Fréttablaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 2
2 25. október 2003 LAUGARDAGUR “Já, en maður verður fyrr svangur aftur.“ Úlfar Eysteinsson matreiðslumeistari hefur gefið út bók með fiskuppskriftum. Spurningdagsins Úlfar, verður maður saddur af fiski? ■ Lögreglufréttir WASHINGTON Upplýsingaöflun Bandarísku leyniþjónustunnar (CIA) í aðdraganda árásarinnar á Írak í fyrra er harðlega gagn- rýnd af sérstakri rannsóknar- nefnd bandarísku öldungadeild- arinnar. „Ég óttast trúðverðuleika leyniþjónustunnar,“ sagði repúblikaninn Pat Roberts, for- maður nefndarinnar, í viðtali við dagblaðið Washington Post í gær. Dagblaðið greindi frá því að í skýrslu sem nefndin er að vinna sé George T. Tenet, yfirmaður leyniþjónustunnar, gagnrýndur harðlega. Sérstaklega er gagn- rýnd skýrsla sem leyniþjónustan vann fyrir yfirvöld í aðdraganda stríðsins en í henni er fjallað um efnavopnaeign Íraka og mögu- leika landsins til þróunar á kjarn- orkuvopnum. Nefndin hefur yfirheyrt rúm- lega 100 manns innan leyniþjón- ustunnar sem sáu um að safna gögnum sem skýrslan byggði á. Í Washington Post kemur fram að mikið af þeim lykilupplýsingum sem skýrslan byggir á hafi verið óstaðfestar eða byggðar á viðtöl- um við eina manneskju sem þykja ekki vönduð vinnubrögð. Eitt meginverkefni nefndarinnar er að finna út hvort bandarískur almenningur hafi verið blekktur í aðdraganda stríðsins og of mikið gert úr hættunni sem stafaði af Saddam Hussein og Írak. Demókratar og repúblikanar innan nefndarinnar deila um það hvort vinnubrögð leyniþjónust- unnar hafi verið með þessum hætti vegna þrýstings frá Hvíta húsinu. Pat Roberts vill meina að leyniþjónstustan hafi ekki staðið sem skyldi við að upplýsa fram- kvæmdavaldið um stöðu mála í Írak. John Rockefeller, fulltrúi demókrata í nefndinni, er hins vegar undir miklum þrýstingi frá forystu flokksins um að leyfa Ro- berts ekki að einblína á leyni- þjónustuna og hennar vinnu- brögð. Demókratar telja brýnt að fá úr því skorið hvort George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, Dick Cheney, varaforseti hans, og Donald H. Rumsfeldt varnar- málaráðherra hafi meðvitað oftúlkað hættuna sem stafaði af vopnaeign Íraka. ■ ÁRSÞING „Það var einkar ánægju- legt að finna þann samhljóm inn- an hreyfingarinnar sem var greinilega fyrir hendi á þessum ársfundi,“ segir Gylfi Arnbjörns- son, framkvæmdastjóri Alþýðu- sambands Íslands, um ársþing fé- lagsins sem fram fór á hótel Nor- dica. „Þetta er stór hreyfing með 82 þúsund félagsmenn og alls ekki sjálfgefið að allir nái landi saman. Stærstu málin sem voru til umræðu voru atvinnu- og kjaramálin.“ Ein ályktun miðstjórnar sam- bandsins var að mótmæla skerð- ingu þeirri sem fyrirhuguð er á atvinnuleysisbótum. „Við setj- umst ekki niður með ráðherra nema skerðingin verði dregin til baka. Þvert á móti á að hækka at- vinnuleysisbætur svo þau jafnist á við lágmarkslaun. Við viljum huga sérstaklega að lægstu laun- unum og launajafnrétti. Jafn- framt setjum við fram að atvinnu- leysisbætur eigi að tengjast fyrri tekjum sem hlutfall af launum.“ Gylfi segir að fundurinn hafi tekið á því vaxandi vandamáli sem langvarandi atvinnuleysi er. „Það er staðreynd að fleiri eru að lenda oftar og lengur í atvinnu- leysi en áður var og því eru at- vinnuleysisbætur orðnar stærri þáttur í tekjum og lífsviðurværi margra Íslendinga. Þess vegna förum við fram á bættar trygg- ingar til handa þeim aðilum sem lenda í slíku.“ ■ Hákarlabaninn: Heimskulegt ofbeldi FRÉTTIR Talsverð viðbrögð hafa orðið við frétt Fréttablaðsins varðandi Sigurð Pétursson Ís- mann sem banaði hákarli við strendur Grænlands fyrir sköm- mu. Á vefsíðu dagblaðsins National Post í Kanada er verknaðurinn harðlega gagnrýndur af George Burgess, forstjóra stofnunar í Bandaríkjunum sem safnar gögn- um um hákarlaárásir í heiminum. „Þetta hljómar eins og árás á hákarl en ekki öfugt,“ sagði Burgess og fordæmdi verknað sem þennan sem heimskulegt of- beldi gagnvart hákarli sem hefur aldrei verið þekktur fyrir að ráð- ast að mönnum. ■ SILVIO BERLUSCONI Fyrri ríkisstjórn Berlusconi sprakk vegna deilna um skerðingu eftirlaunaréttar. Atvinnulíf lamað: Milljónir í verkfalli RÓM, AP Atvinnulíf á Ítalíu lamað- ist í gær þegar um 11 milljónir manna í þremur stærstu verka- lýðsfélögum landsins fóru í fjög- urra klukkustunda verkfall. Verst var ástandið í Róm, Bologna og Napolí. Almenningssamgöngur fóru úr skorðum og miklar trufl- anir urðu á áætlunarflugi til og frá Ítalíu. Tæplega 300 flugferð- um til og frá landinu var aflýst. Bankar og skólar voru lokaðir og sjúkrahús veittu aðeins neyðar- þjónustu. Með verkfallinu vildu launþeg- ar undirstrika óánægju sína með áform ríkisstjórnarinnar um breytingar á eftirlaunakerfi landsins. Ríkisstjórn Berlusconis vill hækka eftirlaunaaldur úr 57 árum í 65 ár hjá körlum og 60 ár hjá konum. ■ MÆLDIST VEL YFIR SVIPTINGAR- MÖRKUM Maður var tekinn fyrir ölvunarakstur í Vestmannaeyjum í hádeginu á fimmtudaginn. Hann var sviptur ökuréttindum á staðnum til bráðabirgða þar sem hann mældist vel yfir mörkum til sviptingar. STJÓRNMÁL Hvorki Árni Þór Sig- urðsson, forseti borgarstjórnar, né Alfreð Þorsteinsson, formað- ur borgarráðs, segja að grund- vallarbreyting hafi orðið á stöðu Þórólfs Árnasonar borgarstjóra við það að hann hafi nú verið yf- irheyrður af Ríkislögreglustjóra vegna meintra samkeppnisbrota í fyrra starfi hjá Olíufélaginu Esso. Árni Þór sagði að sam- starfsmenn Þórólfs í Reykjavík- urlistanum hafi hingað til tekið skýringar hans gildar á því sem fram kom í skýrslu Samkeppnis- stofnunar. Hins vegar hafi málin ekki verið rædd í ljósi nýrrar stöðu í málinu en þau munu sjálfsagt verða rædd. Alfreð segir að hann hafi alltaf sagt að málið eigi að hafa sinn gang og það sé verið að rannsaka það af réttbærum yfir- völdum. Mikilvægt sé að hafa í huga að þótt menn sæti rann- sókn, þá þýði það ekki sekt þeir- ra. Honum þykir ómögulegt að setjast á einhvern dómarabekk í málinu og að afstaða verði tekin til stöðu Þórólfs í ljósi þeirrar niðurstöðu sem rannsóknin leið- ir til. ■ Þingið gagnrýnir upplýsingaöflun Formaður sérstakrar rannsóknarnefndar bandarísku öldungadeildar- innar óttast trúverðugleika leyniþjónustunnar. Lykilupplýsingar sem notaðar voru í aðdraganda stríðsins við Írak þykja illa unnar. BUSH BRIGSLAÐ UM BLEKKINGAR Demókratar í Bandaríkjunum telja brýnt að fá úr því skorið hvort George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hafi meðvítað oftúlkað hættuna sem stafaði af Írökum. Á myndinni er ver- ið að mótmæla heimsókn forsetans til Ástralíu í vikunni. Forsvarsmenn Reykjavíkurlistans: Málið hafi sinn gang Fertugur maður: Dæmdur öðru sinni DÓMUR Maður á fertugsaldri var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir hafa mikið magn af barnaklá- mi í sinni vörslu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Honum var einnig gert að greiða 350.000 krónur í sekt. Hann hafði í sínum fórum fjórar myndbandsspólur, 176 hreyfimynd- ir og tæplega 30.000 ljósmyndir sem sýndu börn á klámfenginn og kynferðislegan hátt. 2001 var maðurinn dæmdur í árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur ungum drengjum. Þá flutti hann inn myndband sem sýndi unga drengi í kynferðislegum at- höfnum. ■ ALFREÐ ÞORSTEINSSON Menn setjist ekki á dómarabekk. ÁRNI ÞÓR SIGURÐSSON Hefur tekið skýringar Þórólfs gildar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T HLUTI MIÐSTJÓRNAR ASÍ Áhersluatriði á ársþingi sambandsins voru atvinnu- og kjaramál landans HELSTU ÁHERSLUR ÁRSFUNDAR ASÍ • Áhersla á að launafólk fái réttláta hlut- deild í aukningu þjóðarverðmæta. • Þess krafist að félagsmálaráðherra dragi skerðingaráform til baka. • Beina sjónum sérstaklega að langtíma- atvinnulausum. • Áhersla á fjárfestingu í mannauði. • Þróa samstarf milli aðila vinnumark- aðar og stjórnvalda. • Biðlistum eftir félagslegu húsnæði verði eytt. Ársfundur Alþýðusambands Íslands: Atvinnuleysisbætur fylgi lægstu launum FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T SIGURÐUR PÉTURSSON Sætir gagnrýni fyrir hákarlsdrápið.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.