Fréttablaðið - 20.09.2003, Side 11

Fréttablaðið - 20.09.2003, Side 11
LAUGARDAGUR 20. september 2003 debenhams S M Á R A L I N D n‡tt Merki um karlmennsku Herradeild Debenhams - merkilegri en nokkru sinni fyrr. Me›al vinsælla merkja eru S.Oliver, Mexx og Esprit. Komdu. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 2 21 20 09 /2 00 3 Verkalýðsmálin á Kárahnjúka-svæðinu hafa sannað það sem ég hef skrifað um Framsóknar- flokkinn. Að hann sé dulbúinn hræsnari og að mikill meirihluti þjóðarinnar vilji ekkert með hann hafa. Það hefur sýnt sig að Sjálf- stæðisflokkurinn gengur ekki heill til skógar. Hann kemst ekkert án hækju og velur þá sem hentar best. Að enn skuli nógu margir hafa trú á Framsóknarflokkn- um til að fleyta honum á þing, á ekki að geta gengið upp. Sætta menn sig við ósannindi flokksins um fólk í fyrirrúmi og að taka upp hanskann fyrir útlent stórfyrirtæki gegn starfsfólki þess? Allir vita að atvinnu- og fé- lagsmálin eru í höndum Fram- sóknar, sem lætur sem hún sjái ekki hvað Impregilo og undir- verktakar þess aðhafast. Ég trúi ekki að íslenska þjóðin líði að Landsvirkjun, Impregilo og Samtök atvinnulífsins komist upp með að eyðileggja áratuga baráttu verkalýðs á Íslandi. Löngu er ljóst að Samtök atvinnulífsins eru fjandsamleg verkafólki, en ekki hvarflaði að mér að þau mundu reyna að grafa undan samtökum þess til að lækka útgjöld útlends gróðafyrirtækis. Þjónkun þessa hagsmunahóps atvinnurekenda við Impregilo er í hróplegu ósam- ræmi við þjóðarhagsmuni. Gráð- ugar valdablokkir hliðhollar ríkis- valdinu vilja veikja verkalýðsfé- lögin sem mest og það er ekki heiglum hent að verjast slíku of- urefli. Vitað er að formenn verka- lýðsfélaga hafa það gott og það flögrar að mér að margir þeirra eigi það ekki skilið. Réttur sóttur í húmi nætur Það er óþolandi að erlendir starfsmenn Impregilo þurfi að læðast um eftir að dimma tekur til að ræða við fulltrúa verkalýðsfé- laga um sjálfsagðan rétt sinn. Þeir hræðast mafíutakta Impregilo sem minna ónotalega á hvernig mafían kemur sínum mönnum í lykilstöð- ur til að kúga og drottna yfir verkalýðfélögum. Vitað er að und- irverktakar Impregilo reka þá út- lendu starfsmenn sína sem skrifa ekki undir samning um að þeir hafi 260.000 krónur á mánuði í stað 100.000 króna. Orlof og annað slíkt er ekki greitt. Lygar Impregilo um laun starfsfólks og öryggis- og húsnæðismál verja Framsókn og Landsvirkjun kinnroðalaust. Bomba tveggja kosninga, fólk í fyrirrúmi, er nú í venjubundnum dvala. Landsvirkjun sýnir sitt rétta andlit á hálendinu með því að þvo hendur sínar af vondum mál- um eins og Pontíus Pílatus forðum. Þar eru hagsmunir starfsfólks og þjóðar ekki í fyrirrúmi. Það hafa verið færð rök fyrir þessu og nú blasa Kárahnjúkasvikamálin við allra augum. Verslun með fólk Verkalýðurinn á ekki margra kosta völ þarna á hálendinu ef stjórnvöld eru verktökum hliðholl- ari. Það er sorglegt að íslenskur stjórnmálaflokkur skuli draga taum umhverfis- og verkalýðs- fjandsamlegs stórfyrirtækis sem hefur áunnið sér óorð og andúð margra vanþróaðra landa. Vond mál fylgja nú þegar í kjölfar Impregilo, þessa óviðkunnalega verktaka sem getur undirboðið önnur fyrirtæki með því að níðast á starfsfólkinu. Góðir Íslendingar hugsið, þeir leigja verkafólk af leigum sem versla með fólk. Verð- ur ykkur virkilega ekki flökurt? Afætukostnaðurinn færir starfs- fólkið á þrælakjör. Að gera út á fólk með þessum eða öðrum ógeð- felldum og ómannúðlegum hætti er engri þjóð samboðið sem kall- ast vill siðmenntuð. Verslun með fólk, það minnir á fyrstu aldirnar þegar fátækt gat leitt til þrælkun- ar og fólk var tekið upp í skuldir. Í skjóli stjórnvalda og Landsvirkj- unar er Impregilo með fólk á þrælakjörum. Í mínum huga er engin munur á þrælmennsku, það er þrælahaldi, og kúgun Impregilo á erlendu starfsliði sínu. Impreg- ilo er fyrirlitlegt verktakafyrir- tæki sem ógnar góðum mannleg- um samskiptum og traðkar á um- hverfinu hvar sem færi gefst. Undarleg ummæli iðnaðar- ráðherra Í Fréttablaðinu 13. september lýsir iðnaðarráðherra því yfir að ekkert sé óeðlilegt við gang mála á Kárahnjúkasvæðinu, bara smá- vægilegir byrjunarörðugleikar. Það er með ólíkindum að ráðherr- ann skuli láta hafa annað eins eft- ir sér, en svo er fleiri ráðherrum Framsóknar farið. Upplýst er að verktakar hafa dregið til sín meirihluta þeirra launa sem þeim ber að greiða erlenda starfsfólk- inu. Fyrirtækið hundsar íslensk lög og virðist ætla að komast upp með það. Ástæðurnar eru margar fyrir því hjá Impregilo að ráða sem fæsta landa vora. Íslendingar mega aldrei sofna á verðinum gagnvart gráðugum auðsöfnur- um. Á hálendinu sýnir Impregilo að þrælahald er næsti bær við. ■ Umræðan ALBERT JENSEN ■ skrifar um starfs- mannamál á Kárahnjúkasvæðinu.■ Það er óþolandi að erlendir starfsmenn Impregilo þurfi að læðast um eftir að dimma tekur til að ræða við full- trúa verkalýðs- félaga um sjálf- sagðan rétt sinn. Þrífst Impregilo á þrælmennsku?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.