. Éghef eins og flestir aðrir Íslend-
ingar alist upp við allsnægtir. Mig
hefur aldrei skort vatn, mat eða
húsaskjól og fjölskylda mín hefur
ávallt verið til staðar fyrir mig. Ég
hef, án endurgjalds, getað fengið
þá menntun sem ég vildi hljóta og
ég hef ætíð getað leitað læknis án
þess að þurfa að fórna til þess nein-
um öðrum gæðum. Mér skilst að í
samanburði við 75% jarðarbúa
megi segja að ég hafi fæðst í þak-
íbúð heimsins með silfurskeið í
munni. Ég hef aldrei þurft að þola
hörmungar stríðs, hungurs eða
kúgunar. Ég hef ekki verið pyntað-
ur eða settur í fangelsi vegna skoð-
ana minna. Þessu er ég feginn og
mér finnst í alvöru sárt að horfa
upp á hlutskipti ýmissa síður lán-
samra bræðra minna í fjarlægum
löndum.
Vídeókynslóðin
Ef ég á að vera alveg hreinskil-
inn verð ég að viðurkenna að ég á
mjög erfitt með að setja mig í spor
þess fólks sem mænir á mig af
sjónvarpsskjánum og blaðaljós-
myndum. Þetta er fjarlægur veru-
leiki fyrir mig sem er að reyna að
ákveða hvort ég eigi að fara á línu-
skauta eða taka spólu. Ég er af
vídeókynslóðinni. Ég hafði ekkert
Víetnamstríð til að berjast gegn.
Tilraunir mínar til að gerast komm-
únisti runnu út í sandinn með
Glasnost og Perestroiku. Það var
enginn Hitler eða Stalín fyrir okkar
kynslóð að sameinast gegn, Mand-
ela eða Havel til að frelsa. Þetta var
allt búið þegar ég komst loks til vits
og ára. Vondu karlarnir sem eftir
voru réðu ríkjum í löndum sem
voru of fjarlæg til að snerta okkur.
Vondu karlarnir í okkar heimshluta
virtust hafa horfið af sjónarsvið-
inu. Eða hvað?
Í aðalhlutverki eru...
Ég hélt áfram að horfa á sjón-
varpið. Ég viðurkenni fúslega að
þetta efni, sem mestallt er fram-
leitt í Bandaríkjunum, er uppistað-
an í þekkingu minni á því hvernig
heimurinn virkar, hvað er rétt og
hvað rangt og hverjir eru vondir og
hverjir góðir. Öll réttardraman,
lögguþættirnir, stríðsmyndirnar – í
þeim hef ég orðið mér úti um þá
litlu réttlætiskennd sem ég bý þó
yfir. Þetta allt væri kannski ekki í
frásögur færandi nema vegna þess
að þessi fyrrnefnda bíóréttlætis-
kennd mín bærði á sér um daginn
meðan ég var að horfa á kvöldfrétt-
irnar. Eitthvað var ekki eins og það
átti að vera.
Fyrst var það frétt um að frið-
samir mótmælendur hefðu verið
fjarlægðir af lögreglu á Austurvelli
af því að henni fannst þeir ekki eiga
heima þarna. „Hmm“, hugsaði ég.
„Julia Roberts og Brad Pitt myndu
leika mótmælendurna og Geir Jón,
yfirlögregluþjónn, yrði leikinn af
Gary Oldman.“ Næst var það frétt
um „Frelsun Íraks“ þar sem hinir
frelsuðu Írakar voru komnir í
skæruliðastríð gegn setuliði
Bandaríkjanna. Aftur „hmm“ og ég
hugsaði með mér: „Myndi Mel Gib-
son ekki leika einn af skæruliðun-
um ef þetta væri stórmynd sumars-
ins? Og myndu þeir ekki fá ein-
hvern breskan leikara til að leika
landstjóra nýlenduherranna
Bandaríkjamanna? Svona upp á
rétta illskuhreiminn?“ Af hverju er
enginn að tala um þetta?
Undir lok fréttatímans voru svo
sýndar myndir frá herstöð Banda-
ríkjanna í Guantanamoflóa á Kúbu
þar sem fangar frá Afganistan eru
geymdir hlekkjaðir í búrum með
hauspoka allt niður í 13 ára gamlir.
Þeir verða ekki dæmdir í dómsöl-
unum sem ég þekki svo vel úr „Law
& Order“ og „Matlock“. Ríkisstjórn
Bush vill ekki taka sénsinn á að
veita þeim slíka lagavernd. Þetta
fólk á að dæma í herrétti og svo
jafnvel taka af lífi í dauðaklefa sem
verið er að byggja samkvæmt
fréttinni. Nú var ég alveg viss um
að þetta væri eitthvað öfugsnúið.
Ef þetta væri bíómynd væri engin
spurning hverjir væru góðir og
hverjir vondir.
Hverjir eru vondu kallarnir?
Í u.þ.b. hálfa mínútu var ég til-
búinn í að gera allt! Í eitt augnablik
þyrmdi yfir mig alls kyns hugsun-
um. Er þetta ekki mín ríkisstjórn
sem á hlut að öllum þessum aðgerð-
um? Rámar mig ekki í að þessi
sama ríkisstjórn hafi sett hug-
leiðsluhópinn Falun Gong, kúgaðan
af Kínverjum, í varðhald í grunn-
skóla á Suðurnesjum í fyrra? Ég
velti því fyrir mér hvort við Íslend-
ingar værum ekki lengur góðu
karlarnir. Erum það við sem erum
vondu karlarnir? Ég klóraði mér í
kollinum smá stund en rölti svo út á
leigu og valdi mér spólu. ■
Um daginnog veginn
ANDRÉS
JÓNSSON
■
formaður ungra jafn-
aðarmanna veltir fyrir
sér hverjir eru góðir
og hverjir vondir.
■ AF NETINU
Um lögmál
hins sterka
Við eigum betri vegi skilið
■
Íslenska vega-
kerfið ber vott
um undarleg
mein í þjóðar-
sál Íslendinga;
annars vegar
að við eigum í
raun ekkert
gott skilið og
hins vegar ótti
við framsýni.
Horft í gegnum heimilislausa
„Það er dapurlegt um að litast á
Austurvelli þessar vikurnar. Fyrir
utan einstaka túrista sem virðir
fyrir sér skemmdarverk íslenskra
ungmenna á hinni stórmerku ljós-
myndasýningu sem nú stendur
yfir kúra rónar á bekkjum og und-
ir runnum. Það er varla hægt að
gæða sér á ís í rólegheitum með
börnunum þegar á næsta bekk
liggur hjálparlaus og útúrdrukk-
inn maður. Búin að missa frá sér
þvag og liggur í eigin uppköstum
og getur sig ekki hreyft. Einhvern-
veginn fer mesti ljóminn af
sunnudagsgöngutúr fjölskyldunn-
ar við slíka sjón. Hversu hégóm-
legt sem það kann að hljóma þá
er gott að fegurðarskyni borgar-
anna sé misboðið. Það er senni-
lega gott merki. Það segir það
eitt að við erum ekki orðin vön
þessu. Víðast í stórborgum er-
lendis hættir fólk að taka eftir
þessu lánlausa fólki og horfir í
hina áttina eða hreinlega í gegn-
um hina heimilislausu.“
ANNA SIGRÚN BALDURSDÓTTIR Á KREML.IS UM
ÚTIGANGSFÓLK Í REYKJAVÍK.
Skemmdarfýsn ungs fólks
„Með ólíkindum er, að ekki skuli
unnt að sýna hér á Austurvelli í
hjarta Reykjavíkur hinar ein-
stæðu ljósmyndir franska loft-
myndatökumannsins vegna
skemmdarfýsnar ungs fólks. Var
sagt frá þessu í fréttum [...] og
jafnframt skýrt frá því, að erlend-
ir ábyrgðarmenn sýningarinnar
væru að velta fyrir sér að taka
hana niður, fyrr en ætlað er vegna
þessa. Þeir hefðu aldrei áður
kynnst slíkri framgöngu við lista-
verkin, sem hafa verið sýnd víða
um lönd.“
BJÖRN BJARNASON Á HEIMASÍÐU SINNI, BJORN.IS, UM
SKEMMDARVERK Á ÚTISÝNINGU Á AUSTURVELLI.
Erum við
vondu kallarnir?
Dæmi um verð: Áður Nú
Kaðlapeysa 6900.- 1.900.- + ein frí
Tunika 4100.- 1.200.- + ein frí
Hörjakki 5.200.- 900.- + ein frí
Hörpils 5.500.- 900.- + ein frí
Sumarkjóll 4.900.- 1.100.- + ein frí
Buxur 4.400.- 900.-
ÚTSALA - ÚTSALA
70-90% afsláttur
Síðumúla 13, 108 Reykjavík,
sími 568 2870
Opið frá kl. 10-18