Fréttablaðið - 13.09.2003, Side 18

Fréttablaðið - 13.09.2003, Side 18
LAUGARDAGUR 13. september 2003 ■ Plötukassinn minn 19 Frá og með 1. október 2003 skal heildarfjárhæð hverrar kröfu eða reiknings greidd með heilli krónu, í samræmi við reglugerð sem gefin var út af forsætisráðuneytinu 1. október 2002. Bankar og sparisjóðir vilja vekja athygli viðskiptavina sinna á því að ekki verður hægt að taka á móti færslum með aurum, sem berast bankakerfinu eftir 1. október n.k. Til að minnka líkur á að slíkt komi upp skal fyrirtækjum og einstaklingum sem senda út kröfur bent á að gera viðhlítandi ráðstafanir í tölvukerfum sínum. Fjárhæð með 1 til 49 aurum skal færð niður í næstu heilu krónu, en fjárhæð með 50 aurum eða meira skal hækkuð í næstu heilu krónu. F í t o n F I 0 0 7 8 1 0 Niðurfelling aura Frá og með 1. október Upphæð reiknings kr. 10.245,44 Guðmundur Jónsson, gítarleik-ari Sálarinnar hans Jóns míns, er mjög nýjungagjarn og var ekki lengi að skipta út plötu- safninu fyrir diskana. Gömlu vín- ylplöturnar eru því allar í geym- slu ásamt gamla plötuspilaranum. Diskarnir eru svo um 400 talsins. Gummi hefur verið aðdáandi U2 frá því að hann féll fyrir lag- inu „New Year’s Day“ árið 1983. Frá því hefur hann keypt sér nær allar plötur sveitarinnar og segir þær aldrei hafa valdið vonbrigð- um. „Ég heyrði lagið fyrst með hljómsveit Eiríks Haukssonar, Deild 1. Þá var ég að spila með hljómsveit minni Kikk og varð hrifinn. Mér finnst U2 enn vera á siglingu, sem er mjög erfitt þegar band er búið að vera svona lengi að og orðið svona vinsælt.“ Pabbi Gumma ól hann upp á Django Reinhardt en í gegnum móður sína lærði hann að meta kántrímenn á borð við Jim Reeves. Þetta situr enn í honum og seinna kynntist hann djössurunum Chet Baker og Oscar Pet- ersen og kántrí- kóngnum Johnny Cash. Fyrsta sveitin sem hann féll fyrir sem unglingur var þó Slade. „Það var á þeim tíma sem glam-rokkið var á fullu með David Bowie og félögum. Ég reifst og skammaðist um það í mörg ár að Slade væri miklu betri en Bítlarn- ir. Ég er kannski aðeins farinn að slaka á því á seinni árum.“ Síðar gekk hann í gegnum ýmis tímabil, þ.á.m Pink Floyd, fusion og Frank Sinatra. Gummi nefnir Elton John, Ryan Adams og Bruce Springsteen sem dæmi um góða lagahöfunda. Í kringum þann tíma sem Sálin vann lögin með Sinfóníusveit Ís- lands hlustaði hann mikið á tón- listina úr Gladiator eftir Hans Zimmer, Beach Boys og „Best of“ plötu Bjarkar sem hann segir nán- ast hafa verið fasta í tækinu frá útgáfudegi. Af því sem er í gangi í dag seg- ist hann frekar laðast að rokkinu en R&B-inu. Nefnir sveitirnar Audioslave og Queens of the Stone Age sem dæmi um eðal- rokk. „Ég er nú að verða svolítið þreyttur á R&B. Orðinn leiður á allri ímyndinni í kringum hana og svoleiðis. Mér finnst hljómur- inn svo sem ágæt- ur en þetta eldist alveg rosalega illa. Síðast fílaði ég TLC plötuna „Fanmail“ og svo eitt lag með Nelly í fyrra,“ segir Gummi. ■ GUÐMUNDUR JÓNSSON Pabbi Gumma ól hann upp á Django Reinhardt en í gegnum móður sína lærði hann að meta kántrímenn á borð við Jim Reeves. Slade betri en Bítlarnir FRÉTTAB LAÐ IÐ /B ILLI Mikil leynd hvílir yfir nýrribarnabók poppdrottningar- innar Madonnu, sem kemur í búðir um allan heim á mánudag. Hvorki hún né útgefendur hafa viljað gefa nokkuð upp um efni bókarinnar. Þetta er fyrsta bókin af fimm sem Madonna hyggst skrifa. Það er ahyglisvert að áður lýsti hún því yfir að hún myndi aldrei skrifa barnabók. Það hefur greini- lega breyst. Hún segir sjálf að tvær ástæður séu fyrir því að hún hafi ákveðið að ráðast í verkefnið, en alls verða bækurnar fimm. „Í fyrsta lagi á ég tvö börn núna og þau veita mér gríðarlegan inn- blástur,“ segir Madonna í viðtali sem var tekið við hana af þessu til- efni. „Og í öðru lagi er ég á and- legri vegferð um lífið þessa dag- ana og hef lært margt merkilegt, meðal annars hvað það er þýðing- armikið að deila uppgötvunum sínum og upplýsa fólk. Börn eru að eðlisfari opin og tilbúin að nema nýjar upplýsingar og því ákvað ég að deila reynslu minni og þekkingu fyrst með þeim.“ Madonna hefur sagt að þessi fyrsta bók fjalli um öfund og af- brýðissemi og hvað þessar tilfinn- ingar geti valdið miklum ónauðsyn- legum skaða í lífi fólks. Hún hafn- ar því ekki að hún sæki þá vit- neskju í eigin reynslu: „Þegar ég var barn upplifði ég mikla afbrýð- issemi og öfund. Ég öfundaði hinar stelpurnar af því að eiga mömmu, af því að vera sætari en ég eða eiga meira dót. Það var ekki fyrr en ég óx úr grasi sem ég gerði mér grein fyrir því hvað þessar tilfinningar eru skaðlegar og mikil tímaeyðsla. Núna er ég auðvitað hinum megin við borðið, fólk öfundar mig og kemur þess vegna illa fram við mig og litlar stelpur öfunda dóttur mína og vilja ekki leyfa henni að vera með í leikjum.“ Smá hjálp frá dótturinni Dóttir Madonnu, Lola, mun hafa hjálpað henni mikið við skrif bók- arinnar og Madonna segir framlag hennar ómetanlegt. „Hún tók mik- inn þátt í sköpuninni. Hún sagði mér hvenær sagan væri orðin leið- inleg. Hún bað um að stelpurnar gerðu ákveðna hluti, það sem henni sjálfri finnst skemmtilegast að gera og hún valdi myndirnar með mér.“ Árið 1992 setti Madonna allt á annan endann með myndabókinni SEX, sem er nokkuð langt frá því að vera barnabók. Það virðist því sem Madonna hafi vent kvæði sínu í kross. Aðspurð um þær breytingar sem orðið hafa á lífi hennar segir Madonna einfald- lega að hún sjái núna heiminn og hlutverk sitt í honum í allt öðru samhengi en áður. Að taka óvænt skref er þó greinilega ekki eitt- hvað sem Madonna veigrar sér við að gera, eins og ferill hennar sýnir, en henni hefur margoft tek- ist að koma á óvart. Hún hefur áður sagt að hún vilji ekki hugsa of mikið um afleiðingar görða sinna, en nú segir hún að það hafi breyst. „Þegar ég átti börnin mín vöknuðu svo margar spurningar sem ég þurfti að fá svör við,“ seg- ir Madonna. „Ég fann svörin þeg- ar ég byrjaði að ástunda Kaballah fyrir sjö og hálfu ári. Ég gerði mér grein fyrir að orð mín og gerðir hafa áhrif og að ég fæ það til baka sem ég læt frá mér, gott og slæmt. Ég gerði mér ljóst sam- hengi mitt við sjálfa mig og heim- inn.“ Ástin sigrar Madonna segir að það mikil- vægasta sem börn geti lært sé að við séum „öll tengd andlega og sál- arlega og við verðum að elska og annast hvort annað sama hvað taut- ar og raular. Að hugsanir okkar, orð og gjörðir hafa raunverulega áhrif á fólkið í kringum okkur. Að ein hugsun getur breytt heiminum. Að ástin sigrar, í alvörunni.“ Edda gefur út bókina hér á landi og Silja Aðalsteinsdóttir þýðir. Á mánudagskvöld klukkan átta munu Edda og Penninn Eymundsson halda veisu í tilefni af útgáfunni. Páll Óskar mun skemmta gestum og afhjúpa bókastafla með þessari nýjustu afurð Madonnu á slaginu átta. Börn verða leyst út með gjöfum. gs@frettabladid.is MADONNA Vefurinn hennar Karlottu, Bangsímon, Lísa í Undra- landi, Narníubækurnar og Leynigarðurinn voru uppá- haldsbækurnar hennar í bernsku. Nú gefur hún út sína eigin barnabók. Fyrsta barnabók Madonnu verður gefin út á þrjátíu tungumálum í hundrað löndum á mánudaginn. Mikil leynd hvílir yfir bókinni en hún ber nafnið Ensku rósirnar: Vill deila reynslu sinni með börnum Þegar ég var barn upplifði ég mikla af- brýðissemi og öfund. Ég öf- undaði hinar stelpurnar af því að eiga mömmu, af því að vera sætari en ég eða eiga meira dót. Það var ekki fyrr en ég óx úr grasi sem ég gerði mér grein fyrir því hvað þessar tilfinningar eru skaðlegar og mikil tíma- eyðsla. ,,

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.