Fréttablaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 42 Leikhús 42 Myndlist 42 Íþróttir 38 Sjónvarp 44 LAUGARDAGUR Meðallestur fólks á landinu öllu NOKKRAR STAÐREYNDIR UM Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í sept. ‘03 68% 50% FR ÉT TA B LA Ð IÐ M O R G U N B LA Ð IÐ D V 23% HANDBOLTI Norðanliðin verða í sviðsljósinu í REMAX-deildinni í hand- bolta karla í dag, þó í sitt hvorum lands- hlutanum sé. KA-menn fara suður og mæta Frömurum klukkan 16.30. Á sama tíma taka Þórsarar á móti Aftureldingu fyrir norðan. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG ÚRKOMUSVÆÐI NÁLGAST Þegar líður á daginn bætir í alla helstu veður- þætti, það er úrkomu, vind og hita. Engin læti þó. Legg til að göngutúrinn verði far- inn fyrri partinn í dag. Sjá síðu 6 25. október 2003 – 262. tölublað – 3. árgangur OLÍUMÁL Áhugi Ríkislögreglustjóra í rannsókninni á meintu samráði olíu- félaganna beinist einkum að for- stjórum, fjármála- og innkaupa- stjórum og markaðs- og sölustjórum bæði í smásölu og til stórnotenda. Í tilkynningu Ríkislögreglustjóra til stjórna og stjórnarformanna olíufé- laganna um að opinber rannsókn á þeim sé hafin vegna ætlaðra brota á samkeppnislögum, er beðið um upp- lýsingar um hverjir gegndu helstu stjórnunarstöðum hjá þeim frá 1993 til 2001, stjórnskipulag félaganna og hverjir gátu skuldbundið þau sam- kvæmt innri reglum. Rannsóknin verður sjálfstæð en ákvörðunin um að hefja hana byggði á gögnum sem Samkeppn- isstofnun aflaði í sinni rannsókn, bæði því sem fram kom í frumat- hugun og úr seinni hluta athugun- ar sem búast má við að verði kynnt málsaðilum í næsta mánuði. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins kemur fjölmargt fram í síðari hlutanum til viðbótar við það sem fram kom í sumar. Í bréfi sem Samkeppnisstofnun sendi fyrr á árinu til málsaðila kemur fram að meint brot olíufélaganna virðist í meginatriðum hafa falist í samráði um gerð tilboða, mark- aðsskiptingu og verðsamráði í sölu á eldsneyti á flugvöllum, verðsamráði og markaðsskiptingu í sölu á eldsneyti til erlendra skipa, almennu samráði um verð- lagningu á eldsneyti og smurolíu og öðrum aðgerðum sem geta haft áhrif á verð þessara vara. Í aðalatriðum hefur samráðið falist í samráði um innkaup og verðlagningu á bensíni og olíu, smurolíu, gasi, frostlegi, rúðu- vökva, samráði um að veita afslátt til viðskiptavina, leggja á þá gjöld eða um að draga úr framboði eða takmarka þjónustu við þá. Þá hefur verið rannsökuð mark- aðsskipting og eftir atvikum verð- samráð vegna sölu til stærri við- skiptavina eða á einstökum land- svæðum. Meðal þessara viðskipta- vina eru ÍSAL, Norðurál, Kísiliðjan og íslenska járnblendifélagið, Flug- leiðir, Landhelgisgæslan, dóms- málaráðuneytið, Reykjavíkurborg, Vestmannaeyjabær, SR mjöl, SBK og Áhaldahús Keflavíkur. Ennfrem- ur er grunur um samráð vegna sölu á Raufarhöfn, Grindavík, Ísafirði, Stykkishólmi og í Austur-Skafta- fellssýslu. Þá er uppi grunur um samráð vegna sölu á samreknum bensínstöðvum og skiptingu á sölu- svæðum, um samkomulag um að reyna ekki að ná viðskiptum við- skiptavina sem samningsbundnir eru öðru olíufélagi. kgb@frettabladid.is Sjá síður 2 og 8 ● rekur flótta varnarliðsins Stefán Pálsson: ▲ SÍÐA 28 Lætur ekki deigan síga ● starfsfólkið getur varla unnið Ólafur Elíasson: ▲ SÍÐA 46 Sólverkinu líkt við fíkniefni ● verður 38 ára í dag Þorfinnur Ómarsson: ▲ SÍÐA 16 Kemur kærustunni á óvart Athyglin beinist að æðstu stjórnendum Ríkislögreglustjóri rannsakar ætluð brot forráðamanna olíufélaganna. Um er að ræða sjálfstæða rannsókn sem byggir á gögnum Samkeppnisstofnunar. Sigurður Pétursson: Ísmaður í heimsfréttir Sigurður Pétursson, öðru nafni Ísmað- urinn, er með heimspressuna á hælun- um eftir að hann drap hákarl með ber- um höndum. . ▲ SÍÐA 26 Fékk ógeð á körlum LANDAMÆRI Fimm pólskir Sígaunar voru stöðvaðir í Leifsstöð í fyrra- kvöld grunaðir um að hafa ætlað að komast ólöglega inn í landið. Fólkið kom með flugi frá Dan- mörku en það voru óeinkennis- klæddir lögreglumenn hjá lög- reglunni á Keflavíkurflugvelli sem tóku Sígaunana til yfir- heyrslu. Við eftirgrennslan kom í ljós að fólkið hafði ekki landvist- arleyfi hér á landi. Upphaflega bar fólkið, þrír karlmenn og tvær konur, því við að það vildi sækja um pólitískt hæli á Íslandi en við yfirheyrslur dró það þá umsókn til baka og var sent aftur úr landi í gærdag, áleiðis til Póllands. Aukning hefur orðið á þeim sem reyna að komast inn í landið til að vinna án þess að hafa at- vinnuleyfi. Allt árið í fyrra var 60 manns vísað frá landamærunum en nú þegar hefur 64 verið vísað frá. En tveir annasömustu mánuð- irnir eru eftir. „Það er aukinn þrýstingur á landamærin. Fólk virðist í aukn- um mæli sækja í atvinnu hér án þess að hafa tilskilin leyfi,“ seg- ir Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflug- velli. ■ Lögreglumenn í Leifsstöð stöðvuðu fimm manns: Sígaunar sendir úr landi VAFASAMAR UPPLÝSINGAR Bandarísk þingnefnd sem hefur athugað störf leyniþjónustustofnana í aðdraganda innrásarinnar í Írak átelur þær fyrir óvönd- uð vinnubrögð. Vafasamar heimildir hafi verið notaðar og stuðst við einstakar heim- ildir í mikilvægum málum. Sjá síðu 2 DÆMDUR ÖÐRU SINNI Karlmaður hefur verið dæmdur til fjögurra mánaða fangelsisvistar fyrir að hafa barnaklám undir höndum. Hann hefur áður verið dæmdur fyrir kynferðisbrot á tveimur ungum piltum. Sjá síðu 2 150.000 KRÓNA LÁGMARKS- LAUN Samningamenn BSRB munu krefj- ast þess að lágmarkslaun verði 150.000 krónur þegar viðræður hefjast um nýja kjarasamninga. Þetta er meðal þess sem var samþykkt á þingi þess í gær. Sjá síðu 4 Kona sem starfaði við símavændi í Reykjavík segir frá reynslu sinni í viðtali við Fréttablaðið. SÍÐA 18 ▲ Símavændiskona: SKÓGARELDAR Í KALIFORNÍU Slökkviliðsmenn geta lítið aðhafst vegna mikilla elda sem hrakið hafa þúsundir frá heimilum sínum. Lögregluyfirvöld hafa lokað af stórum hluta þeirra hraðbrauta sem liggja frá Los Angeles til Las Vegas vegna eldanna. Skógareldar í Kaliforníu: Ógna byggðum KALIFORNÍA, AP Mikið lið slökkviliðs og björgunarfólks hefur lítið get- að aðhafst annað en fylgt fólki frá heimilum sínum vegna skógar- elda sem loga víða í Kaliforníu. Fjöldi fólks hefur þurft að yfir- gefa heimili sín tímabundið en miklir vindar gera það að verkum að ómögulegt er að ráða niðurlög- um eldsins. Lögregla hefur þurft að loka tveimur hraðbrautum sem liggja frá suðurhluta Kaliforníu til Las Vegas í Nevada vegna eldanna. Ekki er talið að hægt verði að ráða niðurlögum eldanna fyrr en vinda lægir á svæðinu. ■AP /M YN D Námuslys í Rússlandi: Lítill tími til bjargar RÚSSLAND, AP Fjölmennar björgun- arsveitir vinna hörðum höndum að því að bjarga 46 námuverka- mönnum sem festust í námu í suð- urhluta Rússlands. Verkamennirnir voru að vinnu sinni 800 metra undir yfirborði jarðar þegar gangnaopið fylltist af vatni frá nálægu vatnsbóli. Þeir eru án rafmagns og mennirnir hafa litlar sem engar vistir eða mat. Vegna loftleysis í göngunum var talið vænlegt að bora sérstök loftgöt niður til þeirra til að halda þeim á lífi þar til björgunarsveitir geta grafið niður að þeim. Námuslys eru afar tíð í Rússlandi. Tvisvar til þrisvar á ári berast fréttir af mannskæðum námuslysum. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.