Fréttablaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 21
22 13. september 2003 LAUGARDAGUR BÓK VIKUNNAR Dýrðlegt fjöldasjálfsmorð eftir Arto Paasilinna. Ómótstæðilega fyndin saga um grafalvarlegt efni. Hópur fólks sem þjáist af lífsleiða og óham- ingju leggur í ferð til að fremja fjöldasjálfsmorð en svo fer lífsvilj- inn að láta á sér kræla. Þetta er einfaldlega stórskemmtilega ósvífin bók sem sönn ánægja er að lesa. Paasilinna er einn þekkt- asti höfundur Norðurlanda og eft- ir lesturinn leitar sú hugsun á mann að hann hljóti að vera sá besti. ■ Bókatíðindi METSÖLULISTI EYMUNDSSONAR Allar bækur 1. Óvinurinn. Emmanuel Carrére 2. Sagan af Pi. Yann Martel 3. Skuggaleikir. Jose Carlos Somoza 4. Dönsk-íslensk/íslensk-dönsk orða- bók. Orðabókaútgáfan 5. Mýrin. Arnaldur Indriðason 6. Ensk-íslenks/íslensk-ensk orðabók. Orðabókaútgáfan 7. Elling Paradís í sjónmáli. Ingvar Ambjörnsen 8. Spútnik-ástin. Haruki Murakami 9. Röddin. Arnaldur Indriðason 10. Grafarþögn. Arnaldur Indriðason Skáldverk 1. Sagan af Pi. Yann Martel 2. Skuggaleikir. Jose Carlos Somoza 3. Mýrin. Ingvar Arnbjörnsen 4. Elling - Paradís í sjónmáli. Ingvar Ambjörnsen 5. Spútnik-ástin. Haruki Murakami 6. Röddin. Arnaldur Indriðason 7. Grafarþögn. Arnaldur Indriðason 8. Korku saga. Vilborg Davíðsdóttir 9. Synir duftsins. Arnaldur Indriðason 10. Dauðarósir. Arnaldur Indriðason METSÖLULISTI BÓKABÚÐA EYMUNDSSONAR 3.-9. SEPTEMBER CHAUCER Í NÚTÍMABÚNING BBC hefur nú ráðið sex rithöf- unda til að setja sex af Kantara- borgarsögunum Chaucers í nú- tímabúning. Meðal leikara verða Julie Walters og Dennis Water- man. Persónur úr þessu verki Chaucers koma einnig við sögu í nýrri sakamálasögu frá miðöld- um sem rithöfundurinn Peter Ackroyd hefur nýlega sent frá sér og í næsta mánuði kemur út á Englandi bók þar sem því er haldið fram að Chaucer hafi ver- ið myrtur. ■ bækur Andvökuskáld er titillinn á öðrubindi ævisögu Stephans G. Stephanssonar eftir Viðar Hreins- son sem kemur út í haust hjá bóka- útgáfunni Bjarti. Fyrra bindið, Landneminn mikli, kom út á liðnu ári og hlaut frábærar viðtökur. Í síð- ara bindinu er viðfangsefnið líf og skáldskapur Stephans á árunum 1899-1927. Á því tímabili aflar skáldið sér nýrra aðdáenda, einkum á Íslandi, en verður jafnframt einn umdeildasti einstaklingur í samfé- lagi Vestur-Íslendinga, ekki síst vegna afstöðu sinnar til fyrri heims- styrjaldarinnar. Múrinn er vinnutitill á nýrri ferðabók eftir Huldar Breiðfjörð. Hér segir Huldar frá ferð sinni sumarið 2002 um hrjóstrugar byggðir Norður-Kína. Markmiðið með ferðinni var að ganga eftir endilöngum Kínamúrnum frá vestri til austurs, en eins og við mátti bú- ast voru ýmis fjallaljón á veginum. Sjón sendir frá sér verkið Skugga-Baldur, rómantíska skáld- sögu sem gerist um miðja 19. öld. Aðalpersónurnar eru presturinn Baldur, grasafræðingurinn Friðjón og vangefna stúlkan Abba sem teng- ist lífi og örlögum mannanna tveggja með afdrifaríkum hætti. Sjón er sagður sýna hér á sér nýjar og óvænta hliðar og vinnur með skemmtilegum hætti úr íslenskri þjóðsagnahefð. Skáldsaga um Kristmann Höfuðpersónan í nýrri skáld- sögu Sigurjóns Magnússonar, Borg- ir og eyðimerkur, er Kristmann Guðmundsson rithöfundur. Verkið gerist á einum degi í lífi skáldsins árið 1964. Kristmann ákveður að mæta ekki í réttarsal þar sem standa yfir réttarhöld í meiðyrða- máli hans gegn Thor Vilhjálms- syni. Þess í stað heldur Kristmann til Hveragerðis og reynir að endur- meta eigið líf, einkum þann andbyr sem hann telur sig hafa orðið fyrir á Íslandi eftir glæstan rithöfundar- feril í Noregi. Hér er á ferðinni verk sem vafalítið á eftir að vekja umræður, jafnvel deilur. Jón Kalman Stefánsson sendir frá sér Snarkið í stjörnunum, ör- lagaríka fjölskyldusögu sem lýsir lífi ungs móðurlauss drengs í Reykjavík í kringum 1970 og stormasömu hjónabandi langafa hans og langömmu um aldamótin 1900. Bergsveinn Birgisson er nýr í áhöfn Bjarts á þessari vertíð. Frumraun hans sem skáldsagna- höfundar varpar nýju, skáldlegu ljósi á dægurþras undanfarinna ára um byggðaþróun og kvóta- brask. Verkið, sem hlotið hefur heitið Landslag, þykir lýsa með óborganlegum hætti lífi nokkurra trillukarla í deyjandi sjávarbyggð og tilraunum þeirra til að finna þorskinn, ástina og guð. Útgefand- inn Snæbjörn Arngrímsson segir þetta vera sögu sem sé full af anda- gift, fyndni og trega. Bragi Ólafsson er nú staddur í Frakklandi að leggja lokahönd á sína þriðju skáldsögu, sem líkt og tvær hinar fyrri fjalla um grát- broslega tilveru hversdagsfólks í Reykjavík samtímans. Vinnutitill verksins er Vont fólk. Vinsælar barnabækur Bókin sem beðið hefur verið eftir, Harry Potter og Fönixreglan, mun birtast í hérlendum bókabúð- um í íslenskri þýðingu Helgu Har- aldsdóttur 1. nóvember næstkom- andi kl. 11.11. Einnig kemur út í íslenskri þýðingu Guðrúnar Evu Mínervudóttur sagan Ljónadreng- urinn eftir Zizou Corder. Höfund- arnafnið er dulnefni breskra mæðgna en sagan segir af óvenju- legum dreng sem getur talað tungumál kattardýra og lendir í ógleymanlegum ævintýrum á ferðalagi með farandsirkus. Steven Spielberg hyggst kvik- mynda söguna. Að auki gefur Bjartur út tvær nýjar bækur í bókaflokknum Litlir bókaormar, Nýju fötin keisarans eftir H.C. Andersen í nýrri þýðingu Þórar- ins Eldjárns og Sögumaðurinn Naftalí og hesturinn hans eftir Isaac Bashevis Singer í þýðingu Gyrðis Elíassonar. Guðrún Hann- esdóttir hefur skrifað og teiknað nýja bók fyrir börn á aldrinum 3- 7 ára. Þetta er lítil og mergjuð saga sem hún kallar Hvar. Þýdd meistaraverk Skáldsaga japanska snillingsins Haruki Murakami Spútnik - Ástin kemur út hjá Bjarti í þýðingu Ugga Jónssonar. Einnig hin margverð- launaða skáldsaga Friðþæging eftir Ian McEwan í þýðingu Rúnars Helga Vignissonar, Blikkkóngarnir eftir strætóbílstjórann Magnus Mills í þýðingu Snæbjörns Arn- grímssonar að ógleymdri Áritunar- maðurinn eftir Zadie Smith í þýð- ingu Helgu Soffíu Einarsdóttir. Síð- ast en ekki síst gefur Bjartur út spennubók ársins, Da Vinci lykill- inn eftir Dan Brown. Það eru ár og dagar síðan Vé- steinn Lúðvíksson lét síðast í sér heyra, en hann var einn vinsælasti höfundur þjóðarinnar á áttunda áratugnum. Að sögn Snæbjarnar sendir Vésteinn nú frá sér mjög þroskað verk sem slær nýjan tón í íslenskri ljóðagerð. Sigfús Bjart- marsson situr við skriftir í kapp- hlaupi við tímann og ekki vitað hvort hann nær að klára bók sína á þessu ári. kolla@frettabladid.is Halldór Laxness er minn upp-áhaldshöfundur, ótrúleg sagnagáfa, húmor, ástríða, nostr- ar við smáatriði þannig að andar- dráttur níræðrar konu verður næstum erótískur, allavega lif- andi. Þegar ég var yngri henti ég bókunum hans út í horn, ég var svo reið og sorgmædd yfir því hvernig fór fyrir sögupersónun- um. Laxness er svona brunnur sem er hægt að ausa endalaust uppúr og skoða endalaust frá öll- um hliðum. Hann er alltaf að skrifa um fórnina. Persóna fórn- ar sér fyrir málstað og önnur persóna fórnar sér fyrir þá per- sónu, trúarlegt element sem er öðruvísi trúarlegt en hefur verið hamrað á í trúarpælingum hans hingað til. Fyrst og fremst sögumaður. Ásta Sigurðardóttir sprengdi á mér hausinn, (eins og Litli Prinsinn, þeg- ar ég las þá bók sjö ára fannst í fyrsta skipti sem einhver skildi mig, það er kannski fyrst og fremst það sem lesandi er að sækjast eftir, að h ö f u n d u r i n n skilji hann). En loksins skrifaði einhver og ég hugsaði, fór út yfir mörkin, skrifaði einsog það væri bannað, ótrúlega sterkur tónn. Ragna Sig. gerði þetta líka í lítilli blárri bók sem hún gaf út, þar segir meðal annars frá stelpu sem er að fróa sér á tungu mótorhjóla- kappa og þessi mót- orhjólakappi er nýdáinn í bílslysi. Áhrifaríkt. Dýrkaði Guðberg þegar ég var ung- lingur og geri enn, Ta n g a b æ k u r n a r hans voru lifandi, og skrítnar. Maður þakkar fyrir snilld- ina hans.“ ■ Út er komin í Bretlandi ævi-saga systkinanna Charles og Mary Lamb. Systkinin voru sam- rýnd, bjuggu saman og unnu að barnabókum. Þau gáfu meðal ann- ars út árið 1807 Tales from Shakespeare þar sem þau endur- sögðu á aðgengilegan hátt leikrit skáldsins. Mary var veik á geði og árið 1796, þegar hún var rúmlega þrí- tug, drap hún móður sína og særði föður sinn. Hún var í tvö ár á geð- veikrahæli en þá tók bróðir henn- ar hana að sér þó Mary sneri nokkrum sinnum aftur á hælið. Þau höfðu í fórum sínum spenni- treyju og þegar Mary virtist vera að fá geðveikiskast gengu þau grátandi í áttina að geðveikrahæl- inu og báru spennutreyjuna á milli sín. Charles var ekki í and- legu jafnvægi fremur en systir hans, þjáðist af þunglyndi og alkó- hólisma. Dapurlegri æsku syst- kinanna er kennt um margt það sem aflaga fór í lífi þeirra. Systkinin umgengust skálda- hóp, þar á meðal Wordsworth og Coleridge. Charles skrifaði fjögur leikrit en ekkert þeirra vakti verulega athygli. Hann var hins vegar gagnrýnandi sem mark var á tekið og þótti frábær ritgerða- smiður. Þessi sameiginlega ævisaga systkinanna ber nafnið A Double Life og er eftir Söru Burton. Hún þykir áhugaverð og læsileg sam- antekt á merkilegu ævihlaupi. ■ CHARLES OG MARY LAMB Systkini sem áttu fremur dapurlega ævi en unnu saman að skriftum. Ævisaga Charles og Mary Lamb er nýkomin út á Bretlandi: Dramatísk ævi systkina Elísabet Jökulsdóttir „Laxness er svona brunnur sem er hægt að ausa endalaust uppúr og skoða endalaust frá öllum hliðum.“ Ásta Sigurðardóttir sprengdi á mér hausinn, (eins og Litli Prins- inn, þegar ég las þá bók sjö ára og fannst í fyrsta skipti sem einhver skildi mig, það er kannski fyrst og fremst það sem lesandi er að sækj- ast eftir, að höfundurinn skilji hann). ,,Sterkir tónar Bókaútgáfan Bjartur gefur út fjölbreytt úrval af bókmenntum á þessu hausti, frumsamdar bækur og þýddar, fyrir börn og fullorðna. Haustbókaflóð Bjarts SJÓN Sagður sýna á sér nýjar og óvæntar hliðar. BRAGI ÓLAFSSON Ný skáldsaga hans fjallar um hversdagsfólk í Reykjavík og ber vinnuheitið Vont fólk. HULDAR BREIÐFJÖRÐ Sendir frá sér ferðabók um Kína. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.