Fréttablaðið - 19.10.2003, Side 12

Fréttablaðið - 19.10.2003, Side 12
12 19. október 2003 SUNNUDAGUR ■ Tilkynningar ■ Andlát ■ Afmæli Þann 19. október árið 1989 voru„fjórmenningarnir frá Guild- ford“ sýknaðir af öllum sökum eftir að hafa setið nærri fimmtán ár í fangelsi. Rúmlega fimmtán árum fyrr, þann 5. október árið 1974, sprakk sprengja á knæpu í bænum Guild- ford á Englandi. Fjórir fórust. Önn- ur sprengja sprakk sama dag í knæpu í bænum Woolwich. Breskir hermenn höfðu stundað þessar knæpur. Írski lýðveldisherinn, IRA, lýsti yfir ábyrgð á sprengjuárásunum. Fljótlega bárust böndin að tveimur norður-írskum smá- krimmum, þeim Gerry Conlon og Paul Hill, ásamt flestöllum vinum þeirra og ættingjum, sem lögregl- an taldi þátttakendur í allsherjar- samsæri. Mennirnir voru beittir miklum þrýstingi í fangelsi. Á endanum undirrituðu þeir játningar og árið eftir voru þeir Conlon og Hill dæmdir í ævilangt fangelsi ásamt Paddy Armstrong og Carole Rich- ardson. Sjö ættingjar þeirra og vin- ir voru jafnframt dæmdir til styttri fangelsisvistar. Sönnunargögn í málinu þóttu þó veik og árið 1989 komst áfrýjunar- dómstóll að þeirri niðurstöðu að ekkert hefði verið hæft í ásökunum lögreglunnar á hendur þessu fólki. Fjórmenningarnir voru lýstir sýknir af öllum sökum og sam- stundis var þeim hleypt úr fang- elsi. ■ PING OG PONG Þessar tvær ungu smápöndur, sem hlutu nöfnin Ping og Pong, eru helsta aðdráttar- aflið í dýragarði í bænum Eichberg í Sviss. Foreldrarnir Ding og Dong eru einnig í sama dýragarði. Guðrún Ögmundsdóttir alþingismaður, 53 ára. Jón Kjell Seljeseth hljómlistarmaður, 49 ára. Gunnar Jóhann Birgisson lögmaður, 43 ára. Dúi Landmark kvikmyndagerðarmaður, 38 ára. Hanna Kristín Didriksen snyrtifræðing- ur, 35 ára. Fyrsti maðurinn hringdi klukkanhálfátta um morguninn og ég var búinn að selja bílinn hálftíma síðar,“ segir Þorsteinn Pálmason, sem auglýsti bílinn sinn til sölu í Fréttablaðinu í vikunni. Hann pantaði tvær birtingar en hringdi fyrir hádegi og afpantaði þá síðari því hann hafði ekki frið fyrir símanum. „Hann hélt áfram að hringja langt fram eftir kvöldi og mér var nóg boðið daginn eftir þegar hann þagnaði ekki. Fólk hringdi hvaðanæva af landinu og það sýnir að blaðið fer um allt land,“ segir Þorsteinn. Bíllinn sem Þorsteinn auglýsti og seldi svona skjótt er Toyota Hi- Lux árgerð 1993. Hann segir að bílarnir séu vinsælir og hann hafi átt von á að selja hann en bjóst ekki við þessum ósköpum. „Ég setti á hann 350 þúsund staðgreitt og fékk það. Þeir mættu tveir á sama tíma og það voru heillangar umræður um hvor þeirra ætti að taka bílinn. Vafalaust hefði ég get- að sett meira á hann en það hefði þá kostað meiri vinnu. Þrátt fyrir það fékk ég mun meira en umboð- ið vildi greiða mér fyrir hann.“ ■ Tímamót ÞORSTEINN PÁLMASON ■ seldi bílinn sinn á hálftíma og var orðin þreyttur á endalausum hringingum í marga daga. Seldi bílinn á hálftíma Ég var fertug í fyrra og hélt þáupp á afmælið mitt með mikl- um bravúr. Tók Iðnó á leigu og bauð hundrað og fimmtíu manns,“ segir Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, sem í dag hefur bætt við sig einu árinu til. Jóhanna Vigdís segir veisluna í fyrra hafa verið mjög skemmti- lega og hún lifi á henni enn um sinn. „Það kom ekkert annað til greina en að hafa afmælisveisluna í Iðnó við Reykjavíkurtjörn. Ég er algjört miðborgarbarn og ég bauð öllum vinum og vinnufélögum og auðvitað ættingjum,“ segir hún og bætir við að yngsta barnið hennar hafi orðið tveggja ára í vikunni og allt eins geti verið að hún geri eitt- hvað fyrir það. „Eigi að síður von- ast ég til að mér verði boðið út að borða um kvöldið. Ég legg það eig- inlega til,“ segir Jóhanna Vigdís og hlær. Bætir svo við að skemmtileg- ast af öllu finnist henni að elda matinn sjálf en af og til sé eigi að síður notalegt að fara og sjá hvað veitingahúsin bjóði upp á og láta stjana ögn við sig. Jóhanna er mikil matkráka og hefur yndi af að elda og stússast í eldhúsinu. Hún á þrjú börn en það elsta er 20 ára stúlka sem er að hefja nám í lögfræði og var lengi vel eina barnið. Hún var fimmtán ára þegar Jóhanna Vigdís eignað- ist dreng og annan þremur árum síðar en í gamni segja þau gjarn- an að Knold og Tot hafi þá bankað upp á. „Mínar notalegustu stundir eru að elda eitthvað gott með alla fjölskylduna nærri og horfa frétt- ir í sjónvarpi. Verst finnst mér að hafa fréttatímana á sjónvarps- stöðvunum á sama tíma það er svo erfitt að flækjast á milli stöðva og reyna að ná öllu sem maður hefur áhuga á,“ segir hún. Fjölskyldan skiptir Jóhönnu Vigdísi miklu máli og áhugamálin tengjast henni fyrst og fremst. „Ég les, fer á skíði og þjálfa lík- ama og sál. Góður göngutúr á Ægisíðunni er á við vítamíns- sprautu,“ segir Jóhanna Vigdís, sem vaknar fyrir allar aldir til að koma börnunum í leikskólann og líta yfir fréttir dagsins. ■ Afmæli JÓHANNA VIGDÍS HJALTADÓTTIR ■ Hún er fjörutíu og eins árs í dag og hélt svo fína veislu í fyrra að það er allt eins víst að hún haldi bara upp á afmæli yngsta barnsins síns á afmælisdaginn. JOHN LE CARRÉ Spennusagnahöfundurinn er 72 ára. 19. október ■ Þetta gerðist 1943 Kínverjar og Súlúkar á Norður- Borneó gera uppreisn gegn jap- anska hernámsliðinu. 1950 Hersveitir sem berjast undir merkjum Sameinuðu þjóðanna komast inn í Pjongjang, höfuð- borg Norður-Kóreu. 1951 Truman Bandaríkjaforseti undir- ritar lög sem formlega binda enda á stríð Bandaríkjanna við Þýskaland. 1960 Bandaríkin leggja bann á flestöll vöruviðskipti við Kúbu. 1987 Verðbréfahrun verður í Banda- ríkjunum þegar Dow Jones-vísi- talan hrapar um 22,6 prósent, sem er meira en nokkru sinni. 1989 Öldungadeild Bandaríkjaþings hafnar stjórnarskrárbreytingu, sem hefði bannað hvers kyns vanhelg- un bandaríska þjóðfánans. LOKSINS LAUS ■ Fjórir Bretar voru látnir lausir úr fang- elsi eftir að hafa setið inni í nær fimmtán ár saklausir af ákærum um sprengjuárás- ir á knæpur árið 1974. 19. október 1989 Svo bönkuðu Knold og Tot upp á Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför minnar elskulegu eiginkonu, móður okkar, tengdamóður og ömmu, Ásdísar Ragnarsdóttur, Furugrund 17, Akranesi. Hjalti Samúelsson Bjarni Þór Hjaltason Sigrún Gísladóttir Sveinbjörn Reyr Hjaltason Guðný Ósk Stefánsdóttir Hildur Hjaltadóttir Kristján Þór Guðmundsson og barnabörn. Sakleysi sannað ÚR BÍÓMYNDINNI Pete Postlethwaite og Daniel Day-Lewis í hlutverkum sínum í bíómyndinni Í nafni föðurins, sem gerð var um fjórmenningana frá Guildford. JÓHANNA VIGDÍS HJALTADÓTTIR Hún segir það á við vítamínsprautu að ganga Ægisíðuna. Fréttablaðið býður lesendumað senda inn tilkynningar um dánarfregnir, jarðarfarir, afmæli eða aðra stórviðburði. Tekið er á móti tilkynningum á tövupóst- fangið tilkynningar@fretta- bladid.is. Ef óskað er eftir jarðarfarar- eða andlátsauglýs- ingu má senda texta í slíkar auglýsingar á auglysingar- @frettabladid.is. AUGLÝSING ÞORSTEINS Bað um að auglýsingin yrði birt tvisvar en hringdi klukkan tíu fyrir hádegi og bað um þeirri seinni yrði kippt út. Agnes Sigurðardóttir frá Mánaskál and- aðist miðvikudaginn 15. október. Björgvin Kristinn Guðjónsson frá Þor- lákshöfn lést fimmtudaginn 16. október. Erlendur Magnússon, Austurbrún 2, lést fimmtudaginn 9. október. Halldór Alfreðsson, Rauðagerði 35, Reykjavík, lést miðvikudaginn 15. októ- ber. Hannes G. Tómasson, stýrimaður, dval- arheimilinu Grund, lést þriðjudaginn 14. október. Hannes Þorbergsson, Háeyrarvöllum 48, Eyrarbakka, lést miðvikudaginn 15. október. Júlíus Eiríksson, Uppsalavegi 1, Sand- gerði, lést fimmtudaginn 16. október. Kristrún Kirrý Halldórsdóttir, ættuð frá Böðmóðsstöðum í Laugardal, andaðist í Svíþjóð sunnudaginn 12. október. Margrét Júlíusdóttir frá Hjöllum í Reyk- hólasveit lést sunnudaginn 5. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. ÞÓRARINN TYRFINGSSON LÆKNIR Hann segir að aðalástæða þess að ungt fólk þurfi að leita sér aðstoðar á Vogi sé kannabisneysla. ??? Hver? Þórarinn Tyrfingsson, brennivíns- og vímuefnaefnalæknirinn. ??? Hvar? Ég er staddur á Vogi. ??? Hvaðan? Er alinn upp í Kleppsholtinu í Reykjavík. ??? Hvað? Margrét Frímannsdóttir alþingismaður hefur óskað eftir því á Alþingi að rætt verði hvort leyfa eigi kannabis í lækn- ingaskyni á Íslandi. ??? Hvernig? Kannabis, eða maríjúana og hass, sem talað er um að leyfa hér í lækninga- skyni, getur aldrei verið lyf. Það skortir hreinleika því í því finnast yfir þrjú þús- und efni og efnasamsetningar. Ómögu- legt er að hafa stjórn á skömmtunum, það vantar sjúkdóm til að lækna. Þannig að læknisfræðilega gæti það aldrei komið í stað lyfja. ??? Hvers vegna? Pólitískt séð horfir þetta öðru vísi við en læknisfræðilega. Þetta snýst um það að fólki sem líður illa vill vera í vímu. Því er hægt að spyrja hvað mæli gegn þessu. Ástæðan er sú að þó að við séum full- orðin og komin með króníska sjúkdóma ber okkur skylda til að hugsa um börnin okkar. Aðalástæða þess að ungt fólk þarf að leita sér aðstoðar á Vogi er kannabisneysla. Það fer ekki alltaf sam- an að ræða póltík og læknisfræði í ein- um hrærigraut. ■ Persónan FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.