Fréttablaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 34
 14.00 BUBBI, Guðbjörn Gunnars- son skúlptúristi, og Jóhann G. Jóhanns- son, myndlistar- og tónlistarmaður, opna samsýningu í Húsi málaranna, Eiðistorgi. Allir velkomnir. Sýningin stendur yfir til 28. september og er opin fimmtudaga til sunnudags frá kl. 14-18.  Mæja, myndlistarkona, sýnir málverk sín í Hitaveitu Suðurnesja í Hafnarfirði en sýningin ber heitið Losti & Þrá. Sýn- ingin er opin alla virka daga frá 8:00- 16:00.  16.00 Kvikmyndasafn Íslands sýnir myndina, Á hjara veraldar, eftir kvikmyndagerðarkonuna Kristínu Jó- hannesdóttur í Bæjarbíó, Strandgötu 6, Hafnarfirði. ■ ■ SÝNINGARLOK  Nú um helgina er síðasta sýningar- helgi á myndlistarverkum Péturs Más Gunnarssonar í Gallerí Dvergi. Pétur Már útskrifaðist árið 2002 frá Myndlistardeild LHÍ og er þetta önnur einkasýning hans. Sýningarstaðurinn er við Grundarstíg 21 í Reykjavík og er opið klukkan 17-19 til og með sunnudegi.  Síðasta sýningarhelgi Sjafnar Har í Art Gallery Icelandic á Skólavörðurstig 25a. Opnunartími virka daga 12-18, lau.12-16 og sun. 14-18.  Þrettán plús þrjár kallast sýning sem hefur staðið yfir í Lystigarðinum Akureyri og er haldin til heiðurs konun- um sem gerðu garðinn fyrir 91 ári síðan. Sýningunni lýkur sunnudaginn 14. sept- ember, og er því hver að verða síðastur að sjá hana. Aðsókn hefur verið með eindæmum góð og hafa hundruðir gesta komið og notið garðsins og fjöl- margir lýst ánægju sinni með framtakið. Sýnendur eru 13 norðlenskar listakonur og þrjár frá Færeyjum og vinna þær verk sín í: textíl, leir, tré, grafík, stein o.fl. ■ ■ FÉLAGSLÍF  11.00 Útimarkaður í Mosskógum Mosfellsdal. Á markaðnum verða seldar lífrænt ræktaðar vörur og blóm, en upp- skriftir og góð ráð eru gefin í kaupbæti, einnig verður seldur fiskur úr Þingvalla- vatni. Boðið er upp á kaffi og kökur og létt spjall. Allir velkomnir. ■ ■ SKEMMTANIR  Dúettinn Acoustics spilar á Ara í Ögri í kvöld.  Trúbadorinn Ingi Valur spilar á Kaffi Aroma, verslunarmiðstöðinni Firði.  Dj Master verður á Kaffi Amster- dam  HÓD verður á Kaffi Kúltúr, Hverfis- götu 18  Í svörtum fötum heldur ball á nýja skemmtistaðnum Kastró, í Reykjanes- bæ.  Hermann Ingi Jr. spilar á Catalina, Hamraborg 11, Kópavogi.  Dj Nico spilar í Egilsbúð, Neskaup- stað.  Hljómsveitin Tvö dónaleg haust verður á Fat Sam’s, Gylfaflöt 5.  Dj Valdi verður á Felix í kvöld.  Hilmar Sverrisson og félagar spila á Fjörukránni.  Dj Tweek heldur uppi fjörinu á Glaumbar.  23.00 Rokkararnir í Mínus og Maus verða á Grand Rokk í kvöld. Hljómsveitin molesting mr. bob spilar á undan herlegheitunum. Húsið opnar kl. 22.30.  Rokkhljómsveit Rúnars Júlíusson- ar spilar á Græna hattinum, Akureyri.  Stórsveit Ásgeirs Páls sér um fjörið á Gullöldinni.  KK og Maggi Eiríks verða með tón- leika í Hótel Höfn.  Atli skemmtanalögga verður á Hverfisbarnum í kvöld.  Sálin hans Jóns míns verður með ball í Höllinni, Vestmannaeyjum.  Jói verður með létta tónlist á Kaffi Læk í kvöld.  Solla söngfugl og Njalli í Holti spila á Kaffi Strætó.  Finnski tónlistarmaðurinn Jori Hulk- konen leikur deephouse-tónlist á Kapi- tal í kvöld. Dj Bjössi hitar upp.  Danni Tsjokkó trúbador spilar á Kránni, Laugavegi 73.  Sigga Beinteins, Grétar Örvarsson og Kristján Grétarsson verða á Kringlu- kránni í kvöld.  Gullfoss og Geysir halda uppi dansstuðinu á Leikhúskjallaranum í kvöld.  Dans Sagaklass verður á Odd-vit- anum, Akureyri.  Spútnik verður á Players í Kópa- vogi í kvöld.  Hljómsveitin Sixties heldur uppi fjörinu á Ránni, Reykjanesbæ.  Hljómsveitin Paparnir verður á Sjall- anum, Akureyri.  The Hefners leika á Sjallanum, Ísa- firði.  Kvöldskemmtun með Halla og Ladda verður í Stapanum, Reykjanes- bæ, í kvöld. Brimkló verður með ball á eftir. Fólk er hvatt til þess að hafa sam- band við Stapann í síma 421 2526 og tryggja sér miða í tíma. LAUGARDAGUR 13. september 2003 ■ MYNDLIST 35 „Við borðum mikilvægustu máltíð dagsins oft á dag“ „Ég borða mikilvægustu máltíð dagsins strax eftir útsendingu“ Mikilvægasta máltíð dagsins LEIKLIST Dýrin í Hálsaskógi verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í dag. Leikritið, sem er eftir Thorbjörn Egner, hefur í gegnum tíðina notið ómældra vinsælda barna á öllum aldri. Margir muna eftir Sigga Sigurjóns í hlutverki Mikka refs en nú leikstýrir hann sýningunni og að þessu sinni er það Þröstur Leó Gunnarsson sem ætlar að borða allar piparkökurnar hans Hérastubbs bakara. Það þykir at- hyglisvert að barnabókahöfundur- inn og teiknarinn Brian Pilkington sér um leikmyndina en þetta er í fyrsta sinn sem Pilkington vinnur að leikmynd í leikhúsi. Sýningin er sýnd á Stóra sviði Þjóðleikhússins og foreldrar eru hvattir til að mæta með yngstu kynslóðina og leyfa krökkunum að njóta boð- skaparins. ■ STEFÁN JÓNSSON Fer með aðalhlutverkið í leikritinu Erling sem frumsýnt verður í Loftkastalanum í kvöld. Leikritið er samstarfsverkefni Sagnar, framleiðslufyrirtækis Baltasar Kormáks, og Leikfélags Akureyrar. Erling var frumsýnt í Freyvangi á Akureyri á fimmtudagskvöldið og áætlað er að sýna Erling jöfnum hönd- um á Akureyri og í Reykjavík. Frumsýningin hefst kl. 20.00 en leikstjóri sýningarinnar er Benedikt Erlingsson. Yfirlitssýning á verkumlistakonunnar Júlíönu Sveinsdóttur (1889-1966) verður opnuð á Listasafni Íslands í dag. Júlíana til- heyrir brautryðjendum ís- lenskrar málaralistar en hún var ein af fyrstu konun- um hér á landi sem gerðu málaralist að sínu ævistarfi. Júlíana bjó í Danmörku meirihluta ævi sinnar en á sínum tíma vakti hún þar at- hygli bæði fyrir framúr- stefnuleg fataefni og list- rænan myndvefnað. Til marks um stöðu Júlíönu í danska listaheiminum hlaut hún hin virtu Eckersbergs- verðlaun árið 1947. Júlíana fór einnig árið 1951 sem fulltrúi Dana á IX ítalska þríæringinn í Mílanó og vann þar gullverðlaun fyrir vefnað. Á sýn- ingu Listasafns Íslands eru yfir 100 verk, málverk og vefnaður, sem varpa ljósi á feril þessa merka brautryðjanda íslenskrar mynd- listar. Í tilefni sýningarinnar gefur Listasafn Íslands út bók með greinum um ævi og list Júlíönu Sveinsdóttur og verður bókin myndskreytt fjölda ljósmynda af verkum Júlíönu. Sýningin stendur til 26. október. ■ ATLI RAFN SIGURÐARSON Fer með hlutverk Lilla klifurmúsar í Dýrunum í Hálsaskógi sem verður frumsýnt í Þjóðleik- húsinu í dag. Öll dýrin í skóginum Brautryðjandi í málaralist UNDIR SKIPHELLUM, 1953 Málverk eftir íslensku listakonuna Júlíönu Sveinsdóttur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M MATSEÐILL Forréttur Steikt hörpuskel með engifer og lerkisveppum Aðalréttur Ofnbakað lambafillet með gljáðu rótargrænmeti, rosti kartöflum og madeirasósu Eftirréttur Volga súkkulaðiterta með vanillusósu Verð kr. 3.500. Jörgen Svare, Björn Thorodd- sen og Jón Rafnsson leika Jazz fyrir mat- argesti Hótel Borgar frá kl: 19.30 - 21.00 Borðapantanir í síma 551 1247 - Hótel Borg ✓

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.