Fréttablaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 2
2 13. september 2003 LAUGARDAGUR „Minna en ég.“ Verslunarmannafélag Reykjavíkur hefur verið að kanna launamun kynjanna og hann er konum í óhag. Gunnar Páll Pálsson er formaður VR. Spurningdagsins Gunnar Páll, hvað er konan þín með í laun? ■ Lögreglufréttir ■ Lögreglufréttir Ódæðismaðurinn sést á myndbandi Önnu Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, var hótað skömmu áður en hún var myrt. Myndbandsupptökur úr stórmarkaðnum þar sem Lindh var myrt sýna mann sem talinn er vera morðinginn. STOKKHÓLMUR, AP Maður sem svar- ar til lýsingar vitna á morðingja Önnu Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, sést á upptöku úr öryggismyndavél í stórmark- aðnum skömmu áður en ódæðið var framið á miðvikudag. Engin myndavélanna á staðnum sýnir þó árásina sjálfa. Ætlunin er að sýna upptökurnar með meintum morðingja um leið og búið er að yfir- heyra öll vitni. Lykilvitni, konu á sextugsaldri, vantar þó og telur lögregla að hún geti gefið mikil- vægar upplýsingar um morðið. Tugir manna hafa verið yfir- heyrðir í tengslum við rannsókn- ina. Þá hefur víðtæk leit farið fram um allt land að morðingjan- um. Hann er sagður um þrítugt, um 180 sentímetrar á hæð, dökk- hærður og grannvaxinn. Hnífur morðingjans er fundinn, sem og fatnaður sem talinn er eign morð- ingjans. Hvort tveggja er nú í rannsókn og eru vonir bundnar við að lífsýni eða fingraför náist. Þá eru fingraför sem fundust á vettvangi morðsins enn í rann- sókn. Lögregla segir öruggt að morðinginn sé enginn nýgræðing- ur, um sé að ræða síbrotamann og líklega geðsjúkan. „Morðinginn hefur brotið af sér áður. Það byrjar enginn glæpaferil með þesum hætti,“ sagði Leif Jennekvist, lögreglu- stjóri Stokkhólms. Að minnsta kosti tveir menn sem svöruðu til greiningar lög- reglu voru handteknir og lágu undir grun en báðum var sleppt að loknum yfirheyrslum. Lögregla hefur lagt hald á allan póst sem Önnu Lindh hefur borist síðastliðið ár og er nú að fara yfir hann. Í gær var upplýst að utanríkis- ráðuneytinu höfðu borist hótanir til Önnu Lindh sem hún fékk þó aldrei vitneskju um. Hótanirnar bárust hálfum mánuði áður en Anna Lindh var myrt. Hvorki hún né lögregla voru látin vita af hót- ununum en alls bárust ráðuneyt- inu sex bréf og tölvupóstar sem innihéldu hótanir. Ástæður morðsins eru enn óljósar en fátt bendir til að það hafi verið framið að yfirlögðu ráði. the@frettabladid.is Albanskur flóttamaður gaf sig fram við lögreglu: Krefst þess að fá konu sína og börn FLÓTTAMAÐUR Kosta Seferi, al- banskur flóttamaður sem sótti um hæli hér á landi fyrir mánuði, gaf sig fram við lögreglu síðdegis í gær. Maðurinn kom hingað með fjölskyldu sinni, konu og tveimur börnum með Norrænu í júlí. Samkvæmt lögum um Schengen var ekki hægt að af- greiða umsókn Seferi um hæli hér á landi þar sem hann hefur þegar dvalar- og atvinnuleyfi í öðru landi sem einnig er aðili að Schengen- samkomulaginu. Hjá Útlendinga- stofnun fengust þær upplýsingar að kona og börn mannsins hefðu þegar verið send til baka en mannsins væri leitað. Kristín Völ- undardóttir, sem fer með mál hælisleitenda fyrir Útlendinga- stofnun, sagði að venjan væri að þegar hælisleitendur kæmu frá öðru Schengen-landi, væru við- komandi sendir þangað aftur og umsókn þeirra afgreidd af við- komandi ríki. „Það er ekki verið að vísa fólkinu úr landinu, heldur er það einungis sent til baka. Eina ástæðan fyrir því að þessi einstak- lingur er enn hér er sú að lögregla fann hann ekki þegar til kom.“ „Ég krefst þess að fá konu mína og börn aftur,“ sagði Seferi og var ósáttur við svikin loforð yfirvalda hér á landi. Hann og fjölskylda hans hafa dvalið hér í húsnæði Rauða Kross Íslands og var ítrek- að kynnt hvernig málum sem þess- um væri framfylgt. ■ ANNA LINDH Ekki er talið ólíklegt að morðið á Önnu Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, hafi haft einhver áhrif á afstöðu Svía. Aðild Svíþjóðar að Evrunni: Fylkingarn- ar hnífjafnar STOKKHÓLMUR, AP Fylkingar stuðn- ingsmanna og andstæðinga aðildar Svíþjóðar að sameiginlegu mynt- bandalagi Evrópu eru hnífjafnar, samkvæmt skoðanakönnun sem birt var í gær. Þetta er töluverð breyting frá því sem áður var en hingað til hafa tæplega 10 prósentu- stigum fleiri verið andvígir evruað- ild en fylgjandi. Það var stofnunin SKOP sem gerði könnunina sama dag og Anna Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar og eindreginn evrusinni, lést af sár- um sem óþekktur maður veitti henni með hnífi. Líklegt er talið að morðið á Lindh hafi haft áhrif á af- stöðu þeirra sem spurðir voru í könnuninnni. Þrjár af 15 Evrópusambands- þjóðum standa utan sameiginlegs myntbandalags. Danir felldu evruaðild í atkvæðagreiðslu árið 2000 og Bretar hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðild. Svíar ganga hins vegar að kjör- borðinu á morgun og greiða at- kvæði um Evruaðild. ■ FJÁRFEST Í DANMÖRKU Sindri Sindrason segir Íslendingana sem keyptu danska fyrirtækið Larsen hafa mikla trú á vaxtarmöguleikum þess. Þrír þekktir athafnamenn: Kaupa stórfyrirtæki ÚTRÁS Larsen Group, sem er félag í eigu Sindra Sindrasonar, fyrr- verandi forstjóra Pharmaco, Ei- ríks Sigurðssonar sem átti 10-11 búðirnar og Sighvatar Bjarnason- ar, fyrrverandi forstjóra Vinnslu- stöðvarinnar, hefur fest kaup á danska matvæla- og sjávarafurða- fyrirtækinu Larsen. Fyrirtækið er eitt hið stærsta sinnar tegundar á Norðurlöndum og rekur vinnslustöðvar á fimm stöðum í Danmörku og Þýska- landi. Sölunet þess nær til 15 landa í Evrópu og Norður-Amer- íku. Ársvelta Larsen og dótturfé- laga er á áttunda milljarð ís- lenskra króna. Helstu vörur fyrir- tækjanna eru lax, rækjur, skel- fiskur, kavíar, makríll og síld. Sindri Sindrason segir þá fé- laga hafa mikla trú á möguleikum fyrirtækisins til þess að vaxa og dafna. „Við horfum bæði til innri og ytri vaxtar í þeim efnum.“ ■ STÓRT BRUNAÚTKALL Mikill við- búnaður var hjá lögreglunni í Hafnarfirði og Slökkviliði höfuð- borgarsvæðisins þegar tilkynt var um reyk í bakhúsi við Lækj- argötu. Óttast var að eldur mynd breiðast í nærliggjandi hús en bakhúsið er m.a. sambyggt Rafha-húsinu. Eldurinn reyndist minniháttar en kviknað hafði í rusli inni í húsinu. UTANRÍKISMÁL Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra útskýrði sér- stöðu íslensks landbúnaðar á blaðamannafundi í Cancún í Mexíkó í gær. Halldór er staddur í Mexíkó vegna fundar Alþjóðaviðskipta- stofnunarinnar. Landbúnaðarmál eru sá málaflokkur sem mest hef- ur verið áberandi í umræðunni á fundinum. Hugmyndin er sú að iðnveldin slaki á styrkja- og verndartollastefnu og auðveldi þar með þróunarríkjum aðgang að mörkuðum sínum. Halldór sagði að Ísland væri verulega háð innflutningi á land- búnaðarafurðum og að þær afurð- ir sem væru mikilvægar útflutn- ingsvörur fyrir þróunarlöndin mættu almennt engum hindrun- um við innflutning til landsins. Hann sagði að Ísland væri því ekki að fara fram á meiri sveigj- anleika en ýmis jaðarsvæði nytu, t.d. innan Evrópusambandsins og Bandaríkjanna. Halldór sagði að stærri ríki hefðu í krafti stærðar sinnar sveigjanleika sem minni ríki hefðu ekki. Taka þyrfti tillit til slíkra staðreynda innan þess ramma sem ákveðinn yrði fyrir framhald viðræðnanna. ■ EKIÐ Á GANGANDI VEGFAR- ANDA Ekið var á fullorðinn mann á Akureyri í gærmorgun. Maðurinn var að ganga yfir gangbraut á mótum Glerárgötu og Strandgötu þegar ekið var á hann. Betur fór en á horfðist en að sögn lögreglu viðbeinsbrotn- aði maðurinn. KOSTA SEFERI Sagði farir sínar ekki sléttar í samskiptum við yfirvöld hér á landi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Bílvelta: Þrír fluttir með þyrlu SLYS Tveir karlmenn og ein kona voru flutt með þyrlu Landhelgis- gæslunnar á slysadeild Landspít- alans í Fossvogi eftir bílveltu á Holtavörðuheiði síðdegis í gær. Að sögn vakthafandi læknis er einn mannanna nokkuð alvarlega slasaður, en þegar blaðið fór í prentun var hann enn í rannsókn- um. Að sögn lögreglu missti öku- maður fólksbíls stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann ók út af og valt. Bíllinn var á norður- leið og átti slysið sér stað skammt frá Miklagili. ■ Utanríkisráðherra útskýrir sérstöðu Íslands í landbúnaðarmálum: Ekki að fara fram á meiri sveigjanleika HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Halldór sagði að Ísland væri verulega háð innflutningi á landbúnaðarafurðum. ■ „Morðinginn hefur brotið af sér áður. Það byrjar enginn glæpaferil með þessum hætti.“ STÓRMARKAÐURINN Fjöldi fólks lagði í gær leið sína að stórmarkaðnum þar sem Anna Lindh var myrt. Mynd- bandsupptökur úr stórmarkaðnum nýttust lögreglu eftir allt í leitinni að morðingjanum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.