Fréttablaðið - 19.10.2003, Side 31

Fréttablaðið - 19.10.2003, Side 31
31SUNNUDAGUR 19. október 2003 HANDBOLTI Stefán Arnarsson, þjálf- ari A-landsliðs kvenna, hefur valið sextán manna hóp sem tekur þátt í Silesia Cup í Póllandi um aðra helgi. Fimm leikmenn hópsins koma frá danska félaginu Tvis- Holstebro og fjórir frá Val. Íslendingar leika við Tékka, Slóvaka, Pólverja og Túnisbúa á mótinu í Póllandi. „Tékkar eru með mjög sterkt lið sem varð í áttunda sæti á síðast Evrópumóti,“ sagði Stefán. „Slóvakar eru með mjög sterkt lið en komust ekki í lokakeppnina. Þeir töpuðu fyrir Slóvenum sem er eitt allra sterk- asta landsliðið núorðið. Haukar léku við Túnisbúa fyrir tveimur árum, þegar Haukarnir voru upp á sitt besta, og töpuðu með fjórum mörkum.“ Tékkar og Túnisar eru að undirbúa sig fyrir Heims- meistaramótið sem fer fram í Króatíu í desember en mótið í Póllandi er liður í undirbúningi Íslendinga fyrir undankeppni Evrópumótsins í nóvember. Íslendingar leika í riðli með Makedóníumönnum, Portúgölum og Ítölum og verður keppt í Siracusa á Ítalíu. Þrjú lið komast áfram úr riðlinum og telur Stefán Íslendin- ga eiga ágæta möguleika á að komast í umspil á næsta ári. ■ Enska 1. deildin: Forest án Brynjars FÓTBOLTI Brynjar Björn Gunnars- son var ekki í leikmannahópi Nottingham Forest sem burstaði Wimbledon 6-0 í ensku 1. deild- inni í gær. Marlon Harewood skoraði tvö af mörkum Forest en hann er markahæstur í deildinni með ellefu mörk. Andy Reid, Gareth Taylor, Michael Dawson og Wes Morgan skoruðu hin mörkin. Nottingham Forest er í níunda sæti með tuttugu stig eftir sigur- inn en Wimbledon er langneðst með fjögur stig. Forest leikur við West Ham á útivelli á miðviku- dag. ■ Enska 1. deildin: WBA og Watford unnu FÓTBOLTI Íslendingaliðin Watford og West Bromwich Albion unnu leiki sína í ensku 1. deildinni í gær. Heiðar Helguson og Lárus Orri Sigurðsson voru sem fyrr fjarri baráttunni vegna meiðsla. Watford vann Bradford City 1-0 á heimavelli og skoraði Scott Fitzgerald markið þegar hálftími var til leiksloka. Watford byrjaði leiktíðina illa en er komið í 21. sæti eftir tvo sigra og tvö jafntefli í síðustu fjórum leikjum. WBA vann Norwich 1-0 á heimavelli með marki frá Jason Koumas á 35. mínútu. WBA er í öðru sæti deildarinnar með 28 stig og er einu stig á eftir toppliði Wig- an. Watford leikur við Coventry á þriðjudag en WBA fær botnlið Wimbledon í heimsókn. ■ GUÐJÓN ÞÓRÐARSON Barnsley er komið í áttunda sæti 2. deildar. Enska 2. deildin: Barnsley vann sigur á Wycombe FÓTBOLTI Barnsley vann Wycombe Wanderers 2-1 á útivelli í ensku 2. deildinni í gær. Isaiah Rankin skoraði bæði mörk Barnsley í fyrri hálfleik en Andy Thomson skoraði mark heimaliðsins í seinni hálfleik. Rankin skoraði bæði mörkin úr frákasti eftir markskot Steve Carsons. Í fyrra skiptið náði markvörðurinn ekki að halda skoti Carsons og boltinn hrökk út til Rankins en í seinna skiptið skaut Carson í stöng af um 30 metra færi og datt boltinn fyrir fætur Rankins. Barnsley er komið í áttunda sæti deildarinnar eftir tvo sigra í röð. Félagið hefur 22 stig en Brighton er efst með 27 stig. Barnsley leikur við Peterborough á þriðjudag en mótherjarnir eru í fimmta neðsta sæti deildarinnar. Sigur í þeim leik er mikilvægur ætli liðið sér að vera í baráttunni um sex efstu sætin. ■ A-LANDSLIÐ ÍSLANDS Harpa Melsted úr Haukum er einn leik- manna liðsins sem keppir á Silesia Cup í Póllandi. Búið er að velja 16 manna landsliðshóp kvenna: Fimm leikmenn frá Tvis-Holstebro ÍSLENSKI HÓPURINN: Markmenn: Helga Torfadóttir Tvis-Holstebro Berlind Íris Hansdóttir Valur Útileikmenn: Jóna Margrét Ragnarsdóttir Stjarnan Guðbjörg Guðmarsdóttir ÍBV Kristín Guðmundsdóttir Tvis-Holstebro Hrafnhildur Skúladóttir Tvis-Holstebro Hanna Stefánsdóttir Tvis-Holstebro Inga Fríða Tryggvadóttir Tvis-Holstebro Brynja Steinssen Valur Drífa Skúladóttir Valur Hafrún Kristjánsdóttir Valur Hafdís Hinriksdóttir Valur Harpa Melsted Haukar Dröfn Sæmundsdóttir FH Dagný Skúladóttir Lutzellinde Harpa Vífilsdóttur Ydun Leikir Íslands á mótinu í Póllandi 24. okt. Ísland - Tékkland 25. okt. Ísland - Slóvakía 25. okt. Ísland - Pólland 26. okt. Ísland - Túnis

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.