Fréttablaðið - 12.08.2003, Blaðsíða 8
8 12. ágúst 2003 ÞRIÐJUDAGUR
FERÐALÖG „Ég hef ekki orðið vör
við að ferðamenn í Reykjavík séu
að villast mikið,“ sagði Tinna Pét-
ursdóttir, starfsmaður hjá Upp-
lýsingamiðstöð ferðamanna í Að-
alstræti. „En margir kvarta aftur
á móti yfir veðrinu hér, það virð-
ist koma mörgum í opna skjöldu,
og eins heyri ég marga kvarta yfir
dýrtíðinni, hvað allt kosti nú mik-
ið hérna.“
Dóra Magnúsdóttir, verkefna-
stjóri markaðs- og ferðamála hjá
Upplýsingamiðstöðinni, tekur í
sama streng. „Við höfum ekki
fengið mörg erindi þess efnis að
ferðafólk hér innan bæjarmarka
villist mikið. Auðvitað er talsvert
um að ýmis kort séu dregin upp
hér og þar í bænum en það er líka
einkenni ferðamanna hvar sem er
í heiminum.
„Héðan úr farfuglaheimilinu
er ákaflega auðvelt að komast á
alla þá staði sem heilla hvað mest
innan borgarmarkanna,“ sagði
Markús Einarsson, framkvæmda-
stjóri hjá Bandalagi íslenskra far-
fugla. „Fyrir mitt leyti eru allar
samgöngur og merkingar mjög
góðar fyrir það fólk sem gistir hér
í Laugardalnum og ég hef ekki
heyrt kvartanir þess efnis að hér
sé erfitt að rata.“ ■
ERLENT „Ég er nú svo heppinn að
vera vanur talsverðum hitum en
vissulega er þetta heitara en
gengur og gerist,“ sagði Carmel
Abdallabadi, arabískur nemi sem
búsettur er í Porto í Portúgal, en
þar hefur hitinn hangið í 35 stig-
um undanfarið.
„Það er allt meira og minna
skrælnað af þurrki sem er óvenju-
legt vegna þess að við erum við
Atlantshafið og venjan er að
heyra kvartanir yfir miklum rign-
ingum en nú er mikið í húfi að það
rigni sem allra fyrst.“
Skógareldar á þremur stöðum í
Portúgal hafa valdið miklum erf-
iðleikum í þessu fátækasta ríki
innan Evrópusambandsins. Kostn-
aður við björgunarstörf er kom-
inn í 950 milljón evrur, um 8,4
milljarða íslenskra króna, og lítið
hefur enn gengið að slökkva
eldana. Samgöngur hafa farið úr
skorðum, fleiri hundruð íbúar
hafa misst heimili sín og að
minnsta kosti 15 manns hafa látist
af völdum eldanna. Hafa portú-
gölsk stjórnvöld óskað eftir auk-
inni aðstoð frá Evrópusamband-
inu vegna þessa og auk þess hafa
800 hermenn verið kallaðir frá
friðarstörfum í Bosníu og Austur-
Tímor til að aðstoða slökkvilið við
að hefta framgang skógareld-
anna.
Nýjustu spár veðurfræðinga á
meginlandi Evrópu eru ekki góðar
Mánudaga
til Föstudaga
Laugardaga kl: 12:00 til 16:00
Opnunartími í sumar:
Sími: 514-4407
kl: 13:00 til 18:00
Evrópa skrælnar
Bjartsýnustu veðurfræðingar í Evrópu lofa lækkandi hitatölum eftir eina viku í fyrsta lagi.
Aðrir búast við áframhaldandi hitum fram í september. Hitarnir eru nú farnir að hafa gífurleg
áhrif, meðal annars á fjárhag Portúgala, en barátta þeirra við skógarelda kostar milljarða króna.
TROÐFULLAR
STRENDUR VALENCIA
Sala á vatni og viftum hefur
aldrei verið meiri á Spáni.
JÓHANNES PÁLL PÁFI
Biður fólk að taka undir með sér og biðja fyrir regni.
FRÁ DANMÖRKU
Steikjandi hiti var þar eins og
annars staðar í Evrópu.
Ríki sem leyfa maríúana:
Stefnt fyrir
hæstarétt
BANDARÍKIN Kalifornía og önnur
ríki sem leyfa notkun marijúana
til læknismeðferðar brjóta lög, að
sögn háttsetts erindreka innan
Bush-stjórnarinnar. Hefur alríkis-
stjórnin höfðað mál gegn fimm
aðilum sem framleiða hamp, sem
marijúana er framleitt úr, í Kali-
forníuríki og er vonast til að
Hæstiréttur Bandaríkjanna dæmi
í eitt skipti fyrir öll í málinu.
„Læknar sem mæla með og
skrifa upp á marijúanaskammt
handa sjúklingum sínum geta al-
veg eins skrifað upp á heróín eða
LSD,“ sagði lögmaður alríkis-
stjórnarinnar, Theodore Olson. ■
HASS Í LÆKNINGASKYNI
Nokkrum ríkjum í Bandaríkjunum hefur
verið stefnt fyrir að leyfa notkun marijúana
í lækningaskyni.
Mikill fjöldi ferðamanna í höfuðborginni:
Fúlir yfir veðrinu
og verðinu
HVAR ERU EGILSSTAÐIR?
Sífellt fjölgar þeim ferðamönnum sem leita aðstoðar upplýsingamiðstöðva
víðs vegar í bænum.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
Foreldrar
Elskum börnin okkar.
Veist þú hvar barnið þitt er í kvöld?
EINHÆF TÓNLIST
„Þetta sumar er að verða eins
og bekkjarafmæli sem ætlar
engan endi að taka og það hlýt-
ur að vera bara tímaspursmál
hvenær 14 fóstbræður komi
saman á ný.“
Guðmundur Andri Thorsson
í Fréttablaðinu 11. ágúst.
NÁÐI EKKI AÐ
BJARGA MÁLUNUM
„Þetta var frekar
klúðurslegt. Ég
sá að hann ætl-
aði að gefa fyrir
og lagði af stað
en svo snerist
sendingin og ég
náði ekki aftur í
tæka tíð til að
bjarga málunum.“
Kristján Finnbogason, markvörður
KR, í Morgunblaðinu 11. ágúst.
Orðrétt