Fréttablaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 12
12 13. september 2003 LAUGARDAGUR ■ Andlát ■ Afmæli Lúðvík J. Kr. Magnússon, frá Bæ í Reyk- hólasveit, lést þriðjudaginn 2. septem- ber. Útför hans fór fram í kyrrþey. Vallaður Pálsson, Dvergabakka 30, Reykjavík, lést fimmtudaginn 11. sept- ember. Þorbjörg Valdimarsdóttir, Selfossi, lést miðvikudaginn 10. september. Eiríkur Elisson, Bláskógum 8, Egilsstöð- um, lést miðvikudaginn 10. september. Kristinn Hansen, Santa Fe, Nýju Mexíkó, er látinn. 13.30 Jóhanna Guðmundsdóttir frá Hurðarbaki, Birkivöllum 10, Sel- fossi, verður jarðsungin frá Sel- fosskirkju. 14.00 Eggert Thorberg Guðmundsson frá Melum, Háeyrarvöllum 28, Eyrarbakka, verður jarðsunginn frá Eyrarbakkakirkju. 14.00 Svanhvít Magnúsdóttir frá Brennistöðum, Útgarði 6, Egils- stöðum, verður jarðsungin frá Eg- ilsstaðakirkju. 14.00 Óskar Ingi Magnússon, bóndi, Brekku, Skagafirði, verður jarð- sunginn frá Sauðárkrókskirkju. 14.00 Sigrún Lúðvíksdóttir, Fífilgötu 10, Vestmannaeyjum, verður jarð- sungin frá Landakirkju. 14.00 Soffía Vilhjálmsdóttir, Skeggja- götu 12, Reykjavík, verður jarð- sungin frá Oddakirkju á Rangár- völlum. 14.00 Gísli Ketilsson, Hellissandi, verður jarðsunginn frá Ingjaldshólskirkju. ■ Jarðarfarir Jón Þórarinsson tónskáld er 86 ára. Jón Ásgeir Sigurðsson fréttamaður er 61 árs. Herluf Clausen athafnamaður er 59 ára. Arvid Kro, bóndi á Lómatjörn, er 51 árs. Percy B. Stefánsson skrifstofumaður er 56 ára. Valgerður Guðnadóttir söngkona er 27 ára. GUÐMUNDUR HALLDÓRSSON Heldur fund um helgina. ??? Hver? „Fyrrum skipstjóri í Bolungarvík. Er kom- inn á eftirlaun en ræ einn á trillu.“ ??? Hvar? „Heima í Bolungarvík.“ ??? Hvaðan? „Ég er fæddur og uppalinn Ísfirðingur en hef búið í Bolungarvík í 40 ár.“ ??? Hvað? „Þegar kvótakerfið var sett á í upphafi áttu byggðirnar stjórnarskrárvarin rétt- indi á veiðunum en löggjafinn lögver aðeins útgerðarmanninn. Þannig tekur hann af byggðunum og færir útgerðar- manninum. Útgerðarmaðurinn getur hagrætt í sínum rekstri á kostnað fólks- ins en vegna þess að Alþingi lögvarði útgerðarmanninn ber Alþingi að rétta af þegar fer að halla á byggðirnar. Baráttan stendur um að viðurkenndur sé réttur byggðarinnar til að fá að nýta nálæg fiskmið eins og við getum með vistvæn- um veiðarfærum.“ ??? Hvernig? „Við þrýstum á með þessum fundi að staðið verði við gefin loforð.“ ??? Hvers vegna? „Þetta er komið í gegnum báða stjórnarflokkana er í stjórnarsáttmála og þess vegna segjum við orð skulu standa. Davíð Oddsson lofaði þessu á frægum fundi á Ísafirði. Hans eigin orð. Allir sem koma á fundinn ganga undir borða með hans eigin orðum. Því miður hefur Davíð ekki svarað boði okkar um að koma á fundinn en það hefði verið gaman að sjá hann ganga undir borðann.“ ??? Hvenær? „Í íþróttahúsinu á Ísafirði á morgun kl. 14. Við höfum áður haldið fund vegna svipaðs máls sem var stærsti fundur sem haldinn hefur verið á Vestfjörðum og reiknum með miklum fjölda á fundinn.“ ■ Persónan Ég hef ekki hugleitt neitt hvaðég geri en það er aldrei að vita nema ég borði góðan mat,“ segir Andrea Gylfadóttir söngkona, sem er 41 árs í dag. Hún segir eig- inmann sinn, Einar Rúnarsson sviðsstjóra, vera að störfum í Borgarleikhúsinu og því viti hún ekki enn með hverjum hún hugs- anlega fari út, ef af því verði. Andrea hélt vel upp á daginn fyrir ári síðan þegar hún varð fertug. Þá komu til hennar um sjötíu gestir og skemmtu sér hið besta. „Veislan var í Viðey og þar grilluðum við pylsur og sitthvað gott og það var mjög gaman,“ segir hún og bætir við að mikið hafi verið sungið og spilað enda gott veður. Hún segir að í gegn- um tíðina hafi hún gert sér daga- mun þennan dag en það hafi oft- ast spilast eftir eyranu hverju sinni en ekki endilega verið ákveðið. Andrea er mikið fyrir róleg- heit og finnst best af öllu að draga sig í hlé þegar hún eigi frí og fara eitthvað í sumarbústað og hafa það náðugt. „Ég hef líka gaman af að lesa og hlusta á tónlist og á trú- lega disk við hvert tækifæri. Allt eftir því hvað á við hverju sinni. Á náttborðinu er ég alltaf með nokkrar bækur og gríp niður í einhverri þeirra. Sumar bækur les ég á hinn bóginn í einum rykk og sleppi þeim ekki fyrr en ég hef klárað,“ segir hún. Í haust eru fyrirhugaðir tón- leikar Todmobile með Sinfóníu- hljómsveitinni og segir Andrea nóg að gera að undirbúa þá. „Það er ekkert smá verk að útsetja fyrir öll þau hljóðfæri sem fylgja fjölmennri sinfóníuhljómsveit. En þetta er ógurlega gaman og að öllum líkindum verður frumflutt nýtt lag á þessum tónleikum,“ segir Andrea Gylfadóttir. ■ ROALD DAHL Rithöfundurinn Roald Dahl fæddist árið 1916 en lést 1990. Frægust verka hans er auðvitað barnabókin Kalli og sælgæt- isgerðin sem börn á Íslandi þekkja mjög vel, sem og börn úti um allan heim. Tim Burton ætlar að kvikmynda söguna á næstunni en hann er þekktur fyrir myndir á borð við Batman, Beetlejuice, Apaplánetuna og Sleepy Hollow. 13. september 1663 Fyrsta alvarlega þrælauppreisn- in í Bandaríkjunum hófst á þessum degi í Virginíu-fylki. 1971 Fjöldamorð í Attica-fangelsinu. 1789 Bandaríkin tóku sitt fyrsta lán. 1963 My Boyfriend’s Back með The Angels var á toppi bandaríska listans. 1969 John Lennon og Yoko Ono kynntu Plastic Ono Band á tón- leikum. Eric Clapton spilaði á gítar. 1996 Tupac Shakur dó, 6 dögum eftir að hann var skotinn 6 sinnum. 1998 Mel B og Jimmy Gulzarof giftu sig. 1998 Bandaríski stjórnmálamaðurin George Wallace deyr. ■ Þetta gerðist Vonir um frið í Palestínu og Ísr-ael eru frekar daufar í dag og nýjustu fréttir herma að Ísraelar vilji vísa Yasser Arafat úr landi. En á þessum degi fyrir 20 árum hittust forsætisráðherra Ísraels, Yitzhak Rabin, og PLO-leiðtoginn Yasser Arafat í Hvíta húsinu og tókust svo í hendur upp á nýtt friðarsam- komulag fyrir utan húsið og heim- urinn fagnaði. Samkomulagið þá hljómaði á þá leið að Ísraelar myndu fara af Gaza-svæðinu og Vesturbakkanum með heri sína í apríl 1994 og kosn- ingar yrðu svo haldnar á svæðinu fljótlega eftir það en öllu þessu átti svo að vera lokið með friði og sjálf- stæði fyrir febrúar 1999. Þetta samkomulag varð að veru- leika eftir fundi deiluaðila í Noregi fyrr um árið og sá fundur er stund- um kallaður Oslóarsamkomulagið en þar var einmitt aðalsamning- maður Palestínumanna maður að nafni Ahmed Qureia, arftaki Mahmouds Abbas. En þegar leiðtogarnir tveir tók- ust í hendur fyrir framan Hvíta húsið var það Bill Clinton sem stjórnaði athöfninni fyrir framan boðsgesti. Við hlið þeirra stóðu Jimmy Carter og George Bush eldri. Í ræðu sinni sagði Clinton að friður biði þeirra hugrökku handan við hornið. ■ ARAFAT OG RABIN Tókust í hendur upp á Oslóarsamkomu- lagið svokallaða á þessum degi fyrir 10 árum. RABIN OG ARAFAT ■ tóku í hönd hvers annars á þessum degi fyrir framan Hvíta húsið fyrir 10 árum. Átti það að marka upphaf friðar- ferlis en svo fór sem fór. 13. september 1993 Friðarsáttmáli Ísraels og Palestínu Varð fertug í fyrra Afmæli ANDREA GYLFADÓTTIR ■ hélt upp á fertugsafmælið sitt í fyrra. Hún ætlar að hafa hægt um sig í ár. ANDREA GYLFADÓTTIR Er að undirbúa tónleika með Todmobile og Sinfón- íuhljómsveit Íslands. Stubbanáttföt stærðir 74-116 - Frábært verð Mikið úrval af sængurgjöfum Opnunartími laugardag 10-16 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.