Fréttablaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 16
16 25. október 2003 LAUGARDAGUR ■ Nýjar bækur ■ Andlát Hinrik fimmti, hinn ungi kon-ungur Englands, vinnur ásamt mönnum sínum frækinn sigur á Frökkum í bardaganum við Agincourt í norðanverðu Frakklandi. Þetta gerðist 25. októ- ber árið 1415 og er bardaginn ekki síst frægur fyrir fjálglegar lýs- ingar Shakespeares á atburða- rásinni í leikritinu Hinrik fimmti. Þetta var í miðju hundrað ára stríðinu, sem þá geisaði milli Eng- lendinga og Frakka. Hinrik fimmti hafði farið með 11 þúsund hermenn yfir Ermar- sund tveimur mánuðum fyrr og byrjaði á að ráðast á bæinn Harfleur í Normandí. Eftir fimm vikna bardaga höfðu Englending- ar þar sigur úr býtum, en voru þá búnir að missa helming manna sinna. Konungurinn ungi ákvað þá að halda heim á leið með hrakið lið sitt, en mætti 20 þúsund manna herliði á leiðinni þegar komið var að Agincourt. Þrátt fyrir mann- fæð unnu Englendingar engu að síður sigur og þykir það eitt mesta hernaðarafrek sögunnar. Englendingar misstu nokkur hundruð menn en Frakkar nokkur þúsund. Fimm árum síðar var Hinrik fimmti orðinn konungur í Frakk- landi, en dó reyndar tveimur árum síðar úr smitsótt einhverri. ■ Jóhann Gunnar Friðriksson, Hólabraut, Keflavík, lést fimmtudaginn 23. október. Gudmund Knutsen, dýralæknir, Fjólu- götu 3, Akureyri, lést mánudaginn 20. október. ■ Jarðarfarir ■ Tilkynningar 11.00 Agnes Sigurðardóttir, frá Mána- skál, verður jarðsungin frá Hösk- uldsstaðarkirkju. 13.30 Björgvin Kristinn Guðjónsson frá Þorlákshöfn, Hringbraut 50, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Þorlákskirkju. 14.00 Ragnar Már Hansson, rafvirkja- meistari, Aðalgötu 9, Siglufirði, verður jarðsunginn frá Siglufjarð- arkirkju. 14.00 Hannes Þorbergsson, Háeyrar- völlum 48, Eyrarbakka, verður jarðsunginn frá Eyrarbakkakirkju. INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR Hún var kjörinn varaformaður ASÍ á þingi samtakanna í gær. ??? Hver? Formaður Landssambands verslunar- manna og varaformaður ASÍ. ??? Hvar? Ég er stödd á landsfundi ASÍ. ??? Hvaðan? Úr vesturbænum í Reykjavík. ??? Hvað? Landsþing ASÍ er haldið árlega og eru rúmlega 260 fulltrúar frá stéttarfélögum víðs vegar um landið. ??? Hvernig? Baráttan fer fram í stéttarfélögunum á hverjum stað en við sameinumst í land- samböndunum og í Alþýðusambandinu stillum við saman strengi. ??? Hvers vegna? Vegna þess að á þinginu eru bækur bornar saman og baráttan undirbúin. ??? Hvenær? Þingið hófst á fimmtudag og lýkur í dag. ■ Persónan Ég hlakka alltaf til þessa dags oglít svo á að afmælisdaginn sé minn dagur,“ segir Þorfinnur Ómarsson, sem er að dusta af sér ferðarykið í dag eftir ferð til Brussel á vegum Vestrænnar sam- vinnu í herbúðir NATO. Þorfinnur er 38 ára og hefur ekki ákveðið hvernig hann ætlar að verja deginum en hann hafi ákveðið að koma kærustu sinni á óvart í kvöld. „Ég á allt eins von á að hún komi mér á óvart líka,“ seg- ir hann hlæjandi og vonar að það takist. „Þessi dagur er sá eini á öllu árinu sem maður á fyrir sig, má gera hvað sem er og allir verða að taka tillit til manns og veita sér- staka athygli. Maður er nokkurs konar stjarna dagsins. Ég held að allir hafi gaman af því, að minnsta kosti innst inni,“ segir Þorfinnur, sem verður með útvarpsþátt sinn, Í vikulokin, í dag klukkan 11 eins og aðra laugardaga. Fyrir skömmu tók Þorfinnur við verkefnastjórnun í Hagnýtri fjölmiðlun við Háskóla Íslands. Hann segir ýmsar breytingar á döfinni sem ekki er vert að ræða að sinni. „Jú, ég hef gaman af að vera kominn inn í háskólasamfé- lagið. Mín kennslureynsla er frá því ég kenndi í Menntaskólanum í Hamrahlíð 21 árs gamall, tveim- ur-þremur árum eldri en nemend- urnir,“ segir hann kíminn. „Það er ekki hægt annað en hafa gaman af þessu. Það er rétt hægt að ímynda sér hvort ekki er fjör á kaffistofunni með Hannesi Hólm- steini og fleiri góðum mönnum,“ segir Þorfinnur, sem á endalaus áhugamál og fjarri lagi að hann hafi tíma til að sinna þeim öllum. „Matseld er eitt af þeim. Ég hef svakalega gaman af að elda og bjóða fólki. Ég sé ekki eftir þrem- ur stundum í að elda mat sem tek- ur eina stund að borða,“ segir Þorfinnur Ómarson, sem hefur þann veikleika að flækja málin þegar hann eldar einfaldan kvöld- verð eins og ýsu og kartöflur. ■ Afmæli ÞORFINNUR ÓMARSSON ■ Er 38 ára í dag og ætlar að koma kær- ustu sinni á óvart í kvöld. Hann á allt eins von á að hún komi honum líka á óvart á afmælisdaginn enda er þetta hans dagur. PABLO PICASSO Á þessum degi árið 1881 fæddist einn merkasti listamaður heims. 25. október ■ Þetta gerðist 1949 You’re Breaking My Heart með Vic Damone er á toppi banda- ríska listans. 1955 Örbylgjuofninn var kynntur í Ohio-ríki í Bandaríkjunum. Fyrsti ofninn var frá Tappan-fyrirtækinu og átti að kosta 1.200 dollara en það tók hann aðeins 22 sekúnd- ur að linsjóða egg. 1962 John Steinbeck fékk bókmennta- verðlaun Nóbels. 1964 Kaunda nær völdum í Zambíu. 1983 2.000 bandarískir hermenn ráð- ast inn í Grenada. 1984 Evrópa sendir neyðaraðstoð til Eþíópíu. 1995 Cliff Richard verður sir Cliff Rich- ard. ORRUSTAN VIÐ AGINCOURT ■ Á þessum degi sigruðust fáliðaðir og hraktir Englendingar á fjölmennum her Frakka í norðanverðu Frakklandi. 25. október 1415 Stjarna dagsins ÞORFINNUR ÓMARSSON Hann hefur ánægju af afmælisdegi sínum og finnst afmælis- dagar til þess gerðir að njóta þeirra og vera stjarna dagsins. ENGLENDINGAR OG FRAKKAR Hinrik fimmti vann frækinn sigur á Frökk- um í orrustunni við Agincourt. Englendingar sigra Frakka Bókaútgáfan Salka hefur gef-ið út bókina Kynjaverur í Kverkfjöllum eftir Iðunni Steinsdóttur. Í fréttatilkynn- ingu segir að skelfilegir at- burðir gerist í Kverkfjöllum og þá reyni á baráttuvilja landvættanna og samstöðu. Búi Kristjánsson myndskreytti bókina, sem er 48 bls. Fréttablaðið býður lesendumað senda inn tilkynningar um dánarfregnir, jarðarfarir, afmæli eða aðra stórviðburði. Tekið er á móti tilkynningum á tövupóst- fangið tilkynningar@fretta- bladid.is. Ef óskað er eftir jarðarfarar- eða andlátsauglýs- ingu má senda texta í slíkar auglýsingar á auglysingar- @frettabladid.is. Allsherjar leikhúsupplifun,“segir Ármann Guðmundsson hjá Bandalagi íslenskra leikfélaga en það heldur hátíð í Borgarleik- húsinu í dag. Margt smátt heitir hátíðin en þar sýna 9 áhugaleikfélög víðs vegar að af landinu 21 leikrit. „Langflest eru þetta nýleg ís- lensk leikverk,“ segir Ármann en leikfélögin sem standa að á hátíð- inni eru Freyvangsleikhúsið, Hugleikur, Leikfélag Dalvíkur, Leikfélag Fljótsdalshéraðs, Leik- félag Hafnarfjarðar, Leikfélag Kópavogs, Leikfélag Mosfells- sveitar, Leikfélagið Sýnir og Leik- hópurinn Vera, Fáskrúðsfirði. Eftir að sýningum lýkur verða stuttar umræður um hátíðina. Að því búnu verður slegið upp balli fyrir alla hátíðargesti á Nýja sviði Borgarleikhússins. Stuttverkahá- tíðin Margt smátt hefst klukkan 17 og kostar miðinn 1.900 krónur. 21 leikrit – 9 leikhópar HJARTAÐ ER AÐEINS VÖÐVI Myndin er úr einu leikverkanna, sem nefnist Hjartað er aðeins vöðvi. Tímamót LEIKRIT ■ Áhugaleikfélög víðs vegar að af land- inu sýna í Borgarleikhúsinu 21 stutt leik- verk sem eru á bilinu 3-15 mínútur að lengd. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.