Fréttablaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 20
LAUGARDAGUR 13. september 2003 Lítill dvergur! Ég heiti Sindri Páll. Það varákveðið að skíra mig Pál í höf- uðið á Páli Ísólfssyni. Foreldrar mínir kynntust í orgeltímum hjá honum. Mjög rómantískt. Svo á leiðinni í kirkjuna var þessu bætt við. Það var held ég svona stund- arákvörðun.“ Það er Sindri Páll Kjartansson, pródúsent á Skjá Einum sem hef- ur orðið. Hann notar reyndar fyrra nafnið meira eitt og sér heldur en þessi tvö saman og er eiginlega ekki með það á hreinu hvað nafnið þýðir. „Tja, það er svona eitthvað sindrandi. Eitt- hvað glitrandi sem á náttúrlega mjög vel við þegar ég er annars vegar – það er svo bjart yfir mér.“ Þá er það fyrirliggjandi að Sindri er dvergsnafn úr goða- fræðinni. Og til að bæta gráu ofan á svart tjáði einhver Sindra að Páll þýddi lítill. „Ég sel það ekki dýrar en ég keypti það. Og þá er útkoman: Lítill dvergur! Hvort foreldrar mínir höfðu það í huga og vildu stemma stigu við slánum í fjölskyldunni, Sigurjón bróðir er náttúrlega langur, ég bara veit það ekki.“ Ekki átti fyrir Sindra að liggja að standa undir nafni, ef þannig má að orði komast. Og margir áttu til á árum áður að láta á grínið reyna þegar nafnið er annars veg- ar. „Sindrastál var mikið notað. Enda góður djókur. Og þá fylgi oft: „Hvernig er veðrið þarna uppi, Sindrastál? Fíneríis grín auðvitað.“ Sindri hefur lent í einu og öðru sérkennilegu sem tengist nafni hans. Til dæmis gaf unnusta hans honum eitt sinn fjölda mynda, heila filmu, þar sem þemað var Sindri. Sindravöllur, félagsheimil- ið Sindri... „Hún hafði þá verið á Höfn í Hornafirði og þar heitir allt Sindri eitthvað. Fótboltafélag- ið heitir Sindri og svo framvegis. Þetta þótti mér mjög furðulegt.“ ■ ■ NAFNIÐ MITT SINDRI PÁLL KJARTANSSON „Það var mjög vinsæll djókur hér áður fyrr að segja: „Hvernig er svo veðrið þarna uppi, Sindrastál?“ Enda fyrirtaks grín.“ Grínað fyrir allan peninginn ■ MAÐUR AÐ MÍNU SKAPI Ég sé hetjuna mína á hverjummorgni í speglinum þegar ég tannbursta mig. Nú, má ég ekki nefna sjálfan mig? Jæja... þá nefni ég Sam Kinison,“ segir Guðmundur Atlason, auglýsingastjóri á Norður- ljósum, aðspurður um þann mann sem hann hefur helst í hávegum. Kinison var bandarískur grínari og þó hann sé ekki vel þekktur hér- lendis segir Guðmundur hann snill- ing sem er á topp 5 lista yfir mestu uppistandsgrínara í Bandaríkjunum fyrr og síðar. „Hann væri algjör súperstjarna væri hann á lífi. Hann breytti þessu listformi. Hann tók til dæmis þekkt lög og breytti þeim og fékk fjölmarga fræga rokkara til að taka þátt í gríninu. Enda var hann eftirlæti margra þeirra og tók þátt í hinu villta líferni rokksins þó að hann væri prestssonur og reynd- ar predikari sjálfur áður en hann snéri sér alfarið að grín- inu. Hann var stuttur, um einn og sextíu á hæð, spikfeitur með sítt hár. En hann lét það ekki á sig fá, kunni að gera grín að sjálfum sér og gerði óspart grín að sjálfum sér fyrir allan peninginn.“ Guðmundur, sem alla jafna gengur und- ir nafninu Mundi, hef- ur orðið sér úti um flest allt sem út hef- ur verið gefið með Kinison, sem er þó nokkuð mikið. Og G u ð m u n d u r gengst hiklaust við því að Kini- son hafi haft afgerandi áhrif á líf sitt. „Einkum kannski hvað það varðar að taka sjálfan sig ekki of há- tíðlega og vera maður sjálfur. For- senda þess að maður geti gert grín að öðrum er sú að maður geti gert grín að sjálfum sér líka.“ Og ekki er ofsagt að segja Munda duglegan þegar grínið er annars vegar. Hann er að allan daginn. Ein saga af honum er sú að honum hafði eitthvað sinnast við Hreggvið Jóns- son yfirmann sinn, þáverandi for- stjóra Norðurljósa. Hreggviður hafði eitthvað verið að skammast í Munda. Um kvöldið var haldin á Broadway árshátíð SÍA, sem eru samtök allra auglýsingastofa á land- inu auk miðla. Mundi fann kynninn og tjáði honum að svo skemmtilega vildi til að sjálfur forstjóri Norður- ljósa væri 45 ára þennan sama dag. Upplagt væri að samkoman fagnaði þessum áfanga með Hreggviði sem jafnframt var þarna staddur. Og all- ir risu á fætur, skáluðu fyrir Hregg- viði og sungu hástöfum afmælis- sönginn: „... Hann er 45 ára hann Hreggviður...“ Meinið var hins veg- ar að Hreggviður hvorki átti afmæli þá né var hann 45 ára heldur 37. Það tók Hreggvið langan tíma að leið- rétta þennan misskilning. „Jájá, mitt mottó er að lifa lífinu lifandi og hafa nóg af gríni í gangi eins og Kinison – sem reyndar dó í bílslysi fyrir 11 árum.“ jakob@frettabladid.is SAM KINISON Hann var prestssonur sem söðlaði um og kom fram á sjónarsviðið með groddaralegt grín sem ekki höfðaði síst til villtra rokkara – sem og auglýsingastjóra Norðurljósa. GUÐMUNDUR ATLASON Fyrirmynd hans er bandaríski grínarinn Sam Kinison.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.