Fréttablaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 19
20 13. september 2003 LAUGARDAGUR Við berum höfuðið hátt í samfé-lagi þjóða, förum geyst, kaup- um banka um heim allan, verslun- arkeðjur og fótboltafélög... augljóst er að við þurfum að hafa eitthvað sterkt merki eða tákn fyrir okkar gjaldmiðil,“ segir Ragnar Gunnars- son, viðskipta- og markaðsstjóri. Að viðhalda sjálfstæðinu Hann segir Íslendinga ekki geta verið minni en aðra í þessum efnum – allir sterkustu gjaldmiðlar heims; dollarinn, jenið og pundið ... öll hafi þau sérstök tákn. Hvers vegna ekki íslenska krónan sem er bara með sitt kr. – sem jafnvel gæti valdið misskilningi í tengslum við ákveðið íþróttafélag Vestur í bæ. Í nýju blaði um hönnun sem aug- lýsingastofan Fíton hefur gefið út gefur að líta ýmsar útfærslur og hugmyndir sem gætu leyst þessa klemmu sem íslensk þjóð er í varð- andi þessa átakanlegu vöntun. „Þetta er annað blaðið sem við gefum út,“ segir Ragnar. „Það er auðvitað um okkur og það sem við erum að gera en jafnframt almennt um markaðsmál, hönnun og auglýs- ingar. Við gefum okkar hönnuðum lausan tauminn, þeir fá að vinna til- tekið verkefni án þess að hafa kúnna á bakinu. Í fyrra blaðinu var þemað nýtt nafn og nýr fáni fyrir Ísland. Nú er það gjaldmiðillinn,“ segir Ragnar. Greinilegt er að Fíton horfir til þjóðernisins í þessum þönkum öllum. „Fáránlegt að svona þjóð eins og okkar eigi ekki sterkt merki fyrir okkar „sterka“ gjald- miðil.“ Ragnar segir að blaðið og hug- myndirnar hafi ekki enn verið lögð fyrir Seðlabankann en það hljóti að vera næsta skref. Hann segir sér- stakt tákn gjaldmiðilsins geta gagn- ast þjóðinni vel við markaðssetn- ingu þjóðarinnar, ekki síst nú á tím- um þegar fjöldi Evrópuþjóða sé að steypast í eitt og sama mótið hvað þetta varðar með evrunni. „Þetta er þáttur í að viðhalda okkar sjálf- stæði og gerir okkur sterkari gagn- vart evrunni.“ Einföldustu hugmyndirnar vandfundnar „Okkur fannst þetta athyglis- verð pæling, af hverju gjaldmiðill- inn hefur ekkert tákn,“ segir Halla Helgadóttir, grafískur hönnuður, sem hefur haft yfirumsjón með þessu verkefni. Fítons-fólkið hóf þegar í vor að leggja grunn að þessu verkefni og hefur starfað að því í sínum eigin tíma. „Við höldum reglulega fagfundi þar sem við tökum fyrir mismun- andi mál. Við skoðuðum merki ann- arra gjaldmiðla svo sem jenið, doll- arann og pundið, söguna að tilurð þeirra og ýmsar kenningar.“ Þeir Jón Ari Helgason og Vil- helm Anton Jónsson (Villi „naglbít- ur“) tóku svo saman þessar hugleið- ingar og settu í grein sem birtist í blaði Fítons. Tíu hönnuðir starfa hjá Fítoni og flestir tóku þeir þátt með einum eða öðr- um hætti. Halla segir tals- vert mál að hanna góð merki og að þetta sé alveg sérstök grein innan auglýsinga- fræðinnar. „Eitt erfiðasta verkefni sem hönnuður fær er að gera merki. Þau eru oft svo einföld og fólk dregur kannski þá álykt- un að þar með séu þau auð- veld í hönnun. Svo er alls ekki. Bestu og einföld- ustu hugmyndirnar eru oft vandfundnar.“ Þjóðlegur undirtónn Í blaði Fítons kennir ýmissa grasa, til dæmis er velt upp spurn- ingunni um tilurð merkis pesetans, pundsins og jensins auk dollarans. Leiddar eru fram á sjónarsviðið kenningar sem sumar hverjar hljóta að teljast hæpnar. Sagt er að í raun sé fátt eitt vitað um upp- runann. Ein er U.S.-kenningin sem Fítonsmönnum þykir ekki trúverð- ug en að einfaldega sé sett grannt U yfir S sem eigi að tákna United States. Önnur er Uncle Sam-kenn- ingin sem gengur út á það sama nema að hér sé um skammstöfun á Uncle Sam að ræða. Þá er áttu- kenningin leidd fram á sjónarsvið- ið: $ sé í raun stílfærðing á númer- inu átta sem stóð fyrir „Piece of eight“ sem var heiti á spænskri mynt sem síðar varð dollari. En hér á síðunni eru hugmyndir hönnuðanna að nýju tákni fyrir krónuna gömlu, sem er náttúrlega dönsk að ætt og uppruna. Dæmi nú hver fyrir sig. jakob@frettabladid.is Auglýsingastofan Fíton gefur árlega út blað sem ætlað er faglegri umræðu um markaðs- og auglýsingamál. Í ár var þemað sjálf krónan. Gjaldmiðill þessarar stoltu þjóðar hefur ekkert sérstakt einkennismerki, sem má heita ótækt. ● KRÓNAN OG FISKURINN Hér er vísað til þess að fiskveiðar hafa lengi verið undirstaða lifibrauðs Íslendinga, myndir af fiskum og sjávardýr séu á myntinni og því ekki að ganga skrefið til fulls og hafa táknið stílfærða útgáfu á formi fisksins. Höfundur hugmyndarinnar segir þetta túlkun á því sem raunverulega liggur að baki hinni sönnu merkingu fjármagnsins. (Höfundur: Anna Karen) ● ISK Við hönnun merkisins var leitað í upp- runann en orðið króna þýðir kóróna. Tekið var mið af því að auðvelt væri að hand- skrifa merkið og laga það að leturgerðum. (Höfundur: Jari) Krónan þarf tákn ● ISK-KRÓNA Hér er vísað til meginforma stafanna ISK. (Höfundur: Alli) ● HIN KLOFNA KRÓNA Höfundur þessarar hugmyndar heldur því fram að landfræðilega, hug- myndalega og pólitískt sé Ísland klofið land. Í tákninu geti endurspeglast von þjóðarinnar og trú á íslensku krónunni í „ólgusjó alþjóðaviðskipta“. (Höfundur: Ingólfur) ● FÉ Merking hugtaksins fjár er fé, kindur, sem hefur hald- ið lífinu í þessari þjóð frá örófi alda. Hér fer danska krúnan út fyrir hina sönnu íslensku fjalldrottningu. Og lagðar eru til nýjar grunneiningar fjár: Í einni á eru tíu lömb. Tíu ær þarf í einn hrút og tíu hrútar gera svo eina kró. Milljón lömb gera eina rétt. (Höfundur: Bjössi) ● ALIN Gömul mælieining sem fylgt hefur þjóðinni um aldir. Vaðmál var mælt í álnum og var gildur gjaldmiðill áður fyrr. Að komast í álnir er orðtak sem enn lifir. Aukaskýring merkisins er að frá olnboga að fingurgóm er ein alin og sú er ástæðan fyrir vinklinum í tákninu a. (Höfundur: Jón Ágúst) ● ISK, ÍSLENSK KRÓNA K fyrir „króna“ með strikum undir sem tilvísun í dollarann, jenið og pundið. (Höfundur: Finnur) ● KR-KRÓNAN Merkið sameinar bókstafina k og r sem eru nú þegar notaðir sem tákn fyrir krónuna. Stafirnir renna saman í eitt og mynda einfalt og sterkt form sem er til þess fallið að undirstrika stöðugleika. (Höfundur: Halla) RAGNAR GUNNARSSON Segir að enn sem komið sé hafi hug- myndirnar ekki verið lagðar fyrir Seðla- bankann. HALLA HELGADÓTTIR Segir það að hanna lógó eða merki eitthvert það snúnasta sem hönnuðir fást við.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.