Fréttablaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 26
26 25. október 2003 LAUGARDAGUR Nú, er þetta orðinn fréttamaturá heimsvísu?“ spyr Ólafur Sigurðsson forviða. Hann er son- ur Sigurðar Péturssonar sem bet- ur er þekktur sem Ísmaðurinn óg- urlegi. Ólafur er starfandi í Nuuk en ekki hefur náðst í Sigurð Pét- ursson. Hann var þá farinn til hafs frá Kuummiit, heimabæ sín- um á austurströnd Grænlands, og vissi ekki til þess að heimspress- an er á eftir honum og vill ná tali af honum vegna fréttar um sögu- legt hákarladráp hans. Í samtali fyrr í vikunni vildi Ísmaðurinn ekki gera mikið úr því afreki sem Fréttablaðið hefur greint frá, er hann óð út í blóðdrif- inn sjóinn, náði taki á hákarli og drap hann með hnífslagi. Sigurður Ísmaður hafði þá verið að gera að náhveli í fjörunni og var hákarl- inn á sveimi þar við og ætlaði sér bita af girnilegri bráð Ísmanns- ins. „Þetta var bara aumingi og var alveg máttvana eftir að ég náði taki á sporðinum,“ segir Sigurður um 300 kílóa hákarlinn. Opinberun í Qaqortoq En hver er hann þessi Sigurður Pétursson Ísmaður sem sest hefur að á þessum afskekkta stað? Hvað fær mann til að snúa baki við há- tæknisamfélagi Íslands og gerast nánast frummaður á Grænlandi? Sigurður er Vestfirðingur að uppruna og starfaði árum saman sem fengsæll og þekktur togara- skipstjóri. Eitt árið kom hann til dæmis með verðmætasta afla að landi á togaranum Má SH. Svo er það árið 1997, en þá var hann starfandi við smábátaútgerð í Ólafsvík, að hann fór í skemmti- ferð til Grænlands á slóðir Stef- áns Hrafns Magnússonar hrein- dýrabónda. Ísmaðurinn vissi það ekki þá, en teningunum var kas- tað. Í bænum Qaqortoq varð hann fyrir opinberun. Það fór vel á með honum og heimamönnum og Sig- urði leið líkt og hann væri einn víkinganna sem bjuggu þarna fyrr á öldum. Hann sagði við ís- lenska förunauta sína, 15 manna ferðamannahópi, að á Grænlandi ætlaði hann að eiga heima fyrir lífstíð. Það var hlegið að honum en aðeins hálfum mánuði síðar var Sigurður búinn að ganga frá sín- um málum á Íslandi og var á leið frá fjölskyldu og vinum til Græn- lands - alfarinn. Hann seldi tvo báta sem hann átti og sigldi til Grænlands, þá á báti sem Stefán Hrafn átti. Útgerð í Kuummiit Til að byrja með starfaði Sig- urður á hreindýrabúi Stefáns Hrafns en stefndi leynt og ljóst að útgerð - grálúðuveiðum nánar til- tekið. Hann keypti bát á Íslandi, Stellu ÁR sem hafði skemmst í bruna, gerði hann upp og endur- skýrði Leif Eiríksson. Seinnipart vetrar 1998 rakst hann á Gunnar Braga Guðmundsson, forstjóra Nuka A/S, fyrirtækis sem kaupir mestallan fisk sem veiðist við strendur Grænlands. Gunnar Bragi greiddi götu Sigurðar, út- vegaði honum hús í smáþorpinu Kuummiit á austurströnd Græn- lands og gekkst í það eftir nokkurt bras að útvega honum tilskilin leyfi til veiða. Ísmaðurinn er eini maðurinn sem fengið hefur slík leyfi til útgerðar en reglur kveða á um að þau fáist ekki fyrr en eft- ir þriggja ára fasta búsetu á Grænlandi. Eftir ævintýralega ferð, þar sem Ísmaðurinn sigldi báti sínum, ásamt syni sínum suður fyrir Hvarf og norður eftir austur- ströndinni - mikla háskaför - náði hann landi á Kuummiit og hefur verið þar síðan, í afar afskekktu bæjarfélagi sem telur 400 íbúa og skortir öll nútímaþægindi. Þar stundar hann grálúðuveiðar, og náhval veiðir Ísmaðurinn einnig sem og eitt og annað sem til fellur. Í bókinni „Seiður Grænlands“ eft- ir Reyni Traustason segir svo: „Koma okkar [...] vakti óskipta at- hygli og allt starfslið frystihúss- ins mætti á bryggjuna auk nokk- urra þorpsbúa. Í plássinu var al- talað að ég væri á leiðinni fyrir Hvarf og norður. Margir urðu hissa þegar Leifur Eiríksson birt- ist og ég skynjaði mikla virðingu þorpsbúa. Ég var í þeirra huga maðurinn sem kom út úr ísnum“. Og af þessu sökum er Sigurður nefndur Ísmaðurinn. Hinn íslenski sirkus Eftir að Ísmaðurinn fluttist til Grænlands skildi hann við konu sína eftir rúmlega 20 ára hjóna- band og þrjú börn. Eitt barn átti Sigurður Pétur fyrir hjónaband. Á Grænlandi hefur Sigurður tekið saman við grænlenska konu og unir hag sínum vel, í slarksömu lífi og harðdrægu, alls ólíku því sem hér þekkist. Í Seið Græn- lands má lesa þetta, sem ef til vill útskýrir að nokkru hvers vegna Ísmaðurinn umturnaði lífi sínu með þessum hætti, en Sigurður telur sig hugsanlega hafa fæðst öldinni of seint. Hugsanlega hefði hann unað sér vel í íslensku þorpi fortíðarinnar: „Ísland bíður ekki upp á neitt nema stress. Þar eru allir alltaf að fara eitthvert eða koma einhvers staðar frá án þess að maður sjái beinlínis tilganginn. Bílaumferðin er yfirþyrmandi og annar hver maður blaðrar í far- síma. Kæfandi eftirlit er með öllu og þjóðfélagið í heild er að springa úr streitu. Mér leiðist þetta og get ekki hugsað mér að verða aftur hluti þessa sirkuss. Því er Grænland sá kostur sem ég hef valið og þar ætla ég að vera.“ jakob@frettabladid.is Koma okkar vakti óskipta athygli og allt starfslið frystihússins mætti á bryggjuna auk nokkurra þorpsbúa. Í pláss- inu var altalað að ég væri á leiðinni fyrir Hvarf og norð- ur. Margir urðu hissa þegar Leifur Eiríksson birtist og ég skynjaði mikla virðingu þorpsbúa. Ég var í þeirra huga maðurinn sem kom út úr ísnum. ,, SIGURÐUR „ÍSMAÐUR“ PÉTURSSON Hér stendur hann í fjörunni við Kangerslussuaq og gerir að náhveli miklu sem hann hafði veitt. Atgangurinn litaði sjóinn blóði og hákarl sem átti leið hjá veitti því eftirtekt. Hann kom sveimandi að ströndinni en hefði betur sleppt því. Ísmaðurinn óð út í sjóinn og greip um sporð hákarlsins og drap hann svo. M YN D / FR EY R Sigurður Pétursson skipstjóri varð fyrir opinberun þegar hann heimsótti Grænland fyrir sex árum. Hann fullyrti að þarna ætlaði hann að eiga heima fyrir lífstíð. Hann stóð við orð sín og lifir nú ævintýralegu lífi á Grænlandi. Heimspressan er nú á höttunum eftir honum eftir að hann drap 300 kílóa há- karl með berum höndum. Ísmaðurinn ógurlegi ratar í heimspressuna ÍSMAÐURINN MEÐ NÁHVELI Eftir háskalega för á plastbáti sínum suður fyrir Hvarf og norður eftir austurströndinni í gegn- um háskalegan hafísinn sögðu þorpsbúar Kuummiit hann manninn sem kom úr ísnum. SIGURÐUR PÉTURSSON Sneri baki við nútímalegum lífsháttum á Íslandi, sem hann segir stressaða og mannfjandsamlega, og stundar nú útgerð frá þorpi á Grænlandi. Slíkt líf segir hann eiga ólíkt betur við sig.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.