Fréttablaðið - 12.08.2003, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 12.08.2003, Blaðsíða 36
Ég iðka ýmislegt sem veldurþví að ég man sjaldnast aldur minn og þar á meðal japanska glímu. Það er ágætt að þurfa ekki að leggja saman og ég segi satt þegar ég svara að ég muni ekki hve gamall ég er,“ segir Thor Vil- hjálmsson rithöfundur, sem fædd- ur er 12. ágúst fyrir 78 árum. Hann segist ekki ætla að mikið verði umleikis þennan dag fremur en aðra. Hann situr við skriftir og skapar bókmenntir eins og aðra daga. „Stundum man ég ekkert eftir þessum degi en á stórafmæl- um hafa völdin oftast verið tekin af mér, það er dálítið skemmti- legt, raunar langskemmtilegast að láta minna sig á með mildileg- um hætti,“ segir Thor. Afmælisdagar Thors frá fyrri tíð eru honum alls ekki sérstak- lega í minni. „Ætli ég verði þá ekki að setjast við læk og hlusta á og láta hann segja mér. Í bernsku var ég oft norður í landi hjá föður- fólki mínu og það var ósköp ljúft og enginn tilgerð í kringum það.“ Hann segir af og frá að hann muni hvort hann hafi fengið kakó þennan dag eða ekki. „Það hefur nú verið sjálfsagt eitthvað um það því þetta var svo hugulsamt og gott fólk, Vilhjálmur afi minn og María föðursystir mín.“ Thor segir allan gang á hvenær dagsins hann skrifi, en betra sé að hafa einhverja festu í því. Hann vill ekki tala um hvað hann sé að skrifa núna og telur að hann ætti heldur að halda áfram að skrifa en fara að blaðra um það. „Þá er nú hættan á því að ég kjafti mig frá því og missi af því að skrifa, þá færi nú í verra,“ Thor aftekur ekki að hann sitji stundum úti við skriftir og eins og veðrið hafi leikið landsmenn í sumar sé það ósköp gott. „Það þarf aðeins að gæta þess að hafa eitthvað yfir kollinn svo maður fái ekki sólsting, maður þarf hugsun- ina heila.“ ■ 24 12. ágúst 2003 ÞRIÐJUDAGUR Að lokinni brúðkaupsnótt Bill Gatesog eiginkonu áttaði hún sig loksins á því af hverju eiginmaður hennar ákvað að kalla fyrirtæki sitt Microsoft. Pondus eftir Frode Øverli Með súrmjólkinni Afmæli THOR VILHJÁLMSSON ■ segist iðka ýmislegt sem valdi því að hann muni sjaldnast eftir afmælisdegin- um. Hann leggur það heldur ekki á sig að reikna í huganum hve gamall hann sé. PENINGAR Nú eru börn varla börn með börnum nema þau séu með GSM-síma og debetkort. Hjá bönkum hér á landi getur barn fengið kortið allt niður í 9 ára. Hjá Búnaðarbankanum segja þeir 10 en með samþykki foreldra- og for- ráðamanna. Vilja samt ekki af- henda Vísa strax og segja tékk- hefti óhugsandi fyrr en um 18 ára aldurinn. Landsbankinn er með 9 ára lágmarksaldur og flestir bankar einhvers staðar á þessu bili 9-12 ára. „Sorglegast er auðvitað að það er nægt framboð af peningum en þau læra ekkert að fara með peningana,“ segir Sigtryggur Jónsson sálfræðingur um þessa þróun, en honum finnst börn á Íslandi allt of ábyrgðarlaus. Hann segir þau aldrei spurð að neinu og ef einhverjar spurning- ar kvikni svari foreldrarnir fyrir þau, ólíkt því sem gerist erlendis, þar sem börn ganga auðvitað ekki með plastkort fyrr en eftir að foreldarnir hafa undirbúið þau og rætt um ábyrgðina sem slíku fylgir. ■ DEBETKORT Börn fá ekki kreditkort ennþá en mega vera með debetkort allt niður í 9 ára. 9 ára með debet JÓI FEL Er með enn eina matreiðslubókina í smíð- um. Jói Fel eldar á Stöð 2 MATUR Nýir matreiðsluþættir með Jóa Fel bakarameistara fara í loft- ið á Stöð 2 í haust. Kallast þeir Eldað að hætti Jóa Fel. „Þetta verður mín elda- mennska sem felur í sér ítalska, létta og góða rétti,“ segir Jói. Nýja salatbókin hans hefur selst afar vel upp á síðkastið og er komin í um 30.000 eintök. Jói seg- ist strax vera farinn að huga að nýrri bók þar sem lögð verður áhersla á fínni uppskriftir. Jói var á leiðinni heim frá fríi í Grikklandi þegar Fréttablaðið ræddi við hann. Af því tilefni ákvað hann að skella á okkur einni grískri salatuppskrift sem hljómar svo: Tómatar og agúrkur skornar í bita, fetaostur og oregano, rauð- laukur og paprika, góð ólífuolía sett yfir. Borðað með góðu brauði. Verði ykkur að góðu. ■ THOR VILHJÁLMSSON RITHÖFUNDUR Hann vill ekkert hafa orð á því hvað hann sé að skrifa um þessar mundir. Ef hann fari að blaðra um það gæti hann misst af því að skrifa það. Man sjaldnast aldur sinn Hannibal fundinn ÞJÓFNAÐUR Verðlaunahundinum Hannibal var skilað inn á lög- reglustöðina á Hverfisgötu stuttu eftir að fréttir af þjófnaðinum birtust í fjölmiðlum. „Ég bara skil þetta ekki,“ segir Halldór Pétursson, eigandi hunds- ins. „Hann kom baðaður og ilmaði allur eins og Hollywood-stjarna. Þeir hafa sett einhver ilmefni á hann, þjófarnir. Eitthvað sem lyktar ekki eins og venjulegt hundasjampó.“ Skorið var á band Hannibals þegar eigandinn skrapp inn í hús í Kópavogi og sat stuttan fund. Halldór er að vonum ánægður með að hafa fengið hundinn aftur enda hefði tjónið verið mikið. Ætt- bókafærður hundur kostar frá 100 og upp í 200 þúsund, svo ekki sé talað um tilfinningatjónið. „Núna er hann svolítið dasaður og með niðurgang greyið,“ segir Halldór, sem hlúir vel að sínum hundi. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Sko, Tóta...ég vil ekki móðga þig, en þetta sam- band er dauðadæmt! Ég fíla þig ekki! Mér finnst þú reyndar yfirnáttúrulega ósjarmer- andi, það er fjósalykt af þér og þú hefur glataðan smekk á öllu! Ég heyri hvað þú segir... En mér heyrist hnefinn á mér ætla að troða tönnunum á þér ofan í maga ef þú skiptir ekki um skoðun! Er ekki kominn tími til að ég hitti tengda- foreldrana mína? Ég býst við því!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.