Fréttablaðið - 11.10.2003, Page 10

Fréttablaðið - 11.10.2003, Page 10
17. september 2003 MIÐVIKUDAGUR Ein þeirra óteljandi styrjaldasem háðar hafa verið í heimin- um hófst þennan dag árið 1899 þar sem nú er Suður-Afríka. Þar áttust við Búar og Bretar. Búar voru afkomendur hol- lenskra landnema í sunnanverðri Afríku og bjuggu í nýlendu sem nefndist Höfðaland. Árið 1806 höfðu Bretar hertekið nýlendu Búanna, sem fluttu sig um set nokkru síðar og stofnuðu tvær aðrar nýlendur, Transvaal og Frí- ríkið Óraníu. Bretar og Búar lifðu framan af í sátt og samlyndi sem nýlendu- herrar, allt þangað til demantar og gull fannst í jörðu á nýlendum Búa. Stríð braust út árið 1899 og Bretar tóku við stjórntaumum í nýlendum Búa strax árið eftir. Búar héldu þó áfram skæruhern- aði allt fram til 1902 þegar Bretar unnu fullnaðarsigur eftir grimmi- leg átök þar sem Bretar fóru hreinlega hamförum, brenndu bæi og söfnuðu konum og börnum í fangabúðir þar sem tugir þús- unda týndu lífinu. Winston Churchill, sem síðar varð forsætisráðherra Breta, var stríðsfréttaritari í Búastríðinu. Annar ungur maður, Mahatma Gandhi, bar sjúkrabörur fyrir Breta. ■ VIGDÍS JAKOBSDÓTTIR FRÆÐSLUDEILD ÞJÓÐLEIKHÚSSINS Hún hefur safnað upplýsingum um leiklist og leiklistarsögu á heimasíðu Þjóðleik- hússins. ??? Hver? Leikstjóri, leiklistarfræðingur og deildar- stjóri fræðsludeildar Þjóðleikhússins. ??? Hvar? Ég er stödd í litlu kompunni minni í Þjóðleikhúsinu. ??? Hvaðan? Ég er frá Ísafirði og Höfn í Hornafirði en alin upp alls staðar annars staðar á landinu. ??? Hvað? Við vorum að opna glænýja heimasíðu sem er heimasíða fræðsludeildar. ??? Hvernig? Síðan er hugsuð fyrir kennara og nem- endur á öllum skólastigum og fyrir áhugasaman almenning. ??? Hvers vegna? Vegna þess að grundvallarhugsunin á bak við fræðsludeildina er að leiklistin fái verðugan sess til jafns við aðrar list- greinar í þjóðfélaginu. ??? Hvenær? Síðan var opnuð 7. október. Við hvetjum alla til að skoða síðuna en slóðin er: http://fd.leikhusid.is ■ Persónan Rúm níutíu ár eru síðan Sigurð-ur Demetz Fransson fæddist í Austurríki en fæðingarstaður hans sameinaðist Ítalíu eftir 1919. Liðlega helming þessarar tæplegu aldar hefur hann búið á Íslandi. Hann missti konu sína fyrir fjórt- án árum og hefur búið einn síðan. „Ég á von á vinum mínum sem ætla að sjá um afmælisveislu fyr- ir mig. Ætli það verði ekki 20-30 manns hjá mér og gleðjist með mér þennan dag,“ segir hann og reiknar með að hann bjóði upp á snittur og tertur í tilefni dagsins. Sigurður Demetz hefur sannar- lega komið nærri tónlistarlífinu á Íslandi. Hann hefur ekki tölu á öll- um þeim sem hann hefur kennt að syngja en þeir skipta hundruðum. Enn koma til hans nemendur og segir hann þá vera fimm sem komi heim til hans í Skerjafjörð- inn. Ég verð nú að viðurkenna að ég er orðinn dálítið gamall en ég bý einn og það gengur prýðilega. Matinn fæ ég sendan í hádeginu og vinir hjálpa mér að sjá um hús- ið sem er talsvert stórt,“ segir Sigurður en hann vaknar snemma á morgnanna og snýr sér gjarnan upp í horn aftur og lúrir dálítið lengur. Enda tíminn nægur. Í fyrra sumar fór hann til Ítal- íu og heimsótti æskuslóðirnar og dvaldi í þrjá mánuði. Hann segir það hafa verið í síðasta sinn. „Nei, ég fer ekki aftur úr þessu. Það gekk eigi að síður vel, fékk hjóla- stól í flughöfnunum og bróðir minn tók á móti mér og ók okkur heim.“ Sigurður Demetz söng sjálfur á sínum tíma en hefur helgað sig kennslunni. Hann hefur orð á að hann hafi ekki almennilega lært að tala íslensku og þyki það leitt. „Ég hef kunnað vel við mig hér og þykir vænt um landið,“ segir Sig- urður sem leikur á alls oddi þrátt fyrir að vera á tíræðisaldri. ■ Afmæli SIGURÐUR DEMETZ FRANSSON ■ Hann er kominn á tíræðisaldur en er enn nokkuð ern og hress. Hann viður- kennir þó að hann sé að verða dálítið gamall. ■ Þetta gerðist 1923 Þrír Bandaríkjamenn reyndu að ræna járnbrautarlest í Oregon. Sprengiefnið sem þeir notuðu var hins vegar svo öflugt að póstvagn lestarinnar sprakk í tætlur, svo engin verðmæti voru eftir til þess að ræna. Þeir náðust skömmu síðar. 1986 Ronald Reagan og Mikhaíl Gor- batsjev hittust í Reykjavík til fram- haldsviðræðna um skammdræg flugskeyti í Evrópu. Viðræðurnar fóru út um þúfur, en þóttu engu að síður mikilvægur áfangi í áttina að betri samskiptum Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna. ÞRJÁR KYNSLÓÐIR BÚA Stríð milli Breta og hollenskra Búa í Afríku braust út árið 1899. Grimmileg styrjöld BÚASTRÍÐIÐ ■ Bretar fóru hamförum í Búastríðinu 1899-1902, brenndu bæi og settu fólk í einangrunarbúðir þar sem tugir þúsunda týndu lífinu. 11. október 1899 ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA, ÞJÓNUSTA OG RÁÐGJÖF - OPIÐ HÚS VÍÐSVEGAR Í BÆNUM Kynningarrit dagsins fylgdi Fréttablaðinu í gær, föstudag, inn á um 70 þúsund heimili á höfuðborgarsvæðinu. Einnig eru nánari upplýsingar á vefnum Meistarinn.is. LJÚFFENGT KAFFI Á KÖNNUNNI OG EITTHVAÐ ÍSLENSKT OG GOTT FYRIR BÖRNIN Á Degi byggingariðnaðarins í Hafnarfirði í dag, laugardaginn 11. október: Sýning, kynningar og opið hús víðsvegar í bænum! MÓTTAKA GESTA OG SÝNING Í SAMKOMUSAL HAUKA AÐ ÁSVÖLLUM OPIÐ HÚS Á VÖLLUM Verið velkomin ■ Jarðarfarir 14.00 Baldur Einarsson Steinholti, Eski- firði, verður jarðsunginn frá Eski- fjarðarkirkju. 14.00 Sigríður Stefánsdóttir, frá Geit- hálsi í Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn frá Landakirkju. 14.00 Björg Ólöf Helgadóttir Mýrargötu 18, Neskaupstað, verður jarðsung- in frá Norðfjarðarkirkju. 14.00 Þ. Ragnar Jónasson Hlíðarvegi 27, Siglufirði, verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju. 14.00 Hallfríður Jónsdóttir frá Undra- landi, verður jarðsungin frá Kolla- fjarðarneskirkju. ■ Afmæli Björn Teitsson, fyrrum skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, 62 ára. Birgir Rafn Jónsson framkvæmdastjóri, 60 ára. Leifur Hauksson útvarpsmaður, 52 ára. SIGURÐUR DEMETZ Þeir skipta hundruðu nemendur hans í gegnum árin og enn er hann að. Er orðinn dálítið gamall JOAN CUSACK Þessi bandaríska leikkona er 41 árs. ■ Erlent afmælisbarn FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Ferðadiskótek Sigvalda Búa finnur réttan tón fyrir teitið þitt. 898 6070

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.