Fréttablaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 22
LAUGARDAGUR 13. september 2003 ■ Sagt og skrifað 23 Murakami slær í gegn Japanski rithöfundurinn HarukiMurakami kom, sá og sigraði á bókmenntahátíðinni sem lýkur í dag. Murakami á fjölda aðdáenda hér á landi og þess má geta að síð- ustu tólf mánuði seldust helmingi fleiri eintök af verkum hans í bókabúð Máls og menningar á Laugavegi en af verkum hins al- þjóðlega metsölu- höfundar Johns Grishams. Salan hefur enn aukist eftir komu Murakamis hingað til lands og þegar hann áritaði bækur sínar í bókabúð Máls og menningar síð- astliðið þriðjudagskvöld myndað- ist löng röð í versluninni. Troð- fullt var á hádegisspjalli Muraka- mis í Norræna húsið og sömuleið- is þegar hann hélt fyrirlestur í Háskólanum. Eftir þann fyrirlest- ur rigndi fyrirspurnum yfir Murakami frá ungum og áhuga- sömum lesendum hans sem eru greinilega gjörkunnugir verkum hans. Þær frábæru móttökur sem Murakami fékk hér á landi munu hafa komið honum mjög á óvart. ■ Útgáfustjóri ratar í skáldsögu Á síðustu bókmenntahátíð varmeðal gesta breski rithöfund- urinn Magnus Mills, höfundur hinnar bráðskemmtilegu skáld- sögu Taumhald á skepnum. Magn- us Mills er nú að vinna að nýrri bók og þar kem- ur fyrir persóna sem heitir í höf- uðið á Snæbirni Arngrímssyni, hinum íslenska útgefanda höf- undarins. Snæ- björn gaf Mills góðfúslegt leyfi til notkunar á nafni sínu en enn hefur ekkert frést af því af hvaða tagi þessi sögupersóna er eða hvert hlutverk hennar í sögunni er. ■ Höfundur nýrrar bókar umStalín leitaði víða fanga, meðal annars í skjalasafni rússneska Kommúnistaflokksins. Þar er meðal annars að finna persónuleg bréf Stalíns til eiginkonu sinnar, Nadyu. Bréf Stalíns til Nadyu sýna að sam- band þeirra var erfitt þótt ástin væri fyrir hendi. Hjónin voru and- stæður og hæfðu hvort öðru engan veginn. Hann var afar greindur en einmana, kaldlyndur og óhamingju- samur og gat ekki sinnt Nadyu sem var sjálfhverf, þjáðist af þunglyndi og átti vanda til móðursýkiskasta. Í bók Montefiores kemur fram að Stalín hafi átt í ástarsambandi við svilkonu sína eftir að eiginkona hans fyrirfór sér. Hjónabandsharmleikur Hinn 8. nóvember 1932 voru Stalínhjónin í boði sem haldið var til að fagna 15 ára byltingarafmælinu. Nadya, sem nær aldrei var prúðbú- in og málaði sig ekki, hafði breytt út af venju og klætt sig upp og farðað sig. Stalín veitti þeirri breytingu enga athygli heldur daðraði við eig- inkonu eins vinar síns. Þegar Stalín bað menn að skála fyrir tortímingu óvinaríkisins lyfti kona hans ekki glasi sínu og kastaði hann appel- sínuberki í átt til hennar og kallaði: „Hei, þú! Fáðu þér í glas!“ „Ég heiti ekki hei,“ er hún sögð hafa svarað og þaut út og hrópaði: „Þegiðu! Þeg- iðu!“ Eiginkona Molotovs, Polína, fór á eftir Nadyu og róaði hana. Nadya hélt síðan heim og skaut sig. Stalín var í miklu uppnámi eftir dauða Nadyu og hótaði að fremja sjálfsmorð. Það kom í hlut bróður Nadyu, Pavels, og eiginkonu hans Zhenyu að hughreysta Stalín. Zhenya varð ástkona Stalíns. En þegar Zhenya kynnti Svet- lönu, dóttur Stalíns, fyrir ungum gyðingi og Stalín frétti af því tryllt- ist hann. Zhenya var handtekin. Dóttir hennar Kira var sömuleiðis handtekin og einnig Anna, systir Zhenyu. Zhenya var dæmd í tíu ára fang- elsi og reyndi að fremja sjálfsmorð í einangrunarvist með því að borða steina. Anna missti vitið í Gúlaginu. Dóttir Zhenyu fékk fimm ára fang- elsi. Árið 1953 var Zhenyu sleppt. „Svo Stalín bjargaði okkur loksins,“ sagði hún við dóttur sína þegar þær hittust eftir langan aðskilnað. „Bjáninn þinn,“ sagði dóttir hennar, „Stalín er dauður.“ Zhenya var ætíð sannfærður stalínisti og minntist Stalíns með að- dáun allt þar til hún lést árið 1974. ■ SÍMINN INTERNET … á enn meiri hra›a fyrir sama ver› Vi›skiptavinir Símans fá nú háhra›a internettengingu me› 1536 Kb/s flutningshra›a á sama ver›i og 512 Kb/s kostu›u á›ur. Ekkert stofngjald til og me› 20. september. flú getur gert fla› hvar sem erflrá›laust internet Kynntu flér sérsni›nar internetlausnir í næstu verslun Símans og á siminn.is. N O N N I O G M A N N I | Y D D A / s ia .i s N M 1 0 1 7 5 Tilbo› á flrá›lausu Interneti: A›eins 2.490 kr. Innifali›: • Beinir (router) me› flrá›lausum sendi • firá›laust netkort í fartölvu • Smásía Tilbo›i› mi›ast vi› 12 mána›a áskrift a› ADSL 1500 tengingu hjá Símanum Internet. ATH. Áskriftarlei›in ADSL 512 ver›ur felld ni›ur og núverandi áskrifendur a› fleirri lei› færast sjálfkrafa í ADSL 1500. ADSL 1500 SNÆBJÖRN Í BJARTI Ein persónan í bók Mills heitir í höfuðið á Snæbirni. HARUKI MURAKAMI Kom sá og sigraði MAGNUS MILLS Vinnur að nýrri bók. ÁSAMT ÁSTKONU SINNI Stalín ásamt ástkonu sinni, Zhenyu. Hún lenti í ónáð en hélt lífi. Ný bók um Stalín, The Court of the Red Tsar, eftir Simon Sebag Montefiore hefur hlotið prýðisdóma gagnrýnenda. Ástin við hirð Stalíns

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.