Fréttablaðið - 11.10.2003, Síða 19
100 HEPPNIR
KAUPENDUR
FÁ BÓKINA
ÓKEYPIS!
Ef þú ert viðskiptavinur Íslandsbanka geturðu keypt nýjustu Harry Potter bókina
í forsölu í hraðbönkum Íslandsbanka.
Tveimur til þremur dögum fyrir útgáfudag verður bókin svo send heim til þín.
Hundrað heppnir kaupendur gætu hitt á töfrastund og fengið bókina
endurgreidda.
Þess vegna getur borgað sig fyrir aðdáendur Harry Potters að freista gæfunnar.
Penninn–Eymundsson keyrir bækurnar út á eftirfarandi svæðum: Höfuðborgarsvæðið (nema Kjalarnes),
innanbæjar á Akureyri, Akranesi, Keflavík, Ísafirði og Vestmannaeyjum. Bókin er send með pósti á aðra staði.
Í S LANDSBANKI Hvar sem þú ert
Freistaðu gæfunnar
í hraðbankanum!
Forsala á Harry Potter og Fönixreglunni
í hraðbönkum Íslandsbanka
F
í
t
o
n
F
I
0
0
7
9
7
7
LAUGARDAGUR 11. október 2003
■ Bókatíðindi
SJÓNVARPSMYND UM BYRON
Sjónvarpsmynd sem breska sjón-
varpið BBC hefur gert um Byron
lávarð hefur fengið góða dóma
þar í landi. Höfundur handritsins
Nick Dear viðurkennir að áður en
hann var beðinn um að taka að
sér handritsgerð hafi hann svo til
ekkert vitað um Byron. Síðan
hefur hann ýmislegt lært. Í
myndinni gerir Dear þó lítið úr
upplýsingum um áhuga Byrons á
drengjum en einbeitir sér að
kvennamálum hans og þar er
sannarlega af nógu að taka. Í
myndinni er dreginn upp mynd
af ábyrgðarlausu kvennagulli og
manni sem var haldinn ástríðu-
fullri þörf til að hneyksla fólk. Í
hlutverki Byrons er Johnny Lee
Miller, fyrrverandi eiginmaður
Angelinu Jolie, sem er sagður
standa sig með mikilli prýði. Nú
er bara að vona að RÚV standi
menningarvaktina og taki mynd-
ina til sýninga sem fyrst.
AFTAKA ÁRSINS?
Þess er ekki langt að bíða að
fyrstu jólabækurnar komi á mark-
að. Búast má við að einhverjir rit-
höfundar kvíði dómum en þeir
geta huggað sig
við að íslenskir
gagnrýnendur eru
yfirleitt tiltölulega
mildir, allavega
þegar tekið er mið
af hörðustu kol-
legum erlendis. Í
Bretlandi eru
gagnrýnendur til
dæmis frægir fyrir að spara ekki
stóru orðin þegar þeir lýsa yfir
óánægju sinni. Kannski er harð-
asti ritdómur ársins þar í landi
dómur Tibor
Fischers um Yell-
ow Dog, skáldsögu
Martin Amis.
Gagnrýnendur
voru yfirleitt ekki
hrifnir af bókinni
sem þeir sögðu
skammarlega léle-
ga og spöruðu
ekki stóru orðin í
yfirlýsingum sín-
um. Enginn þeirra gekk þó jafn
langt og Fischer, sem er einn at-
hyglisverðasti rithöfundur Breta.
Fischer sagði í The Daily Tel-
egraph að við lestur bókarinnar
liði manni eins og eftirlætis fræn-
di manns hefði verið gripinn við
að fróa sér á leikvelli barnaskól-
ans. Ekki er víst að nokkur bresk-
ur gagnrýnandi hefði þorað að
nota samlíkingu eins og þessa.
Það þurfti skáldsagnahöfund til.
ÚTSALA Á ENSKUM BÓKUM
Stærsta útsala á erlendum kiljum
sem haldin hefur verið hér á landi
hófst í gær í Bókabúð Máls og
menningar í Síðumúla. Þúsundir
titla eru í boði og verðið er frá 195
krónum til 995 króna. Aðdáendur
Stephen King geta til dæmis feng-
ið kiljur eftir sinn mann á aðeins
195 krónur.
Þótt kiljur séu þarna fyrirferðar-
mestar er fjöldi innbundinna bóka
á markaðnum og má þar nefna
æviminningar Fay Weldon, Auto
Da Fay, sem kosta 695 krónur og
skáldsögur eftir John Irving og
Ken Follett má finna á sama
verði. Ferðabók um Majorca og
bók um James Bond eru á 995
krónur en Bond bókin kostaði
áður 7000 krónur. Ævisaga
Madonnu er einnig á 995 krónur.
Innbundnar klassískar bækur
kosta einungis 495 krónur og með-
al þeirra eru ljóð Emily Dickin-
son, Jane Eyre eftir Charlotte
Bronte, Sherlock Holmes, og Æv-
intýri Stikilsberja Finns eftir
Mark Twain. Útsölunni lýkur
næstkomandi laugardag. ■
■ Sagt og skrifað
BYRON
LÁVARÐUR
Ábyrgðar-
laust
kvennagull í
nýrri mynd
BBC.
Model IS 26
- 3 sæta sófi
og tveir stólar
Verð áður kr.
249.000 stgr.
Sprengi-
tilboð
aðeins
179.000
stgr.
Einnig fáanlegt:
3ja sæta,
2ja sæta og stóll
gæða húsgögn
Bæjarhrauni 12, Hf.,
sími 565-1234
Opið virka daga 10-18
og laugardaga 11-16
Glæsileg ítölsk leðursófasett
Sprengitilboð 70.000 kr. afsláttur
TIBOR FISCHER
Slátraði bók
Martin Amis.
MARTIN AMIS
Gagnrýnendur
eru ekki hrifnir.