Fréttablaðið - 20.09.2003, Síða 12

Fréttablaðið - 20.09.2003, Síða 12
Ég ætla að taka upp kartöflursem eru feikilega vel sprottnar eftir sumarið,“ segir Finnbogi Hermannsson, frétta- maður Útvarps á Ísafirði. Finnbogi segir að auk kart- öfluupptökunnar ætli hann að reyna að mála húskofann sinn eins og hann nefnir hann. „Ég hef reynt að halda mér að verki en haft lítinn tíma. Hér á Ísa- firði hefur verið svo mikið að gerast að lítill tími hefur gefist til að ljúka því verki. Tvær síð- ustu helgar í ágúst var ég á eft- ir Hrefnu Konna um allan sjó, allt norður í Húnaflóa. Fréttir af fjórðungsþingi í Reykjanesi þurfti að færa landsmönnum að ógleymdum fundinum um línu- ívilnun. Þannig að af þessu geta menn séð að nóg er um að vera á Vestfjörðum,“ segir Finnbogi. Í Ísafirði hefur verið ein- munablíða í allt sumar. Allt hef- ur sprottið þar sem sprottið get- ur og ferðamenn verið fleiri en nokkru sinni fyrr. Finnbogi seg- ir veturinn leggjast vel í fólk, síðustu átta ár hafi menn ekki fundið fyrir vetri svo neinu nemi. „Eftir svona sumar er maður líka sáttari við veturinn,“ segir hann. Finnbogi hefur að undan- förnu unnið að bók um Steinólf Lárusson í Fagradal á Skarð- strönd sem mörgum er kunnur. „Ég er orðinn hálfgerður Stein- ólfur,“ segir hann sposkur og bætir við að hann hafi kynnst Steinólfi fyrir þrettán árum þegar hann tók við hann út- varpsviðtal. „Einn góðan veður- dag löngu síðar bað hann mig að skrifa ævisögu sína en sagan er miklu meira en það, hún er menningarsaga og atvinnusaga Skarðstrandarinnar. Einræður Steinólfs bónda heitir hún og ég ætla að reyna að fara yfir hana á laugardag og fínpússa lítillega á milli þess sem ég mála og tek upp kartöflurnar. Ætli konan slái ekki í pönnukökur og bjóði upp á kaffi en hún er mikil af- mæliskona og man alla afmælis- daga,“ segir Finnbogi Her- mannsson, sem smakkar fátt gómsætara en pönnukökur. ■ Ég fer alltaf á barinn á laugar-dagskvöldum og hitti vinina. Bar 11 er minn Staupasteinn. Þar læt ég 100 kall í glymskrattann, fæ mér bjór og skot og svo er aldrei að vita hvað gerist,“ segir rokkarinn Krummi í Mínus. „Barmenningin hér á landi er að skána að mínu mati. Fyrir nokkrum árum var bara hægt að fara á staði sem spiluðu house en nú eru komnir nokkrir rokk og ról barir í anda mótorhjólapöbbanna í Bandaríkjunum. Það er mjög gott fyrir minn vinahóp.“ Krummi hefur alltaf verið upp á sitt besta á laugardagskvöldum. „Þegar ég var lítill gekk allt út á að fá að vera úti sem lengst og þá var verið að njósna og gera prakk- arastrik en á unglingsárunum var bara farið í partí. Þar var drukk- inn landi og reynt við stelpur og síðan stálumst við alltaf í nætur- sund á Seltjarnarnesi.“ Krummi gefur ekki mikið út á rólegheit um helgar: „Það kemur stundum fyrir að ég sleppi úr helgi. Þá hangi ég heima og horfi á sjónvarpið eða fer í stúdíó til að taka upp tónlist eða æfa. Einhvern tíma í framtíðinni mun ég kannski vera heima með kærustunni að horfa á vídeó um helgar og þá get- um við pantað pitsu. En það verð- ur líklega ekki fyrr en maður er búinn að taka út allan djammkvót- ann.“ Aðspurður um áformin um helgina segir Krummi: „Mínus spilaði á Grand Rokk í gærkvöldi og það var mikið stuð. Í kvöld ætla ég að kíkja á barinn og fara á útgáfutónleikana hans Barða í Bang Gang í Hafnarhúsinu.“ Það er greinilegt að Krummi lætur sér ekki leiðast á laugar- dagskvöldum: „Ég elska partí og hef alltaf verið þannig. Það er mikill gleðskapur sem er í kring- um það að vera í rokkhljómsveit. Það er líka voðalega lítið annað hægt að gera á Íslandi en að kíkja út og detta í það.“ thora@frettabladid.is 12 20. september 2003 LAUGARDAGUR ■ Afmæli ■ Andlát ■ Jarðarfarir Þennan dag árið 1946 hófstfyrsta kvikmyndahátíðin í borginni Cannes í Frakklandi, sem upphaflega átti reyndar að hefjast í september árið 1939. Seinni heimsstyrjöldin frestaði þeim áformum um sjö ár. Fyrsta árlega kvikmyndahátíð- in fór af stað í Feneyjum á Ítalíu árið 1932. Þegar leið að lokum fjórða áratugarins var hún orðin að áróðurshátíð fyrir Hitler og Mussolini, og þess vegna ákváðu Frakkar að skipuleggja sína eigin kvikmyndahátíð til mótvægis við Feneyjaáróðurinn. Í ágúst árið 1939 var búið að velja myndir á hátíðina og stjörn- urnar voru farnar að streyma til Cannes. Meðal annars átti að sýna bandarísku myndina Galdrakarl- inn í Oz. Daginn sem herlegheitin áttu að hefjast, þann 1. september, réð- ust Þjóðverjar inn í Pólland. Há- tíðinni var aflýst, en þó var búið að sýna eina mynd, Kroppinbak- inn í Notre Dame, sem William Dieterle leikstýrði. Þegar heimsstyrjöldinni lauk var fljótlega farið að hefjast handa við að taka þráðinn upp að nýju. Á fyrstu Cannes-hátíðinni voru sýndar myndir á borð við Opna borg Ítalans Roberto Rossellini og The Lost Weekend eftir Billy Wilder. ■ 11.00 Sigurður Þórðarson, Víðihlíð, Grindavík, verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju. 13.30 Margrét Elíasdóttir frá Haugi, Gaulverjahreppi, verður jarðsung- in frá Gaulverjabæjarkirkju. 13.30 Guðjón Baldur Valdimarsson, Hjarðarholti 15, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju. 14.00 Elsa Árnadóttir verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju. 14.00 Þórarinn Sveinbjörnsson, Birki- hlíð, Stokkseyri, verður jarðsungin frá Eyrarbakkakirkju. 14.00 Aðalbjörg Jóhanna Bergmunds- dóttir frá Borgarhól, Vestmanna- eyjum, verður jarðsungin frá Landakirkju í Vestmannaeyjum. Axel A. Kristjánsson, Álagranda 8, lést mánudaginn 8. september. Útförin fór fram í kyrrþey. Sigurberg Þórarinsson, Langagerði 106, lést fimmtudaginn 18. september. Jóhanna Stefánsdóttir, Vallargötu 17, Keflavík, lést miðvikudaginn 17. septem- ber. Málfríður Ólína Þorsteinsdóttir, Fram- nesvegi 17, Keflavík, lést miðvikudaginn 17. september. Jón Kári Jóhannsson, Norðurgötu 60, Akureyri, lést sunnudaginn 7. september. Útförin fór fram í kyrrþey. Afmæli FINNBOGI HERMANNSSON ■ ætlar að taka upp kartöflur og mála húsið sitt. Hann vonar að konan baki afmælispönnukökur og gleymist ekki við útiverkin. Er orðinn hálfgerður Steinólfur Laugardagskvöld KRUMMI BJÖRGVINS ■ Hefur alltaf elskað partí og á enn nóg eftir af djammkvótanum. SOPHIA LOREN Ítalska þokkagyðjan Sophia Loren á eftir eitt ár í sjötugt. Hún verður 69 ára í dag. Síðast lék hún í ítölsku myndinni Cuori estranei, eða Milli ókunnugra, sem var frumsýnd í fyrra. 20. september ■ Þetta gerðist 1519 hélt portúgalski landkönnuður- inn Magellan af stað í reisu sína frá Spáni til Indónesíu. 1565 kom til bardaga í fyrsta sinn inn- byrðis milli Evrópumanna í Vest- urheimi þegar spænskt herlið hertók byggð franskra húgenotta í Fort Caroline, sem stóð þar sem nú er Flórída. 1870 náðu ítalskar hersveitir valdi yfir páfaríkjunum, sem leiddi til sam- einingar Ítalíu í eitt ríki. 1925 var vinsælasta bíómynd Harolds Lloyds, The Freshman, frumsýnd. 1963 lagði John F. Kennedy Banda- ríkjaforseti til í ræðu sem hann flutti á allsherjarþingi Samein- uðu þjóðanna að Rússar og Bandaríkjamenn ynnu saman að því að koma mönnuðu geimfari til tunglsins. Frestað vegna heimsstyrjaldar CANNES ■ Kvikmyndahátíðin í Cannes var haldin í fyrsta sinn árið 1946. 20. september 1946 Læt alltaf 100 kall í glymskrattann um helgar KRUMMI Hlustar á rokk í glymskrattanum á bar 11 um helgar. FINNBOGI HERMANNSSON FRÉTTAMAÐUR Hann er sextíu og eins árs í dag en á milli þess sem hann málar og tekur upp kartöfl- ur ætlar hann að fínpússa Steinólf bónda frá Fagradal. Vilhjálmur Hjálmarsson, Brekku, fyrrv. menntamálaráðherra, er 89 ára. Edda Borg Ólafsdóttir tónlistarkennari er 37 ára. Halldóra Björk Friðjónsdóttir leiklistar- gagnrýnandi er 29 ára. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T ■ Tilkynningar Fréttablaðið býður lesendum aðsenda inn tilkynningar um dánarfregnir, jarðarfarir, afmæli eða aðra stórviðburði. Tekið er á móti tilkynningum á tölvupóst- fangið: tilkynningar@frettabladid.is. Athugið að upplýsingar þurfa að vera ítarlegar og helst tæmandi. Ljósafoss- laug opnuð Starfsmenn Byrgisins hafa unn-ið að því í sumar að gera upp Ljósafosslaug. Nú er því verki lok- ið og af því tilefni býður Byrgið öllum íbúum Grímsnes- og Grafn- ingshrepps ásamt öðrum velunn- urum að vera viðstaddir opnun Ljósafosslaugar í dag klukkan 14. Eftir athöfnina við laugina verður gestum boðið að kynna sér starf- semi Byrgisins á Ljósafossi og mun Guðmundur Jónsson, for- stöðumaður Byrgisins, kynna þau meðferðarúrræði sem notuð eru í Byrginu. Að lokinni kynningu ávarpar sveitarstjórinn Margrét Sigurðardóttir gesti og að lokum klukkan 17 verður gestum boðið til kvöldverðarhlaðborðs að hætti kokka Byrgisins. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.