Fréttablaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 6
6 13. september 2003 LAUGARDAGUR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 79,25 -0,23% Sterlingspund 126,21 -0,34% Dönsk króna 11,9 -0,87% Evra 88,39 -0,83% Gengisvístala krónu 125,84 -0,06% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 402 Velta 4.649 milljónir ICEX-15 1.801 0,84% Mestu viðskiptin Íslandsbanki hf. 878.142.094 Eimskipafélag Íslands hf. 371.464.757 Kaupþing Búnaðarb. hf. 303.620.336 Mesta hækkun Landsbanki Íslands hf. 2,97% Sjóvá-Almennar tryggingar hf. 2,56% Kaupþing Búnaðarbanki hf. 0,23% Mesta lækkun Vátryggingafélag Íslands hf. -3,23% Samherji hf. -2,55% Síldarvinnslan hf. -2,44% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ* 9.405,6 -0,6% Nasdaq* 1.831,3 -0,8% FTSE 4.237,8 -0,1% DAX 3.495,2 -2,0% NK50 1.401,1 0,2% S&P* 1.012,1 -0,4% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Hvað heitir utanríkisráðherra Svíasem myrt var í vikunni? 2Hvaða erlendur forsætisráðherra héltþví fram á fimmtudaginn að Benito Mussolini hefði ekki drepið neinn? 3Hvað heitir núverandi DragdrottningÍslands? Svörin eru á bls. 38 HVALVEIÐAR „Ríkin sem undirrituðu mótmælin eru öll innan Alþjóða- hvalveiðiráðsins,“ sagði Stefán Ásmundsson úr sjávarútvegs- ráðuneytinu um mótmælabréf það við hvalveiðum sem 23 ríki skrifuðu undir og afhentu íslensk- um stjórvöldum. „Belgar eru reyndar nýkomnir þar inn og Kenýa hefur ekki at- kvæðisrétt innan ráðsins en að öðru leyti eru þetta sömu ríki og hafa áður lagt fram mótmæli.“ Stefán segir það misskilning að bréfið sem afhent var hafi verið harðort. „Það varð ekki lesið að mótmælin hafi verið sérstaklega harðorð. Fyrst og fremst eru ríkin 23 andsnúin vísindaveiðunum og harðar er ekki komist að orði. Þess er óskað að Íslendingar hætti þessum veiðum og dregið í efa að vísindarannsóknir sem þessar séu nauðsynlegar. Þetta hefur allt komið fram áður á fundum með Alþjóðahvalveiðiráðinu og við erum einfaldlega ósammála þess- ari gagnrýni.“ ■ Sólarhringsvaktir ekki óalgengar Formaður félags ungra lækna segir málssókn gegn Landspítala – Háskólasjúkrahúsi vera í undirbúningi. Unglæknarnir krefjast þess að njóta sömu réttinda og aðrir hópar þjóðfélagsins hafa um lágmarkshvíld. HEILBRIGÐISMÁL „Við erum að sækja rétt okkar samkvæmt lög- unum,“ sagði Oddur Steinarsson, formaður ungra lækna, en þeir hyggjast lögsækja Landspítala – Háskólasjúkrahús vegna brota á lögum um lágmarkshvíld. „Málsóknin er tvíþætt. Annars vegar er tekið á lögunum um lág- markshvíld, sem gilda um allar aðrar stéttir í landinu en okkur, og eins er ekki sátt um túlkun á kjarasamningum.“ Oddur segir ekki óalgengt að ungir læknar séu á sólarhrings- vöktum. „Það eru dæmi þess að læknar starfi allt að 26 tíma á sól- arhring. Það fer eftir því á hvaða deild viðkomandi læknir starfar hvort hann fær einhverja hvíld á þeim tíma. Sumir fá það, aðrir ekki, og á mörgum stöðum eru einfaldlega ekki neinar aðstæður til að hvíla sig. Þar kemur að þess- ari túlkun á kjarasamningum sem við viljum skoða betur. Það er engum manni boðlegt að vinna erfitt starf heilan sólarhring án þess að hafa aðstöðu til að setjast niður og hvíla lúin bein.“ Málsókninni er beint að Land- spítala – Háskólasjúkrahúsi en Oddur segir að brotið sé gegn ungum læknum á fleiri stöðum. „Við lítum á þennan vinnustað sem prófstein. Ef málið gengur okkur í hag verður næsta skref að skoða aðra staði.“ Jóhannes M. Gunnarsson, lækningaforstjóri Landspítala – Háskólasjúkrahúss, segir að gangi kröfur unglækna eftir þýði það mikla uppstokkun innan spít- alanna. „Það þyrfti að hliðra mik- ið til innanhúss og að líkindum bæta við fjölda nýrra starfs- manna. Þetta mál hefur vafist fyr- ir okkur lengi en það hefur ávallt strandað á því að engin lausn hef- ur fundist sem allir geta sætt sig við.“ Jóhannes sagði að reynsla Dana af styttum vinnutíma að- stoðarlækna væri ekki góð. „Það hefur slæm áhrif á allt nám ungu læknanna. Hugmyndin hingað til hefur verið sú að mesta reynslan gefist þegar einn og sami læknir- inn fær sem mestan tíma með sín- um sjúklingum. Það sem gerist ef þetta gengur eftir er að læknirinn missir öll tengsl við sjúklinginn. Einn og sami sjúklingur gæti því átt von á að þrír mismunandi læknar sinntu honum hvern dag.“ albert@frettabladid.is HVALVEIÐAR Öll ríkin sem skrifuðu undir áskorun til stjórnvalda um að hætta veiðunum hafa áður lagt fram svipuð mótmæli. Áskorun ríkjanna 23 um að Ísland hætti hvalveiðum: Allt komið fram áður LANDSPÍTALI – HÁSKÓLASJÚKRAHÚS Ungir læknar eru ósáttir við langan vinnudag á spítalanum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Úrvalsvísi- talan hækkar VIÐSKIPTI Úrvalsvísitala Kauphall- ar Íslands rauf 1.800 stiga múrinn í gær. Vísitalan hækkaði um 0,84% en hún hækkaði mikið í vik- unni. Mikil hækkun vísitölunnar var í ágústmánuði og síðustu vik- una hækkaði hún um 3,5%. Vísi- talan hefur hækkað um rúm 33% frá áramótum. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.