Fréttablaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 8
8 13. september 2003 LAUGARDAGUR
■ Asía
Metnaðarleysi
„Við Íslendingar höfum ekki
lagt sama metnað og aðrar þjóð-
ir í kennaramenntun.“
Ólafur Proppé í Morgunblaðinu 12. september.
Mismunandi siðferði
„Eitt er þó ljóst, að þegar Frjáls-
lyndi flokkurinn fer næst að tala
um siðbót í samfélaginu, munu
margir hlusta með öðrum hætti
á þann málflutning en hingað
til.“
Birgir Guðmundsson í Fréttablaðinu
12. september.
Fórnfúst sveitarfélag
„Hér verður að hafa það í huga
að trúlega hefur ekkert sveitar-
félag í landinu fórnað jafnmiklu
af náttúruverðmætum sínum á
altari virkjanaframkvæmda og
einmitt Skeiða- og Gnúpverja-
hreppur.“
Kolbrún Halldórsdóttir í DV 12. september
Orðrétt
Landsframleiðsla var neikvæð um 0,6% á síðasta ári:
Þriðja lakasta í aldarfjórðung
EFNAHAGSMÁL Samdráttur í lands-
framleiðslu nam 0,6% á síðasta
ári. Það er þriðja lakasta ár í
aldarfjórðung þegar litið er til
hagvaxtar. Einu árin á þessu
tímabili þegar samdráttur hef-
ur verið meiri eru árin 1983,
þegar samdráttur var 2,2%, og
1992, þegar landsframleiðsla
dróst saman um 3,3% sem er
það mesta frá 1968.
Þetta kemur fram í bráða-
birgðatölum Hagstofunnar sem
sýna að landsframleiðslan á síð-
asta ári nam 779 milljörðum
króna. Það er fjórum og hálfum
milljarði meira en stofnunin
hafði áætlað fyrr á þessu ári. Sú
aukning er tilkomin vegna
meiri útflutnings en gert var
ráð fyrir.
Samdráttarins varð helst vart
í fjármunamyndun sem dróst
saman um 15% frá árinu 2001.
Mest dró úr fjárfestingu fyrir-
tækja, um 22%, en heldur minna
hjá hinu opinbera, 12%. Íbúða-
byggingar jukust um fimm pró-
sent að verðmæti. Einkaneysla
dróst saman um 1,1% en sam-
neysla jókst um fjögur prósent.
Útflutningur jókst um 3,7%. ■
Það var verið að enda við aðstilla upp til stjórnarkjörs, ég
er þar einn í kjöri til formanns
næstu fjögur árin og hef ákveðið
að hætta þegar því kjörtímabili
lýkur. Þá verð ég 67 ára gamall og
tími til kominn að draga sig í hlé,“
segir Helgi Laxdal
og vísar því á bug
að hörð gagnrýni
hans á siglinga-
málastjóra sé til
komin vegna erf-
iðrar stöðu sinnar í
Vélstjórafélagi Ís-
lands. Sturla Böðv-
arsson samgöngu-
ráðherra lét að því liggja í pistli á
heimasíðu sinni eins og sagt var
frá í Fréttablaðinu í gær.
„Mér finnst sérstaklega stór-
kostlegt að þetta komi frá Sturlu
Böðvarssyni, sem er vændur um
að hafa komist í fyrsta sæti í Norð-
vesturkjördæmi fyrir kosninga-
svik, ekki af mér heldur af eigin
flokksbræðrum og systrum. Þetta
gekk meira að segja svo langt að
sá sem var í keppni við hann á sín-
um tíma, Vilhjálmur Egilsson,
flúði land. Síðan rís þessi blessað-
ur snillingur upp og fer að væna
aðra um óheiðarleika. Það finnst
mér stórkostlegt.“
Deilur Helga og Sturlu eru til
komnar vegna reglugerðar sem
sett var í sumar og kveður á um að
hægt sé að skrá niður afl véla í
skipum. Reglugerðin vakti hörð
viðbrögð Vélstjórafélagsins, sem
krafðist þess að siglingamálastjóri
yrði látinn víkja fyrir meinta
fylgispekt við forystu LÍÚ.
Helgi kann orðum Sturlu um
þessa gagnrýni sína illa: „Ég er til-
búinn að mæta Sturlu Böðvarssyni
og ræða þessi mál við hann mál-
efnalega í hvaða ljósvakamiðli
sem er,“ segir hann og bætir við:
„Það er búið að svara þessu efnis-
lega af okkar starfsfólki, fara efn-
islega yfir þetta. Það birtist í þínu
blaði, Morgunblaðinu og á heima-
síðu okkar. Það sem hann er að
setja á blað er bara útúrsnúningur
og vesaldómur. Hann ætti sístur
manna að rísa upp og væna aðra
um svindl og svínarí, það verð ég
bara að segja.“
brynjolfur@frettabladid.i
Sigurjón Þórðarson:
Fær engin
svör frá Siv
VEIÐIBANN Sigurjón Þórðarson, ný-
bakaður þingmaður Frjálslynda
flokksins, hefur ekki fengið svör
frá Siv Friðleifsdóttur umhverfis-
ráðherra við fyrirspurn um rjúp-
una. Sigurjón innti Siv skriflega 30.
júlí síðastliðinn eftir rökstuðningi
hennar fyrir banni á rjúpnaveiðum.
Siv fyrirskipaði sem kunnugt er
þriggja ára friðun á rjúpunar.
Í bréfinu, sem stílað var á Siv,
spyr hann hvort rjúpum hafi fjölg-
að samfara alfriðun á rjúpu í kring-
um Reykjavík og hvort núverandi
ástand rjúpnastofnsins sé mark-
tækt verra en við fyrri lágmörk
stofnsins. ■
Hass á Seyðisfirði:
Tíu milljón
króna virði
FÍKNIEFNI Gera má ráð fyrir að
götuverðmæti hassins sem fannst
í bíl í Norrænu á fimmtudag sé tíu
milljónir króna. Fjögur kíló af
hassi fundust við leit í bílnum.
Karl og kona á sextugsaldri voru
handtekin og tekin til yfirheyrslu
en þeim hefur verið sleppt úr
haldi.
Hassið var vandlega falið í
holrúmi bílsins og fannst með að-
stoð hunds frá Tollstjóraembætti
ríkisins. ■
VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR
Verðum að hafa þolinmæði, segir iðnaðar-
ráðherra.
Iðnaðarráðherra:
Róleg vegna
Kárahnjúka
STJÓRNMÁL Valgerður Sverrisdóttir,
iðnaðar- og viðskiptaráðherra, seg-
ist ánægð með allt sem nú er að
gerast við Kárahnjúka. Alltaf hafi
mátt búast við einhverjum krytum
eins og nú eru á virkjanasvæðinu.
„Þetta gerist svo snöggt að
þarna koma upp undir þúsund
manns til starfa. Það hefur ekki allt
gengið smurt fyrir sig en ég held að
maður verði að hafa þolinmæði
gagnvart þessum aðilum,“ segir
Valgerður og aftekur að hún sé óró-
leg vegna deilna launþega og verk-
taka: „Það held ég nú ekki.“ ■
Glært gloss
Fæst í apótekum og
í Gripið og greitt
varir!gi
rnilegar
Inniheldur olíu sem
eykur blóðstreymi
til varanna og gerir
þær stærri og
þokkafyllri.
dreifing J.S. Helgason
E
in
n
t
v
e
ir
o
g
þ
r
ír
3
2
1.
0
0
5A
SVEITARSTJÓRNAMÁL Ingi Þór
Ágústsson, bæjarfulltrúi og
sundþjálfari í Ísafjarðarbæ,
gerði í bréfi til Björns Helgason-
ar íþróttafulltrúa það að tillögu
sinni að Súðvíkingum yrði vísað
frá Sundhöllinni á Ísafirði með
sundkennslu sem þeir hafa haft
þar um árabil. Þetta kemur fram
á fréttavefnum bb.is. Í bréfi sínu
til íþróttafulltrúans segir Ingi
Þór: „Nú hefur það borist til mín
að Grunnskólinn í Súðavík eigi að
fá tíma í Sundhöllinni við Austur-
veg. Nú hefur það tíðkast undan-
farin ár að Grunnskólinn hefur
fengið tíma í lauginni. Þetta hef-
ur komið niður á starfi sundfé-
lagsins, sem hefur þurft að skera
niður fjölda tíma og hliðra mikið
til að þetta gangi nú allt saman.
Þetta er því miður ekki hægt í ár.
Mikill uppgangur hefur verið á
fjölda sundmanna í félaginu og
eru margir einstaklingar að
flytja sig um set frá sunddeild
Bolungarvíkur til að æfa með
Vestra. Nú er bara þannig að-
staða í sundlauginni að Grunn-
skólinn í Súðavík verður því mið-
ur að leita í laugina á Flateyri.
Við verðum bara að taka þá ein-
staklinga í okkar sveitarfélagi
fram yfir grunnskólabörn úr öðr-
um sveitarfélögum.“
Íþrótta- og æskulýðsnefnd
Ísafjarðarbæjar gerði tillögu um
þessa breytingu til bæjarráðs.
Bæjarráð hafnaði tillögunni með
þeirri bókun að málið sé of seint
fram komið þar sem kennsla sé
hafin í Súðavík. ■
SÚÐAVÍK
Grunnskólabörn sækja
sundkennslu í Ísafjarðarbæ.
Bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ:
Vill Súðvíkinga úr sundlauginni
HELGI LAXDAL
Vandar samgönguráðherra ekki kveðjurnar og vísar því á bug að hörð gagnrýni sín á sigl-
ingamálastjóra ráðist af öðru en málefnalegum rökum.
■
„Síðan rís þessi
blessaður snill-
ingur upp og
fer að væna
aðra um óheið-
arleika.“
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Landsframleiðsla síðasta árs nam
779 milljörðum króna.
FARSÍMUM FJÖLGAR Á IND-
LANDI Tollalækkanir á Ind-
landi hafa valdið stóraukningu
í kaupum á farsímum. Í síðasta
mánuði seldust rúmlega milljón
símar og eru farsímanotendur í
landinu því orðnir 17 milljónir
talsins. Talsamband er hins
vegar fremur slæmt í landinu
og á engan hátt líkt því sem
það er t.d. í Kína þar sem far-
símanotendur eru orðnir 200
milljónir.
Jafnréttisstofa:
Sjö vilja í
jafnréttið
UMSÓKNIR Sjö sóttu um starf
framkvæmdastjóra Jafnréttis-
stofu áður en umsóknarfrestur
rann út á miðvikudag, fimm
konur og tveir karlar.
Umsækjendurnir eru Helena
Þ. Karlsdóttir, forstöðumaður á
Akureyri, Kristín Ólafsdóttir,
jafnréttisráðgjafi í Reykjavík,
Margrét María Sigurðardóttir,
lögmaður á Húsavík, Rósa G.
Erlingsdóttir, jafnréttisfulltrúi
í Reykjavík, Steinar Almarsson,
mannfræðingur á Akranesi,
Steinunn Ketilsdóttir, viðskipta-
fræðingur í Danmörku, Stein-
unn Snæland, fluggagnafræð-
ingur á Egilsstöðum, Svala
Jónsdóttir, jafnréttisráðgjafi í
Kópavogi, og Þórður B. Sigurðs-
son, mannfræðingur í Reykja-
vík. ■
Útúrsnúningar
hjá ráðherra
Formaður Vélstjórafélags Íslands segir það útúrsnúninga og vesaldóm
hjá samgönguráðherra að segja gagnrýni sína á siglingastjóra
ómálefnalega. Vill mæta Sturlu opinberlega.