Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.09.2003, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 20.09.2003, Qupperneq 40
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar EIRÍKS JÓNSSONAR Eineygður á báðum www.IKEA.is Laugardaga kl. 10:00 - 18:00 | Sunnudaga kl. 12:00 - 18:00 | Mánudaga - föstudaga kl. 10:00 - 18:30 | www.ikea.is TUNHEM glerskápur 97x40/H211sm 24.500,- PJÄTTERYD mynd, Ljúfir draumar 118x78 sm 6.900,- IKEA PS GULLHOLMEN ruggustóll 3.900,- SAMTID gólf-/leslampi 2.990,- ALFHILD FÅGEL púði 50x60 sm 1.990,- Finndu fimm villur... ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N EH F/ SI A. IS IK E 22 01 4 09 .2 00 3 © In te r IK EA S ys te m s B. V. 2 00 3 Skrýtið hvað litlir hlutir getabreytt miklu. Mætti henni í dyr- unum og hún sveiflaði göngustafnum eins og bandarísk klappstýra í stuði. Með hinni kastaði hún gleraugunum í loft upp og greip aftur eins og örn unga á haffleti. Hrópaði upp yfir sig að aldrei hefði neitt betra hent hana í lífinu sem þó taldi tæpa átta tugi. Hún hafði fengið linsur hjá sjón- tæknifræðingnum í Kringlunni. VISSI á gott og ég fór inn í hennar stað. Gleraugun höfðu verið að angra mig, annað hvort skökk, týnd eða skítug. Vildi reyna annan kost. Fékk að vita að 75 prósent af seldum lins- um í heiminum væru bláar. Sérstak- lega í spænskumælandi löndum þar sem flestir eru brúneygir en vilja vera bláeygir. Skipti mig litlu enda fáir með blárri augu en ég. BJÓST svo sem ekki við miklu. Með mismunandi sjón á augunum og þurfti því sitt hvorn styrkleikann af linsum. Sjónfræðingur smeygði lins- unum undir augnlokin og viti menn. Hókus pókus! Hægra augað var orð- ið að smásjá og það vinstra að kíki. Sá rykkorn svífa úr lofti og lenda á geitungi á flugi. Stökk fram á gang og sá þá eftir endilangri Kringlunni. Þekkti meira að segja verslunar- stjórann í Herragarðinum í 200 metra fjarlægð. Sá hann kyngja munnvatni. ALDREI séð annað eins. Og það gleraugnalaus. Nú þurfti höfuðið ekki lengur að fylgja gleraugunum heldur veruleikanum sjálfum í frjálsu falli. Veitti mér þann munað að fara koll- hnís í marmaraslegnu Kringlugólfinu, tók síðan tvö flikk-flökk og hljóp á höndum eftir ganginum. Allt án þess að þurfa að hugsa um gleraugun sem löngu væru fokin út í veður og vind við þessar aðstæður og mölbrotin að auki. Ég gat um frjálst höfuð strokið. Hreyft mig að vild. ÞETTA eru svona daglinsur. Á að setja þær í mig á morgnana og taka úr á kvöldin. Gerði það fyrsta kvöld- ið og er enn að reyna að setja þær í mig aftur. Þegar þetta er skrifað er ég búinn að vera að reyna í þrjár klukkustundir og fimmtán mínútur og ekkert gengur. Finn ekki einu sinni gleraugun enda sé ég ekki handa minna skil. Verð líklega að láta sjúkrabíl keyra mig upp í Kringlu og láta kalla sjóntæknifræð- inginn upp. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.