Fréttablaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 16
16 13. september 2003 LAUGARDAGUR
■ Tækniundrið
!" !" !"
Þessi verk eru algjör klassík,“segir Sigþrúður Gunnarsdótt-
ir, bókmenntafræðingur og rit-
stjóri barnabóka hjá Máli og
menningu, um Dýrin í Hálsaskógi
og Línu Langsokk og undrast því
ekki að bæði leikritin verði frum-
sýnd eina ferðina enn um helgina.
„Þetta er þessar grunnsögur sem
við þurfum alltaf að heyra aftur
og aftur; annars vegar um sterka
barnið sem getur allt og ræður
heiminum og hins vegar sterkan
boðskap Dýranna um náungakær-
leikann.“
Stöðugar vinsældir
Leikrit Thorbjörns Egners
hafa notið mikilla vinsælda á Ís-
landi allt frá því Kardemommu-
bærinn var frumsýndur í Þjóð-
leikhúsinu árið 1960 og sú hefð
hefur skapast hjá Þjóðleikhúsinu
að gefa því sem næst hverri kyn-
slóð íslenskra barna kost á því að
sjá Dýrin í Hálsaskógi og Karde-
mommubæinn, tvö vinsælustu
verk Egners, á sviði. Bæði verkin
hafa því öðlast sess sem sígild
barnaleikrit á íslensku leiksviði.
Dýrin í Hálsaskógi var fyrst sýnt
í Þjóðleikhúsinu árið 1962 og er nú
sviðsett þar í fjórða sinn.
Lína Langsokkur hefur ekki
síður lagt kynslóðirnar að fótum
sér enda er hún Sigurlína Rúllu-
gardína Nýlendína Krúsímunda
Efraímsdóttir Langsokkur ekki
bara hetja af því hún er sterkust í
heimi, heldur er hún líka hetja í
afstöðu sinni til lífsins.
Lína hvetur börnin með lífs-
speki sinni til þess að vera þau
sjálf og láta ekkert standa í vegi
sínum. Þess vegna sefur hún með
fæturna á koddanum og hausinn
undir sænginni, bara af því hún er
þannig.
Höfundur Línu, Astrid Lind-
gren, er einn ástsælasti barna-
bókahöfundur allra tíma og þær
bækur hennar sem hafa komið út
á íslensku eiga fastan sess í hug-
um fjölmargra Íslendinga sem
hafa alist upp við Börnin í
Ólátagarði, Elsku Míó minn,
Madditt, Emil í
Kattholti, Bróð-
ur minn Ljóns-
hjarta og Ronju
ræningjadóttur.
Verk sem brúa
kynslóðabilið
Sigþrúður seg-
ist hafa séð Dýrin
sem krakki og
þeir Lilli klifur-
mús og Mikki ref-
ur eru því góð-
kunningjar hennar
úr æsku. „Ég hef einu
sinni séð verkið sem
foreldri og mun nú
gera það í annað sinn.
Það er alltaf gaman að
sjá það aftur.“ Vin-
sældir verksins virðast
erfast á milli kynslóða
og því er ekki úr vegi
að spyrja Sigþrúði hvort
hún telji foreldra flykkj-
ast með börnin sín í leik-
húsið þar sem verkið
snerti enn einhverja
strengi í hjörtum þeirra?
„Ég held að Dýrin eigi
vinsældir sínar að ein-
hverju leyti að þakka
því að þau tala líka til
fullorðinna. Því er
beint að börnum en
það er samt
eitthvað þar
sem er fyr-
ir ofan
skilning barn-
anna og höfðar til þeirra full-
orðnu. Leikhúsinu tekst stundum
að leika sér með þetta og þannig
var samband húsamúsarinnar og
Mikka refs nánast klámfengið í
síðustu uppfærslu. Ég efast um að
það hafi angrað börnin þó það hafi
skemmt foreldrunum.“
Sígild barátta
góðs og ills
Sigþrúður seg-
ir Línu ekki eiga
sér neina hlið-
stæðu og stúlkan
sé með sanni ein-
stök. „Ég held að
það sé óhætt að
segja að það sé
engin persóna
eins og Lína í öll-
um heimsbókmenntunum saman-
lögðum. Bækurnar um hana selj-
ast alltaf jafnt og þétt, bæði löngu
bækurnar fyrir eldri krakkana og
myndabækurnar fyrir þau yngri.
Hún er ótrúlegur karakter sem
höfðar jafnt til stelpna sem strá-
ka, að því er virðist alla ævina.“
Þegar Sigþrúður er beðin um
að bera þessar sígildu sögur frá
Norðurlöndunum saman við sjálf-
an Harry Potter, sem drottnar
yfir barnabókamarkaðnum þessi
árin, segir hún að það sé ómögu-
legt að segja til um það hvort
galdradrengurinn verði jafn
lífseigur og Lína Langsokkur og
Mikki refur og félagar. „Það er
aldrei hægt að segja til um hvað
verður klassískt í þessum efnum
og hvað ekki en þetta eru alltaf
sömu sögurnar og Harry Potter
tekur á baráttu góðs og ills rétt
eins og Dýrin í Hálsaskógi.“
Dýrin í Hálsaskógi taka einnig
á mataræði og þar er meðal ann-
ars mælt með því að dýrin leggi
sér grænmeti til munns. Getur
verið að Thorbjörn Egner hafi
verið kominn á sporið til Latabæj-
ar á sínum tíma? „Það er spurn-
ing. Áróðurinn um vináttuna og
kærleikann er miklu sterkari en
grænmetið í Dýrunum í Hálsa-
skógi. Bangsapabbi segir að það
sé í fínu lagi að borða grænmeti
en það er líka ekkert sem bannar
það að fá sér reykt svínslæri en
það má ekki borða vini sína.“
thorarinn@frettabladid.is
Tækjasjúklingar mega eiga voná því að farsíminn muni
standa undir öllum kröfum þeirra
í náinni framtíð. Kostnaðurinn við
að bæta aukahlutum eins og
myndavélum við farsímana fer
stöðugt lækkandi og því reiknar
David Levin, yfirmaður símahug-
búnaðarfyrirtækisins Symbian,
með því að farsímar muni ger-
breyta tækjamarkaðnum.
Levin spáir því að framleiðend-
ur lófatölva, stafrænna mynda-
véla og annars áþekks búnaðar
muni finna harkalega fyrir því
þegar farsíminn tekur að sækja
inn á þetta svið í auknum mæli.
„Hvers vegna ætti fólk að
kjósa dýrar og klossaðar lófatölv-
ur þegar hægt er að fá smartsíma
á borð við SonyEricsson P800 fyr-
ir eitthvað í kringum 200 pund?“
spyr Levin og bætir því við að
P800-síminn og aðrir sambærileg-
ir símar séu nú þegar fáanlegir
með tölvupósti, dagatali og öðrum
forritum sem fólk hefur verið að
sækjast eftir í lófatölvunum.
Þessi þróun er ekki heldur góð
fyrir myndavélaframleiðendur og
Levin fullyrðir að einhvern tíma á
næstu sex mánuðum verði fleiri
stafrænar myndavélar seldar inn-
byggðar í farsímum en sem sjálf-
stæðar einingar.
Levin segir þó rétt að taka það
með í reikninginn að fólk geti
verið lengi að tileinka sér breyt-
ingar af þessu tagi. „Við verðum
að hafa það í huga að neysluhegð-
un fólks er í stöðugri þróun og
við getum ekki bara kynnt ein-
hverjar nýungar og ætlast til
þess að fólk komi og kaupi þær
umsvifalaust.“
Levin er þess þó fullviss að í
fyllingu tímans muni fólk almennt
nota símana sína til að hlusta á
tónlist, taka myndir og leika sér í
tölvuleikjum. ■
SONY ERICSSON P800
Nú þegar eru um 70-80% síma í Asíu seld
með myndavélum og allt útlit er fyrir að
Evrópa sé að taka sömu stefnu. Þá þykir
ljóst að þessar nýjungar verði til þess að
stórauka sölu á farsímum en á síðustu
þremur mánuðum hafa selst 12% fleiri far-
símar en á sama tíma í fyrra.
LÍNA LANGSOKKUR
Er einstök persóna, stelpa sem veit hvað
hún vill og er óhrædd við að vera hún
sjálf, og einhverra hluta vegna hafa stelpur
og strákar litið upp til hennar áratugum
saman.
Lína og Dýrin snúa aftur
Börn á öllum aldri hafa ærna ástæðu til að fagna um helgina. Borgarleikhúsið frumsýnir Línu Langsokk á
sunnudaginn og Þjóðleikhúsið frumsýnir Dýrin í Hálsaskógi í dag. Verkin hafa heillað heilu kynslóðirnar og
eru fyrir löngu orðin sígild en þetta er í fjórða sinn sem Þjóðleikhúsið setur Dýrin upp.
DÝRIN Í HÁLSASKÓGI
Boðskapur verksins um vináttuna og
kærleikann er sígildur og á alltaf vel við
eins og vinsældir leikritsins og galdra-
stráksins Harry Potter sýna og sanna.
SIGÞRÚÐUR GUNNARSDÓTTIR
„Ég held að Dýrin eigi vinsældir sínar að
einhverju leyti að þakka því að þau tala
líka til fullorðinna. Því er beint að börn-
um en það er samt eitthvað þar sem er
fyrir ofan skilning barnanna og höfðar til
þeirra fullorðnu.“
Einn með öllu:
Farsíminn sækir
að lófatölvunni