Fréttablaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 25. október 2003 29 DÝR DEMANTUR Orðið „bling“ byrjaði sem orð yfir gullkeðjur og demantshringi sem einkum voru bornir af svörtum rapp tónlistarmönnum. Hér heldur skartgripafræðingurinn Sarah Srichoomsin í uppboðshúsinu Christie á 63.93 karata demantshring sem metin er á um 90 milljón krónur og myndi vafalítið flokkast undir bling, ef ekki bling bling. Íhinum enskumælandi heimi ogmeðal þeirra sem eru undir áhrifum hans er „bling“ tískuorð- ið í dag eða jafnvel „bling-bling“. Alls staðar frá síðum blaðanna og yfir í blaður útvarpsstöðva veður þetta orð uppi, „bling“, og fyrr á þessu ári öðlaðist það form- lega viðurkenningu sem hluti enskrar tungu þegar það birtist í OED - það er Oxford English Dict- ionary, enska orðabókin frá Oxfordháskóla. Samkvæmt skilgreiningu orða- bókarinnar er orðið „bling“ eða „bling-bling“ notað um dýra og áberandi skartgripi, og það að bera slíka muni. Dýrkun hinna efnislegu gæða Á götunni þar sem enska er töl- uð hefur orðið ennþá víðtækari merkingu og lýsir því gildismati sem felst í því að lifa lífinu til hins ítrasta, vinna mikið, skemmta sér rækilega og sækjast eftir því besta (dýrasta), minkapelsinum, farmiða á fyrsta farrými, Prada- fatnað, Rolex-úr, Bentley-bíl, Dom Perignon kampavín og svo fram- vegis. Með öðrum orðum þá er „bling“ eða „bling-bling“ slagorð neyslukapphlaupsins, lausnarorð þeirra sem dýrka hin efnislegu gæði. Talið er að orðið hafi fyrst kom- ið fram seint á tíunda tug síðustu aldar og hafi fyrst verið notað sem titill á söngtexta rapp sveitarinnar Cash Money Millionaires sem flutt var af rapparanum Baby Gangsta. Stílistar segja að „bling“ eigi rætur að rekja til svartra popptón- listarmanna því að hvítir músík- antar hafi lítið hugsað um útlit sitt og klæðaburð og látið sig hafa það að koma fram fyrir aðdáendur sína á gallabuxum og bol meðan hinir svörtu hafi kosið að berast á og sýna aðdáendum sínum að þeir hefðu efni á hlutum sem venjuleg- ur meðaljón verður að láta sér nægja að girnast. Og nú til dags flokkast ekki aðeins gullkeðjur og demantshringir undir „bling“ heldur líka þeir flokkar af hálfber- um fegurðardísum sem skreyta tónlistarmyndbönd nútímans. Kraftbirting neyslukapp- hlaupsins Sumum finnst þetta komið út í öfgar og hafa áhyggjur af því að sífellt sé verið að veifa auðæfum og munaði framan í áhorfendur sem aldrei í lífinu eiga eftir að öðlast neitt í líkingu við það sem myndböndin sýna. Í öllu falli er „bling“ kraftbirting neyslukapp- hlaups nútímans, eða eins og rapparinn Chuck D í Public Enemy segir: „Hip hop snýst um að sjúga brjóstin á Sámi frænda fastar en nokkru sinni fyrr“. ■ Nýtt orð ryður sér til rúms í ensku: „Bling“ - nýtt tískuorð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.