Fréttablaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 22
■ Næsta stopp 22 25. október 2003 LAUGARDAGUR Helgin markar tímamót í söguHróksins. Við bjóðum til há- tíðar í Vetrargarðinum til þess að sýna hvað Hrókurinn stendur fyrir. Við lítum mjög stolt um öxl, undraverðir hlutir eru að gerast í íslensku skálífi og nú eru tækifæri til þess að láta lang- þráða drauma rætast. Á sama tíma teflum við fram átta keppn- issveitum á Íslandsmóti skákfé- laga og vel á annað hundrað skákmenn á öllum aldri, af báð- um kynjum og úr ýmsum heims- hornum munu tefla undir merkj- um Hróksins. Við erum sérstak- lega stolt af barnasveitum fé- lagsins og þeirri skemmtilegu staðreynd að yngsti liðsmaður okkar á Íslandsmótinu er næst- um upp á dag jafn gamall Hrókn- um en hann varð fimm ára í síð- ustu viku,“ segir Hrafn Jökuls- son, forseti Hróksins, sem stend- ur í stórræðum á sviði skákar- innar á Íslandi enn og aftur. Þjóðarsátt um skáklandið Ísland Breytingar liggja í loftinu. Hrafn neitar því að fyrir hafi legið fimm ára áætlun. „Við lögð- um ekki upp fyrir fimm árum með áætlun um hvernig við ætl- uðum að gerbreyta íslensku skáklífi varanlega. Við létum okkur aldrei dreyma um það að haustið 2003 yrðu þúsundir barna komnar á fullt í skákina. Við vorum ekki svo framsýnir að við værum búnir að ákveða að á 20 mánuðum myndi Hrókurinn standa fyrir 10 alþjóðlegum skákviðburðum, þar af mörgum sterkustu mótum heims á þessu tímabili. Við lögðum einfaldlega af stað og höfðum skemmtigildið að leiðarljósi. Smám saman hef- ur hins vegar orðið til hreyfing sem teygir sig núna um allt þjóð- lífið inn í nánast hvern skóla á landinu, inn á óteljandi heimili, inn á heimili út um allt.“ Hrafn segir jafnframt athygl- isvert að langflestir þeirra sem lagt hafa mest af mörkum höfðu aldrei komið nálægt skák eða skákstarfi áður. Með öðrum orð- um; orðin er til ný og kröftug og spennandi hreyfing sem nú mun ráðast í það verkefni að endur- skapa skáklíf á Íslandi varan- lega. „Nú er staða á borðinu sem gefur frábæra möguleika og rétti tíminn til þess að hefja lokasóknina. Við teljum okkur hafa sýnt fram á hvað er hægt að gera. Nú viljum við að skákland- ið Ísland verði fest í sessi. Hrók- urinn býðst til þess að leggja til alla sína krafta í að vinna með ungu kynslóðinni og sjá til þess að hér sé kröftugt og iðandi skáklíf landið um kring. Við ætl- um hins vegar ekki að gína yfir íslensku skáklífi. Við viljum fyrst og fremst vinna í grasrót- inni að mest spennandi verkefn- unum sem bjóðast. Breiða út skákina meðal krakkanna og taka þátt í að ala upp kynslóð hugsandi Íslendinga. Við viljum mynda þjóðarsátt og þar verða margir að koma til; hið opinbera, sveitarfélögin, atvinnulífið, hin ýmsu félagasamtök, einstakling- ar, skólar og fjölmiðlar. Sú tíð er bráðum liðin að eitt félag þurfi að annast varðveislu á því fjöreggi sem skáklíf á Íslandi er.“ Ólöglegt lið til keppni Á síðasta aðalfundi Skáksam- bands Íslands var samþykkt um- deild tillaga, augljóslega til höf- uðs Hróknum, að koma bæri á kvóta á erlenda skákmenn. Að þeir væru aldrei fleiri en íslensk- ir skákmenn í hverju liði á Ís- landsmóti. „Það er sorglegt að þeir menn skuli finnast innan hinnar gömlu íslensku skákhreyfingar sem vilja skoða vegabréf manna áður en þeim er hleypt að taflborðinu. Slíkt stríðir algerlega gegn öllu sem Hrókurinn stendur fyrir. Það er pláss fyrir alla í Hróknum og það eru allir velkomnir. Dapurleg tímaskekkja að keppinautar okk- ar á Íslandsmóti skákfélaga skuli hafa opinberað hversu illa þeir þekkja inntakið í kjörorði al- þjóðahreyfingar skákmanna: ‘Við erum ein fjölskylda.’ Ég hvet þessa menn til að setjast niður og hugleiða hvað orðin þýða. Hrók- urinn mun um helgina tefla fram sínum keppnismönnum alveg burtséð frá því hvort menn eru mjóir eða feitir, litlir eða stórir, með íslensk vegabréf eða ekki. Við höfum í höndunum lögfræðiá- lit Árna Páls Árnasonar, lög- manns og sérfræðings í Evrópu- málum, þar sem hann kemst af- dráttarlaust að þeirri niðurstöðu að hinn nýsetta lagagrein til höf- uðs erlendum skákmeisturum Hróksins standist ekki EES- samninginn og sé líklega brot á mannréttindasáttmála Evrópu. Ég hef engan lögmann hitt sem hefur reynt að mótmæla þessari niðurstöðu heldur þvert á móti.“ Með öðrum orðum, Hrókurinn mun senda ólöglegt lið til keppni? „Ef einhver lítur svo á að okk- ar lið sé ólöglegt hvet ég viðkom- andi til að kæra. Okkur leiðist að standa í þrasi og viljum öfgalausa umræðu um málin. En ætli ein- hver að kæra einhverja af okkar liðsmönnum munum við fara með það mál eins langt og þörf krefur, eyða í það eins mikilli orku og tíma og þörf krefur. Fyrr eða síð- ar hlýtur sú staðreynd að renna upp fyrir mönnum að 21. öldin er gengin í garð.“ Steinn í götu Hróksins Ljóst má vera að fítónskraftur Hróksmanna hefur farið fyrir brjóstið á valdamiklum aðilum innan Skáksambandsins. Hrókur- inn gerði að tillögu sinni að Ís- landsmótið yrði haldið í Smára- lind en það gekk ekki eftir. „Vetr- argarðurinn hefði verið frábær mótsstaður. Því miður voru for- seti skáksambandsins og varafor- seti bornir ofurliði í stjórninni af mönnum sem voru tilbúnir að leggja allt í sölurnar til þess að Ís- landsmót skákfélaga færi fram í kyrrþey. Þessir menn vilja hverfa aftur til þess ástands þegar eng- inn í landinu hafði áhuga á Ís- landsmóti skákfélaga. Þeir vildu fela þetta mót í yfirgefnum menntaskóla í Hamrahlíð. Við vildum færa skákina til fólksins í samræmi við þá skákbyltingu sem gengur yfir landið. Því miður urðu sjónarmið okkar og forseta skáksambandsins undir.“ jakob@frettabladid.is Mitt val væri staður uppi íHimalajafjöllum sem heitir Dardjiling,“ segir Gunnar Dal, heimspekingur og skáld, aðspurð- ur um það hvert hann vildi helst fara í stutt ferðalag ef hann mætti velja. „Dardjiling þýðir á máli inn- fæddra „borg ofar skýjum“,“ segir Gunnar. „Ég var þarna nú í gamla daga, um miðja öldina sem leið og þarna sá maður til dæmis yfir á Tígiris-hæðir og Everest-fjall og eiginlega miklu tilkomumeiri fjöll en Everest, sko. Þetta er gífurlega fallegur staður. Náttúrufegurðin er mikil og fólkið gott, framandi og merkilegt. Ég var við Háskólann í Kalkútta en í fríinu fór ég þarna upp í fjöllin og var þarna í svona rúman mánuð. Menn verða algerir skýjaglóp- ar, í bestu merkingu orðsins, í Dardjiling. Orðið glæpur er dreg- ið af glópur en það á ekki við. Það er allt aðra sögu að segja af glóp- um í merkingunni að verða undr- andi á hlutunum vegna þess að í Dardjiling voru svo margir hlutir sem gerðu mann hissa og fengu mann til að undrast. Hvað sagði líka ekki Aristóteles gamli? Hann skilgreindi heimspekinga með þeim orðum að aðeins sá maður sem verði hissa sé heimspeking- ur. Þeir sem eru ekki hissa eru of vitlausir til að geta talist heim- spekingar..“ Gunnar skrifaði upphafið á heimspekisögu sinni í Dardjiling en fyrsta bindi hennar fjallar einmitt um austurlenska heimspeki. „Þannig að ég var hátt uppi þegar ég byrjaði á sögu heimspekinnar. Þetta var afskaplega áfengt and- rúmsloft. Morgunsvalinn var hrein- lega þannig að það eitt að anda að sér þessu tæra, hreina háfjallalofti var eins og að drekka guðaveigar. Þarna voru afskaplega margir heimar sem birtust og voru að af- hjúpast nánast daglega.“ ■ Íslandsmót skákfélaga er haldið nú um helgina. Íslandsmeistarar Hróksins tefla fram „ólöglegu“ liði og virða að vettugi útlendingatak- markanir sem finnast í lögum Skáksambandsins. Svo virðist sem prímus mótor í skáklífi landsmanna undanfarin ár, Hrafn Jökulsson, eigi sér óvildarmenn innan gömlu skákhreyfingarinnar. Hrafn hrókerar langt HRAFN JÖKULSSON Hefur farið fyrir Hróknum og uppbyggingu skákmenningar á Íslandi undanfarin ár, ekki síst meðal skólafólks. Hér situr hann að tafli. Hrókurinn ætlar í trássi við reglur Skáksambandsins að tefla fram erlendum stórmeisturum á íslandsmóti skákfélaga um helgina og manar menn til að kæra. Við lögðum ekki upp fyrir fimm árum með áætlun um hvernig við ætluðum að gerbreyta ís- lensku skáklífi varanlega. Við létum okkur aldrei dreyma um það að haustið 2003 yrðu þúsundir barna komnar á fullt í skákina. ,, Gunnar Dal kann vel við sig skýjum ofar: Saga heimspekinnar byrjaði í Dardjiling GUNNAR DAL „Þarna átti ein kona marga menn en reglur voru um að aðeins elsta dóttirin gæti tekið allan arf og þegar hún gifti sig einhverjum varð hún að giftast öllum bræðrum hans líka. Öðruvísi gekk dæmið ekki upp.“ SKÝJUM OFAR „Það er eins og fólk sem býr í þessum mishæðóttu löndum verði oft sterkara,“ segir Gunnar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.