Fréttablaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 4
4 13. september 2003 LAUGARDAGUR Á að gera átak í öryggismálum íslenskra ráðamanna í ljósi morðsins á Önnu Lindh? Spurning dagsins í dag: Áttu DVD-mynddiskaspilara? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 71% 24% Nei 5%Veit ekki Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is ■ Reykjavík ■ Bandaríkin ■ Landbúnaður SKIPULAG Nágrannar efnahags- skrifstofu kínverska sendiráðsins í Garðastræti 41 hafa kært sendi- ráðið fyrir uppbyggingu tennis- vallar í bakgarði hússins. Kínverjarnir munu hafa ekið talsverðu af jarðefnum í lóð sína til að gera hana hentuga fyrir tennisleikinn. Með því er lóð þeirra orðin umtalsvert hærri en lóðir næstu nágranna, sem segjast óttast þá hættu sem stafi af tennisleiknum. Tennisboltar séu mjög harðir og geti flogið óhindr- að um loftið á allt að 200 kíló- metra hraða á klukkustund inn á næstu lóðir. Garðastræti 41 var byggt af Ólafi Thors árið 1928. Einn ná- granninn benti á að í framkvæmda- gleði sinni hefðu kínversku sendi- mennirnir látið fjarlægja allan gróður úr bakgarðinum – þar með talin tré sem eflaust hefðu notið friðhelgi fyrir aldurs sakir. Það eru íbúar í húsinu númer 39 við Garðastræti sem kæra tennisvöllinn. Þess má geta að íbúarnir á númer 43 kærðu Kín- verjanna í nóvember á síðasta ári vegna bílskúrs sem byggður var á lóðamörkunum. Niðurstaða Úr- skurðarnefndar skipulags- og byggingarmála í því máli liggur enn ekki fyrir. Það má segja að fyrir íbúa Garðastrætis 43 sé það lán í óláni að skúrinn sem er þeim þyrnir í augum skýli þeim að minnsta kosti fyrir hraðfleygum tennisboltum. ■ Fjórðungslækkun launa frá áramótum SJÁVARÚTVEGUR Laun sjómanna á togurunum Sturlaugi H. Böðvars- syni og Haraldi Böðvarssyni hafa lækkað um fjórðung frá áramót- um. Ástæður þessa eru meðal annars úrskurður úrskurðar- nefndar sjómanna og útgerðar- manna þar sem kveðið er á um að fiskverð til sjó- manna miðist við beina sölu til fyrir- tækisins sjálfs en ekki sölu á markaði eins og verið hefur hingað til. Verð- lækkun á mörkuð- um og styrking krónunnar hefur líka sitt að segja. „Þetta er mikil lækkun,“ segir Guðjón Petersen, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra skipstjórn- armanna. „Haraldur Böðvarsson hefur selt ýsu og undirmálsþorsk beint á markaði og hefur fengið markaðsverð fram að þessu. Nú gera þeir kröfu til þess að selja þetta beint til sín og ákveða verðið sjálfir. Gengi krónunnar hefur styrkst mikið svo að það hefur líka áhrif til verðlækkunar. Það má segja að fiskimenn séu eina starfs- stéttin í landinu sem tekur áhætt- una með sínum atvinnurekanda.“ Guðjón segir að það hafi vakið athygli manna að þrátt fyrir að gerðardómur hafi gert ráð fyrir því að fiskverð til sjómanna fylgdi ákveðnu hlutfalli af mark- aðsverði hafi það ekki gengið eft- ir sem skyldi fyrsta árið. „Í raun megi líkja þessu við verðbreyt- ingar olíufélaganna þó með öfug- um forsendum sé. Útgerðarmenn drógu lappirnar við að fylgja ákvörðunum gerðardómsins með hækkanirnar. En um leið og lækk- un verður á mörkuðum og gengið styrkist vilja þeir vera fljótir til og elta það niður.“ Samkvæmt niðurstöðu úr- skurðarnefndar á dögunum lækk- ar verð á ýsu og ufsa um 15%. Karfaverð lækkaði um 16% en út- gerðin hafði áður boðið sjómönn- um á togurunum tveimur sex pró- senta lækkun. Hún lét fylgja til- boði sínu að færi málið fyrir úr- skurðarnefnd yrðu gerðar ýtrustu kröfur um fiskverð. brynjolfur@frettabladid.is Innbrot á Ísafirði: Vildi ná í lyf INNBROT Maður var handtekinn eftir að hafa brotist inn á sjúkra- húsið á Ísafirði í fyrrinótt. Um er að ræða sama mann og braust í tvígang inn í Grunnskólann á Ísa- firði í síðustu viku í leit að geð- lyfjum. Maðurinn var handtekinn á staðnum en starfsfólk hafði orðið vart við umgang í kjallar- anum um hálfþrjú um nóttina. Var lögreglunni gert viðvart og var maðurinn þá komin upp á aðra hæð þegar hann náðist, vopnaður kúbeini og hefiltönn. ■ VERSLAÐ Í KARTÖFLUGEYMSLU Eigendur jarðhýsanna í Ártúns- brekku, gömlu kartöflugeymsl- anna, hafa sótt um leyfi til að inn- rétta sjö verslanir. Óskað hefur verið eftir leyfi borgaryfirvalda til að samræma gólfhæð í húsun- um sjö og breyta geymslum og galleríi í sjö verslanir. TONY BLAIR Enn er sótt að forsætisráðherranum vegna innrásarinnar í Írak. Blair skammaður: Gerði lítið úr hættunni LONDON, AP Stjórnarandstæðingar á breska þinginu gagnrýndu Tony Blair forsætisráðherra og ríkis- stjórn fyrir að halda leyndum upplýsingum um að innrás í Írak gæti leitt til aukinnar hættu á hryðjuverkaárásum. Þessar upp- lýsingar komu fram í skýrslu til stjórnvalda mánuði fyrir innrás- ina. Iain Duncan Smith, formaður Íhaldsflokksins, sagði forsætis- ráðherra hafa rétt á að ákveða innrás þrátt fyrir hættuna en að hann skuldaði þjóðinni samt sem áður skýringar á ákvörðun sinni. Charles Kennedy, formaður Frjálslyndra demókrata, gagn- rýndi Blair fyrir að taka ekki meira tillit til viðvörunarinnar. ■ Hugo Þórisson sálfræðingur Wilhelm Norðfjörð sálfræðingur Nýtt námskeið að hefjast Upplýsingar og skráning í s: 562 1132 og 562 6632 eftir kl. 16 og um helgar Á námskeiðinu verður m.a. fjallað um: • Þroska barna, sjálfsmynd og samskipti. • Vandamál sem geta komið upp í samskiptum innan fjölskyldunnar. • Aðferð til þess að kenna börnum að taka ábyrgð. • Hvernig hægt er að tala við börn og tryggja að þau vilji hlusta. • Aðferðir til þess að kenna börnum tillitsemi og sjálfsaga. • Aðferðir til að komast út úr samskiptum þar sem eru sigurvegarar og taparar. • Hugmyndir um hvernig er hægt að hafa jákvæð áhrif á gildismat barna. www.samskipti.org BORGARMÁL Tveir fulltrúar borgar- ráðs og borgarstjórans í Reykjavík ræddu á fimmtudag við sjö um- sækjendur um starf borgarlög- manns. Eins og fram hefur komið sagði Hjörleifur Kvaran borgarlögmaður embætti lausu í ágúst. Hann hefur verið ráðinn lögfræðingur Orku- veitu Reykjavíkur. Umsóknarfrestur um embætti borgarlögmanns rann út á mánu- dag. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu borgarritara hafði ekki verið ákveðið fyrir helgi hver hlyti starfið. Þeir sem sóttu um starfið eru hæstaréttarlögmennirnir Guð- mundur Benediktsson, Guðni Á. Haraldsson, Lára G. Hansdóttir, Tómas Gunnarsson, Valborg Þóra Snævarr, Valgeir Kristinsson og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. Þær kröfur eru gerðar til borgarlög- manns að viðkomandi hafi mál- flutningsréttindi fyrir Hæstarétti. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins munu Guðmundur Bene- diktsson, sem er bæjarlögmaður í Hafnarfirði, og Vilhjálmur H. Vil- hjálmsson þykja líklegastir sem næsti borgarlögmaður Reykjavík- ur. ■ Kínverjar rífa upp tré Ólafs Thors og valda usla: Garðstrætingar óttast tennisleik TENNISVÖLLURINN Kínverska sendiráðið lét fjarlægja gömul tré úr bakgarði skrifstofu sinnar í Garðastræti til að geta byggt upp tennisvöll. Laun sjómanna á tveimur togurum HB hafa lækkað um fjórðung frá áramótum. Verðlækkanir og sterkari króna spila saman við úrskurð um að skiptaverð fyrir hluta afla ráðist ekki lengur af markaðsverði. HARALDUR BÖÐVARSSON Í kjölfar verðlækkana, styrkingar krónunnar og úrskurðar sem lækkar fiskverð til sjómanna hafa laun áhafna á tveimur togurum fyrirtækisins lækkað um fjórðung frá áramótum. ■ „Í raun má líkja þessu við verð- breytingar olíu- félaganna þó með öfugum forsendum sé.“ Rætt hefur verið við umsækjendur um embætti borgarlögmanns: Sjö sóttu um starf borgarlögmanns RÁÐHÚS REYKJAVÍKUR Guðmundur Benediktsson, bæjarlögmaður í Hafnarfirði, er einn sjö umsækjenda um embætti borgarlögmanns í Reykjavík. Guð- mundur og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson þykja líklegastir í starfið. BÚNAÐARGJALD Komið hafa í ljós villur við álagningu búnaðar- gjalds árið 2003. Samkvæmt upp- lýsingum frá skattayfirvöldum hefur búnaðargjald verið lagt á bæði hjónin ef eiginkonan er eldri en maðurinn. Greiðendum er bent á að fara yfir álagningar- seðla og kæra ef grunur leikur á slíku. ÚTIGENGIÐ FÉ Sautján útigengn- ar kindur fundust í friðuðu hólfi á Hólsfjöllum í árlegri leit Land- græðslunnar. Hefur sjaldan fundist jafn stór hópur af úti- gengnu fé. Kindurnar, sem flest- ar eru frá Vopnafirði, voru vel á sig komnar. DEAN BIÐLAR TIL CLARKS Banda- rískir fjölmiðlar halda því fram að Howard Dean, sem nýtur mest fylgis allra frambjóðenda í for- vali demókrata fyrir forsetakosn- ingarnar á næsta ári, hafi beðið Wesley Clark, fyrrum yfirmann herliðs NATO í Kosovo, um að vera varaforsetaefni sitt sækist hann ekki sjálfur eftir forseta- embættinu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.