Fréttablaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 40
Þetta eru verk sem ég vann fyrirári síðan og þau fjalla öll um varðveislu fegurðar,“ segir ljós- myndarinn Börkur Sigþórsson sem opnar í dag sýningu á verkum sínum á Thorvaldsens bar. „Þetta er fram- hald af pælingum sem ég hef verið í síðan ég byrjaði að taka myndir. Það varð á sínum tíma allt vitlaust þegar ég tók myndir fyrir skólablað Menntaskólans í Reykjavík þar sem vel útlítandi krakkar voru í sjálfs- morðsstellingum. Þessi sýning fjall- ar um það sama, útlitsdýrkun- ina í samfélaginu sem er stundum á svolítið sjúklegu stigi. Það er ein fyrirsæta, Lúlla, á öllum myndunum og myndirnar eru vísun í Mjall- hvítarævintýrið; Mjallhvít er of fögur til að henni sé fargað og fegurðin er því lokuð inni í glerkistu.“ Börkur hefur auglýsinga- ljósmyndun að aðalstarfi: „Manni gefast ekki mörg tækifæri til að sýna verk sín annars staðar en í auglýsingadálkum fjöl- miðlanna og því ákvað ég að þiggja boð um að halda sýningu á Thor- valdsens. Mörg af mínum uppá- haldsverkum hef ég hvergi birt og ætla því að nýta tækifærið núna,“ segir Börkur sem er maðurinn á bakvið linsuna í allmörgum vel þekktum auglýsingaher- ferðum og stefnir á leik- stjórn í framtíðinni. „Ég dvaldi í sumar í Los Angeles við nám í tónlistarmynd- bandagerð. Í næstu viku leikstýri ég myndbandi fyrir hljómsveitirnar Mínus og Quarashi.“ Börkur var tilnefndur til Edduverðlaunanna ásamt Birni Thors fyrir tónlistarmyndband sem þeir gerðu fyrir hljómsveitina Maus: „Ég er núna kominn inn sem leikstjóri hjá Saga Film og stefni á að einbeita mér meira að leikstjórn í framtíðinni.“ Opnun á ljósmyndasýningu Barkar er á Thorvaldsensbar kl.17. 00 í dag og sýningin stendur til 22. nóvember. ■ 40 25. október 2003 LAUGARDAGUR Pondus eftir Frode Øverli Fréttiraf fólki Aðdáendum Pamelu Andersonbrá heldur í brún þegar hún sást drekka áfengi í sænskum sjón- varpsþætti. Stúlk- an hefur haldið því fram að hún eigi aðeins um 10 ár eftir ólifað vegna veikinda sinna og hefur hald- ið því fram að hún hafi tileinkað sér heilsusamlegra lífsfar í von um að auka lífslíkur sínar. Aðdáend- ur hafa áhyggj- ur af því að þetta sé ekki satt og að Pamela fari fyrr í gröfina en hún þyrfti. Sjónhverfingarmaðurinn DavidBlaine segist vera reiðubúinn til þess að fara láta sér fasta fæðu til munns aftur. Líkami hans hefur jafnað sig merkilega fljótt eftir sjálfsprísund hans í plast- búrinu sem hékk í krana við hlið Tower Bridge í London í 44 daga. Þá lét hann sér aðeins vatn til munns og eftir slíka meðferð þarf líkaminn tillögunartíma. Nýja plata Britney Spears ersögð vera kynlíf, kynlíf og aftur kynlíf, samkvæmt MTV, í það minns- ta. En þetta er plata sem ferðast allt frá hiphoppi og yfir í reg- gae, eins og fram kemur í dómum um plötuna. Þá eru lög eins og Outrageous, Showdown, Boom Boom og Brave New Girl sögð sanna það fyrst og fremst að Britney ætli að selja sig sem kyntákn og losa sig við skólastelpuímyndina. Ný sjónvarpsmynd um fyrrumleikarann og Bandaríkjafor- setann Ron- ald Reagan hefur verið harðlega gagnrýnd. Kvikmynda- gerðamenn- irnir eru sagðir hafa bætt inn slagorðum, ræðum og atriðum sem eiga sér enga stoð í raun- veruleikanum. Með aðalhlutverk í myndinni fara James Brolin og Judy Davis. Of fögur til að henni sé fargað Fegurð BÖRKUR SIGÞÓRSSON ■ Gerir útlitsdýrkun samfélagsins að viðfangsefni í ljósmyndasýningu sem hann opnar á Thorvaldsens bar í dag. BÖRKUR SIGÞÓRSSON Starfar við auglýsingaljós- myndun og leik- stjórn MJALLHVÍT Þótti of falleg til að henni væri fargað og fegurð hennar var römmuð inn í glerkistu. Lúlla er fyrir- sætan sem prýðir ljós- myndir Barkar. Ó, Tína!Ó, Jói! TÍNA??! Ég meinaTanja! Tóta? Tobba? Tolla? Trína? Sigfríður?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.