Fréttablaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 15
15LAUGARDAGUR 13. september 2003 KRINGLUPLANIÐ Mér finnst þetta ekki vera neittsérstakt dýrðartímabil,“ segir Katrín Jakobsdóttir íslenskufræð- ingur um ár Davíðs Oddssonar í stjórnarráðinu. „Það hefur flest farið á versta veg í opinberri stjórnsýslu, ekki síst hvað varðar einkavæðingu og kapítalismadýrk- un sem er komin fram úr hófi. Þessi glórulausa einkavæðing nær því ekki einu sinni að vera alvöru kapítalismi, þó ég sé nú ekkert hrifin af honum heldur.“ Katrín segir Davíð þó geta gengið ánægðan út úr stjórnarráð- inu enda sé hann vinsæll. „Ég held nú samt að það verði engin stór breyting á meðan maður situr uppi með þessa ríkisstjórn. Mér heyrist fjármálaráðherra vera farinn að tala um einkavæðingu á svipuðum nótum og Davíð og er sjálfsagt að setja sig í stellingar arftakans. Einkavæðingin er eiginlega það eina sem þeir hafa gert og hafa ekki einu sinni gert það vel.“ Katrínu finnst Davíð hafa siglt býsna lygnan sjó undanfarin ár og koma sér undan því að taka snerr- ur. „Hann kemur til dæmis yfirleitt fram einn í fjölmiðlum. Ég veit ekki hvort aðrir stjórnmálamenn eiga eftir að ná sömu stöðu gagn- vart fjölmiðlum en kannski er Dav- íð búinn að leggja línurnar og þetta er það sem koma skal.“ Katrín segist ekki munu sjá eft- ir Davíð úr stjórnarráðinu. „Hann á kannski eftir að draga sig í hlé og verður svo bara forseti. Fyrst hann er búinn að sættast við Ólaf Ragn- ar vill hann kannski gera jafn vel og hann. Ég held samt að 21. öldin sé ekki öld Davíðs og að það sé ekki aðeins kominn tími fyrir nýtt fólk heldur líka nýja flokka.“ ■ Fólk af minni kynslóð hlýtur aðgeta tekið undir þá útbreiddu skoðun að Davíð Oddson sé einn merkasti stjórnmálamaður Ís- lands. Þar við bætist að jafnaldr- ar mínir þekkja varla annan for- sætisráðherra en Davíð. Við- brigðin verða því mikil þegar Halldór Ásgrímsson tekur við að ári,“ segir Þorbjörg S. Gunn- laugsdóttir, sem situr í ritstjórn vefritsins Tíkin.is. „Á þeim tólf árum sem Davíð hefur veitt ríkis- stjórninni forystu hafa orðið breytingar á grundvallarþáttum íslensks samfélags í átt til aukins frjálsræðis og frjálslyndis. Ein- staklingsfrelsi og einkaframtak hafa verið í fyrirrúmi og stöðug- leiki ríkjandi. Vinsældir Davíðs held ég þó að stafi fyrst og fremst af því hvernig hann kemur fyrir. Davíð talar mál sem allir skilja, hefur góða kímnigáfu og birtist sem tilfinningaríkur stjórnmála- maður. En eins og jafnan er um leiðtoga er hann sannarlega ekki óumdeildur.“ ■ Í bók eftir Eirík Jónsson blaða-mann sem heitir: „Davíð – líf og saga“ og kom út árið 1989 bregður höfundur upp mynd af stjórn- málamanninum sem þá var borg- arstjóri: „Þetta er saga um Davíð Oddsson, læknissoninn og skáldið, sem lagði höfuðborgina að fótum sér.“ Á þeirri vegferð ræddi Ei- ríkur við fjölda samferðamanna Davíðs. Hér eru nokkrir molar: Eiríkur vitnar í einn sem hannsegir úr skjaldborg Davíðs: „Fólk verður að gera sér grein fyrir að starf borgarstjórans í Reykjavík er nær því án hlið- stæðu hér á landi. Aðeins nokkur önnur störf bjóða upp á sambæri- leg laun og fríðindi á borð við embættisbíl og einkabílstjóra. Ég held að umbúðir starfsins höfði til persónugerðar Davíðs.“ Baldvin Tryggvason var vinnu-veitandi Davíðs þegar hann starfaði hjá Almenna bókafélag- inu og hann sá það sem koma skyldi: „Fyrir mér eru þeir ekki margir sem komast nær því að vera leiðtogaefni Sjálfstæðis- flokksins – ef þá nokkur. Ég held að það verði ekki hjá því komist að Davíð leiði flokkinn. Það er að- eins spurning um hvenær það verður. Davíð hefur allt sem til þarf. Hann er fljótur að átta sig á aðalatriðum, er hugrakkur sem skiptir ekki svo litlu máli og svo hefur hann persónutöfra og það skyldi enginn vanmeta í stjórn- málum.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáborgarfulltrúi kvenna í Reykja- vík til sex ára, tjáir sig um menn- ingaráhuga Davíðs: „Davíð er mjög klókur og kann lagið á því að fylkja fólki í kringum sig. Dæmi um þetta er þegar honum tókst að fá nokkra af vinsælustu lista- mönnum landsins til að lýsa yfir stuðningi við sig í borgarstjórnar- kosningunum 1986. Það dregur enginn í efa að Davíð hefur ánægju og yndi af menningu og listum en þetta eru líka klókindi. Þessum listamönnum hefur Davíð umbunað á ýmsan hátt; Davíð kann þá list á láta sporslurnar falla á rétta staði. Hann styður við bakið á menningunni vegna þess að hann veit að það borgar sig.“ Og seinna segir Ingibjörg Sólrún að hann sé að verða leiðinlegri með árunum, uppstökkur og óþol- inmóður og ... „stundum hef ég það á tilfinningunni að honum finnist öll andstaða til óþurftar.“ Annar þáverandi borgarfulltrúivinstri manna, Sigurjón Pét- ursson, er ekki á sama máli og Ingibjörg Sólrún, segir Davíð aldrei leiðinlegan en hann geti verið rótarlegur þegar hann vilji það með hafa. Hann beiti sér mjög gegn andstæðingum sínum og af mestri grimmd gegn andstæðing- um í eigin flokki. Eiríkur segir alla sem kynnsthafa Davíð náið kannast við skapgerðarbrest sem lýsi sér í óeðlilegri langrækni og hefni- girni. Á sama hátt og hann sé vin- ur vina sinna gleymi hann aldrei óvinum sínum. Þetta sé hins vegar hálfgert feimnismál í vinahópi hans og Kristján Auðunsson, einn viðmælenda Eiríks, fer varlega spurður um þetta: „Davíð er vel minnugur, man hluti og atburði ákaflega lengi og er þannig séð langrækinn. Ég veit það með vissu að ef menn eru pólitískir andstæðingar Davíðs þá fer hann ekki í grafgötur með það. Hann er harður af sér og leyfir andstæðingunum að fara fram af hengifluginu sjálfir ef þeir stefna þangað. Ekki svo að skilja að hann standi með gulrófu og lokki þá fram af. Davíð er ekki illgjarn, svo mikið er víst.“ Í bókinni kemur fram að Davíðfylgist með öllu sem um hann birtist í fjölmiðlum og haldi því til haga. Þyki honum að sér vegið lendi það í sérstakri hillu og við- komandi sé settur á svartan lista. Ávallt þegar sá hringi og vilji við- tal sé Davíð upptekinn, svo árum skiptir ef í hart fer. Einn vina Davíðs segir hann sjálfan sem litla fréttastofu: „Hann veit bók- staflega um allar hræringar í þjóðfélaginu, sama hvort um er að ræða nýjustu jarðskjálftamæling- ar við Mývatn eða slúðursögur um ástarævintýri alþingismanna.“ Indriði heitinn Þorsteinsson rit-höfundur líkir Davíð við ólman glæsilegan hest: „Davíð Oddsson minnir mig á gæðing sem í stjórn- málalegu tilliti er bundinn innan við borgarhliðin. Hvaða dag sem hann sleppur út fyrir borgarhliðin og fer út á þjóðmálavettvanginn mega andstæðingar hans fara að vara sig. Maðurinn er alveg hörkudjarfur í stjórnmálum og tekur ákvarðanir út og suður án þess að óttast hið minnsta um við- horfið til sín eða hag sinn í pólitík. Þetta hefur orðið honum til ávinn- ings í hverju málinu á fætur öðru. Og við sem þurfum við hann að eiga sem andstæðing eigum stundum í töluverðum erfiðleik- um með hann. Nú, fyrir utan það hvað hann virðist ákaflega fær á stjórnmálasviðinu, þá er hann skemmtilegur maður prívat og persónulega og gaman að tala við hann.“ ■ Að svo miklu leyti sem DavíðsOddssonar verður minnst í stjórnmálasögunni verður það einkum fyrir að hafa haft lag á því að halda völdum sínum lengi. Það lag einkennist jafnan af því að tryggja óbreytt ástand og hags- muni ráðandi afla,“ segir Helgi Hjörvar, alþingismaður Samfylk- ingarinnar. „Fyrir vikið hefur hann heldur verið hemill framfara en höfundur þeirra. Þannig einkenndu stöðnun og skortur á þjónustu borgarstjóratíð hans, en í lands- málum hefur hann notið framfara sem leiddu af EES-samningnum. Sjálfur hefur hann hins vegar barist ötullega gegn því að Íslend- ingar njóti frekari ávaxta af Evr- ópusamvinnunni. Hann hefur þanið ríkisreksturinn út og dregið svo lappirnar í einkavæðingu að við- skiptabankarnir voru ekki seldir fyrr en á þessari öld og enn eru fjölmiðlar, fjarskipti, flugvellir, orka og svo framvegis í náðar- faðmi hins opinbera. Atvinnulífið er drifið áfram af miðstýrðum fjár- festingum ríkisins í þungaiðnaði eins og tíðkaðist annars staðar upp úr miðri síðustu öld og báknið blæs út sem aldrei fyrr. Hver meðal- kommúnisti mætti vera stoltur af slíkum árangri. Sagan mun þó sennilega einkum beina sjónum sínum að því sem verður eftir Dav- íð en sjálfum honum, en eins og títt er um valdaglaða menn vex ekkert í slóð hans. Í borginni hefur Sjálf- stæðisflokkurinn verið rjúkandi rúst allt frá því að hann lét af störf- um borgarstjóra og nú skilar hann flokknum sem næststærsta flokkn- um í eigin kjördæmi og vísast linnulausum oddvitaskiptum í landsmálum eftir brotthvarf hans eins og verið hefur í borginni und- anfarin ár.“ ■ Ævisaga Eiríks Jónssonar blaðamanns um Davíð Oddsson var umtöluð á sínum tíma og var skrifuð í óþökk ráðherrans. Í henni má lesa athyglisverða ummæli samtímamanna um Davíð. Eins og fíllinn ÞORBJÖRG S. GUNNLAUGS- DÓTTIR Rekur vinsældir Davíðs fyrst og fremst til þess hvernig hann kemur fyrir; talar mál sem allir skilja og er góð- ur húmoristi. KATRÍN JAKOBSDÓTTIR Telur glórulausa einkavæðingu ein- kenna feril Davíðs Oddsonar sem for- sætisráðherra. HELGI HJÖRVAR Segir að hver meðalkommúnisti gæti verið stoltur af árangri Davíðs Oddssonar. Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir í ritstjórn á Tíkin.is: Hefur góða kímnigáfu Katrín Jakobsdóttir íslenskufræðingur: Mun ekki sakna Davíðs Helgi Hjörvar alþingismaður: Hefðbundinn valdapólitíkus Styrkur Davíðs felst fyrst ogfremst í því gríðarlega valdi sem hann hefur á þingflokki sín- um,“ segir Garðar Sverrisson, for- maður Öryrkjabandalagsins. „Fari hann öfugu megin fram úr að morgni er eins og hópnum öllum finnist hann þurfi að haga sér eins og hann hafi gert það líka. Dæmi um þetta er til dæmis þegar hann ákvað að bregðast við baráttu Ör- yrkjabandalagsins með beinum árásum á það, sem mistókust. Þrátt fyrir augljósa skapgerðar- bresti getur hann verið alveg drep- fyndinn þegar sá gállinn er á hon- um. Hann er greinilega fljótur að hugsa og virðist eiga auðvelt með að átta sig á andrúmloftinu. Ásamt því að vera stöðugt á varðbergi, kannski fullmikið á útkikkinu, virð- ist þetta næma innsæi í bland við kímnigáfuna hafa gert hann að því sem hann er; „leader of the gang,“ foringjanum sem auðsveipum hirð- mönnum virðist bæði ljúft og skylt að verja og styðja. Þótt talsvert hafi gengið á í sam- skiptum Davíðs við Öryrkjabanda- lagið og mig persónulega verð ég að viðurkenna að ég hef lúmskt gaman af því hvað hann getur ver- ið óhefðbundin í háttum, frumlegur í tilsvörum og óútreiknanlegur. Hann má eiga það að hann er orig- inal týpa og á flestan hátt gerólíkur þessum sléttu og felldu snyrtipinn- um sem fjöldaframleiddir hafa verið í Valhöll.“ ■ GARÐAR SVERRISSON „Væri hann skákmaður myndi maður segja að styrkur hans fælist í að nýta sér minnstu stöðuyfirburði til sókn- ar en hann sé of mikil óhemja til að verjast af sömu yfirvegun og styrk í lakari stöðu.“ Garðar Sverrisson, formaður Öryrkjabandalagsins: Stöðugt á varðbergi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.