Fréttablaðið - 19.10.2003, Side 22

Fréttablaðið - 19.10.2003, Side 22
22 19. október 2003 SUNNUDAGUR Mikil umræða hefur orðiðvegna orða þinna á Stokkseyri um draugasetur staðarins og hin myrku öfl. Finnst þér eftir á að hyggja að þú hafir tekið of sterkt til orða? „Þessi orð féllu í ákveðnu samhengi. Það var austur á Stokkseyri sem er vagga tón- menningar á Íslandi og þar á ströndinni lærðu Íslendingar að syngja í dúr og moll. Á Stokkseyri var verið að opna Tónminjasetur, minnast 110 ára afmæli Páls Ísólfssonar og vígja nýtt orgel í kirkjunni. Í ræðu minni var ég að íhuga þátt tónlistarinnar, sem hefur alltaf fylgt trúariðkun kristninnar. Með söng og list teflum við birtu og fegurð fram gegn myrkri og ógn. Í þessu sam- bandi stóðst ég ekki mátið að nefna draugasetrið fræga. Ég þekki til á Stokkseyri, var þar í sveit sem krakki og konan mín er fædd þarna og uppalin. Ég veit að í eina tíð ríkti mikil myrkfælni og draughræðsla á Stokkseyri, sem ég vil fullyrða að hélt fólki í hel- greipum óttans. Ég dró því upp þessar andstæður, birtu og ógnar. Svo er ákveðin hneigð í okkar samtíð að gera allt að skemmti- efni. Á bak við draugatrúna býr ógnvænlegur raunveruleiki. Kannski voru draugarnir að vissu marki okkar samviska. Á bak við reimleika og draugagang bjuggu gjarna rangindi, illska, mann- vonska; eitthvað illt hafði verið gert á hlut einhvers. Ég neita því ekki að margar draugasögur eru hið besta skemmtiefni en við megum ekki gleyma þessum bak- grunni. Í ræðu minni var ég að benda á hann og draga fram and- stæðurnar. Trúariðkun kristn- innar, bænin, söngurinn, sign- ingin, klukknahringingin, þetta er að lyfta ljósinu upp gegn myrkr- inu. Myrkrið er staðreynd í mannlífinu. En það er ljósið líka, birtan og fegurðin sem Guð gefur. Mér hefur fundist mikil lágkúra vaða uppi kringum margt af þessu. Til dæmis draugagöng- ur sem hafa verið auglýstar á sjálfum Hólastað, þvílíkt og annað eins! Og galdrasetrið á Ströndum sem gerir galdrabrenn- ur og kukl að skemmtiefni fyrir ferðamenn. En þetta er ekkert grín, það er ógnvænleg og skelfi- lega saga á bak við þessa hluti. Hin myrku öfl eru raunveruleg. Þau ber að umgangast með varúð. Trúir þú á tilvist drauga? „Ég trúi á tilvist hins illa. En margt af því sem hefur verið skýrt sem draugagangur er vafalaust mestmegnis inni í höfðinu á þeim sem þykist upp- lifa hann. Það er líka alls kyns múgæsing í kringum þessa hluti.“ Nú er vikulegur þáttur í sjón- varpi þar sem fer fram miðils- fundur. Hvað finnst þér um slíkan þátt? „Það er enn ein lágkúran. Ég vil ekki segja meira um það.“ Litlar breytingar á stöðu þjóðkirkjunnar Víkjum að aðskilnaði ríkis og kirkju. Samkvæmt skoðanakön- nunum virðist meirihluti þjóðar- innar fylgjandi þeim aðskilnaði og Össur Skarphéðinsson hyggst taka málið upp á þingi. Hvert er þitt viðhorf? „Ég hef hvatt kirkjunnar menn til að taka þátt í þessari umræðu og spyrja hvers konar aðskilnað og á hvaða forsendum. Á Íslandi er þjóðkirkjan ekki ríkisrekin stofnun. Með síðustu lögum um þjóðkirkjuna varð aðskilnaður milli ríkis og kirkju þannig að kirkjan ræður málum sínum sjálf. Ég hef viljað leita svara við því við hvað menn eiga með því að tala um aðskilnað ríkis og kirkju, á hvaða forsendum hann á að verða og hvað við sjáum fyrir okkur með þeim aðskilnaði. Ég gerði samanburð á því hvernig málin standa í þeim 25 ríkjum sem senn verða þátttakendur í Evrópusambandinu og þá kemur í ljós að alls staðar er einhvers konar samband ríkis og kirkju. Sums staðar er það stjórnarskrár- bundið og alls staðar eru einhver lög eða samningar um trú og sið. Hvergi í Evrópu er þjóðfélag sem er gjörsamlega hlutlaust hvað varðar gildi, trú og sið. Hvað merkir það ef við tökum burt ákvæðið í stjórnarskrá um þjóðkirkju? Er það bara einhver lagatæknileg aðgerð, eins konar fegrunaraðgerð, eða hefur það dýpri skýrskotun um eðli þjóðrík- isins á Íslandi? Við verðum að fá svar við því. Að mínu mati varðar þetta ákvæði siðagrundvöll þjóð- ríkisins, það að löggjöf okkar og siður byggist á kristnum rótum og kristnum grundvelli. Ég sé mjög fá teikn á lofti um það að þorri almennings eða íslenskir stjórnmálamenn vilji gjörbreyta þessu. Spurningunni:„ Ertu hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju?“ er svarað með já-i eða nei-i, – einu litlu orði. Spurningin er svo miklu flóknari en svo að henni sé hægt að svara með þess- um hætti. Ég gef mér það að meirihlutinn sem svarar játandi geri það af umhyggju fyrir þjóðkirkjunni og gefi sér að kirkjan sé með einhverjum hætti undir hæl ríkisvaldsins. En ég veit líka að einhver hluti fólks svarar svo vegna þess að það vill öll kristin áhrif út úr þjóðlífi og okkar opinbera sviði. Ég held samt ekki að meirihluti þjóðar- innar vilji það. Við sjáum afar litl- ar breytingar á stöðu þjóðkirkj- unnar meðal almennings hvað varðar hlutfall þeirra barna sem eru skírð, unglinga sem fermast, þeirra hjóna sem vígjast í kirkju og þess hvernig kallað er eftir þjónustu þjóðkirkjunnar. Þessi skilaboð eru því alls ekki ótvíræð.“ Ekki spurt um kynhneigð presta Innan þjóðkirkjunnar virðast skiptar skoðanir varðandi sam- kynhneigð. Myndir þú vígja sam- kynhneigðan prest? „Innan íslensku þjóðkirkjunnar hefur aldrei verið spurt um kynhneigð íslenskra presta. Það er ekki spurt um hneigðir heldur aðra Hin myrku öfl eru raunveruleg Karl Sigurbjörnsson biskup ræðir um hin myrku öfl, hugmyndir um aðskilnað ríkis og kirkju, hlutverk presta, vígslu samkynhneigðra, stöðu kvenna innan kirkjunnar og fleiri andans mál. Það er mikilvægt að muna að Guð er alltaf svo miklu meira en allar okkar hugmyndir um hann. Um leið og við teljum okkur vera komin með tæm- andi hugmynd um Guð þá er það um leið ekki hinn lif- andi Guð heldur skurðgoð. ,, Spurningin um vígslu samkyn- hneigðs prests hefur aldrei vaknað hér á landi en ég sé ekki að það væri neitt sem mælti á móti því að vígja samkynhneigðan prest. ,, KARL SIGURBJÖRNSSON BISKUP „Ég trúi á tilvist hins illa. En margt af því sem hefur verið skýrt sem draugagangur er vafalaust mestmegnis inn í höfðinu á þeim sem þykist upplifa hann. Það er líka alls kyns múgæsing í kring um þessa hluti.“ FRÉTTAB LAÐ IÐ /IR A

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.