Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.10.2003, Qupperneq 17

Fréttablaðið - 11.10.2003, Qupperneq 17
LAUGARDAGUR 11. október 2003 taktu eftir... debenhams S M Á R A L I N D fiú verslar fyrir 10.000 kr. í dömudeild og fær› 2.500 kr. inneign sem gildir í herradeild ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 2 24 95 10 /2 00 3 er þá ótalinn Steingrímur J. sem státar af prófi í uppeldis- og kennslufræði. En þetta þýðir, ef allt væri eðlilegt, að 47.481 at- vinnubær Íslendingur ætti að hafa starfað einhvern tíma við kennslu. Félagar í Kennarasambandi Ís- lands eru hins vegar ekki nema um 8000. Sjómenn og bændur Undirstöðuatvinnuvegurinn má nokkuð vel við una. Ellefu þing- menn hafa komið nálægt sjávarút- vegi. eða 17,5% þingmanna. Hér eru reyndar taldir með Össur Skarphéðinsson, Magnús Þór Haf- steinsson og Árni Mathiesen sem eru allir með próf í fiskifræðum. Jóhann Ársælsson er skipasmiður, Lúðvík Bergvinsson er með skip- stjórnarréttindi og Margrét Frí- mannsdóttir var rösk frysti- húsastelpa á árum áður. Þá fær Halldór Blöndal að fljóta með en hann mundaði lensuna í Hvalnum í gamla daga. Þessir reiknast þó ekki nema hálfir hver. Einar K. Guð- finnsson, Einar Oddur Kristjáns- son, Guðmundur Hallvarðsson og Gunnar Örn Örlygsson teljast hæfilega saltstorknir. Samkvæmt þessu ættu 29.155 manns að starfa við sjávarútveg á Íslandi með ein- um eða öðrum hætti. Hér kemst Al- þingi líklega næst því að endur- spegla þjóðfélagið. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands voru ársverk í sjávarútvegi 27.428 árið 1997. Þrátt fyrir kjördæmafyrir- komulagið koma færri úr bænda- geiranum en þeir eru samt nokkrir: Drífa Hjartardóttir og Valgerður Sverrisdóttir teljast bændur, Guðni Ágústsson er fyrrum mjólkureftir- litsmaður með próf frá búnaðar- skóla sem og Jón Bjarnason og Magnús Þór Hafsteinsson (sem víða kemur við sögu). Þetta eru fimm manns, sem er um 8% pró- sent þingmanna. Samkvæmt því ættu 13.328 landsmenn að vinna við landbúnað. Bændasamtökin segja að bændur landsins séu um 2.400 þannig að þeir mega vel við una. Og þeir kunna að eiga fleiri hauka í horni því auk þessara eru einir fimm sem eru með Samvinnuskóla- próf, frá því áður en skólanum var breytt, og Steingrímur J. Sigfússon hefur þar að auki lýst því yfir að hugur hans standi mjög til bú- starfa. Menntun og fleira Menn með Samvinnuskólapróf eru sem sagt fimm og við nánari skoðun kemur í ljós að MR-ingar á þingi eru 16! Ef þingheimur ætti að vera í einhverju samræmi við þjóðfélagið jafngildir það því að á Íslandi væru 42.316 atvinnubærra manna með próf frá MR, eða 25,4 prósent. Og það að sex séu með stúdentspróf frá MA er einnig á skjön við allt sem eðlilegt getur talist í því samhengi sem hér er lagt til grundvallar, á meðan Flensborgarar eru aðeins þrír. Og á þingi sitja 12 sem ekki eru með stúdentspróf eða sambærilegt nám að baki. Gera má ráð fyrir því að þeir sem ekki hafa lokið stúdentsprófi séu nokkuð fleiri en 31.654 og ættu því að gera kröfu til þess að eiga fleiri slíka á þingi. Í raun er hægt að fara miklu dýpra í saumana á þessu. Ýmsar stéttir geta með engu móti spegl- að sig í þingheimi. Þannig eru engir smiðir á þingi, reyndar sárafáir iðnaðarmenn, engin skúr- ingakona, engin húsmóðir og þan- nig má lengi telja. Örfáar stéttir utan þeirra sem hér hafa verið nefndar eiga reyndar fulltrúa: Tvær fyrrum flugfreyjur sitja á þingi eða þær Jóhanna Sigurðardóttir og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Stein- grímur J. er fyrrverandi vörubíl- stjóri, Dagný Jónsdóttir starfaði sem au pair, Katrín Júlíusdóttir starfaði hjá hugbúnaðarhúsi, Kol- brún Halldórsdóttir er leikstjóri, Siv Friðleifsdóttir sjúkraþjálfari og einstaka fleiri sem heita mega úr „óvæntri“ átt. En niðurstaða þessarar rannsóknar er sú að þingheimur sé fremur einsleitur og ekki í nokkru samhengi við það hvernig þjóðin er samansett. Með það að vegaljósi geta ýmsar stétt- ir heimtað breytingar líkt og femínistar. Og vilji menn á þing er best að vera lögfræðimenntað- ur og hafa starfað sem kennari og blaðamaður ekki er verra að koma við í sveitastjórnarmálum. jakob@frettabladid.is ALÞINGI ÍSLENDINGA Ljóst er að Alþingi endurspeglar ekki þjóðina nema síður sé hvað varðar menntun og starfsreynslu. Ef svo væri, byggjum við í þjóðfélagi með 29 þúsund lögfræðingum, 47 þúsund kennurum og 58 þúsund fjölmiðlamönnum. Athygli vekur, á þessari mynd, hvað margir þingmenn eru fjarverandi. Auðir stólar endurspegla þó vonandi ekki þjóðina á nokkurn hátt. Fróðleikur um Alþingismenn: 25 hafa unnið í opinbera geiranum 22 á fjölmiðlum 18 hafa fengist við kennslu 16 eru MR-ingar 12 eru ekki með stúdentspróf 11 eru lögfræðimenntaðir 11 hafa komið við í sjávarútvegi 5 tengjast landbúnaði 5 eru með Samvinnuskólapróf 3 koma beint af flokksskrifstofunum 2 voru flugfreyjur 1 leikstjóri 1 au pair Í raun er hægt að fara miklu dýpra í saumana á þessu. Ýmsar stéttir geta með engu móti speglað sig í þingheimi. Þannig eru engir smiðir á þingi, reyndar sárafáir iðn- aðarmenn, engin skúringa- kona, engin húsmóðir og þannig má lengi telja. ,,

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.