Fréttablaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 42
■ ■ KVIKMYNDIR  Sjá www.kvikmyndir.is Sambíóin Kringlunni, s. 588 0800 Sambíóin Álfabakka, s. 587 8900 Háskólabíó, s. 530 1919 Laugarásbíó, s. 553 2075 Regnboginn, s. 551 9000 Smárabíó, s. 564 0000 Sambíóin Keflavík, s. 421 1170 Sambíóin Akureyri, s. 461 4666 Borgarbíó, Akureyri, s. 462 3500  14.00 Myndirnar Malcolm X og Hidden Wars of Desert Storm verða sýndar í bíósal MÍR við Vatnsstíg á heimildarmyndahátíð Gagnauga og Fróða. Aðgangseyrir er 200 krónur.  16.00 Kvikmyndasafn Íslands sýnir þýsku kvikmyndina Lili Marleen eftir Rainer Werner Fassbinder í Bæjarbíói, Hafnarfirði. ■ ■ TÓNLEIKAR  15.00 Hannes Þ. Guðrúnarson verður með suðræna og seiðandi gítar- tónleika í sal Tónlistarskólans á Akur- eyri, Hvannavöllum 14. Hann flytur tón- list frá Paragvæ, Mexíkó og Kúbu.  15.15 Tilraunaeldhúsið kemur fram í tónleikaröðinni 15.15 á Nýja sviði Borgarleikhússins. Frumflutt verður verkið Please make my space noisy, sem er unnið fyrir opnun listsýningar í Pétursborg í Rússlandi. Tilraunaeldhúsið skipa þau Hilmar Jensson, Jóhann Jó- hannsson og Kristín Björk Kristjáns- dóttir og þeim til aðstoðar verða Andrew D’Angelo, Orri Jónsson, Ólöf Arnalds og Sigurður Halldórsson.  16.00 Kórar Langholtskirkju og Kvenfélag Langholtskirkju standa fyrir söngskemmtun til styrktar gluggasjóði Langholtskirkju þar sem allir kórar Langholtskirkju syngja en þeir eru: Krút- takórinn, Kór Kórskóla Langholtskirkju, Graduale Futuri, Gradualekór Langholts- kirkju, Graduale Nobili, Kammerkór Langholtskirkju, Karlakór Íslands og ná- grennis og Kór Langholtskirkju.  16.30 Lúðrasveitin Svanur leikur í grunnskóla Þorlákshafnar. Stjórnandi er Rúnar Óskarsson.  20.00 Íslenska óperan efnir til Haustkvölds í óperunni, þar sem flutt- ar verða aríur og dúettar úr óperum í minningu dr. Victors Urbancic.  Kammersveit Reykjavíkur flytur verk eftir Brahms og Dvorak í Listasafni Íslands. Kammersveitin fagnar þrjátíu ára starfi um þessar mundir og minnist þess á þessum fyrstu tónleikum afmæl- isársins. ■ ■ LEIKLIST  14.00 Lína Langsokkur eftir Astrid Lindgren í Borgarleikhúsinu  17.00 Stuttverkahátíðin Margt smátt verður haldin í Borgarleikhúsinu. Þar sýna níu leikfélög víðsvegar að af landinu 21 leikverk sem eru á bilinu 3- 15 mínútur að lengd, langflest ný ís- lensk verk.  20.00 Ráðalausir menn eftir Sig- uringa Sigurjónsson verður sýnt í Tjarnarbíói.  20.00 Farsinn Allir á svið er sýnd- ur á stóra sviði Þjóðleikhússins.  20.00 Veislan verður sýnd á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins.  20.00 Leikritið Pabbastrákur eftir Hávar Sigurjónsson verður sýnt á litla sviðinu Þjóðleikhússins. ✓ 20.00 100 prósent hitt með Helgu Brögu í Ými við Skógarhlíð.  20.00 Græna landið eftir Ólaf Hauk Símonarson verður frumsýnt í sal Frumleikhússins í Keflavík. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson.  Fjöllistasýningin Hvenær er kven/maður frjáls í Listasafni Reykja- víkur, Hafnarhúsinu. Sýningin er sam- starf Lab Loka og Elan, Wales auk fleiri listamanna. ■ ■ LISTOPNANIR  16.00 Kristinn Pálmson opnar einkasýningu í Listasafni Reykjanes- bæjar. Á sýningunni er meðal annars „Kraftaverkamálverkaserían“, sem nú kemur í fyrsta sinn fyrir augu almenn- ings hér á landi.  16.00 Handverk og hönnun opnar sýninguna Töskur. Sýndar verða töskur úr leðri, leir, tágum, flóka, roði plasti og ýmsu öðru. Sýningin er haldin í kjölfar samkeppi sem fjölmargir tóku þátt í og valdi dómnefnd úr innsendum töskum. Sýningin stendur til 16. nóvember nk. í Aðalstræti 12. Opið 13-17 alla daga, nema mánudaga.  Í Galleríi Sævars Karls við Banka- stræti verður opnuð sýning á 45 olíu- málverkum á striga eftir Nini Tang. ■ ■ SKEMMTANIR ✓ 20.00 Lokakvöld Foster’s trú- badorkeppninnar er í kvöld á Kránni, Laugavegi 73.  21.00 Bubbi á tónleikaröðinni „Þúsund kossa nótt“ í Hótel Framtíð, Djúpavogi.  22.00 Hip hop stórtónleikar á Vídalín. Fram koma dj B ruff, TMC, Twi- sted minds, Mystic One, dj Total Kayoz, Angles Child, Big GEE, dj Cruz og O.N.E Þeir byrja stundvíslega klukkan 22 og eru til 3 um nóttina. Einnig verdur seld tónlist eftir tmc ásamt hettupeysum og bolum frá þeim.  23.00 Rúnar Þór og hljómsveit leikur í Fjörugarðinum í Fjörukránni, Hafnarfirði.  23.00 Rokksveit Rúnars Júlíusson- ar sér um fjörið á Kringlukránni.  Sixties á Hótel Húsavík.  Skítamórall verður í Sjallanum, Ak- ureyri.  BRJÁN og Egilsbúð kynna Rokk- veislu 2003 í Egilsbúð, Neskaupstað. Stjórhljómsveit Brján með fjölda söngvara og dansara flytur lög frá Queen, Rolling Stones, David Bowie, Bítlunum og fleiri.  Hörður Torfa syngur og spilar í Kútter á Stöðvarfirði á sínu árlega haustferðalagi um landið. Á ferðalaginu kynnir hann nýútkomna plötu sína Elds- saga.  Hermann Ingi jr. mun leika á Búálf- inum, Hólagarði.  Í kvöld stígur Bítlavinafélagið á stokk eftir rúmlega 10 ára hlé og stend- ur fyrir Bítlaballi á Nasa við Austurvöll.  Land og synir á Gauknum.  Fræbblarnir, Hvannadalsbræður og Helgi og Hljóðfæraleikararnir skemm- ta í Leikhúskjallaranum.  Rokkkvöld X-ins á Grand Rokk.  Milljónamæringarnir skemmta ásamt Páli Óskari og Bjarna Ara á Hótel Stykkishólmi  Atli á neðri hæðinni, Þórhallur á efri hæðinni á Laugavegi 22.  Gleðisveitin Gilitrutt leikur og syngur fyrir gesti og gangandi á Gunnukaffi á Hvammstanga.  Dúettinn Acoustics skemmtir á Ara í Ögri.  Atli á neðri hæðinni, Þórhallur á efri hæðinni á Laugavegi 22.  Hljómsveit Friðjóns Jóhannssonar spilar á Odd-Vitanum, Akureyri.  Danssveitin SÍN leikur á Kanslaran- um á Hellu.  Hljómsveitin Sister Sledge heldur tónleika á Broadway. ■ ■ FYRIRLESTRAR  13.30 Rúna K. Tetzschner fjallar um nokkur örnefni í nágrenni Hóla í Hjaltadal í fyrirlestri sínum Nytjar í nöfnum, sem hún flytur á vegum Nafn- fræðifélagsins í stofu 106 í Odda, húsi Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn er ókeypis og öllum opinn. 42 25. október 2003 LAUGARDAGUR hvað?hvar?hvenær? 22 23 24 25 26 27 28 OKTÓBER Laugardagur Ólafur Kjartan Sigurðarsonbaritónsöngvari virðist ein- göngu taka að sér hlutverk í óper- um ef þær heita sama nafni og persónan sem hann syngur. Þannig söng hann nýverið hlut- verk Macbeths í óperunni Macbeth, nú eftir áramótin syng- ur hann Fígaró í Brúðkaupi Fíg- arós og í kvöld ætlar hann að syn- gja hlutverk Rígólettós í atriðum úr óperunni Rígólettó. „Það er kannski til þess að ég gleymi ekki hvað persónan heitir, sem ég á að syngja,“ segir Ólafur. „En að öllu gamni slepptu þá er þetta kærkomið tækifæri fyrir mig að fá að snerta á Rígólettó. Nú er hann kominn inn í mína bíólógísku klukku og þetta er hlut- verk sem maður á að geta sungið í 25 ár.“ Nokkur helstu atriði úr Rígólettó verða flutt á Haust- kvöldi í óperunni, sem Íslenska óperan efnir til í kvöld í minningu dr. Victors Urbancic. Á þessu ári eru liðin hundrað ár frá fæðingu hans. Fyrir hlé verða flutt aríur og dúettar úr Leðurblökunni, Töfraflautunni, La Traviata og I Pagliacci. Eftir hlé er svo komið að Rígólettó og verða sviðsett at- riði úr henni í flutningi Ólafs Kjartans og annarra fastráðinna söngvara Íslensku óperunnar. „Hugmyndin er sú að flytja á þessum tónleikum atriði úr óper- um sem dr. Urbancic stjórnaði hér á landi sjálfur. Fljótlega varð ljóst að Rígólettó myndi skipa þar stóran sess, því hún er náttúrlega lykilópera í íslenskri tónlistar- sögu. Þetta var fyrsta óperan sem hér var sýnd á sviði og þar fór kennari minn, Guðmundur Jóns- son, með hlutverk Rígólettós.“ ■ ■ TÓNLEIKAR Byrjaður að þreifa á Rígólettó JÓHANN FRIÐGEIR OG ÓLAFUR KJARTAN Frá æfingu í Íslensku óperunni. Í kvöld verða flutt atriði úr nokkrum óperum í minningu dr. Victors Urbancic. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Villibráðarkvöld Villibráðarkvöld verður þann 25. október á Hótel Stykkishólmi og dansleikur með Milljónamæringunum, Bjarna Ara og Páli Óskari. Verð með gistingu í tveggja manna herbergi kr. 8.500 á mann. Pantanir í síma 430 2100 Foreldrar Stöndum saman Styðjum börnin okkar í að afþakka áfengi og önnur vímuefni

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.